Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Búnaðarbankasiðferöi' Vááá, það verður ekki auðvelt að velja tír öllu þessu trausti, Gunna mín. NS-7 hljómflutningstæki • 2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni • Einn diskur • Aðskilin bassi og diskant • Stafræn tenging • Tvískiptur hátalari (2 way) • Subwoofer • Hátalarar líka til í rósavið Þau hrífa bæöi I 59.900 kr. stgr. augu og eyru ÉNS-9 hljómflutningstæki • 2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni • Einn diskur • Aðskilin bassi og diskant • Stafræn tenging • Tvískiptur hátalari (2 way) • Subwoofer • Hátalarar líka til í rósavið 09«©Olj kr. stgr. NSDV-1 Hljómtækjablaðamenn voru ekki i vafa um hverjum ætti að veita EISA verðlauninn þetta árið. Pioneer NSDV-1 er fyrirferðarlítil, glæsilega hönuð og hugsuð fyrir þá sem eru kröfuharðir á hljóð- og myndgæði. Pioneer NSDV-1 eru hljómtæki framtlðarinnar og allt í senn: útvarp/cd og DVD, fimm hátalarar + djúpbassi. Dolby digital (AC-3) hljóði. 5X30 Rms W magnara Kynningarfundur Rauða krossins Okkur vantar sjálfboðaliða til starfa Kynningarfundur fyrir nýja sjálf- boðaliða sem vilja starfa fyrir Rauða kross- inn verður haldinn á morgun í Sjálfboðamið- stöð Reykjavíkurdeildar á Hverfisgötu 105 og hefst fundurinn klukkan 20.00. Rauði krossinn gerði fyrir skömmu könnun á líf- skjörum fólks og áhuga þess á mannúðarstörfum. Þegar hafa verið kynntar niðurstöður könnunarinn- ar á stöðu þeirra sem minnst mega sín í samfé- laginu en fram kom einn- ig í könnuninni að í sam- félaginu er talsverður hópur fólks sem vill gjarnan stunda störf í þágu mannúðar. „Um 63 prósent þeirra sem ekki hafa unnið sjálfboðastörf í þágu mannúðar hafa áhuga á að gera það,“ sagði Sigurveig H. Sigurð- ardóttir framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, en sú deild stendur fyr- ir öflugu sjálfboðastarfi innan Rauða krossins. „Um þúsund manns vinna sjálfboðastörf á vegum Rauða krossins á íslandi og um fimm hundruð þeirra eru starfandi í Reykjavík. Sjálfboðastörf eru einn af hornsteinum starfs Rauða krossins og á þeim byggj- ast aðgerðir samtakanna." - Hvaða störf er þarna um að ræða? „Þau eru mjög fjölbreytt. Stærsti sjálfboðaliðahópurinn er kvennadeild Reykjavíkurdeildar, sem rekur sölubúðir og bókasöfn á sjúkrahúsum og heimsækir sjúka og aldraða í heimahúsum og á stofnunum, auk þess sem margar konur hittast vikulega og föndra fyrir jólabasar sem fjár- magnar bókakaup fyrir bóka- söfnin. Allt er þetta líknar- og mannúðarstarf sem miðar að því að líkna og styðja sjúka og al- draða. Agóða af sölubúðum er varið til kaupa á ýmsum lækn- inga- og rannsóknartækjum fyrir sjúkrahús og stofnanir. Næst- stærsta deildin er ungmenna- deild Reykjavíkurdeildar, sem m.a. heimsækir börn sem dvelja í Kvennaathvarfinu og aðstoðar í Vin, sem er athvarf Rauða kross Islands fyrir geðfatlaða. Ung- mennadeildin hefur innan sinna vébanda skyndihjálparhóp sem hefur tekið að sér liðsinni á tón- leikum og á framhaldsskólaböll- um. Deildin stendur fyrir nám- skeiðum fyrir níu til ellefu ára börn á sumrin undir yfirskrift- inni: Mannúð og menning. Ung- mennadeildin hefur undanfarið tekið þátt í átaki gegn ofbeldi, sem er samnorrænt Rauða kross verkefni, deildin hefur einnig staðið fyrir hlutverka- leik, Á flótta, þar sem fólk á aldrinum 14 til 45 ára fær tækifæri til að upplifa í heilan sól- arhring hvað það er að vera flóttamaður. í Rauða kross- húsinu, sem er neyðarathvarf og símaþjónusta fyrir böm og ungl- inga, er mikil þörf fyrir nýja sjálfboðaliða. Einnig hjá Vinalín- unni, sem er símaþjónusta sem ætluð er þeim sem eru einmana, eiga í vanda og þarfnast einhvers til að tala við, og sá hópur fer sí stækkandi skv. könnun RKI. Sjálfboðaliðar Vinalínunnar ► Sigurveig H. Sigurðardóttir fæddist 1954 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavfk 1974 og prófi í félagsráðgjöf frá Gauta- borgarháskóla 1979. Nú stundar hún nám við Heilbrigðisháskól- ann í Gautaborg. Hún starfaði sem félagsráðgjafi á öldrunar- deild Landsspítalans frá 1979 en er nú framkvæmdasijóri Reykja- víkurdcildar Rauða kross ís- lands. Hún var lengi sjálfboðaliði Rauða krossins, m.a. formaður kvennadeildar um árabil. Hún er einnig stundakennari við Há- skóla Islands. Sigurveig er gift Sveini Hirti Hjartíirsyni hag- fræðingi og eiga þau þijú börn. svara í síma frá klukkan 20.00 til 23.00 öll kvöld og þörfin fyrir þessa þjónustu er alltaf að auk- ast. í fyrra voru símtölin 2.300 og nú eru sex til tólf símtöl á hverju kvöldi. Þeir sem vilja taka þátt í þessari þjónustu fá hand- leiðslu sálfræðings hálfs mánað- arlega. Á fundinum á mánudags- kvöldið ætlum við einkum að reyna að ná til þeirra sem vilja vinna á þessum vettvangi. Von okkar er að þeir sem vilja stunda mannúðarstörf en hafa ekki gert það enn skoði þessa möguleika." -Hvernig gerast menn sjálf- boðaliðar Rauða krossins? „Þeir sem hafa áhuga á að koma til sjálfboðastarfa hjá Rauða krossinum geta snúið sér til sjálfboðamiðlunar Reykjavík- urdeildar Rauða krossins á Hverfisgötu 105, síminn er 551 8800. Fyrir utan ofan greind verkefni erum við með ýmislegt annað, svo sem fangaheimsóknir, stuðningsömmur, verkstæðishóp sem hittist einu sinni í viku og býr til ýmsa hluti til að selja. Sá hópur er ætlaður þeim sem hafa gaman af að starfa með öðrum. Auk þess eru ýmiss konar tilfall- andi átaksverkefni, svo sem fatasafnanir og fleira. Sjálfboðalið- ar Rauða krossins eru einnig tilbúnir til að taka virkan þátt í neyðarvörnum ef þör krefur.“ -Hvað með fjáröflun til alis þessa starfs? „Helstu tekjur Reykjavíkur- deildar Rauða krossins eru tekjur úr söfnunarkössum sem gefa litla vinninga og eru stað- settir víða í sölubúðum og á bensínstöðvum út um allt land. Við fáum ákveðið hlutfall af tekjum þessara kassa.“ Mikil þörf fyrir síma- þjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.