Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 51 I DAG BRIDS Umsjón Guðmuiidur Páll Arnarson í OPNU sveitakeppninni sem fram fór samhliða HM á Bermuda (Trans- national Teams) varð Bandaríkjamaðurinn Russ Ekeblad sagnhafi í þrem- ur gröndum í eftirfarandi spii og náði fram mjög sjalfgæfu þvingunaraf- brigði: Norður »K75 ♦ DG10653 ♦7543 Vestur Austur AAD98432 4.65 ¥103 ¥G986 ♦ 72 ¥1X9 *92 +D1086 Suður 4.KG107 ¥ ÁD42 ♦ 84 *ÁKG Vestur hafði hindrað í spaða, en kom sam út með tígul. Ekeblad stakk upp drottningu blinds og aust- ur gerði vel í því að dúkka! Þar með var tilgangslaust að sækja tígulinn og Eke- blad notaði innkomuna til að svína laufgosa. Hann spilaði svo tígli og átti von á því að austur drægi nú fram spaða. En austur hélt áfram með lauf, svo Ek- eblad spilaði bara spaðan- um sjálfur og valdi kóng- inn. Vestur tók með ás og skilaði hjarta. Það tók Ekeblad heima, neyddi út spaðadrottninguna og aft- ur spilaði vestur hjarta til baka. Ekeblad drap heima og nú var staðan þessi: Norður *- ¥K ♦ G6 ♦75 Vestur Austur *98432 *- ¥~ ¥Q9 ♦ - ♦ A *- Suður *107 ¥42 ♦ - *K *D10 Spaðatíu var spilað og tígli hent úr blindum. Austur var þvingaður í þremur litum. Hann mátti auðvitað ekki henda tígu- lás, en ef hann henti hjarta, þá kæmi hjarta á kóng og lauf á kóng til að taka níunda slaginn á frí- hjarta. Og sama staðan var upp í laufi. Þetta er víxlþvingun, en óvenjuleg að því leyti að austur þvingast í þremur litum en ekki tveimm’, eins og al- gengara er. Q A ÁRA afmæli. í dag, i/U sunnudaginn 20. febrúar, verður níræð Helga Bjarnadóttir, Hlíð- arbyggð 37, Garðabæ. Hún tekur á móti gestum í Húnabúð, Skeifunni 11, í dag kl. 15. QA ÁRA afmæli. Á *J\J morgun, mánudag- inn 21. febrúar, verður ní- ræð Sigríður Biering, Ár- skógum 4, Reykjavík. Eiginmaður hennar var Pétur Wilhelm Biering. n fT ÁRA afmæli. Á I 0 morgun, mánudag- inn 21. febrúar, verður sjötíu og fimm ára Guð- mundur Halldór Gunn- laugsson, fyrrv. deildar- stjóri Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli, Móa- vegi 11, Ytri-Njarðvík, Reykjanesbæ. Eiginkona hans er Rut Víta Gunn- laugsson. Þau eru að heiman á afmælisdaginn. A ÁRA afmæli. Á OU morgun, mánudag- inn 21. febrúar verður fimmtug Vilborg.RunóIfs- dóttir, aðst.skólastjóri í Laugarnesskóla. Vilborg stundar nú framhaldsnám við Danmarks Lærer- hpjskole í Kaupmanna- höfn. Eiginmaður hennar er Guðmundur H. Einars- son, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafn- arfjarðar- og Kópavogs- svæðis. Þau eru stödd á Signelilvej 8, 2300-S, Kobenhavn. HÁFJÖLLIN Þú, bláfjallageimur! með heiðjökla hring um hásumar flý eg þér að hjarta, ó, tak mig í faðm, minn söknuð burt eg syng um sumarkvöld við álftavatnið bjarta. Þín ásjóna, móðir, hér yfir mér skín, með alskærum tárum kristals dagga. Und miðsumars himni sé hvílan mín, hér skaltu, ísland, barni þínu vagga. Hér andar guðs blær og hér verð eg svo frjáls, í hæðir eg berst til ijóssins strauma, æ lengra, æ lengra, að lindum himinbáis, unz leiðist eg í sólu fegri drauma. Stgr. Thorsteinsson. Árnað heilla LJOÐABROT ORÐABÓKIN Ær og kýr OFANGREIND orð reynast mönnum oft erfið í fallbeygingu. No. kýr og fallbeyging þess hefur oftar en einu sinni verið tekið til umfjöllunar í þessum pistlum, en hún virðist alllengi hafa vafizt fyrir mönnum og gerir enn þrátt fyrir aukna skólakennslu. Sama má segja um no. ær. Ekki alls fyrir löngu voru þessi nafnorð færð í tal við mig og það af fullorðnum mönnum, en ekki nem- endum á skólaskyldu- aldri. Fór ég yfir beyg- inguna, enda er góð vísa víst aldrei of oft kveðin. Þegar no. kýr hefur borið á góma, hef ég stundum minnzt á söguna um kúarektorinn hjá Bern- höft bakara í Reykjavík á fyrri hluta 19. aldar, sem talaði um kúin bakarans, en ekki kýr bakarans. Hann þótti víst ekki stíga í vitið og átti ekki kost á skólagöngu, eins og við íslendingar höfum notið nær alla þessa öld. Ekk- ert er því til afsökunar eftirfarandi fyrirsögn í Degi nýlega: Árskúin mjólkaði aldrei meira. Mig rak í rogastanz, þeg- ar ég las þetta og svo mun vafalaust hafa verið um fleiri. Hér virðast þeir, sem svo skrifuðu, hafa slegizt í hóp óskólagengna mannsins frá 19. öld, þótt ótrúlegt sé. Rétt er að taka það fram, að hin nythóa kýr var rétt beygð i sjálfri frásögninni. Þar var m.a. talað um meðalafurðir eftir árskú. - J.A.J. STJ ÖRJVUSPA cftir Franecs Hrake FISKUR Afmælisbam dagsins: Þú átt það til að vera of leiðispakur við aðra. Taktu á þig rögg og vertu sjálfs þín herra. Hrútur (21. mars -19. apríl) Hættu að hafa áhyggjur af öllum sköpuðum hlutum. Það eyðileggur bara allt fyrir þér og þú kemur engu í verk. Láttu aðra um að leysa sín vandræði. Naut (20. apríl - 20. maí) Það þarf ekki svo mikið til þess að gleðja aðra. Smávin- arbragð er allt sem þarf og getur gjörbreytt stöðunni hjá viðkomandi. Gefðu af þér til annarra. Tvíburar ^ (21,maí-20.júní) AA Það er eins og allir leggi það sem þú segir út á versta veg. Kannaðu málið, kannski ligg- ur orsökin í því að þú komir skoðunum þínum illa á fram- færi. Krabbi (21.júní-22. júlí) Þótt þér finnist þau verkefni, sem þér hafa verið fengin, ekki neitt til þess að tala um, veltur á miklu að þú leysir þau sómasamlega af hendi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Fjármálin leggjast þungt á þig þessa dagana. Fáðu þá að- stoð, það er engin ástæða til þess að sitja tímunum saman og gráta yfir yfir skattafram- talinu! Meyja -3 (23. ágúst - 22. sept.) (BSL Þú þaift ekkert að skammast þín fyrir það, þótt þú leggir meh-a upp úr bflnum þínum en aðrir. Láttu þá um sín áhugamál. Bóna þú bara þinn bfl í friði! (23. sept. - 22. október) m Það er margt sem togar í þig þessa dagana. Þér er nauðsyn að setjast niður; raða hlutun- um eftir mikflvægi þeirra og leysa stóru málin fyrst. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Láttu ekki hugfaliast, þótt til- boði þínu hafi ekki verið tekið. Það eru fleiri fiskar í sjónum og með þolinmæði finnur þú það, sem þú leitar að. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) ífcO Nú er það lagið, að taka bara einn hlut fyrir í einu, klára hann og taka svo til við þann næsta. Það er alveg sama, hvað það fer í taugarnar á þér. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) Jí Peningar eru ekki allt. Það sem sldptir máli er hvernig þeim er varið. Hafðu gætur á útgjöldunum og sjáðu bara, hvort hlutirnir breytast ekki! Vatnsberi r . (20. jan.r -18. febr.) Ef það er einhver kengur í þér gagnvart því að skrifa undir samning, skaltu láta það vera, vinna heimavinnuna þína og koma vel undirbúinn til leiks. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú ert á kafi í alls kyns stússi, sem bakar þér ómælda fyrir- höfn. Reyndu að láta aðra um eins mikið og hægt er og sinntu sjálfur bara því stóra. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. www.fenger.is kvenfatnaður www.rit.ee þýðingar á ensku - vefsíður, ársreikningar o.fl. © Andlitskrem og | Professíonals | fl^. /Yjdée-*', förðunar lína I /------------- Grunn- og tanka- námskeiö Ökuskóli fslands Dugguvogur 2 Sími 568 3841 Namskeið um flutninga á eiturefnum verður haldið dagana 1.—4. mars hjá Okuskóla Islands ADR-NAMSKEIÐ Fagmennska í fyrirrúmi S.TÁLFSDÁLEIÐSLA MEIRA SJALFSORYGGI EINKATÍMAR/NÁMSKEIÐ sími 6 94 54 94 Ný námskeið hefjast 22. feb. og 8. mars Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðum. Hringdu núna Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. Að gera erfitt hjónaband gott og gott hjónaband betra Helgarnámskeið fyrir hjón og sambýlisfólk um samskipti, tjáskipti og tilfinningar. Næsta námskeið verður helgina 25.-27. febrúar nk. í kórkjallara Hallgrímskirkju. Dagskrdin er sett saman með stuttum jyrirlestrum, vinnublöðum, hópvinnu og myndböndum. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið ^ Mánudagsspjall Á morgun í hverfinu í Breiðholti Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða með viðtalstíma í hverfum borgarinnar næstu mánudaga. Á morgun verða Pétur Blöndai alþingismaður og Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfuiltrúi í Breiðholti, Álfabakka 14a, kl. 17.15-19.15. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla Reykvíkinga til að ræða málin og skiptast á skoðunum við full- trúa Sjálfstæðisflokksins. Hafðu áhrif og láttu þínar skoðanir heyrast. Næsti mánudagsspjallfundur: Mánudagur 28. febrúar kl. 17.15-19.15 í vesturborginni, Kaffi Reykjavík. Vörður - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna I Rcykjavik www.xdJs simi 515 1700 SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.