Morgunblaðið - 20.02.2000, Side 18

Morgunblaðið - 20.02.2000, Side 18
18 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ TONLIST Geíslaplötur SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTT- IR FRÁ KLEPPUSTÖÐUM Ingi T. Lárusson: Það er svo margt, Kvöld í sveit, Hríslan og lækurinn. Eyþór Stefánsson: Lindin, Mána- skin. Sigvaldi Kaldalóns: Ég lít í anda liðna tið, Mamma ætlar að sofna. Bíum, bíum, bamba. Sigfús Einarsson: Ofan gefur snjó á snjó. Þórarinn Guðmundsson: Þú ert. Pótur Sigurðsson: Vor. Ámi Þor- steinsson: Rósin, Kirkjuhvoll. Þóra- rinn Jónsson: Fjólan. H.O.C. Zinck: Hve glöð er vor æska. Stephen Foster: Húmar að kveldi. Einsöng- ur: Sigríður Björnsdóttir (sópran). Píanóleikur: Ulrik Ólason. Heildar- tími: 34’30. Útgáfa: Polarfonia Classics PFCD 99.12.006-1. SIGRÍÐUR Björnsdóttir frá Kleppustöðum er íslensk alþýðu- kona, fædd árið 1918. Hún hefur alla ævi unnið hörðum höndum, fyrst á æskuheimilinu að Kleppu- stöðum í Staðardal, þar sem hún var elst 12 systkina og síðar sem ráðskona að Hólum í sömu sveit. Seinna varð hún ráðskona í Melkoti skammt frá Akranesi og síðast starfaði hún á Dvalarheimili aldr- aðra á Akranesi. Sjötug að aldri fluttist hún aftur á æskustöðvar sínar, byggði þar lítið hús - og göngubrú yfir Staðará svo hægt væri með góðu móti að komast að húsinu! Það eitt að leggja út í það stór- virki sem plötuútgáfa er þegar maður er kominn á níræðisaldur er M-2000 Sunnudagur 20. febrúar: Kammersveit Reykjavíkur leikur verk Henryk Górecki í Langholts- kirkju kl. 20.30. Tónleikar helgaðir pólska tón- skáldinu Henryk Górecki en einleik- ari er Þóra Kristín Johansen. Miðasala hjá Máli og menningu, Laugavegi og við inngang. ansi óvenjulegt og sýnir mikinn kjark. En kannski er það ekki svo ótrúlegt þegar augljós dugnaðar- kona eins og Sigríður Björnsdóttir á í hlut. Það sem er hins vegar al- veg makalaust er hversu merkileg- ur afraksturinn er. Og hversu vel Sigríður hefur haldið fallegri og hreinni rödd sinni þrátt fyrir háan aldur. Á því leikur enginn vafi að Sigríður hefur einstaka náttúru- rödd og vel má velta því fyrir sér hver lífsferill hennar hefði orðið ef henni hefði gefist kostur á eða hún haft áhuga á að gera sönglistina að ævistarfi sínu. Annað sem strax vekur athygli þegar hlustað er á diskinn er inni- leg og smekkvís túlkun Sigríðar. Hún veit nákvæmlega hvað hún er að syngja um og á afar auðvelt með að tjá það í tónum. Gott dæmi um þetta er Mamma ætlar að sofna (nr. 6) sem er einkar einlægt og blæbrigðaríkt og spannar vítt svið tilfinninga og kennda. Alþekkt lag- ið Þú ert eftir Þórarin Guðmun- dsson (nr.7) lætur ekki mikið yftr sér og er svo „hættulega einfalt". Sigríður stýrir þar eins og annars staðar framhjá öllum skerjum eins og ekkert sé. Kirkjuhvoll Árna Þorsteinssonar (nr. 13) er einnig ákaflega fallega sungið. Svona má halda áfram. Á söng Sigríðar Björnsdóttur ber varla nokkurn skugga og ekki spillir framúrskar- andi textaframburður hennar fyrir. Píanóleikur Úlriks Ólasonar er með ágætum og í góðu samræmi við túlkunarmáta söngkonunnar. Það fer ekki á milli mála að hér er ekki á ferðinni ung söngkona. En maður spyr sig: hvernig er hægt að ná slíkum árangri án formlegs tónlistarnáms? Þarna sannast vafalaust það sem öllu máli skiptir: Gott menningarlegt uppeldi og jákvæð hvatning skilningsríkra foreldra. Þrátt fyrir lífsbaráttu sem án efa hefur oft verið erfið hefur æskuheimilið veitt Sigríði það veg- anesti sem dugði henni til þeirrar listrænu tjáningar sem nú er hægt að heyra afraksturinn af. Vonandi eigum við eftir að heyra aftur frá Sigríði Björnsdóttur frá Kleppustöðum. Valdemar Pálsson Flautu- og gítar- leikur á Háskdla- tönleikum Ljósmynd/Halldór Bjöm Runólfsson Ein af þeim furðulegu skotskífum sem sjá má á sýningu þeirra Péturs Arnar og Helga Iljaltalín. Stokkhólmi en ólst upp í Vínarborg. Hún á lærði blokkflautu við Tónlist- arháskóla Vínarborgar, þar sem hún lauk einleikaraprófi (Diploma) árið 1970. Camilla hefur haldið tónleika og hljóðritað fyrir útvarp og sjón- varp víða erlendis og á íslandi, leikið inn á geisladiska og komið fram á tónlistarhátíðum erlendis og hér heima. Hún hlaut Menningarverð- laun VISA árið 1997. Snorri Örn Snorrason stundaði nám í klassískum gítarieik hjá Prof. Karl Scheit við Tónlistarháskól- ann í Vínarborg frá 1971 og lauk ein- leikaraprófi (Diploma) þaðan árið 1976. Hann hefur haldið einleikstón- leika og tekið þátt í flutningi kamm- erverka heima og erlendis, hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og starfað í Þjóðleikhúsinu, íslensku óperunni og með Sinfóníuhljómsveit íslands. Aðgangur að tónleikunum er kr. 500, ókeypis fyrir handhafa stúdentaskírteina. England. Þó er sá munur á að skildir Helga þjóna best tilgangi sínum sem börur eða borðplötur. Pétur Öm hefur sett saman gaml- ar tölvur þar sem sjá má hluta af Hlemmtorginu og gangandi vegfar- endur sem kíkir miðar út. Ef til vill er sá kíkir ofan á öflugum riffli; hver veit? Á veggnum andspænis tölvu- borðinu er röð af litljósritum af ótrú- legum, sögulegum skotmörkum. Sum eru svo fáránleg að furðu sætir að þau skuli hafa gagnast skotglöð- um byssueigendum. Kúlnagötin skrökva þó ekki. Auðvitað telja þeir dagfarsprúðu menn, Helgi Hjaltalín og Pétur Öm, að þeir séu að tappa af sér eðlilegri útrás sem hafi búið innra með þeim frá blautu bamsbeini. Ekki er auð- velt að trúa því kannist maður við þá kumpána en breytir því þó ekki að sýning þeirra er vel þess virði að menn skoði hana. Hún býr yfir þeirri breidd sem færir hana langt út fyrir mörk listarinnar sem slíkrar, yfir á svið siðferðislegra spurninga svo sem þeirrar hvort réttlætanlegt sé að tveir tólf ára bræður stjómi burm- ískum frelsissveitum - og samfélags- legra vangaveltna um skotvopn og stöðu þeirra í okkar litla samfélagi. Halldór Björn Runólfsson Stórsveit Reykjavikur leikur átónleikum á miðvikudaginn. Tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur rÓRSVEIT Reykjavíkur efnir til nleika í í Ráðhúsi Reykjavíkur, iðvikudaginn 23. febrúar kl. :30. Stjórnandi er Sæbjörn Jóns- n og einsöngvari Egill Ólafsson. Að þessu sinni verður áhersla gð á létt og aðgengilegt efni, inn- nt og erlent. Frumfluttar verða m.a. Qórar nýjar útsetningar Veig- ars Margeirssonar af þekktum ís- lenskum lögum, en Reykjavíkur- borg hefur styrkt Stórsveitina sérstaklega til þessa verkefnis. Einnig verður frumflutt útsetning Oles Kocks Hansens á iagi Hrafns Pálssonar „Það er svo Ijúft“. Af er- lendum verkum má nefna nokkra ópusa eftir hinn þekkta altó- saxófónleikara Phil Woods tileink- uð látnum meisturum djasssögunn- ar auk sígildra Sinatra slagara sem stórsveitin hefur ekki áður leikið. Aðgangur er ókeypis. HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu kl. 12.30 miðviku- daginn 23. febrúar. Þá leika Camilla Söderberg, blokkflautuleikari, og Snorri Öm Snorrason, gítarleikari, Rondeaux Hongrois eftir Emst Kráhmer (1795-1837) og Grande Serenade op. 82 eftir Mauro Giuliani (1781-1828). Verk Emst Kráhmer var samið fyrir svokallaða Csakan, flautu sem á uppruna sinn að rekja til ungverskr- ar þjóðlagatónlistar og er oft kölluð hin rómantíska blokkflauta. Engin slík hljóðfæri eru til nú á dögum en þar sem vel er hægt að leika Csakan- tónlist á venjulega blokkflautu verð- ur svo gert á þessum tónleikum. Mauro Giuliani var ítalskur gítar- leikari og söngvari. Hann samdi yfir 200 verk sem nær öll em fyrir gítar, annaðhvort sem sólóhljóðfæri eða með öðrum hljóðfæmm, og njóta verk hans enn í dag umtalsverðra vinsælda. Camilla Söderberg er fædd í MYNDLIST (i a 111! r i @ h 1 e m m u r. i s, Þverholti 5 BLÖNDUÐ TÆKNI HELGI HJALTALÍN EYJ- ÓLFSSON & PÉTUR ÖRN FRIÐRIKSSON Til 27. febrúar. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. BÓFAHASAR hét, og heitir ef til vill enn, sá leikur sem gekk út á að læðast á eftir leikfélögunum, koma þeim á óvart og skjóta þá með ímynd- uðum kúlum svo þeir væm úr leik, að minnsta kosti í einhvern umsaminn tíma. Líklega gerðu fáir sér grein fyrir því að úti í hinum stóra heimi væm böm, litlu eldri en þeir sjálf- ir, sem stæðu í alvöru bófahasar með alvöm rifflum, alvömskotum og al- vömdauða. Hvaðan skyldi hún vera sprottin þessi ofurást - að vísu dulin og bæld í flestum vestrænum ríkjum - á skot- vopnum? Nýfrelsaðar konur vora til skamms tíma ekki seinar til svara. Þær töldu það deginum ljósara, sem Freud gamli kom trúlega auga á fyrstur manna, að skotvopnið væri táknræn framlenging á kynfæmm karlmannsins. Þar var komin skýr- ingin á ofurást karla á skotfæmm og vopnaburði. Það má vera að þetta sé rétt til getið og ekki þurfi annað en að handfjatla skotvopn til að blóðið - þetta sem varla rennur leng- ur að gagni í okkur vestrænum pilt- um - fari á bullandi fart og fylli okkur eldmóði veiðimannsins sem forðum krítaði myndir af bráð sinni í loft vist- arvera sinna. Vissulega viðurkenni ég að hafa fundið fyrir einhverjum frumstæðum fiðringi við vatnsbakka þegar fiskur nartaði. Ef til vill var það snertur af mínum innri stríðsmanni og karl- rembu; hverveit? Hún er merkilega fáguð sýningin sem þeir kollegamir, Helgi Hjaltalín og Pétur Örn hafa sett upp í Galleri- @hlemmur.is. Hún er að vísu ekki stór um sig, en þeim mun betur fóðr- uð með ýmsum fróðlegum heimildum og upplýsingum. Helgi hefur smíðað tvö sporöskjulaga skjaldarbretti sem óneitanlega minna á skildi þá sem hermenn Vilhjálms sigursæla báru á ferð sinni yfir Ermarsundið þegar þeir bjuggu sig undir innrásina á Hve glöð er vor æska Upp með hendur!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.