Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UM SPILAKASSA OG SAMFÉLAGS- ÞJÓNUSTU AÐ ER óneitanlega dálítið sérkennilegt að svo merk samtök sem Rauði kross ís- lands, SÁÁ og Slysavarnafé- lagið Landsbjörg skuli leita til sérfræðings frá Nevada-ríki í Bandaríkjunum til þess að rétt- læta rekstur spilakassa til fjár- mögnunar á starfí samtakanna. Eins og allir vita eru hinar heimsþekktu höfuðstöðvar spilavíta í heiminum í Las Veg- as í Nevada og hefur sú borg hingað til ekki þótt sú fyrir- mynd sem við Islendingar ætt- um sérstaklega að leita til. Aðstæður á íslandi og í Las Vegas eru svo gjörólíkar að erf- itt er að finna jafn óiíka heima. Við íslendingar lifum á fiski en íbúar Nevada-ríkis á rekstri spilavíta. Návígið í hinu fámenna ís- lenzka samfélagi er margfalt meira en í Nevada-ríki eða Bandaríkjunum yfirleitt. Af- staðan til náungans er allt önn- ur. Almennt talað sýnir fólk hér náunganum meiri umhyggju en gert er í Bandaríkjunum að ekki sé talað um Las Vegas. Fjárhættuspil hefur ekki verið leyft á Islandi en hins vegar happdrætti. Það er at- hyglisvert að með þessari heimsókn er rekstur spilakass- anna skilgreindur sem fjár- hættuspil, sem er út af fyrir sig alveg rétt skilgreining, en við í okkar fámenni og sveita- mennsku höfum sennilega ekki hugsað út í þá hlið málsins heldur litið á þetta sem eins konar framhald af happdrætt- um eins og við höfum þekkt þau. Tvennt vekur athygli í sam- bandi við rekstur spilakass- anna og þá reynslu sem fengizt hefur af þeim. í fyrsta lagi það að ákveðinn hópur fólks hefur orðið spilafíkn að bráð og með svo alvarlegum hætti að nokk- ur hópur einstaklinga hefur misst allt sitt, eigur sínar og fjölskyldu. í öðru lagi þarf ekki annað en fylgjast með því hverjir það eru sem stunda spilakassana til þess að sjá að það eru efnaminnstu Islending- arnir sem eru að gera sér vonir um stóra vinninginn. Tekj- urnar af spilakössunum koma því að töluverðu leyti frá fólki sem missir allt sitt í kassana og hins vegar frá fólki sem á lítið sem ekki neitt og hefur afar takmarkaðar tekjur. Er það frambærilegt fyrir Rauða kross Islands, Slysa- varnafélagið Landsbjörg og SÁÁ að fjármagna starfsemi sína með þessum hætti? Er það sæmandi fyrir þessi samtök að leita liðsinnis í þeim umræðum sem hér fara fram um þetta mál hjá sérfræðingi frá sjálfri höf- uðborg spilavíta í heiminum?! Eftir stendur auðvitað spurningin um það hvernig eigi að fjármagna rekstur þessara merku samtaka. Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður sem talaði ásamt sérfræðing- num frá Las Vegas á hádegis- verðarfundi samtakanna þriggja telur það „skelfilegt“ ef þau væru svipt þessum tekju- stofni. Það má vel vera. En eru afleiðingarnar af þessum rekstri ekki líka skelfílegar? Þingmaðurinn telur að sjálf- stæði samtakanna sé „grund- völlurinn fyrir því að þau séu viðurkennd". Er það raunveru- lega svo að þessi samtök verði að byggja sjálfstæði sitt á óhamingju annars fólks? Rauði krossinn er mannúðar- samtök sem starfrækt eru um allan heim og Rauði krossinn hér er virkur í því að safna fé til að hjálpa bágstöddu fólki, bæði hér og annars staðar. SÁÁ eru merkileg samtök sem hafa ver- ið stofnuð til þess að hjálpa fólki að ráða við áfengisfíkn. Slysavarnafélagið Landsbjörg á sér merkilega sögu sem ristir dýpra í íslenzka þjóðarsál en flest félagasamtök. Er starfsemi sem þessir aðil- ar hafa nú sjálfír skilgreint sem fjárhættuspil eina leiðin til þess að fjármagna þessa starf- semi? Það er tímabært að skoða þetta upp á nýtt og endurmeta það sem hér er að gerast. Fjár- hættuspil er ekki haldbær sið- ferðilegur grundvöllur fyrir starfsemi þessara samtaka. SELLA- FIELD ÞÆR upplýsingar, sem fram hafa komið um rekstm- kjamorkuendurvinnslustöðvar- innar í Sellafíeld, eru mjög alvar- legar. Staðfest hefur verið að þar hafi farið fram kerfisbundin fóls- un öryggisprófana. Við Islendingar eigum hér mildlla hagsmuna að gæta. í samræmi við það hefur Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra brugðizt rösklega við og óskað eftir nákvæmum upplýsingum frá brezkum stjóravöldum um það hvemig þau hyggist taka á þessu máli. Umhverfisráðherra mun ræða málið við umhverfis- ráðherra annaraa Norðurlanda á þriðjudag og jafnframt er gert ráð fyrir að Halldór Ásgrímsson utamíkisráðheraa muni ræða þennan vanda við brezka utan- ríkisráðheraann innan skamms. Það er fyllsta ástæða fyrir ís- lenzk stjóravöld til þess að fylgja þessu máli eftir af mikilli festu. Hér er svo mikið í húfi að það er með algerum ólíkindum að slíkar falsanir skuli hafa farið fram og þá ekki sízt vegna þeiraa miklu umræðna sem fram hafa farið um þessa endurvinnslustöð. Menn verða að geta treyst upplýsing- um um rekstur sem þennan. Og Gunnlaugur heldur áfram: Guernica var máluð í tilefni af heimssýn- ingunni í París, 1937. Myndinni lauk hann á nokkrum mánuðum og síðan hefur hún staðið sem tákn um villimennsku ogþjáningar mannsins á vorri öld. Án þessa málverks meistarans væri „æfingin“ yfir Guernica nú gleymd, eins og flest önnur hryðjuverk sögunnar. Nokkrum árum síðar hertóku Þjóðverjar Frakkland, þá var Pic- asso í París. Sagt er, að þýzkir her- menn hafi oft komið í vinnustofu hans og leitað þar durum og dyngj- um. Stundum gaf Picasso þeim eftir- prentun af Guernica til minningar um heimsóknina. Eitt sinn á einn þessara ruddalegu nazista að hafa sagt við málarann: „Eruð það þér, sem hafið málað þessa mynd?“ „Nei,“ svaraði Picasso, „það er ekki ég, heldur þér“. Gunnlaugi Scheving fannst Höf- uðlausn ekki vera kvæði um bar- daga eða stríð, ekki heldur nein lof- gjörð um Eirík konung, heldur lýsing á múgmorðum. Myndir af manninum í aðsteðjandi hættum og hvernig hann bregzt við, „mósaik- mynd úr mörgum steinum og minnir HELGI spjall á Dimman hlátur eftir Stein Steinar: Éghefstaðiðátorginu og talað við hamingju dagsins... Ég vil sjá þig stara i sturlaðri angist á andlt sjálfs þín... Ég vil sjá blóð þitt renna út í gljúpan sandinn. Ég vil horfa á þig þjást og kveljast... Það er eins og náttúruöflin þjappi mönnum saman og geri þá að ein- hveiju örlagaskrímsli grimmara og tillitslausara en ægilegustu hamfar- ir náttúrunnar. í Guernica birtist okkur ótti mannsins við þetta eyði- leggingarafl múgs undir vopnum. Ef við hugsum um Guernica og Höfuð- lausn, koma okkur enn í hug þessi orð Steins í fyrrnefndu ljóði: Kannske rís ég upp úr þjáningu lífsins eins og hvítur marmari undan meitli hins eilífa meistara" Gunnlaugi þótti merkilegt að finna í Höfuðlausn sömu hugsun og liggur að baki Guernica, þó að lista- verkin séu auðvitað sprottin úr ólík- um jarðvegi, ólíkum tímum. Örlög mannsins speglast oft með undarlega líkum hætti í listaverkum og Gunnlaugur benti mér á, að Dimmur hlátur leiddi einnig hugann að örlögum Egils. Steinn segir: Kannske sit ég við torgið í þúsundir ára ogbiðþigumbrauð til að sefa hungur mitt... Og í Egils sögu segir: „Egill varð með öllu sjónlauss. Þat var einhvem dag, er veðr var kalt um vetrinn, at Egill fór til elds at verma sik; matseljan ræddi um, at þat var undr mikit, slíkr maðr sem Egill hafði verit, at hann skyldi liggja fyrir fótum þeim, svá at þær mætti eigi vinna verk sín. „Ver þú vel við,“ segir Egill, „þótt ek bök- umk við eldinn og mykjumsk vér við um rúmin.“ (Rýmum til hvort fyrir öðru.) „Statt þú upp,“ segir hon, „ok gakk til rúms þíns ok lát oss vinna verk vár.“ Egill stóð upp ok gekk til rúms síns... Einhvern tíma hefði þótt tíðind- um sæta, að matselja ræki Egil eins og hund frá eldinum. M. SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 33 Loðnuskip á Mýrargrunni undan Breiðamerkuijökli. Morgunblaðið/Magni flokka í Rússlandi sé þetta: Rússland nær því ekki að standa jafnfætis Bandaríkjunum á nýjan leik sem risaveldi þótt ekki megi gleyma því að Rússar ráði yfir kjamorku- vopnum. Til þess að tryggja stöðu sína og áhrif sé þess vegna nauðsynlegt fyrir Rússa að skapa náin tengsl við Þýzkaland. Sameig- inlega geti þessi tvö ríki haft mikil áhrif í Evrópu og tekist á við vandamál af ýmsu tagi sem skjóti upp kollinum eins og t.d. á Balk- anskaga. Rússar vilja að þessi samskipti séu á tvíhliða grundvelli á milli þeirra og Þjóð- verja. Þjóðverjum er eins og áður segir mikið í mun að skapa náin og sterk tengsl við Rúss- land. Þeir vilja hins vegar að það gerist undir hatti Evrópusambandsins. Til þess liggja ýmsar ástæður. Án þess að það sé nokkurn tíma sagt vilja þeir áreiðanlega koma í veg fyrir að samstarf þeirra og Rússa fái á sig þá mynd að til sé að verða nýr öxull á milli Berl- ínar og Moskvu. En jafnframt eru þeir þeirr- ar skoðunar að Þýzkaland eitt þótt öflugt sé ráði ekki við samskiptin við Rússland. Til þess þurfi þeir stuðning bæði Breta og Frakka. Þess vegna fari bezt á því að þessi samskipti sé á milli Evrópusambandsins og Rússlands. I Berlín gætir viss fyrirvara gagnvart Bandaríkjamönnum. Þó má ekki gera of mik- ið úr því. Það er ljóst að Þjóðverjar telja að Bandaríkjamenn vilji of mikið ráða ferðinni: Um leið og þetta kemur fram leggja þeir gríð- arlega áherzlu á að undirstrika nauðsyn náins samstarfs og samráðs við Bandaríkjamenn. I þessu öllu felst að frá sjónarmiði Þjóð- verja á Evrópusambandið að þróast upp í að verða pólitískt bandalag Evrópuríkjanna. Markmiðið með því að fjölga aðildarríkjum Evrópusambandsins er greinilega ekki sízt að mynda slíkt sterkt ríkjabandalag í Evrópu sem leysi sín vandamál innbyrðis. Það er nauðsynlegt fyrir okkur ísendinga að átta okkur á því að Evrópusambandið er á hraðri leið með að verða pólitískt ríkjabanda- lag. í umræðum hér um hugsanlega aðild ís- lands að ESB er fyrst og fremst rætt um við- skiptahagsmuni okkar sem eins og allir vita hafa að langmestu leyti verið tryggðir með EES-samningunum. Málið fær hins vegar á sig aðra mynd þeg- ar rætt er um hugsanlega aðild okkar að evrópsku ríkjabandalagi. Eigum við erindi í það? Lega lands okkur veldur því að við höfum jöfnum höndum átt samskipti við Bandaríkin og Evrópuríkin. Pólitísk samskipti okkar við Bandaríkin hafa verið mikilvæg. Þau voru fyrsta ríkið sem viðurkenndi sjálfstæði íslenzka lýðveld- isins. Þau hafa með sérstökum samningum tryggt öryggi okkar alla tíð og þá ekki sízt á dögum kalda stríðsins. Það er hægt að færa sterk rök fyrir því að miðað við þróunina í Evrópu, vaxandi sam- starf Þýzkalands og Rússlands og stækkun Evrópusambandsins tryggjum við bezt al- hliða hagsmuni okkar, bæði pólitíska og við- skiptalega með því að standa á eigin fótum í nánum og vmsamlegum tengslum við Banda- ríkin annars vegar og hið verðandi evrópska ríkjasamband hins vegar. I BERLIN STEND- ur yfir gífurleg og nánast ótrúleg upp- bygging. Þjóðverjar eru að byggja upp hina gömlu miðborg Ber- Uppbygging Berlínar línar, sem var meira og minna í rúst eftir heimsstyijöldina síðari og auðn á milli Aust- ur- og Vestur-Berlínar. Þeir eru að skapa þar stórkostlega umgjörð um þýzkt lýðræði. Áuk afar vel heppnaðrar endurbyggingar ríkis- þinghússins eru í byggingu í námunda við það skrifstofubyggingar fyrir þingið og þing- mennina, sem skapa þeim aðstöðu, sem hlýt- ur að verða til fyrirmyndar. I námunda við þennan miðpunkt hinnar gömlu og nýju Berl- ínar er verið að endurbyggja stórbyggingar sem hýstu sendiráð helztu bandamanna Þjóð- verja á dögum þriðja ríkisins svo sem Itala og Japana og hafa verið í niðurníðslu allt frá stríðslokum. Þar munu sendiráð þessara gömlu bandalagsþjóða Þjóðverja starfa á nýj- an leik. Hin sameiginlega bygging norrænu send- iráðanna er vel heppnuð og setur svip sinn á Berlín. Skammt frá mun rísa minnismerki um gyðingana, sem nazistar myrtu í stríðinu. I samtölum við ungt fólk í Berlín má merkja að því finnst sjálfsagt og eðlilegt að slíkt minnismerki sé reist en jafnframt að það sé tími til kominn að hið nýja minnismerki og þau sem áður hafa verið byggð fái að standa og tala sínu máli en tímabært sé að áfram- haldandi áminningum um það, sem gerðist fyrir rúmlega hálfri öld ljúki. Það er enginn vafi á því að Berlín er að rísa á ný, sem ein helzta stórborg álfunnar og miðpunktur Evrópu, eins konar vegamót á milli austurs og vestur. Þeir sem þangað koma finna kraftinn og ólguna sem þar ríkir. Þai’ koma saman straumar úr öllum áttum, hvprt sem um er að ræða pólitík eða menningu. Á næstu árum og áratugum verður Berlín á ný ein helzta valda- miðstöð Evrópu. Pólitísk samskipti okkar við Baiida- ríkin hafa verið mikilvæg... Þau hafa með sérstök- um samningum tryggt öryggi okkar alla tíð... Það er hægt að færa sterk rök fyrir því að miðað við þróunina í Evrópu, vaxandi samstarf Þýzka- lands og Rúss- lands og stækkun ESB tryggjum við bezt alhliða hags- muni okkar, bæði pólitíska og við- skiptalega með því að standa á eigin fótum í nán- um og vinsamleg- um tengslum við Bandaríkin og evrópska ríkja- sambandið. UM EKKERT er meira rætt í Berlín, höfuð- borg Þýzkalands, um þessar mundir en vandamál Kristilegra demókrata vegna þess fjármálahneykslis sem komið hefur upp innan flokks þeirra síðustu mánuði. Það er alveg ljóst að mál þetta ristir svo djúpt í þýzkum stjórnmálum að það mun leiða til algerrar uppstokkunar og endurnýjunar á næstu misserum og árum, ekki einungis innan flokks Kristilegra demókrata heldur í þýzk- um stjómmálum almennt. Ætla mætti að þýzkir jafnaðarmenn felldu engin tár yfir vandamálum Kristilegra demó- krata en þegar betur er að gáð kemur í ljós að fulltrúar allra flokka líta svo á að lýðræðið í Þýzkalandi gæti verið í hættu vegna þessara hneykslismála og þess vegna sé það hags- munamál allra að Kristilegir demókratar nái tökum á þeim vandamálum, sem þeir standa frammi fyrir. Blaðamaður á einu helzta dag- blaði Þýzkalands, hægrisinnuðu, kvaðst skammast sín fyrir að þetta mál hefði komið upp. Þýzkir þingmenn, jafnt úr flokki Kristi- legra demókrata sem annarra, segja að Hel- mut Kohl hafi notað þá fjármuni, sem hann og flokksbræður hans tóku við með ólögmætum hætti, til þess að herða tök hans á flokknum og helztu forystumönnum hans. Hafi flokks- deild vantað fjármuni til ákveðinna verka hafi forystumenn hennar snúið sér til Kohls, pen- ingarnir hafi komið en þeir hinir sömu þar með orðið skuldbundnari flokksleiðtoganum en ella. En um leið og Kohl liggur undir þungri gagnrýni vegna þessa máls fer ekkert á milli mála, að staða hans í sögu Þýzkalands er sterk. Hann er maðurinn sem tók af skarið og innsiglaði sameiningu þýzku ríkjanna þegar tækifærið gafst en aðrir þýzkir stjórnmála- menn hikuðu. Þess vegna eru margir sam- mála um að þegar frá líður verði fjármála- hneykslið, sem nú yfirgnæfir allar umræður í Þýzkalandi, neðanmálsgrein í sögu lands og þjóðar en sameiningin höfuðmál á þessari öld. Innan flokks Kristilegra demókrata er mikið rætt um nauðsyn þess að stökkva yfir millikynslóðina og leita leiðtogaefna í hópi nýrrar kynslóðar sem ekki beri byrðar for- tíðarinnar á bakinu. Eldri flokksmenn yppta öxlum og segja að fulltrúar yngri kynslóðar- innar hafi ekki sýnt nein merki þess að þeir hyggist nota tækifærið til þess að ná völdun- um í flokknum til sín. Aðrir segja að ástæðan sé sú að sundurlyndi einkenni yngstu aldurs- hópana og þar megi greina þrjár fylkingar sem takist á. Síðustu daga hefur Friedrich Merz, 44 ára gamall sérfræðingur í fjárlögum og skatta- málum, mest verið til umræðu sem verðandi leiðtogi þingflokks Kristilegra demókrata. Hann kemur vel fyrir í fjölmiðlum og er greinilega öflugur talsmaður síns flokks. Angela Merkel, prestsdóttir frá Austur- Þýzkalandi, hefur verið áberandi talsmaður flokksins undanfarnar vikur og þykir hvergi hafa misstigið sig í þeim efnum. Þótt Kohl hafi lyft henni til valda og áhrifa varð hún einna fyrst forystumanna Kristilegra de- mókrata til þess að gagnrýna hann harkalega fyrir málið í blaðagrein í Frankfurter All- gemeine Zeitung. Gamalreyndur áhrifamaður í Kristilega demókrataflokknum lýsir henni sem nýrri tegund af stjórnmálamanni, mjúkri, sveigjan- legri, tilbúinni til þess að hlusta á aðra en með ákveðnar skoðanir, andstæðri hinum eldri sem telji sér helzt til framdráttar að efna til átaka og ágreinings við andstæðingana. Hins vegar er ljóst að Angela Merkel á í erfiðleikum með að afla sér trausts og stuðn- ings meðal margra íhaldssamra áhrifamanna og þá ekki sízt í systurflokki Kristlegra demókrata í Bæjaralandi. Sumir þýzkir þingmenn eru þeirrar skoð- unar, að mál þetta muni hafa þau áhrif að Kristilegir demókratar verði lengi utan stjórnar, jafnvel í áratug eða meir. Vísbend- ingar eru um að frjálsir demókratar, sem lengi hafa verið samstarfsaðilar Kristilegra demókrata, leiti nú leiða til þess að færa sig um set og skapa sér stöðu til þess að verða samstarfsaðili jafnaðarmanna sem þeir hafa raunar áður verið. Menn leggja mismunandi mat á möguleika þeirra í því efni. Hins vegar fer ekki á milli mála að Græn: ingjar eru í ákveðinni tilvistarkreppu. I fyrsta lagi er ákveðinn grundvallarágreining- ur til staðar á milli þeirra, sem vilja leggja áherzlu á meginmál Græningja og slá ekkert af þeim kröfum, og hins vegar raunsæis- manna á borð við Fischer, utanríkisráðherra Þýzkalands, sem raunar er vinsælasti stjórn- málamaður þar í landi um þessar mundir. En í öðru lagi er augljóst að þeir úr hópi Græn- ingja, sem sitja í áhrifastöðum vegna stjórn- arsamstarfsins við jafnaðarmenn, horfast nú í augu við nýjan veruleika, þeir horfast í augu við sjálfa sig fyrir tuttugu árum. Sumir þeirra ferðast um undir lögregluvemd og þegar þeir mæta á fundi tekur á móti þeim hópur ungs fólks með mótmælaspjöld, sams konar hópar og þeir sjálfir tilheyrðu áður fyrr. Þetta veld- ur tilfinningalegum átökum sem þeim gengur misjafnlega að vinna úr. Þar að auki er erfitt að greina hver bar- áttumál Græningja eru fyrir utan það að þeir vilja loka kjarnorkuverum. Hinfr almennu flokksmenn vilja loka þeim strax. Þeir sem sitja á valdastólum láta sér nægja að það ger- ist á svo sem tveimur áratugum. Miðað við þessar aðstæður eru jafnaðar- menn í sterkri stöðu. Þó eru raddfr um það meðal þýzkra stjómmálamanna að á næst- unni komi í Ijós að ýmislegt megi finna að rekstri jafnaðarmannaflokksins í Þýzkalandi þótt ekki sé það af sömu stærðargráðu og hjá Kristilegum demókrötum. Jafnaðarmenn telja að þetta sé af og frá en útiloka ekki að einhver gömul mál eigi eftir að koma upp. Johannes Rau, forseti Þýzkalands, liggur undir harðri gagnrýni vegna afnota hans af fiugvél, sem einkaaðili greiddi kostnað við og sumir þýzkir blaðamenn halda því fram að ekki sé útilokað að forsetinn verði að segja af sér af þeim sökum. Stjórnmálamennirnir em hins vegar þeirr- ar skoðunar að ein af ástæðunum fyrir því hve umfangsmikið þetta mál hafi orðið sé sú að þingið sé flutt frá Bonn til Berlínar. I Ber- lín séu starfandi blaðamenn sem ekki hafi áð- ur komizt í þetta návígi við miðstöð þýzkra stjómmála og róti nú upp gömlum málum og nýjum, jafnvel málum sem áður hafi verið til umræðu en blaðamennirnir hafi ekki haft þekkingu á eða vitað um, þótt starfsbræðmm þeirra í Bonn hafi verið fullkunnugt um þau. Þeir hafi takmarkaða yfirsýn og skammtíma- minni. Heildarmyndin er sú að þýzk stjórnmál séu í mikilli uppstokkun og endurnýjun og að Þjóðverjar taki mál þetta mjög alvarlega og telji að framtíð þýzks lýðræðis sé í húfi að vel takist til um þá endurnýjun sem nú þegar sé hafin. SAMSTARFIÐ Á milli Bandaríkjanna og Vestur-Þýzka- lands var mjög náið eins og allir vita. Stjómvöld í Bonn litu svo á í áratugi eftir að heimsstyrjöldinni síðari lauk að bandarísk nærvera í Evrópu væri for- senda fyrir því að öryggi Vestur-Þýzkalands væri tryggt. Enda er ekki ofmælt að Banda- ríkjamenn hafi séð um það. Þeir hafa alla tíð borið þyngstu byrðamar af vörnum Vestur- Evrópu. Þetta kom skýrt í ljós þegar loft- brúin mikla til Berlínar var sett upp á sínum tíma, þegar Sovétríkin ætluðu að einangra borgina og svelta hans til uppgjafar. Vestur- Berlín, sem eins konar einangmð eyja í Aust- ur-Þýzkalandi, hefði aldrei lifað af án Banda- ríkjamanna. Nú em tímarnir breyttir. Þýzkaland hefur sameinast á ný og höfuðborgin flutt til Berlín- ar. Það er Ijóst af samtölum við þýzka þing- menn að sú ákvörðun ein að flytja höfuðstöðv- ar þings og ríkisstjómar til Berlínar hefur haft mikil áhrif á þýzka utanríkisstefnu. Ná- lægðin við austrið segir til sín. Þjóðverjar líta svo á að þeir eigi mikið undir því hvað gerist í Rússlandi og nágrannaríkjum Rússlands á austurlandamærum Þýzkalands. Þeir segja að Þjóðverjar eigi þar mikilla pólitískra, við- skiptalegra og efnahagslegra hagsmuna að gæta. Öryggi landamæra þeirra til austurs sé bezt tryggt með því að pólitískt jafnvægi ríki í Rússlandi. Þeir hafi mikla viðskiptahagsmuni af því að Rússland nái sér á strik efnahags- lega vegna þess að þá geti þeir með hefð- bundnum hætti selt meira af vömm þangað. Almenn velmegun í Rússlandi og nágranna- ríkjum skipti þá höfuðmáli vegna þess að þar með dragi úr líkum á fólksflutningum til Þýzkalands frá löndunum í austri. Þýzkir þingmenn, sem nýlega hafa verið í Moskvu, segja að viðhorfið innan nánast allra Þýzkaland og Rússland REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 19. febrúar. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.