Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 ' MINNINGAR MARIA BJORK EIÐSDÓTTIR + María Björk Eiðsdöttir fædd- ist í Reykjavík 8. maf 1940. Hún lést á Landspitalanum 10. febrúar síðastiiðinn. Foreldrar hennar voru Valgerður Magnúsdúttir hús- múðir (f. 19. júlí 1916 í Borgarnesi) og Eið- ur Haraldsson skúsmiður (f. 26. júní 1914 í Austurgörðum í Kelduhverfí, d. 6. mars 1947). Þau voru búsett á Akureyri. Seinni maður Valgerðar var Árni Sigurpálsson frá Olafsfírði (f. 12. núv. 1907, d. 9. des. 1964). Systkini Bjarkar eru: 1) Hildur, verslunarmaður (f. 18. júní 1942). 2) Svala, sjúkraliði (f. 18. júní 1942). 3)Sigríður Sif, sjúkraliði (f. 29. mars 1945). 4) Eiður Haralds, lögreglumaður (f. 21. des 1946). 5) Páll Arnar Árnason, matrciðslum- eistari (f. 11. júní 1951). 6) Anna Margrét Árnadúttir, bankastarfs- maður (f. 23. jan. 1954). Hinn 1. núv. 1975 giftist Björk — Ingúlfi Hansen vélvirkja (f. 11. ágúst 1941 í Færeyjum). Foreldr- ar hans eru Ester Hj. Hansen (f. 19. júní 1922 á Bakkafirði) og Júgvan Hansen (f. 27. júní 1915 í Færeyjum). Þau hjuggu á Bakkafirði og síðar í Vest- mannaeyjum. Sonur Bjarkar og Harðar Sæmunds- sonar er Reynir (f. 2. okt. 1961), þýðandi og háskúlanemi. Sambýliskona hans er Rosemary Wanj- iku Kihuri (f. 14. feb. 1979 í Kenýa). Börn Reynis og Önnu Höllu Hallsdúttur eru: Freyja (f. 7. núv. 1989) og Hallur (f. 2. júlí 1991). Dætur Bjarkar og Ingúlfs eru: Ester Bima _ (f. 31. maí 1977) og Valgerður Ósk (f. 19. jan 1980). Þær hafa undanfarið verið við nám og störf í London. Björk stundaði nám við Gagn- fræðaskúla Akureyrar og Hús- mæðraskúla Reykjavíkur 1958- 59. Hún starfaði við Útvegsbanka íslands á Akureyri og síðar í Reykjavík ásamt öðrum verslun- arstörfum. Hún fluttist suður 1972 og bjú í Holtsbúð 14 í Garða- bæ til dauðadags. Útför Bjarkar verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ á morg- un, mánudaginn 21. febrúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Björk frænka mín er látin eftir stutta en erfiða legu, aðeins hálfum mánuði eftir að hún greindist með krabbamein. Það er stuttur tími fyr- ir okkur sem eftir erum, en langur fyrir þann sem þjáist. Hún tók örlög- um sínum af stillingu, umkringd ást- Vinum sínum, sem vöktu yfir henni og fylgdu henni þessi síðustu spor. Björk var stóra frænka mín, sem kom í sveitina á vorin og við hlökk- uðum öll mikið til að fá hana. Ég leit takmarkalaust upp til hennar og fannst hún miklu merkilegri en bróðir minn jafnaldri hennar. Björk og Tóti voru fyrir mér eftirsóknar- verður félagsskapur, en það var ekki alltaf gagnkvæmt, sem varla var von enda sex árum yngri og elti þau endalaust. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er jnóttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhrínginn. www.utfararstofa.ehf.is/ Ég man vel síðasta sumarið sem hún var hjá okkur í Austurgörðum, nýfermd og nú sem kaupakona. Mér fannst hún svo settleg og fin og ein- hvem veginn orðin fullorðin. Seinna ætlaði ég að verða alveg eins og hún, eiga eins uppreimaða strigaskó og rokkbuxur. Við sváfum í sama her- bergi og töluðum mikið saman á kvöldin, og það var alltaf svo gaman að heyra hana hlæja. Þegar ég hugsa um það nú skil ég betur hvað hún var þolinmóð og góð við mig. Ægisgata 29 var miðpunktur Ak- ureyrar fyrir okkur frændfólkið að norðan og þar var alltaf gott og skemmtilegt að koma og hitta fjöl- skylduna. Árin liðu og lífið var ekki lengur leikur, við urðum öll fullorðin, eign- uðumst böm og bum. Daglegt amst- ur tók við og þá er auðvelt að trúa því að lítill tími sé til að rækta frændgarðinn. Við hittumst alltof sjaldan á seinni áram, en þegar það gerðist var eins og við hefðum sést í gær. Nú þegar Björk er farin sakna ég hennar sáran og finn hve stóran sess hún átti í hjarta mínu. Hún Björk var gæfumanneskja, eignaðist góðan mann, þrjú mann- vænleg börn og tvö barnabörn. Hún var prúð kona, góð og grandvör og hafði fágaða framkomu. Við systkinin þökkum henni sam- fylgdina um leið og við vottum Ing- ólfi, börnum, barnabörnum, systkin- unum og Valgerði móður hennar OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN Al>AI s l lí, t I I íli. 1111 IttiYKJAVfK Díir/ð lu^er Öttifuv l fiftirurslj. I 'tfiirarstj. I 'ijtirtirsij, LÍKKISTUVINNUSTOFA EYVINDAR ARNASONAR okkar dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja þau og hugga í sorginni. Blessuð sé minning Maríu Bjark- ar Eiðsdóttur. Sigríður Bjömsdúttir. Þú siglir braut um móðu mistri hulda, en mannleg hjörtu gráta þína fór. Þau skilja eigi skipun valdsins dulda, en skrifa í sandinn spurningar og svör. Ef hjartað slær og ef að brosið lifir, er okkar sorg sem reykur liðin braut. Tala þú, guð, sem öllu vakir yfir, það orð, sem læknar sára hjartans þraut. Almáttki guð, lát duftið dauðaseka dreyma þá sól, er lífið geislar frá. Réttu fram hönd, er myrkrið megni að reka, gef meira ljós og dýpri sólar-þrá. Leyf okkar heitu óskum fylgja henni. Heyr okkar þöglu bæn um hjálp og náð. Við getum ekkert annað gefið henni, því einu treyst, að drottinn þekki ráð. (Bjöm Haraldsson.) Með þessum erindum úr ljóði sem föðurbróðir okkar orti um systur sína er dó ung kveð ég ástkæra syst- ur mína með hjartans þökk fyrir allt sem hún var mér. Nú er hún hjá guði í birtu og yl en allar fallegu minning- arnar um hana geymi ég og gleymi aldrei. Algóður guð styrki okkur ást- vini hennar. Hvíl í friði, elsku Björk mín. Þín systir Sif. 10. febrúar síðastliðinn lést mág- kona mín María Björk Eiðsdóttir á Landspítalanum. Við andlát mágkonu minnar, Bjarkar, en svo var hún kölluð meðal vina og vandamanna, rifjast upp margar minningar og allar góðar, því að Björk var ljúf og góð mann- eskja sem gott var að vera í nálægð við og einnig gat hún verið mjög skemmtileg og fyndin. Björk fæddist í Reykjavík þann 3. maí 1940. Foreldrar hennar voru Eiður Haraldsson frá Austurgörð- um, Kelduhverfi, N-Þing., nú látinn, og Valgerður Magnúsdóttir frá Borgamesi, en Björk fluttist svo fljótlega norður til Akureyrar með foreldram sínum sem höfðu gift sig í Reykjavík en fluttust síðan til Akur- eyrar, þar sem þau stofnuðu heimili og ólst Björk upp þar. Faðir hennar féll frá þann 6. mars árið 1947 og var þá Björk aðeins sex ára að aldri og systkinin fimm, Björk meðtalin. Til að létta á heimilinu var Björk send í sveit til föðurfólks síns að Austur- görðum, Kelduhverfi, næstu sumur á eftir, enda átti fjölskyldan gott fólk að þar sem frændfólk þeirra í Keldu- hverfi var og fengu yngri systkini Bjarkar einnig að njóta þess að vera hjá þeim eftir aðstæðum bæði í Lau- fási og Vogum og seinna einnig í Kvistási. Björk útskrifast frá Gagnfræða- skóla Akureyrar 1957 og fer síðan í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og er þar um veturinn 1958 og 1959. Á sumrin þessi ár vann hún ýmis versl- unarstörf. Björk var elst sjö systkina, hin heita Hildur og Svala, tvíburar, f. 1942, Sigríður Sif, f. 1945, Eiður Haralds, f. 1946, og eru þau börn Eiðs Haraldssonar, Páll Arnar, f. 1951, og Anna Margrét, f. 1954, börn Árna Sigurpálssonar, látinn 1964, seinni manns Valgerðar móður Bjarkar. Börn Bjarkar era þrjú, Reynir Harðarson nemandi í sálfræði og þýðandi fæddur 2. október 1961, sambýliskona Rosemary Wanjiku Kihuri, faðir Reynis var Hörður Snævar Sæmundsson, rakari, lést 1966. Björk giftist Ingólfi Hansen 1. nóvember 1975 og eiga þau tvær dætur, Ester Birnu, f. 31. maí 1977 og Valgerði Ósk, f. 19. janúar 1980. Barnabörn Bjarkar eru tvö, Freyja og Hallur, Reynisbörn. Björk var elst sjö systkina og stóð hún sig mjög vel í þeirri stöðu að vera elsta systir og var mjög ábyrgð- arfull gagnvart yngri systkinum sín- um og einnig hjálpsöm við móður sína og dugleg að sendast fyrir heimilið þótt aldurinn væri ekki hár. Undirritaður kynntist Björk fyrst sumarið 1960 en það sumar starfaði hún við móttökustörf á Hótel K.E.A., Akureyri. Um haustið fer hún til Reykjavíkur og starfar við verslunarstörf fram á vorið og á þeim tíma kynntist hún Herði föður Reynis en fer síðan aftur norður um vorið 1961. Þegar Björk var á Akur- eyri starfaði hún lengstum hjá Út- vegsbankanum á Akureyri en uppúr 1970 fluttust hún og Reynir sonur hennar til Reykjavíkur og starfaði hún þá einnig hjá Utvegsbankanum og nú í Reykjavík. Árið 1975 í nóvember gifta þau sig hún og Ingólfur, sem var mikið gæfuspor og stofnuðu þau fallegt heimili í Garðabæ. I fjölskylduuppákomum svo sem afmælum og slíku var Björk ávallt hrókur alls fagnaðar og komu þá óvæntir hæfileikar oft í ljós svo sem hæfileiki til að yi'kja vísur, góður frásagnarhæfileiki og það sem marga skortir það að gera óspart grín að sjálfum sér. Á kveðjustund viljum við ég og fjölskylda mín þakka Björk góðar og einlægar samverastundir og við- + Ævar Klemenzs- on fæddist í Bélstaðarhlið í Aust- ur-Húnavatnssýslu 28. aprfl 1930. Hann lést af slysforum 13. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Elísabet Magnúsdútt- ir og Klemenz Guð- mundsson, ábúendur í Búlstaðarhlíð. Ævar átti þrjá bræður, elst- an Guðmund en hann lést ungur að aldri, þá Erlend og Guð- mund Magnús og eru þeir báðir látnir. Einnig átti hann uppeldisbrúður, Herbert Sigurðs- son, sem býr í Reykjavík. Hinn 26.12.1954 kvæntistÆvar Júnínu Júnsdúttur, f. 29.12. 1932. Foreldrar hennar voru Lilja Árnadúttir og Jún Júhannesson frá Hæringsstöðum í Svarfaðar- dal. Börn Ævars og Júnínu eru: 1) Hafdís, f. 28.1.1958, gift Pétri Má Péturssyni, f. 25.9. 1956, eiga þau tvo syni, Ævar, f. 3.8. 1981, og Hvað get ég sagt? Hvað get ég gert? Elsku Ævar, mig tekur svo sárt að þurfa að kveðja þig. Þú varst mér ekki bara tengdafaðir heldur varstu líka vinur minn og vinnufélagi. Við áttum margar góðar stundir saman, oftar en ekki vilduð þið feðgar Bóas og þú hafa mig í ráðum í sambandi við fyrirtækið. Alltaf komumst við að samkomulagi fljótt og vel og allir mjög sáttir. Þegar þú byrjaðir í rútubransanum áttirðu ekkert hús til að gera við bflana í, svo þú lást undir þeim í hvaða veðri sem var. Smátt og smátt stækkaði fyrirtækið og Bóas var alltaf með þér í þessu og þú varst honum góður kennari. Árið 1984 stofnuðuð þið feðgar fyrirtæki sem heitir í dag Ævar og Bóas sf. Þið feðgar vorað svo nánir og unnuð svo vel saman og náðuð vel saman og allt var svo gott í kringum ykkur. Ég vona svo innilega að þú Ævar minn haldir áfram að vera með okkur og Þorstein, f. 6.3.1984, þau eru búsett í Keflavík. 2) Búas, f. 8.2. 1961, kvæntur Soffíu Kristínu Höskuldsdúttur, f. 19.5. 1963, eiga þau fjögur börn, Freydísi Ingu og Hjördísi Júnu, f. 5.3. 1982, Ævar, f. 26.5. 1987, og Arnar Óla, f. 5.3. 1996, þau eru búsett á Dalvík. Ævar og Júnfna húfu búskap í Búlst- aðarhlíð 1955 og bjuggu þar til 1965 er þau fluttu til Dalvíkur. Árið 1969 stofnaði hann fyrirtæki og húf rekstur langferðabifreiða með sérleyfi á leiðinni Akureyri-Ólafsfjörður. Rak hann fyrirtækið til dauða- dags ásamt Búasi syni sinum. Utför Ævars fer fram frá Dal- víkurkirkju mánudaginn 21. febr- úar og hefst athöfnin klukkan 13.30. sjáir um að við geram ekki neina vit- leysu. Það er erfitt að sitja hérna á skrifstofunni okkar, ég í stólnum mínum við tölvuna, en nú horfi ég á þinn stól auðan og enginn Ævar sem var svo hress og kátur, kom mér til að gera svo margt sem ég hafði ekki mikla trú á að ég gæti gert en þú varst alltaf viss um að ég gæti allt og stappaðir í mig stálinu. Þú varst lengi búinn að reyna að fá mig til að fara í meiraprófið - rútuprófið og ýttir stöðugt á mig, en ég sagði þér að þegar að þú myndir hætta að tala um þetta þá skyldi ég fara. Þú nefndir það ekki eftir þetta og ég gat ekki svikið þig svo ég fór í meira- prófið 1994. Þú varst svo stoltur af mér og þú varst minn kennari í svo mörgu og ég er þér svo þakklát fyrir það. Þú vildir og gerðir allt fyrir mig, Bóas og bömin okkar Freydísi Ingu, Hjördísi Jónu, Ævar og Arnar Ola, það var svo mikilvægt fyrir þig að gera allt íyrir okkur og að okkur liði vel. Bömin mín hafa misst svo mikið því þú varst þeim ekki bara afi, held- ur varstu þeim trúnaðarvinur og fé- lagi sama hvað þau gerðu. Eins og þegar Arnar Óli þriggja ára pjakkur var á verkstæðinu hjá þér og pabba sínum og dældi úr fullri fötu af smurolíu á gólfið, þá fauk ekki í þig heldur klappaðir þú honum á kollinn og sagðir að þetta væri þrælgott hjá honum, nú væri orðið svo fínt hjá þeim. Þetta lýsir því hvað þú varst alltaf góður við okkur. Alltaf varstu tilbúinn að passa bömin mín á nóttu sem degi. Ef tví- buramir eða Ævar vora að passa bróður sinn og vildu ekki vera ein þá þurftu þau bara að hringja í þig og þú varst mættur. Oft fengu þau að fara með afa að keyra fólki hér í kring. Nafni þinn Ævar Bóasson var einna mest búinn að vera með þér af mínum börnum, því hann hefur allt- af þurft að hafa svo mikið að gera og þú varst svo duglegur að finna verk- efni handa honum og hefur kennt honum svo margt, t.d. um bíla. Nafni þinn hefur alltaf litið svo upp til þín og hefur oft sagt að hann ætli að verða eins og afi. Afi, hann reddar alltaf öllu. Afastelpurnar þínar Freydís og Hjördís hafa alltaf litið upp til þín, þú varst hetja í þeirra augum eftir að þær fóra í VMA á Akureyri, þá hafðir þú oft áhyggjur af þeim, hvort allt gengi nú ekki vel, spurðir mig flesta morgna hvað væri að frétta af tvíburastelpunum þínum. Þegar þær komu í frí um síðustu jól langaði þær að hafa eitthvað fyrir stafni og mál- uðu heilmikið á verkstæðinu hjá þér og þú varst svo þakklátur, stoltur og ánægður með þær og sagðir svo að þær væra meistarar í þessu, hvort þær vildu ekki mála heima hjá þér næst. Elsku Ævar, ég skil ekki af hverju þú varst tekinn frá okkur allt allt of fljótt, þú varst svo fullur lífsgleði og fullur af krafti og elju að það er svo erfitt að skilja þetta. Þegar ég kem inn í fjölskyldu þína fyrir 20 áram tókstu mér strax eins og ég hefði alltaf verið dóttir þín og hefur þú komið þannig fram við mig síðan. Hinn 25. febrúar 1996 missti ég bróður minn Bjarna Höskuldsson í hörmulegum eldsvoða, þá reyndist þú mér svo vel og huggaðir mig og hughreystir. ÆVAR KLEMENZSON sma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.