Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Rikisstjóri Illinois í Bandaríkjunum slær aftökum í rfkinu á frest Reynslan vekur efasemdir um réttmæti dauðadóma Umræða um dauðarefsingu hefur blossað upp í Bandaríkjunum eftir að ríkisstjóri Illinois tilkynnti að hann myndi slá öllum aftökum á frest þar til kannað hefði verið hvort dómskerfíð hefði brugðist. Ragnhild- ur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórinn hafí tekið þessa ákvörðun eftir að í ljós kom að 13 manns á dauðadeildum fangelsa í Illinois voru saklausir af glæpum þeim sem þeir höfðu verið dæmdir fyrir. DAUÐAREFSING er við lýði í 38 af 50 ríkj- um Bandaríkjanna. A síðasta ári voru 98 fangar líflátnir og er það mesti fjöldi aftaka á einu ári frá því að hæstiréttur Bandaríkj- anna heimilaði dauðar- efsingu á ný árið 1977 eftir nokkurt hlé. Frá 1977 hafa 602 fangar verið líflátnir, en hins vegar hafa 85 manns getað sýnt fram á sak- leysi sitt eftir að hafa verið dæmdir til dauða. Oft hefur ný tækni komið þeim til bjargar, t.d. hafa DNA-próf sýnt fram á að þeir hafí hvergi nærri afbrotinu komið. Því fer hins vegar fjarri að auðvelt sé að fá yfirvöld til að endur- skoða mál, til dæmis hafa aðeins tvö ríki, Illinois og New York, sett lög sem kveða skýrt á um heimild refsi- fanga til að láta gera DNA-rann- sóknir á lífsýnum. Ríkisstjórinn í Illinois, repúblik- aninn George H. Ryan, er fylgjandi dauðarefsingu, en hann treystir sér ekki til að samþykkja aftöku fleiri fanga í bili. Mánudaginn 31. janúar tilkynnti hann að hann myndi skipa sérstaka nefnd, sem hefði það hlut- verk að kanna hvað hefði farið úr- skeiðis í málum 13 saklausra fanga, sem voru allir dæmdir til lífláts. Ryan sagði á blaðamannafundi að hann gæti ekki haldið fast við áætl- anir um aftökur ef einhver vafí léki á sekt hinna dauðadæmdu. Hann gæti ekki lengur stutt kerfi, sem stuðlaði að þeirri martröð að ríkið lífléti sak- lausa menn. Ríkið kom ekki til bjargar Yfirvöld í Illinois geta ekki eignað sér heiðurinn af því að 13 saklausir menn sluppu við aftöku. Þar hafa aðrir komið að verki, til dæmis nem- endur við blaðamannaháskóla í Chieago, lagastúdentar þar í borg og metsöluhöfundurinn og lögfræðing- urinn Scott Turow. Árið 1995 tókst Turow að sýna fram á sakleysi tveggja manna, sem höfðu verið dæmdir til dauða fyrir að nauðga og myrða 10 ára stúlku. Mennirnir höfðu dvalið í tíu ár á dauðadeild þegar Turow sýndi fram á að þeir hefðu hvergi nærri glæpnum komið. í kjölfarið voru þrír saksóknarar og fjórir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi. Þeir voru sýknaðir, en málið vakti mikla athygli og var vatn á myllu þeirra sem vilja banna dauðarefsingu. Háskólanemarnir hafa lagt enn meira af mörkum, því í 9 af þessum 13 tilvikum áttu þeir hlut að máli. Þeir endurrannsökuðu mál og ræddu meðal annars við vitni sem viðurkenndu að lögreglan hefði sýnt þeim myndir af grunuðum afbrota- manni áður en þau voni beðin um að koma í sakbendingu. í öðrum tilvik- um sögðust sjónarvottar hafa sagt lögreglu að grunaður maður hefði alls ekki verið sá sem glæpinn framdi, en lögreglan hefði kosið að líta fram- hjá framburði þeirra. Stundum hefur barátta nemendanna staðið mjög naumt; í eitt skipti tókst þeim að sýna fram á sakleysi manns aðeins tveimur dögum áður en taka átti hann af lífi. Akæruvaldið stendur mun sterkar að vígi í refsimálum í Banda- ríkjunum en verjendur sakbominga, því ætlast er til að verjendur greiði sjálfir allan kostnað við sjálfstæða rannsókn sína á glæpum. Að vísu eiga þeir að fá til þess fjárstuðning frá hinu opinbera, en sá stuðningur er viða af skornum skammti. Því gerist það æ ofan í æ að verjendur fá ekki upplýsingar um mikilsverð atriði, sem gætu leitt til sýknu skjólstæðinga þeirra. Lög- reglan hefur líka margoft verið stað- in að því að leyna slíkum upplýsing- um. Kynþáttafordómar og klúður Andstæðingar dauðarefsingar hafa einnig bent á, að kynþáttafor- dómar ráði því hverjir lenda á dauða- deildum fangelsa. Um 40% fanga þar eru blökkumenn, sem þýðir að þeir eru hlutfallslega þrisvar sinnum fjöL mennari þar en úti í þjóðfélaginu. I 90% tilvika, þar sem ákæruvaldið krefst dauðarefsingar, er sakbom- ingurinn blökkumaður eða af suður- amerískum uppruna. 98 af hverjum 100 saksóknurum í þeim ríkjum, þar sem dauðarefsing viðgengst, em hvítir. Svo aftur sé vikið að Illinois er það ekki eingöngu sannað sakleysi 13 manna sem hefur vakið ríkisstjórann til umhugsunar. í kjölfar þeirra mála réðist dagblaðið Chicago Tribune, með aðstoð háskólastúdenta, í viða- mikla úttekt á 300 málum, þar sem sakbomingar höfðu verið dæmdir til dauða. Úttektin sýndi, að 260 þess- ara mála hafði verið áfrýjað og helm- ingi þeirra var ýmist hnekkt af áfrýj- unardómstóli, eða þeim vísað til lægri dómsstiga á ný til meðferðar eða ákvörðunar refsingar. í 30 þess- ara 260 málatilvika reyndust verj- endur sakborninga hafa verið sviptir réttindum sínum eða misst þau tíma- bundið og í 40 tilvikum vom sak- bomingar sakfelldir á gmndvelli framburðar vitna, sem töldust vafa- söm í meira lagi. Þar var meðal ann- ars um að ræða framburð annarra refsifanga. Misjafnt hafast mennirnir að Eftir að brotalamimar í dómskerfi Illinois urðu lýðum ljósar hefur eðli- lega vaknað granur um að önnur ríki þurfi að taka rækilega til í eigin ranni. Menn era hins vegar misfúsir til þess. Ríkisþingið í Nebraska sam- George Ryan AP Dauðarefsingar hafa lengi verið umdeildar í Bandaríkjunum. Hér mót- mæla þær Jennifer Fleming og Jill Adams fyrir utan ríkisþinghúsið í Kentucky. Þar er nú rædd tillaga um að afnema dauðarefsingu. þykkti á síðasta ári lög um að aftök- um þar skyldi slegið á frest, en ríkis- stjórinn beitti neitunarvaldi sínu gegn lögunum. I Flórída, sem er eitt þeirra ríkja þar sem dauðarefsingu er fylgt hvað harðast eftir, hefur Jeb Bush ríkis- stjóri ekki í hyggju að slá aftökum á frest. Þvert á móti, hann vill tryggja að dauðadæmdir fangar verði líflátn- ir fyrr en nú er raunin, með því að koma í veg fyrir að þeir geti frestað lokadægrinu með fjölda áfrýjana. Að meðaltali bíða menn aftöku í Flórída í 14 ár, en ríkisstjórinn vill tryggja að þeir dvelji ekki lengur en 5 ár á dauðadeild. Hann segir ástæðuna þá, að það sé óþolandi fyrir ættingja og vini fórnarlamba alvarlegra glæpa að þurfa að bíða í hálfan annan áratug eftir endanlegri niðurstöðu, þ.e. framkvæmd dauðarefsingar. Töfin sé heldur ekki réttlát gagnvart afbrotamönnunum sjálfum. Jeb Bush kom lagaframvarpi sínu um styttri biðtíma í gegnum ríkis- þingið í Flórída, en hæstiréttur ríkis- ins greip í taumana á dögunum, sagði lögin skapa óvissu og frestaði gildistöku þeirra fram til loka júní. Rétturinn sagðist þurfa tíma til að skoða svo viðamikið mál og hugsan- lega myndi hann sjálfur móta nýjar reglur. Fyrst Ryan ríkisstjóri í Illinois sá ástæðu til að slá aftökum á frest af ótta við að saklausir menn yrðu líf- látnir sýnist ekki minni ástæða fyrir Bush til að gera slíkt hið sama í Flór- ída. Þar hefur 20 manns verið sleppt af dauðadeild, eftir að þeir gátu sýnt fram á sakleysi sitt. Líklega hefðu enn fleiri saklausir menn hlotið dauðadóm, ef hæstiréttur ríkisins hefði ekki verið iðinn við að hrekja dóma undirréttar, því næstum þrír af hveijum ijóram dauðadómum fá ekki náð fyrir augum réttarins. Bróðir Jeb Bush, forsetafram- bjóðandinn George W., er ríkisstjóri í Texas, því ríki Bandaríkjanna þar sem flestar aftökur fara fram á ári hveiju. Af þeim 602 föngum, sem hafa verið teknir af lífi í Bandaríkj- unum frá 1977, hefur rúmur þriðj- ungur verið í Texas. I Texas skipa dómarar veijendur, sem hafa lítinn aðgang að aðstoð og fjármagni til að undirbúa mál sitt, ólíkt því sem tíðkast í sumum öðrum ríkjum, þar sem sérstök embætti veijenda hafa fjölda ágætlegra laun- aðra lögmanna á sínum snærum. Ríkisþingið í Texas ætlaði að visu að bæta þetta kerfi á síðasta ári og báð- ar deildir þingsins samþykktu laga- framvarp þar að lútandi einróma. George W. Bush beitti hins vegar neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að frumvarpið yrði að lögum. Eftir að Ryan ríkisstjóri í Illinois ákvað að slá öllum aftökum á frest hafa ríkisstjórar annars staðar verið hvattir til að gera slíkt hið sama, en enginn hefur enn fetað í fótspor hans. Samtök verjenda í refsimálum í Texas hvöttu Bush ríkisstjóra til að grípa í taumana, enda væri ástæða til að ætla að geðþóttaákvarðanir réðu niðurstöðum dómstóla um dauða- refsingu, auk þess sem miklar efa- semdir væru um réttmæti þess að dæma andlega vanheilt fólk og fólk undir 18 ára aldri til dauða, eins og nú er heimilt samkvæmt lögum ríkis- ins. Lögmenn í Louisiana taka í sama streng, en ríkisstjórinn þar hyggst ekki verða við beiðni þeirra. Clinton íhugar frestun Þeir menn, sem nú berjast um út- nefningu flokka sinna vegna forseta- kosninga næsta haust, repúblika- narnir Bush og John McCain og demókratarnir A1 Gore og Bill Brad- ley, era allir fylgjandi dauðarefs- ingu. Þeir endurspegla skoðun meirihluta almennings. Reyndar hefur stuðningur við dauðarefsingu fremur farið vaxandi en hitt í Banda- ríkjunum á undanförnum áram og miðað við skoðanakannanir era um 70% landsmanna hlynnt aftökum. Fordæmi Ryan ríkisstjóra í Illin- ois hefur leitt til þess að núverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, er að íhuga hvort hann eigi að slá öll- um aftökum á írest í málum manna, sem hafa verið sakfelldir fyrir brot gegn alríkislögum. Alríkið hefur ekki framfylgt neinum dauðadómi frá 1963, en 21 fangi dvelur á dauða- deildum fangelsa vegna alríkisbrota og 8 í viðbót á dauðadeildum herfan- gelsa. í þessum hópi er m.a. Timothy McVeigh, sem var sakfelldur fyrir sprengjutilræðið er varð 168 manns að bana í Oklahoma árið 1995. Fjölmiðlar höfðu eftir blaðafulltrúa forsetans, Joe Lockhart, að forset- inn væri vissulega áhyggjufullur vegna frétta af saklausum mönnum á dauðadeildum fangelsa og hann myndi kanna málið rækilega áður en hann tæki ákvörðun um framhaldið. Miðað við þann stuðning, sem dauðarefsing nýtur hjá almenningi í Bandaríkjunum, er ólíklegt að fallið verði frá beitingu hennar á næst- unni. Ákvörðun ríkisstjórans í Illin- ois hefur þó a.m.k. vakið menn til umhugsunar um þá hættu, sem felst í því að dæma menn til dauða. Þrátt fyrir að 85 manns hafi tekist að sanna sakleysi sitt á síðustu 23 áram er ekki hægt að útiloka að saklausir menn hafi leynst í hópi þeirra 602, sem vora líflátnir. Spítalasýkingar Fimm þús- und deyja árlega London. Morgunblaðið. SÝKINGAR, sem sjúklingar fá í sjúkrahúsum era taldar draga um 5.000 manns til dauða á ári hverju og eiga þátt í dauða 15.000 annarra, en í allt er talið að um 100.000 sjúklingar verði fyrir skakkaföllum af völdum sýkinga í sjúkrahúsum. I skýrslu, sem gerð hefur verið opinber í Bretlandi, kemur fram, að aðeins hluti sjúkra- húsa hefur sett sér einhveijar reglur í baráttunni við sýking- arnar, meðan önnur taka vand- ann ekki alvarlega og meira að segja læknar og annað hjúkr- unarfólk lætur undir höfuð leggjast að þvo sér um hend- urnar í starfi. Viðbrögð við skýrslunni hafa verið mjög hörð, umræður urðu á þingi um skammarlega frammistöðu sjúkrastofnana. Talsmenn heilbrigðisyfir- valda hafa í fjölmiðlum lýst því, hvernig stöðug sýklalyfjagjöf hefur leitt til andvaraleysis fólks og getið af sér sýkla sem era meira og minna ónæmir fyrir lyfjunum. Þeir segja hins vegar, að ekki þurfi svo mikið til svo fækka megi sýkingatil- fellum um 30%, en aðgerðir umfram það muni kosta tals- vert fé. Það er hins vegar eftir miklu að sækjast; mannslíf verða aldrei metin til fjár, en sá kostnaður, sem sjúkrahúsin höfðu af sýkingartilfellum á síð- asta ári er talinn hafa numið um einum milljarði punda. í skýrslunni kemur fram, að um 9% sjúklinga í sjúkrahúsum era þar vegna sýkinga, sem þeir hafa orðið fyrir í sjúkra- húsum. Klasakokkur landlægur Árið 1995 vora í 189 sjúkra- húsum skráð tilfelli um klasa- kokk, sem var að herðast gegn sýklalyfjum (methicillin - res- istant stapylococcus aureus - MRSA). Þetta er baktería, sem þrífst á hörandi og í öndunar- vegi manna, en getur valdið blóðeitran, lungnabólgu og ver- ið lífshættuleg, komist hún í fólk við skurðaðgerðir. Mörg sjúkrahús létu ekki skrá sýk- ingar í sjúkrahúsunum, en þar sem það var gert fjölgaði tilfell- unum um MRSA og nú er sýk- illinn talinn landlægur í flestum sjúkrahúsum í Englandi og Wales. í um hálfa öld hafa sýklalyf verið notuð í baráttunni gegn bakteríum og um leið hafa menn orðið kæralausari gagn- vart allri sýkingarhættu. Þetta hefur teygt anga sína inn í sjúkrahúsin og í skýrslunni era nefnd dæmi þess, að læknar hafi tekið hjúkranarkonur til bæna, þegar þær áminntu þá um að þvo sér um hendurnar. Og hjúkrunarkonur, sem komnar era á eftirlaunaaldur, hafa, þegar þær hafa orðið að leita til sjúkrahúsa, oft gefið til kynna megna óánægju með skort á hreinlæti og andvara- leysi gagnvart hættunni á sýk- ingu. Engin dæmi hafa menn fund- ið um MRSA, sem er með öllu ónæmur fyrir lyfjagjöf. En menn hafa áhyggjur af því, að fundizt hefur keðjuhnettla, sem þrífst í gömum manna, sem hefur orðið mótstöðu gegn glycopeptide (glycopeptide res- istant enterococci). Verði ein- hver víxl þarna í milli segja vís- indamenn að fjandinn verði laus og MRSA kunni að verða allt að því ólæknandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.