Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 37 Heim í hérað Ekki er hægt að ljúka þessu bréfi án þess að minnast á þátt sveitarfélaganna. Hvernig sem á því stendur virðast sveitarfélögin oft líta á hinn félagslega þátt þjón- ustu við aldraða öðrum augum en á aðra félagslega málaflokka. Enn er sama tilhneigingin; að velta þess- um málum yfír á einhverja aðra! Og að gera ekki sömu faglegu kröfur til þessa málaflokks og til annarrar þjónustu. Þetta er að mínu viti alröng stefna. Þróun um- hverfis og aðstæðna getur ráðið úrslitum um líf eftirlaunafólks í framtíðinni. Fljótt á litið virðist þetta kalla á meiri miðstýringu og meiri mötun frá opinberum aðilum. En þetta er þveröfugt. Með menntuðu starfsfólki er hægt að vinna með fólki en ekki fyrir það. Með menntuðu og endurmenntuðu starfsfólki í stýringunni er hægt að vinna raunhæf plön og áætlanir sem valkosti fyrir fólk á eftirlauna- aldri og einnig fyrirbyggjandi starf. Þarna á fólkið sjálft að koma inn í með frumkvæði. Þessum möguleika mega sveitarfélögin aldrei afsala sér. Þessa þjónustu má ekki einskorða við einhven hluta eftirlaunafólks eða einhvern aldur. Allir eiga að hafa sama rétt og kröfu um þessa þjónustu. Gallar lýðræðisins Ég reyndi semsagt að koma í gang umræðum á Ári aldraðra og raunar langt út fyrir blaðaskrifin. Það gekk ekki. Kannski vegna þess að ég hef viss landamæri í mannlegum samskiptum. Ég vann 27 ár hvern virkan dag við dag- blöð. Og ég veit alveg nákvæmlega hvernig á að fá viðbrögð. Þá blaðamennsku nota ég ekki! Enginn vildi „rökræða" opinber- lega. Samtök eldri borgara sögðu: Ekki ég. Háskólinn sagði: Ekki ég. Aðilar vinnumarkaðarins sögðu: Ekki ég. Alþingismennirnir sögðu: Ekki ég og svo framvegis. Og ónefndur fugl fór bara aftur heim í heiðardalinn! Mál er að linni Og nú fer að ljúka þessu undar- lega bréfi. Ég held að þið lesið það ekki og reikna ekki með því. Kannski er það skrifað til að friða samviskuna eins og í sjóræningja- myndunum þegar sá einfætti dreg- ur upp á dauðastundinni kort af staðnum þar sem faldi fjársjóður- inn liggur í jörðu! Kannski ber ég enn þá von í brjósti að þið rísið upp og verðið fordæmi sem þjóð- höfðingjar nota á hátíðisdögum í hátíðarræðum sínum. Þegar fólk, einstaklingar, stokka upp spilin á gamals aldri og hafa hugrekki til að viðurkenna nýja tíma og breytt- ar aðstæður. Ég sé ekki að þó að þið hafið allar innri aðstæður og séuð í fullu fjöri, að þið hafið á Ári aldraðra lagt nokkuð nýtt til þeirr- ar þróunar sem er að verða í þjóð- félaginu og snertir ekki síst eldra fólk og fjölskyldu framtíðarinnar. Þið eruð einfaldlega í framleng- ingu af góðri embættisfærslu og sú framlenging leiðir smátt og smátt til stöðnunar og síðast vandamála eins og mörg dæmi eru um í félög- um eldri borgara um land allt frá upphafi samtakanna. Og vel að merkja þá valdi ég ykkur, Bene- dikt og Ólaf, til að skrifa ykkur „opið bréf ‘ af því að ég veit að þið eruð toppmenn í toppástandi. Tilrauninni lokið Og ég ætla að senda Morgun- blaðinu þetta bréf til ykkar og ljúka þar með tilrauninni til að fá umræður um eitt viðamesta félags- lega verkefni nýju aldarinnar! Ég vona að aðrir taki upp merkið og þá sérstaklega fólkið sjálft sem er komið á eftirlaunaaldur eða nálg- ast hann og fólk sem hefur áhuga á almennri þróun og mannréttind- um. Og núverandi og væntanlegir ráðamenn þjóðarinnar. Þeir verða nefnilega lika „eftirlaunafólk" einn góðan veðurdag! Með vinsemd. Höfundur er fulllrúi. + Hulda Halldórs- dóttir fæddist í Reykjavík 10. maí 1920. Hún lést á heimili sínu í Selja- hlíð í Hjallaseli 45 í Reykjavík, 12. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðrún Bríet Guðmundsdóttir, f. 17. maí 1897, d. 23. janúar 1957, og Hall- dór Jón Sveinsson, f. 23. september 1896, d. 2. febrúar 1969. Hulda var alin upp í Reykjavík og var hún eina barn þeirra hjóna, Guðrúnar og Hall- dórs. Hulda giftist 10. maí 1940 Áma Ingvari Vigfússyni, f. 10. júlí 1914, d. 16. apríl 1982. Árni var sonur hjónanna Vilborgar Elínar Magn- úsdóttur, f. 19. júní 1892, d. 30. janúar 1951, og Vigfúsar Lúðvíks Árnasonar, f. 18. september 1891, d. 2. apríl 1957. Hulda og Ámi eignuðust fjögur börn: 1) Gunnar Maggi, prent- smiðjustjóri, f. 24. desember 1940, „Öllu er afmörkuð stund,“ segii’ í heilagri ritningu. Lífið allt kennir okkur og bendir á að stundin sé af- mörkuð. Ávallt er því þó þannig farið að við eigum erfitt með að sætta okk- ur við tíma dauðans, jafnvel þó að undirbúningur hafi verið einhver. Það er erfitt að kveðja sína nánustu sem hafa markað djúp spor í lífi okk- ar, þó að vissulega séu góðar minn- ingar til þess fallnar að hugga og hjálpa. Hinn 12. febrúar sl. lést á heimili sínu tengdamóðir mín, Hulda Hall- dórsdóttir, á áttugasta aldursári. Hinn 10. maí nk. hefði hún orðið 80 ára gömul. Hlutskiptið varð annað, en Hulda hafði átt við heilsuleysi að stríða síðustu misserin. Fjölskyldan er þó þakklát fyrir öll þau ár sem henni voru gefin, það voru góð og blessunarrík ár. Fyrir rúmlega 30 árum var ég í fyrsta sinn boðin velkomin á heimili tengdaforeldra minna, þeirra Huldu og Árna. Þau tóku mér opnum örm- um og má segja að sú stund hafi verið lýsandi fyrir samfylgd okkar upp frá því. Hulda var einkabam foreldi’a sinna, þeirra Guðrúnar og Halldórs, og naut hún umhyggju þeirra ríku- lega. Hún ólst upp í miðbæ Reykja- víkur og stundaði nám sitt í Miðbæj- arskólanum og síðar í Austur- bæjarskólanum. Ung að árum hélt Hulda til Danmerkur til náms og til starfa við heilsuhælið í Skotsborg. Danmörk þeirra tíma heillaði hana mjög og „allt“ sem var danskt var að hennar mati ávallt ekta og gott. Skemmtilegt var að hlýða á æsku- vinkonur Huldu, þær Nönnu Cortes og Margréti Eyþórsdóttur, lýsa gullaldarárunum á „Borginni“ en á þeim tíma kynntist Hulda Adda eins og tengdafaðir minn var kallaður. Hinn 10. maí 1940, á eftirminnilegum degi fyrir land og þjóð, hemámsdeg- inum svonefnda, gengu þau Hulda og Ámi í hjónaband. Hulda giftist inn í stóra fjölskyldu þar sem systkina- kærleikur og samheldni hafa ávallt verið í heiðri höfð þó að skoðanir á mönnum og málefnum væm skiptar í líflegum umræðum á tíðum og ánægjulegum samvemstundum stór- fjölskyldunnar. Hulda og Ámi hófu búskap sinn á Skeggjagötu, en fluttu síðan í Máva- hlíð 17 þar sem Ámi og bræður hans byggðu myndarlegt sambýlishús. Eftir að hafa búið um tíma í Hlíðun- um flutti fjölskyldan í nýbygginga- hverfi þeirra tíma, Vogana, að Nökkvavog 34, þar sem börnin áttu eftir að una hag sínum vel. Á heimilinu var tengdamóðir mín ávallt til staðar og þau hjónin Árni og Hulda sameinuðust í því hlutverki að undirbúa börnin sín undir lífið og skapa þeim aðstæður til náms sem ekki vom í sama mæli til staðar á uppvaxtarámm þeirra. Heimilið og kvæntur Stefaníu Flosadóttur. Böm þeirra eru: Margrét, gift Margeiri Þóri Sigfússyni, Ámi og Hulda Guðrún. 2) Vigfús Þór, sóknar- prestur, f. 6. apríl 1946, kvæntur Elínu Pálsdóttur. Börn þeirra eru Ámi Þór, Björg og Þórunn Hulda. 3) Halla Vil- borg, bankagjald- keri, f. 28. október 1948. Maður hennar er Ásmundur Eiríks- son. Dóttir Höllu og Guðna Pálma Oddssonar er Anna Guðrún og er maður hennar Hermann Jónsson. Böm Ilöllu og Gísla Jónssonar eru Jón og Hulda. Dætur Ásmundar era Sigurbjörg og Ingveldur. 4) Rúnar Jón, framkvæmdastjóri, f. 19. júm' 1953, kvæntur Kristinu Eiríksdóttur. Börn þeirra eru Berglind, Jóhann og Kristrún. títför Huldu fer fram frá Graf- arvogskirkju á morgun, mánu- daginn 21. febrúar, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. bömin vom ávallt í fyrii-rúmi. Síðar var þeim mikið ánægjuefni að sjá bamabömin sín vaxa úr grasi. Erfiðir tímar fóm í hönd fyrir Huldu þegar Ámi lést skyndilega á árinu 1982, aðeins 67 ára gamall. Hún hafði þá átt við heilsubrest að stríða í alllangan tíma og hafði notið ein- stakrar umhyggju Áma sem fátæk- leg orð fá ekki lýst. En hún átti eftir að koma okkur í fjölskyldunni á óvart. Hún hóf að taka þátt í starfi eldri borgara, fyrst í Langholts- kirkju en síðar í Seljahlíð þar sem hún dvaldist síðastliðin átta ár. Hulda virtist á margan hátt njóta ævikvöldsins vel. Hún naut einstakr- ar umönnunar og hlýju starfsfólksins í Seljahlíð og eignaðist þar góða vini. Hún hafði mikla ánægju af að heim- sækja bömin sín og fjölskyldur þeirra og eiga með þeim góðar stund- ir. Einstakt samband var á milli Huldu og Höllu dóttur hennar sem sýndi móður sinni ávallt einstaka ræktarsemi. Efst í huga mér nú, er ég kveð elskulega tengdamóður mína em þakkir íyrir allt er hún var mér og fjölskyldu minni. Ég fel hana Guði á hendur. Blessuð sé minning hennar. Elín. Einhvem veginn er það í lífinu svo að við gemm ráð fyrir ákveðnum þáttum í því. Þessir þættir em eins og það að eiga foreldra, ömmu og afa, þannig mætti lengi telja. Það er svo gott að vita af því að eiga ættingja og vini að í öllu lífi. En lífíð sjálft kennir okkur að ekkert er ömggt í lífinu, ekki einu sinni það að eiga sína nán- ustu að, ávallt við hlið sér, í blíðu og stríðu. Hún amma okkar Hulda var ein af þessum föstu þáttum í tilverunni. Við upphaf lífs okkar norður á Siglufirði var hún amma sú sem við heimsótt- um þegar við dvöldum fyrir sunnan í höfuðborginni. Það vai’ svo skemmti- legt að koma í heimsókn í Nökkva- voginn og síðar í Njörvasundið. Við litlu krakkamir fundum það fljótt út að hjá ömmu og reyndar afa Áma, sem ég fékk örlítið að kynnast og tengjast, skipti heimili þeirra þau öllu máli og bömin þeirra. Við systk- inin fengum því miður lítið að kynn- ast afa, en samt nóg til þess að kom- ast að því hve góður afi hann var. Kynnin vom þó nógu mikil til þess að mér var gert það fullkomlega Ijóst hvað væri besta íþróttafélagið í land- inu. Það kom því engum að óvömm að þegar sá hinn sami fór að æfa knattspymu fór hann eðlilega að æfa með knattspymufélaginu Val. Meðan við bjuggum á Siglufirði vora tengslin eðlilega ekki eins mikil og eftir að við fluttum í Grafarvoginn. Mikilvægur þáttur í helgi sunnu- dagsins var að amma kom til okkar þegar hún var ekki hjá hinum böm- um sínum. Gamla konan leyndi á sér, átti það til að skjóta skemmtilega í mark. Ávallt fundum við, ekki síst þegar við urðum eldri, að það sem skipti máh hjá henni gagnvart okkur öllum var að við myndum mennta okkur. Hún var því mjög ánægð með hvað stúdentahópurinn hennar, bamabömin hennar, var orðinn stór. Hún fylgdist betur með en okkur grunaði, því amma sagði ekki allt sem hún hugsaði. Ljóslifandi em okkur orð hennar á sjúkrahúsi síð- astliðinn ágústmánuð, þegar hún gaf mér það heilræði að nú væri kominn tími til að festa ráð sitt. Tengjast góðri stúlku til frambúðar. Fleira nefndi hún á sjúkrahúsinu í ágúst, þegar það kom öllum læknum og hjúkmnarliði á óvart að hún skyldi lifa áfram. Eftir það áfall átti hún eft- ir að dansa við vini sína og félaga og halda uppi merkinu sem spiladrottn- ingin í Seljahh'ð. Okkur var það ljóst að hún gat ver- ið ákveðin og viljaföst. Vissi ávallt hvað hún vildi. En þegar vð kynnt- umst henni var Ijúflyndi hennar við- bmgðið. Hún var ávallt að þakka okkur fyrir allt, eins og þegai’ hún kom í heimsóknir til okkar hin síðari árin. Myndimar af allri fjölskyldu hennar í fallegri íbúð í Seljahlíð virt- ust tala til hennar. Þar umkringdu bömin og fjölskyldur hennar hana. Það var besta tilfinning hennar. Það var ánægjulegt að fá ömmu í heimsókn í kirkjuna okkar. Núna síð- ast á gamlárskvöld. Hafði hún orð á því hvað guðsþjónustan var falleg og hve vel Ave María var flutt af henni Diddú og auðvitað hvað prestamir í Grafarvogskirkju væm ágætir. Við vissum að trúarstefin vom ná- lægt henni allt frá ömmu hennar, Þóm, til móður, Guðrúnar, sem var kirkjurækin kona. Um þessi innri mál sálarinnar ræddi hún samt ekki mjög mikið. Það var þó svo gott að heyra um það að hún hefði risið upp þegar síðasti þátt- ur lífsins var að verða að staðreynd og flutt og nefnt sálminn Ó Jesú bróðir besti. Við vitum að hann verð- ur fluttur þegar hún verður jarð- sungin frá Grafarvogskirkju 21. febr- úar næstkomandi. Við viljum á þessum tímamótum í lífi okkar, þegar við vitum að hún amma Hulda er ekki lengur mitt á meðal okkar, þakka henni allt sem hún var okkur. Ekki alltaf með orð- um og orðræðu heldur og með nær- vem sinni. Það er svo dýrmætt að eiga góða ömmu, og við fengum að eiga hana að svo lengi. Fyrir það er- um við þakklát. Við biðjum guð að blessa minning- arnar góðu og fögm um hana um leið og við felum hana Guði á hendur. í einum af uppáhaldssálmum foður okkar, eftir Sigurbjöm Einarsson biskup, segir: Stundumverðurvetur veröldhjartansí Láttufræþínlifa ljóssins guð í því. Gefossþittsumar sóluþinnifrá Kristurkomogsigra semþúogverossþjá. (Þýð.Sbj.E.) Þessi bænarorð vil ég gera að mín- um í Jesú jafni. Ámi Þór. Nú, þegar amma mín, Hulda Hall- dórsdóttir, er látin koma upp í huga minn margar góðar minningar frá liðnum ámm. Það var ávallt skemmtilegt þegar amma kom í heimsókn til okkar í Kambaselið, það var eitthvað svo há- tíðlegt við það þegar amma var sest til borðs með okkur á laugardögum eða sunnudögum. Það var einnig ánægjulegt að sjá hve vel hún naut þess að vera með fjölskyldu sinni og neyta góðs matar. Nokkrar stundir frá liðnum vetri em mér afar hugstæðar þannig var að mamma Halla, dóttir Huldu ömmu, var að undirbúa fimmtugs- afmæli sitt. Fyrir þetta afmæli ákvað ég að safna myndum af henni frá því að hún var bam og til dagsins þegar hún varð fimmtug. Ég fór þá til ömmu eitt sunnudagskvöldið og sagði henni frá því sem ég hugðist gera. Þetta leist henni afar vel á og var hin ánægðasta yfir því að geta hjálpað mér, þá lifnaði yfir henni þar sem hún stóð upp og náði í myndaal- búmin. Þama sátum við amma °í- hún sagði mér söguna á bak við hveija mynd sem við skoðuðum. Mik- ið hlógum við og skemmtum okkur vel. Við hittumst síðan öll kvöldin fram til laugardags (þegar afmæhð var haldið) og hún hjálpaði mér að velja myndir. Þessi kvöld vom yndisleg. Ég er afar þakklát fyrir að hafa átt þessi kvöld með ömmu og ég mun ávallt varðveita minninguna um þau, eins og minninguna um hana sjálfa. Guð blessi minninguna um Huldu ömmu. Hulda Gísladóttir. Elsku amma. Áhrifaríkur dagur er að kveldi kominn, er við fengum öll að kveðja þig hinstu kveðju og þakka þér fyrir liðnar stundir og fyrir allt sem þú veittir okkur í lífinu. Við trúum því að þú sért nú á góð- um stað, þar sem vel hefur verið tekið á móti þér. Á kveðjustundu finnst okkur lífið vera mikill leyndardómur. Eitt vitum við þó að við fæðingu er okkur gefinn ákveðinn tími hér á jörðu. Já, hann endar tíminn okkar hér og það sem tekur við er jafn mik- ill leyndardómur og sjálf fæðingin. Við systurnar viljum þakka þér fyrir allar frábæm stundirnar sem við áttum saman, öll þau sunnudagt- - skvöld sem þú eyddir með okkur fjöl- skyldunni og fyrir allt það hrós sem þú gafst okkur barnabömunum. Já amma, þú sparaðir það aldrei. Við systurnar áttum hiklaust að taka þátt í fegurðarsamkeppni íslands, þú skildir ekkert í því af hveiju okkui’ hafði ekki verið boðin þátttaka. Slíkt hrós var mikil hvatning í hversdags- leikanum. Elsku amma við þökkum þér fyrir allar þær stundir er hfa í minningu okkar um þig. Björg og Þómnn Hulda. ’ Nú, þegai- vetur konungur blæs og sýnir mátt sinn, þá kvaddi hún Hulda æskuvinkona okkar þennan heim eft- ir erfið veikindi síðustu vikur. Við höfum verið vinkonur síðan við vomm litlar stelpur, og aldrei borið skugga á, við höfum haldið saman í gleði og í sorg. Um fermingaraldur- inn áttum við margar gleðistundir saman sem gott er að rifja upp í hug- anum nú þegar hún hefur kvatt okk- ur. Hulda var mjög glæsileg ung stúlka og hélt hún reisn sinni alla tíð. Hinn 10. maí 1940 giftist hún Áma Vigfússyni, miklum öðlingsmanni, og- í hamingjusömu hjónabandi eignuð- ust þau fjögur mannvænleg börn, sem þau komu öllum til mennta. Böm þeirra em Gunnar Maggi of- fsetprentari, Vigfús Þór prestur, Halla Vilborg bankagjaldkeri, Rúnar Jón framkvæmdastjóri, ömmubömin em tólf og langömmubörnin em þijú. Svo kom áfallið mikla þegar Árni lést, hann varð bráðkvaddur 16. apríl 1982, og þá átti Hulda okkar mikið bágt, því hann var hennar líf í öllu. En hún átti góð böm og það er gott þegar sorgin ber að dymm. Lífið heldur áfram. Á bömum þeirra sann- ast það að eplið fellur ekki langt frá eikinm því ávallt var séð til þess að hún hefði það sem allra best. Síðustu æviárin bjó Hulda í Selja- hhð. Þar leið henni mjög vel því allt starfsfólkið þar var henni einstak- lega gott. Viljum við sem æskuvin- konur hennar þakka öllu því góða fólki þar sem hugsaði svo vel um hana. Við sendum allri fjölskyldu Huldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þótt sviplegt finnist og sorglegt þá, er sannir vinir á jörðu kveðjast, þá hræðumst ekki, því himnum á þeir hittast aftur og saman gleðjast Þá festir böndin Guðsfóðurhöndin, þáyngistöndin við Drottins dýrð. (Þýð. M. Joch.) Við kveðjum elskulega vinkonu okkar með þakklæti í huga og virð- ingu og biðjum Guð að geyma hana ogvarðveita. . Nanna og Margrét. HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.