Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tónlistarfólk fagnar nýju orgeli Sinfóníuhljómsveit áhugamanna fagnar í dag, sunnudag, kl. 17 nýju orgeli í Neskirkju með tónleikum, þar sem meðal annars verða fiutt ný tónverk eftir Qliver Kentish og Hildigunni Rúnarsdóttur. Einleikari á tónleikunum verður Lenka Mátéová. Þorvarður Hjálmarsson hitti tónskáldin að máli. Morgunblaðið/Jim Smart Hildigunnur Rúnarsdóttir og Oliver Kentish bera saman bækur sínar fyrir tónleikana. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhuga- manna heldur í dag tónleika í Nes- kirkju. Tónleikamir eru haldnir til að fagna nýju orgeli kirkjunnar sem tek- ið var í notkun síðastliðið haust en hljómsveitin og Neskirkja hafa um árabil haft með sér margvíslegt sam- starf. Á efnisskránni eru Fjórar myndir, nýtt hljómsveitarverk eftir Oliver Kentish, þáttur úr orgelkon- sert eftir Hildigunni Rúnarsdóttur og orgelkonsert eftir Francis Poulencs. Einleikari á orgel verður Lenka Mátéová sem fædd er í Tékkóslóvak- íu, en hefur búið og starfað á Islandi frá árinu 1990 og er nú organisti og kórstjóri við Fella- og Hólakirkju. Lenka hefur tekið þátt í kammer- og kórtónleikum hér á landi og komið fram víða um lönd sem einleikari m.a. í Þýskalandi og Rússlandi. Eins og áður segir verða tvö ný tónverk á efnisskránni á sunnudag- inn og höfundar þeirra taka báðir þátt í flutningum svo segja má að tón- skáldin leiki tveimur skjöldum á tón- leikunum, Oliver sem stjómandi hljómsveitarinnar og Hildigunnur sem konsertmeistari. Þá vaknar sú spuming hvort verkin séu eftiivill samin gagngert fyrir tónleikana og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna? Samið með SÁ í huga „Já, hljómsveitarverkið er samið með hljómsveitina í huga,“ segir Oli- ver Kentish, „þetta er léttmeti í fjór- um stuttum köflum og ég hafði engar ákveðnar myndir í huga þegar ég samdi verkið. Það er samið á stuttum tíma, í rauninni varð hver kaili til á einni morgunstund. Upphaflega átti Ingvar Jónasson að stjóma flutning- num en hann veiktist af flensu og bað mig að taka við stjóminni sem ég auðvitað þáði.“ „Það sem frumflutt verður eftir mig á tónleikunum," segir Hildi- gunnur Rúnarsdóttir, „er 2. kafli úr orgelkonsert sem ég er að vinna að en hljómsveitin hefur tvisvar áður fmm- flutt verk eftir mig. Kaflinn er fluttur í tilefni af nýja orgelinu en það verður í íyrsta skipti sem orgelið er notað með hljómsveit. Orgelið smíðaði Bandaríkjamaðurinn Noack, sá hinn sami og smíðaði orgelið í Langholts- kirkju. Hugmyndin með konsertinum er að fara í gegnum tónlistarsöguna, fyrsti kaflinn er undir barrokkáhrif- um, annar í sónhenduformi og þriðji kaílinn er í nútímalegri formi.“ „Þetta er mjög fallegt verk, og vel samið,“ skýtur stjómandinn Oliver Kentish inni í samtalið. „Og ekki spillir túlkun einleikarans eða flutn- ingur hljómsveitarinnar fyrir verk- unum.“ „Nei, það gerir það svo sannarlega ekki og það sem gerir þessa tónleika einstaka," bætir Hildigunnur bros- andi við, „er að þar koma fram tvö tónskáld og taka þátt í flutningnum, annað sem stjómandi og hitt sem konsertmeistari. Samstarfið gengur ágætlega þó skotin gangi á milli, en það er enn sem komið er bara í gríni.“ - Einleikarinn á tónleikunum verð- ur Lenka Mátéová og hún flytur m.a. orgelkonsert eftir Francis Poulenc. Hvaðgetið þið sagt mér um Lenku og orgelkonsertinn ? „Einleikarinn er alveg fyrsta flokks, hún Lenka,“ svarar Oliver Kentish. „Hún er organisti í Fella- og Hólakirkju og hefur búið hér á landi í ein átta til níu ár. Orgelkonsert Poul- encs er erfiður en Lenka flytur hann með glæsibrag! Þetta er eitt af vin- sælustu verkum tónskáldsins samið um miðbik aldarinnar, árið 1938 minnir mig, fyrir orgel, strengi og pákur. Pákurnar leika stórt hlutverk í verkinu. Lenka er hrifinn af nýja orgelinu í Neskirkju og segir að það sé eins og smíðað fyrir þetta verk og búi yfir öllum þeim blæbrigðunum sem einleikarar þurfi á halda við túlk- un verka á borð við konsert Poulencs. Þetta er ekki stórt verk en það byijar með sterkum hljómum, verður síðan innhverft, íhugult og dramatískt inn á milli. Konsertinn er mjög aðgengileg- ur en gerir kröfur bæði til einleikar- ans og hljómsveitarinnar.“ Fólk úr öllum stéttum - Sinfóníuhljómsveit áhugamanna fagnar brátt tíu ára afmæli. Er starf- semi hljómsveitarinnar þróttmikil? „Hljómsveitin æfir einu sinni í viku,“ svarar Hildigunnur. „Hljóm- sveitina skipar fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins og líka tónlistarnem- endur sem eru að fikra sig áfram á listabrautinni. Síðan er þama líka tónlistarfólk sem komið er á eftirlaun og vill halda áfram að spila. Hljóm- sveitin kemur fram opinberlega nokkrum sinnum á ári, ýmist á sjálf- stæðum tónleikum, með kórum eða við önnur tækifæri. Það er mjög gott samstarf á milli okkar og þeirra sem koma að málinu fyrir hönd Nesk- irkju. Það er alltaf gaman að fá tæki- færi til að vinna með hljómsveitinni og ekki verra að fá að frumflytja verk eins og á tónleikunum í dag.“ --------------- Spænskt kvöld í Lista- klúbbnum FLAMENCO, dans, Ijóð og söngur verða á dagskrá Listaklúbbs Þjóð- leikhúskjallarans mánudaginn 21. febrúar kl. 20.30. Dansarinn Franca Zuin dansar flamencodansa. Símon Ivarsson gítarleikari flytur flam- encotónlist. Vilborg Halldórsdóttir leikkona flytur ljóð úr Tatararímum Federicos García Lorca. Ingveldur Yr Jónsdóttir óperusöngkona syng- ur Habanera úr óperunni Carmen og tónlist eftir Granados við píanóleik Bjarna Jónatanssonar. Sýning á verkum Sveins Björnssonar listmálara opnuð á Hrafnistu í Hafnarfírði Ahorfand- anum boð- ið í krókótt ferðalag Morgunblaðið/Jim Smart Bræðumir Sveinn og Erlendur Sveinssynir við saltfiskmynd föður síns, Sveins Björnssonar, Þeir fara í fyrsta flokk, en á föstudag var opnuð á Hrafn- istu í Hafnarfirði sýning á verkum Sveins. Á HRAFNISTU í Hafnarfirði hefur verið opnuð sýning á verkum Sveins Björnssonar listmáiara. Þar gefur að líta 63 verk og spanna þau fjóra áratugi á listamannsferli Sveins, frá 1957 til 1997. Tilefni sýningarinnar, sem er sett upp í samvinnu Sveinssafns og Hrafn- istu, er að í gær, laugardaginn 19. febrúar, voru liðin 75 ár frá fæð- ingu listmálarans, en hann lést vor- ið 1997. Yfirskrift sýningarinnar er Fjöl- breytnin í list Sveins Björnssonar. I sýningarskrá kemur þó fram að ekki sé um tæmandi yfirlitssýningu að ræða. „Það sem fyrir okkur vakti þegar áhugi vaknaði á að setja þessa sýningu upp á Hrafn- istu var að gleðja gamla fólkið og gesti þess með gömlum, nýjum og fjörlegum myndum. Valið er nokk- urs konar slembiúrtak þar sem drifkrafturinn við að koma sýning- unni upp og ánægja samstarfsfólks okkar á Hrafnistu og vistmann- anna sjálfra við að fá þessar mynd- ir í hús mótaði útlit sýningarinnar. Myndunum er ætlað að vekja gaml- ar minningar, gleðja og bjóða áhorfandanum í krókótt ferðalag eftir þróunarbraut Sveins Björns- sonar, frá hinu gamla til hins nýja,“ ritar Erlendur, sonur Sveins, í sýningarskrá. Sýningin er í fjórum hlutum. Á ganginum eru klippimyndir í fyrir- rúmi og þar eru einnig myndir úr fjörlegri baðstrandarsyrpu frá Espergærde í Danmörku. Heiðurs- rúm í borðsalnum skipar saltfis- kmyndin stóra, Þeir fara í fyrsta flokk, og kallast á við myndina af Guddu gömlu. I kapellunni eru myndir með trúarlegu ívafi, þar á meðal tvær myndir gerðar við Sálma á atómöld eftir Matthías Johannessen. Setustofan er helguð síðasta hluta listamannsferils Sveins, þegar Iitirnir tóku yfir og ríktu einir. Þrjár myndir í þeim stíl eru úr passíusálmamyndaflokkn- um sem listamanninum entist ekki aldur til að ljúka við. Sýningin stendur til 9. júní nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.