Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 HUGVEKJA ÍDAG Eyjan hvíta og þjóðarvonin A morgni 19. aldar girðir hafís hálft landið frá miðgóu fram undir Jónsmessu. Stefán Friðbjarnarson rifjar upp herhvöt Jónasar Hallgrímssoar: „Veit þá engi að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir...“ Alþingishúsið við Austurvöll, einnig Dómkirkjan. 19. öldin hófst hér á landi með veðravítum. Hafís girti hálft landið. Ósköpin hófust 11. marz 1801 með stórhríð um land allt. Fádæma vetr- arríki fór í hönd með sífelldum stór- hríðum, frostum og ísalögum. Vest- fírðir og Norðurlandshafnir fylltust af hafís. Girti ísinn land allt frá Barðastrandarsýslu að vestan til Reyðarfjarðar að austan. Harðræði þetta stóð linnulítið frá miðgóu fram undir Jónsmessu. í öldinni sem leið segir m.a.: ,Á góu- þrælinn (1801) var ofsalegt áhlaupaveður, og fórust þrjú skip úr Höfnum með 15 manns, bátur úr Garði með tveimur mönnum og annar af Vatnsnesi, einnig með tveimur mönnum. Hinn 3. apríl fórst skip úr Keflavík undir Jökli með níu mönnum. Á föstudaginn langa fórst skip úr Rifi eða af Hell- issandi með átta mönnum... Ýmsir menn urðu úti við fé eða á milli bæja, sumir með allri hjörð sinni." Þannig hófst 19. öldin. Árið næsta, 1802, var litlu skárra. „Víð- ast hvar vetur í landi fram yfir 20. júní... Sumstaðar á Vestfjörðum komu tún ekki undan snjó fyrr en í endaðan júní... I Fljótum var kúm fyrst hleypt út viku af júlí.“ Það syrti í fleiri ála. Með kon- ungsbréfi árið 1801 var ákveðið að hinn fornfrægi biskupsstóll á Hól- um í Hjaltadal, þá 700 ára gamall, skyldi lagður niður og allar eigur hans seldar. Sama dóm fékk Hóla- skóli, sem hátt reis í í slands sögu fyrr á tíð. ísland var gert að einu biskupsdæmi og einn latínuskóli úr tveimur. í júnímánuði 1802 vóru flestar jarðir Hólastóls boðnar upp, þar á meðal Hólastaður sjálfur. Þessar ráðstafanir vóru fyrst og fremst gerðar í spamaðarskyni, enda hart í ári. En Norðlendingar vóru sárt leiknir, sviptir bæði bisk- upsstóli og latínuskóla. Ekki er langt liðið á 19. öldina þegar enskt víkingaskip leggur að landi í Hafnarfriði (ágúst 1908). Áhöfn þess hirðir konungs- fjárhirzluna úr höndum landfógeta. Ári síðar (júm' 1909) gengur fá- mennur flokkur „Jörundar hunda- dagakonungs" á land í Reykjavík og lýsir því yfír að danskur myndug- leiki sé upp hafínn á íslandi. Veldi hundadagakóngs stóð stutt, hrundi í endaðan ágúst sama ár. Al- darhátturinn var annar á morgni niðdimmrar 19. aldar en á „gullöld" þjóðarinnar, 930 til 1272. Harðæri veðravíta og erlends valds léku hana grátt. Sitt hvað gerðizt þó á þessum dimmu árum sem vísaði veg til betri tíðar. Listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, og fleiri Fjölnis- og hugsjónamenn orktu kjark í þjóð- ina. Þeir hétu á hana að standa vörð um móðurmálið, hornstein íslenzks þjóðemis og þjóðarvitundar. ,Ást- kæra ylhýra málið og allri rödd fegra.“ Þau vóra áherzluorð lista- skáldsins góða. Það varð ogþjóð- inni til giftu að hingað kom á þess- um tíma danskur Islandsvinur, Rasmus Kristján Rask, málfræð- ingur, sem talaði íslenzku sem inn- lendur væri. Hann hvatti þjóðina til að standa vörð um móðurmálið og þjóðmenningu sína. I myrkri þessarar dimmu aldar sezt herhvöt listaskáldsins að í hug- um og hjörtum landsmanna: Veit þá engi að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir, Guði að treysta, hlekki hrista, hlýða réttu, góðs að bíða; fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn, þegar aldir renna; skáldið hnígur og margir í moldu með honum búa - en þessu trúið! Alþingi var endurreist sem ráð- gefandi þing 1845 og sem löggjafar- þing 1875. Arið áður, 1874, fögnuðu Islendingar þúsund ára byggð í landinu, og fengu úr hendi konungs nýja stjómarskrá, sem var stór áf- angi á langri vegferð til heimast- jórnar (1904), fullveldis (1918) og lýðveldis (1944). Fullveldisgangan var hafin. íslendingar geta horft ánægðir um öxl til baráttusögu sinnar. Bar- áttunnar fyrir fullveldi og frelsi þjóðar og þegna. Það er á hinn bóg- inn rík ástæða fyrir þá að slá ramm- gerða skjaldborg um hornstein menningarlegs og stjórnarfarslegs sjálfstæðis þjóðarinnar, móðurmál- ið, sem á í vök að verjast fyrir ásókn stórra erlendra málsamfélaga, eink- um enskunnar, á þeirri fjarskipta- og fjölmiðlaöld sem við lifum. .Ástkæra ylhýra málið“ og menningararfleifðin, sem það geymir, er enn sem fyrr megin- röksemdin fyrir fullveldi íslenzkrar þjóðar - og dýrmætasta sameign hennar. Vegvísir sá er listaskáldið gaf þjóð sinni vegur jafnvel enn þyngra í komandi tíð en liðinni. Við verðum að trúa því að landið okkar og þjóðin okkar eigi sér enn vor, ef fólkið þorir; þorir að treysta „Guði vors lands“, þorir að varðveita kristna menningararfleifð sína, þor- ir að hrista hlekki þess sem er rangt og mannskemmandi, þorir að hlýða kalli mannúðar og miskunnsemi, þorir að rækta með sér þegnskap og náungakærleika. Lýðræðið og kristindómurinn, þingræðið og kirkjan eru hornsteinar farsællar framtíðar. VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Mannvernd og mannanna mein FYRIR margt löngu efndu sunnlenskir bændur til hópreiðar gegn komu sim- ans. En þótt broslegt þyki nú höfðu þeir það sér til af- sökunar að vera í góðri trú. En nú hafa þeir bændur eignast meðreiðarsveina, fólk sem sem fylkt hefur liði gegn starfi Islenskrar erfðagreiningar. Sárast svíður manni að þar skuli læknar fara fremstir í flokki, menn sem ætla mætti að fögnuðu hverri viðleitni til framfara í læknavísindum en legðu ekki á hana dauða hönd. Þeir sem einhvern tíma hefur orðið misdægurt eru sér afar meðvitaðir um þýð- ingu þess að þróuð séu ný lyf og Iækningaaðferðir. Mörg hver eigum við læknavísindunum fjör að launa og margir sem nú eru veikir biðja þess líka heitt með sínum nánustu að lækning finnist á sjúkdómi þeirra. Margir eygja þeir von í starfi Islenskrar erfðagreiningar, einu merkasta framtaki á sviði læknavísinda í sögu þessa lands og þótt víðar væri leitað. Allir, sem kæra sig um, vita að upplýsingar úr sjúkraskýrslum eru trygg- ar í gagnagrunninum. Þó hefur tekist að fæla hálfan annan tug þúsunda manna frá þátttöku í honum og sér hver maður, ekki síst lækn- ar og háskólamenn, hversu skaðlegt það er að spilla þannig gmnni sem byggja skal vísindarannsóknir á. Um klámhögg kvótaban- ans og nóta hans er það eitt að segja að margur verður af aurum api. Hins vegar á Pétur Blöndal alþingismað- ur skilið lof fyrir skynsam- leg og umfram allt mann- holl rök sín í þessu máli. Leggjum þeim lið sem bæta vilja líf okkar og af- komenda en sláum ekki vopnin úr höndum þeirra. Guðmundur Þorsteins- son, 011042-3769. Sælt verði fólkið NÚ er ég ein(n) af þeim sem koma færandi hendi með póstinn heim til þín. Þarf oft að fara vegleysur á veturnar með póstkerru(r) í eftirdragi, og að gera allt mitt besta til að pósturinn komist til skila. En því mið- ur er einn hængur á, fólk gleymir að tilkynna búset- uskipti til Hagstofu og Is- landspósts. Því miður er það þannig að það eru allt of margir skussar sem trassa að tilkynna aðset- ursskipti, þannig að við póstarnir erum að fara með póst margoft í sum hús á sömu manneskjuna, sem að er jafnvel flutt fyrir ári og enginn í því húsi sem að viðkomandi bjó í veit nýja heimilisfangið, og Hagstof- an hefur ekki hugmynd um hvar þessi manneskja er stödd i veröldinni, hvað þá Islandspóstur. Við (póst- arnir) lendum í því að vera skömmuð fyrir þessa slóða, sem að geta ekki tilkynnt sig á nýtt heimilisfang, vegna þess að við erum að koma aftur og aftur með póst á þessa(r) tilteknu manneskju(r). Þannig að það safnast upp póstur á þessa slóða í húsum svo ekki sé minnst á fjölbýlis- húsin. Með fyrirfram þökk frá öllum bréfberum með von um betri merkingar. Orn Ingólfsson, Seilugranda 2, Rvík. Tapad/fundið GSM-sími týndist GSM-sími Nokia 6110, týndist á Nell/s sl. laugar- dag. Skilvís finnandi hafi samband í sima 587-9495 eða 557-6568. SKAK Umsjún llelffi Áss Grélar.ssmi , 2 E ^ í ísrael var hald- ið geysisterkt at- skákmót í byrjun febrúar sem kallað var minningarmót |i ( 11 llf Ji á jj 81 MMM IMi Wydra. Staðan er frá því móti og er á milli Peter Svidler, hvítt, og Lev Psak- his. 29.Df5! Hxe8 W fk ( hab háh 30. DI7 + og svart- ur gafst upp enda mát eftir: 30...Kh7 31. Rxe8. ■ ■ B Hvítur á leik. Auðvitað elska ég þig ennþá. Ég er bara að hvíla mig í smástund. Víkverji skrifar... Reykingar eru Vikverja mjög á móti skapi og hann hefur oft býsnast yfir þessum ósið. Bæði er hættulegt að reykja og óþrifnaður því samfara. Auglýsingaherferð Tóbaksvarnar- nefndar upp á síðkastið hefur vakið mikla athygli, enda staðreyndir málsins dregnar fram með heldur ógeðfelldum hætti, svo ekki sé meira sagt. En Víkverji er engu síður ánægður með auglýsingamar og hef- ur einmitt áður hvatt til þess að slík- um aðferðum væri beitt. Viðbrögð fólks við auglýsingunum hafa verið mjög mikil, að sögn Þor- gríms Þráinssonar, framkvæmda- stjóra Tóbaksvarnamefndar. Hann segir viðbrögðin að mestu hafa verið jákvæð en neikvæð viðbrögð hafi engu síður einnig komið fram. „Kona sem reykti benti t.d. á að böm sín væru svo hrædd um að hún myndi deyja að hún fengi engan frið og líkti auglýsingunum við ofsóknir," er haft eftir Þorgrími í Morgunblaðinu í vik- unni. Víkverji undrast reyndar ekki að böm umræddrar konu óttist að hún deyi ef hún heldur áfram að reykja. Staðreyndir málsins eru ein- faldlega þær að líkurnar á ýmsum sjúkdómum - flestum lífshættuleg- um - em meiri hjá reykingafólki en öðram. Vonandi getur umrædd kona hætt að reykja, sín og bamanna vegna. xxx Víkverji fékk á dögunum sent fréttabréf Vildarklúbbs Flug- leiða, þar sem var að finna upplýs- ingar sem hann mundi ekki eftir að hafa séð áður en snertir eflaust marga. Klausan er svohljóðandi: „Frá og með 1. apríl 2000 hafa fé- lagar í Saga Business Club ekki að- gang að Betri stofum SAS nema þeir séu að ferðast á Saga Business Class. Breyting þessi á einnig við um Silfur- félaga Euro-Bonus sem og alla Silf- urfélaga samstarfsaðila SAS. Á sama tíma verður sú breyting að allir korthafar verða að eiga áfram- haldandi flug með SAS eða með ein- hverjum af þeirra fjölmörgu sam- starfsaðilum til að fá aðgang að Betri stofum SAS.“ XXX Umræða um fátækt hefur verið talsverð í þjóðfélaginu undan- farið og utandagskráramræða var meðal annars um málefnið á Alþingi í vikunni. í janúarhefti blaðsins Hjálp, sem Rauði kross íslands gefur út, rakst Víkveiji á umfjöllun um fá- tækt, þar sem meðal annars var að finna eftirfarandi klausu sem vakti athygli hans. Fyrirsögnin var: Sömu grannþarfir hjá Jóni og séra Jóni. Síðan segir: ,Á alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmán- ans í nóvember hélt Anna Þrúður Þorkelsdóttir, formaður Rauða kross Islands, erindi um fátækt í heiminum þar sem fram kom að þriðjungur mannkyns býr við örbirgð. „Það fór nú nokkur þytur um salinn þegar ég sagði að heimurinn eyddi 150 mil- Ijónum bandaríkjadollara á ári til að aðstoða við alnæmi í Afríku en 26 milljörðum bandaríkjadollara á ein- um mánuði í sprengjuárásir í Júg- óslavíu. Ég held að einn aðalvígvöll- urinn nú sé fátæktin og örbirgðin." Anna Þrúður segir svo: „Hér á landi er ekki örbirgð ... en ákveðnir hópar búa við fátækt. Tekjur margra bótaþega era til dæmis um 60 þús- und krónur. Það getur hver maður séð að þetta fólk má ekki verða fyrir miklum skakkaföllum. Bætumar hjá okkur og lægstu launin era skelfilega lág. Maður lifir ekki eða deyr - og deyr alls ekki því það kostar að lág- marki 140 þúsund að koma sér ofan í jörðina - fyrir 60 þúsund krónur á mánuði." Hún segir bilið milli ríkra og fátækra fara breikkandi hér á landi og telur það alvarlegan löst á þjóðfélaginu. Nauðsynlegt sé að hækka skattleysismörk og greiða mannsæmandi bætur. „Grannþarfir hvers einstaklings breytast ekki eftir því hvort hann er Jón eða séra Jón. Ein ríkasta þjóð heims verður að greiða bætur og lágmarkslaun sem ekki þarf að skammast sín fyrir.“ Víkverji getur ekki annað en tekið undir þessi orð formanns Rauða kross íslands. XXX Kvikmyndahúsin breyttu sýning- artímum sínum á föstudaginn. í stað sýninga kl. 15, 17, 19, 21 og 23 hefjast þær kl. 14, 16, 18, 20 og 22. Margir kunna breytingunum eflaust vel, til dæmis ein vinkona Víkverja sem sendi honum bréf í tilefni breyt- inganna. Hún gleðst af annarri ástæðu en flestir og skrifaði m.a.: „Ég hlakka mikið til þegar ég, bíó- rottan, get farið að fara í bíó kl. átta á kvöldin. Ástæða þess er náttúrlega fjarska persónuleg... ég er nefnilega með sykursýki, og eins og þú kannski veist þá þarf fólk eins og ég að borða lítið í einu, oft og reglulega. Þar á of- an þarf ég að sprauta mig nákvæm- lega hálfri klukkustund áður en ég borða og best er ef maður sprautar sig á nokkurn veginn sama tíma sól- arhringsins. Sjöbíó hefur þess vegna hentað mér illa, því alla jafna era matmálstímar á mínum bæ á tímabil- inu hálfsjö til hálfátta (níubíó hentar mér ekki betur því eftir hlé dreg ég bara ýsur). Ég vona að þessir nýju tímar hljóti góðar viðtökur og að fólk verði ánægt með þetta.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.