Morgunblaðið - 20.02.2000, Side 8

Morgunblaðið - 20.02.2000, Side 8
8 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Búnaðarbankasiðferöi' Vááá, það verður ekki auðvelt að velja tír öllu þessu trausti, Gunna mín. NS-7 hljómflutningstæki • 2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni • Einn diskur • Aðskilin bassi og diskant • Stafræn tenging • Tvískiptur hátalari (2 way) • Subwoofer • Hátalarar líka til í rósavið Þau hrífa bæöi I 59.900 kr. stgr. augu og eyru ÉNS-9 hljómflutningstæki • 2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni • Einn diskur • Aðskilin bassi og diskant • Stafræn tenging • Tvískiptur hátalari (2 way) • Subwoofer • Hátalarar líka til í rósavið 09«©Olj kr. stgr. NSDV-1 Hljómtækjablaðamenn voru ekki i vafa um hverjum ætti að veita EISA verðlauninn þetta árið. Pioneer NSDV-1 er fyrirferðarlítil, glæsilega hönuð og hugsuð fyrir þá sem eru kröfuharðir á hljóð- og myndgæði. Pioneer NSDV-1 eru hljómtæki framtlðarinnar og allt í senn: útvarp/cd og DVD, fimm hátalarar + djúpbassi. Dolby digital (AC-3) hljóði. 5X30 Rms W magnara Kynningarfundur Rauða krossins Okkur vantar sjálfboðaliða til starfa Kynningarfundur fyrir nýja sjálf- boðaliða sem vilja starfa fyrir Rauða kross- inn verður haldinn á morgun í Sjálfboðamið- stöð Reykjavíkurdeildar á Hverfisgötu 105 og hefst fundurinn klukkan 20.00. Rauði krossinn gerði fyrir skömmu könnun á líf- skjörum fólks og áhuga þess á mannúðarstörfum. Þegar hafa verið kynntar niðurstöður könnunarinn- ar á stöðu þeirra sem minnst mega sín í samfé- laginu en fram kom einn- ig í könnuninni að í sam- félaginu er talsverður hópur fólks sem vill gjarnan stunda störf í þágu mannúðar. „Um 63 prósent þeirra sem ekki hafa unnið sjálfboðastörf í þágu mannúðar hafa áhuga á að gera það,“ sagði Sigurveig H. Sigurð- ardóttir framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, en sú deild stendur fyr- ir öflugu sjálfboðastarfi innan Rauða krossins. „Um þúsund manns vinna sjálfboðastörf á vegum Rauða krossins á íslandi og um fimm hundruð þeirra eru starfandi í Reykjavík. Sjálfboðastörf eru einn af hornsteinum starfs Rauða krossins og á þeim byggj- ast aðgerðir samtakanna." - Hvaða störf er þarna um að ræða? „Þau eru mjög fjölbreytt. Stærsti sjálfboðaliðahópurinn er kvennadeild Reykjavíkurdeildar, sem rekur sölubúðir og bókasöfn á sjúkrahúsum og heimsækir sjúka og aldraða í heimahúsum og á stofnunum, auk þess sem margar konur hittast vikulega og föndra fyrir jólabasar sem fjár- magnar bókakaup fyrir bóka- söfnin. Allt er þetta líknar- og mannúðarstarf sem miðar að því að líkna og styðja sjúka og al- draða. Agóða af sölubúðum er varið til kaupa á ýmsum lækn- inga- og rannsóknartækjum fyrir sjúkrahús og stofnanir. Næst- stærsta deildin er ungmenna- deild Reykjavíkurdeildar, sem m.a. heimsækir börn sem dvelja í Kvennaathvarfinu og aðstoðar í Vin, sem er athvarf Rauða kross Islands fyrir geðfatlaða. Ung- mennadeildin hefur innan sinna vébanda skyndihjálparhóp sem hefur tekið að sér liðsinni á tón- leikum og á framhaldsskólaböll- um. Deildin stendur fyrir nám- skeiðum fyrir níu til ellefu ára börn á sumrin undir yfirskrift- inni: Mannúð og menning. Ung- mennadeildin hefur undanfarið tekið þátt í átaki gegn ofbeldi, sem er samnorrænt Rauða kross verkefni, deildin hefur einnig staðið fyrir hlutverka- leik, Á flótta, þar sem fólk á aldrinum 14 til 45 ára fær tækifæri til að upplifa í heilan sól- arhring hvað það er að vera flóttamaður. í Rauða kross- húsinu, sem er neyðarathvarf og símaþjónusta fyrir böm og ungl- inga, er mikil þörf fyrir nýja sjálfboðaliða. Einnig hjá Vinalín- unni, sem er símaþjónusta sem ætluð er þeim sem eru einmana, eiga í vanda og þarfnast einhvers til að tala við, og sá hópur fer sí stækkandi skv. könnun RKI. Sjálfboðaliðar Vinalínunnar ► Sigurveig H. Sigurðardóttir fæddist 1954 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavfk 1974 og prófi í félagsráðgjöf frá Gauta- borgarháskóla 1979. Nú stundar hún nám við Heilbrigðisháskól- ann í Gautaborg. Hún starfaði sem félagsráðgjafi á öldrunar- deild Landsspítalans frá 1979 en er nú framkvæmdasijóri Reykja- víkurdcildar Rauða kross ís- lands. Hún var lengi sjálfboðaliði Rauða krossins, m.a. formaður kvennadeildar um árabil. Hún er einnig stundakennari við Há- skóla Islands. Sigurveig er gift Sveini Hirti Hjartíirsyni hag- fræðingi og eiga þau þijú börn. svara í síma frá klukkan 20.00 til 23.00 öll kvöld og þörfin fyrir þessa þjónustu er alltaf að auk- ast. í fyrra voru símtölin 2.300 og nú eru sex til tólf símtöl á hverju kvöldi. Þeir sem vilja taka þátt í þessari þjónustu fá hand- leiðslu sálfræðings hálfs mánað- arlega. Á fundinum á mánudags- kvöldið ætlum við einkum að reyna að ná til þeirra sem vilja vinna á þessum vettvangi. Von okkar er að þeir sem vilja stunda mannúðarstörf en hafa ekki gert það enn skoði þessa möguleika." -Hvernig gerast menn sjálf- boðaliðar Rauða krossins? „Þeir sem hafa áhuga á að koma til sjálfboðastarfa hjá Rauða krossinum geta snúið sér til sjálfboðamiðlunar Reykjavík- urdeildar Rauða krossins á Hverfisgötu 105, síminn er 551 8800. Fyrir utan ofan greind verkefni erum við með ýmislegt annað, svo sem fangaheimsóknir, stuðningsömmur, verkstæðishóp sem hittist einu sinni í viku og býr til ýmsa hluti til að selja. Sá hópur er ætlaður þeim sem hafa gaman af að starfa með öðrum. Auk þess eru ýmiss konar tilfall- andi átaksverkefni, svo sem fatasafnanir og fleira. Sjálfboðalið- ar Rauða krossins eru einnig tilbúnir til að taka virkan þátt í neyðarvörnum ef þör krefur.“ -Hvað með fjáröflun til alis þessa starfs? „Helstu tekjur Reykjavíkur- deildar Rauða krossins eru tekjur úr söfnunarkössum sem gefa litla vinninga og eru stað- settir víða í sölubúðum og á bensínstöðvum út um allt land. Við fáum ákveðið hlutfall af tekjum þessara kassa.“ Mikil þörf fyrir síma- þjónustu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.