Morgunblaðið - 20.02.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 20.02.2000, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tónlistarfólk fagnar nýju orgeli Sinfóníuhljómsveit áhugamanna fagnar í dag, sunnudag, kl. 17 nýju orgeli í Neskirkju með tónleikum, þar sem meðal annars verða fiutt ný tónverk eftir Qliver Kentish og Hildigunni Rúnarsdóttur. Einleikari á tónleikunum verður Lenka Mátéová. Þorvarður Hjálmarsson hitti tónskáldin að máli. Morgunblaðið/Jim Smart Hildigunnur Rúnarsdóttir og Oliver Kentish bera saman bækur sínar fyrir tónleikana. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhuga- manna heldur í dag tónleika í Nes- kirkju. Tónleikamir eru haldnir til að fagna nýju orgeli kirkjunnar sem tek- ið var í notkun síðastliðið haust en hljómsveitin og Neskirkja hafa um árabil haft með sér margvíslegt sam- starf. Á efnisskránni eru Fjórar myndir, nýtt hljómsveitarverk eftir Oliver Kentish, þáttur úr orgelkon- sert eftir Hildigunni Rúnarsdóttur og orgelkonsert eftir Francis Poulencs. Einleikari á orgel verður Lenka Mátéová sem fædd er í Tékkóslóvak- íu, en hefur búið og starfað á Islandi frá árinu 1990 og er nú organisti og kórstjóri við Fella- og Hólakirkju. Lenka hefur tekið þátt í kammer- og kórtónleikum hér á landi og komið fram víða um lönd sem einleikari m.a. í Þýskalandi og Rússlandi. Eins og áður segir verða tvö ný tónverk á efnisskránni á sunnudag- inn og höfundar þeirra taka báðir þátt í flutningum svo segja má að tón- skáldin leiki tveimur skjöldum á tón- leikunum, Oliver sem stjómandi hljómsveitarinnar og Hildigunnur sem konsertmeistari. Þá vaknar sú spuming hvort verkin séu eftiivill samin gagngert fyrir tónleikana og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna? Samið með SÁ í huga „Já, hljómsveitarverkið er samið með hljómsveitina í huga,“ segir Oli- ver Kentish, „þetta er léttmeti í fjór- um stuttum köflum og ég hafði engar ákveðnar myndir í huga þegar ég samdi verkið. Það er samið á stuttum tíma, í rauninni varð hver kaili til á einni morgunstund. Upphaflega átti Ingvar Jónasson að stjóma flutning- num en hann veiktist af flensu og bað mig að taka við stjóminni sem ég auðvitað þáði.“ „Það sem frumflutt verður eftir mig á tónleikunum," segir Hildi- gunnur Rúnarsdóttir, „er 2. kafli úr orgelkonsert sem ég er að vinna að en hljómsveitin hefur tvisvar áður fmm- flutt verk eftir mig. Kaflinn er fluttur í tilefni af nýja orgelinu en það verður í íyrsta skipti sem orgelið er notað með hljómsveit. Orgelið smíðaði Bandaríkjamaðurinn Noack, sá hinn sami og smíðaði orgelið í Langholts- kirkju. Hugmyndin með konsertinum er að fara í gegnum tónlistarsöguna, fyrsti kaflinn er undir barrokkáhrif- um, annar í sónhenduformi og þriðji kaílinn er í nútímalegri formi.“ „Þetta er mjög fallegt verk, og vel samið,“ skýtur stjómandinn Oliver Kentish inni í samtalið. „Og ekki spillir túlkun einleikarans eða flutn- ingur hljómsveitarinnar fyrir verk- unum.“ „Nei, það gerir það svo sannarlega ekki og það sem gerir þessa tónleika einstaka," bætir Hildigunnur bros- andi við, „er að þar koma fram tvö tónskáld og taka þátt í flutningnum, annað sem stjómandi og hitt sem konsertmeistari. Samstarfið gengur ágætlega þó skotin gangi á milli, en það er enn sem komið er bara í gríni.“ - Einleikarinn á tónleikunum verð- ur Lenka Mátéová og hún flytur m.a. orgelkonsert eftir Francis Poulenc. Hvaðgetið þið sagt mér um Lenku og orgelkonsertinn ? „Einleikarinn er alveg fyrsta flokks, hún Lenka,“ svarar Oliver Kentish. „Hún er organisti í Fella- og Hólakirkju og hefur búið hér á landi í ein átta til níu ár. Orgelkonsert Poul- encs er erfiður en Lenka flytur hann með glæsibrag! Þetta er eitt af vin- sælustu verkum tónskáldsins samið um miðbik aldarinnar, árið 1938 minnir mig, fyrir orgel, strengi og pákur. Pákurnar leika stórt hlutverk í verkinu. Lenka er hrifinn af nýja orgelinu í Neskirkju og segir að það sé eins og smíðað fyrir þetta verk og búi yfir öllum þeim blæbrigðunum sem einleikarar þurfi á halda við túlk- un verka á borð við konsert Poulencs. Þetta er ekki stórt verk en það byijar með sterkum hljómum, verður síðan innhverft, íhugult og dramatískt inn á milli. Konsertinn er mjög aðgengileg- ur en gerir kröfur bæði til einleikar- ans og hljómsveitarinnar.“ Fólk úr öllum stéttum - Sinfóníuhljómsveit áhugamanna fagnar brátt tíu ára afmæli. Er starf- semi hljómsveitarinnar þróttmikil? „Hljómsveitin æfir einu sinni í viku,“ svarar Hildigunnur. „Hljóm- sveitina skipar fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins og líka tónlistarnem- endur sem eru að fikra sig áfram á listabrautinni. Síðan er þama líka tónlistarfólk sem komið er á eftirlaun og vill halda áfram að spila. Hljóm- sveitin kemur fram opinberlega nokkrum sinnum á ári, ýmist á sjálf- stæðum tónleikum, með kórum eða við önnur tækifæri. Það er mjög gott samstarf á milli okkar og þeirra sem koma að málinu fyrir hönd Nesk- irkju. Það er alltaf gaman að fá tæki- færi til að vinna með hljómsveitinni og ekki verra að fá að frumflytja verk eins og á tónleikunum í dag.“ --------------- Spænskt kvöld í Lista- klúbbnum FLAMENCO, dans, Ijóð og söngur verða á dagskrá Listaklúbbs Þjóð- leikhúskjallarans mánudaginn 21. febrúar kl. 20.30. Dansarinn Franca Zuin dansar flamencodansa. Símon Ivarsson gítarleikari flytur flam- encotónlist. Vilborg Halldórsdóttir leikkona flytur ljóð úr Tatararímum Federicos García Lorca. Ingveldur Yr Jónsdóttir óperusöngkona syng- ur Habanera úr óperunni Carmen og tónlist eftir Granados við píanóleik Bjarna Jónatanssonar. Sýning á verkum Sveins Björnssonar listmálara opnuð á Hrafnistu í Hafnarfírði Ahorfand- anum boð- ið í krókótt ferðalag Morgunblaðið/Jim Smart Bræðumir Sveinn og Erlendur Sveinssynir við saltfiskmynd föður síns, Sveins Björnssonar, Þeir fara í fyrsta flokk, en á föstudag var opnuð á Hrafn- istu í Hafnarfirði sýning á verkum Sveins. Á HRAFNISTU í Hafnarfirði hefur verið opnuð sýning á verkum Sveins Björnssonar listmáiara. Þar gefur að líta 63 verk og spanna þau fjóra áratugi á listamannsferli Sveins, frá 1957 til 1997. Tilefni sýningarinnar, sem er sett upp í samvinnu Sveinssafns og Hrafn- istu, er að í gær, laugardaginn 19. febrúar, voru liðin 75 ár frá fæð- ingu listmálarans, en hann lést vor- ið 1997. Yfirskrift sýningarinnar er Fjöl- breytnin í list Sveins Björnssonar. I sýningarskrá kemur þó fram að ekki sé um tæmandi yfirlitssýningu að ræða. „Það sem fyrir okkur vakti þegar áhugi vaknaði á að setja þessa sýningu upp á Hrafn- istu var að gleðja gamla fólkið og gesti þess með gömlum, nýjum og fjörlegum myndum. Valið er nokk- urs konar slembiúrtak þar sem drifkrafturinn við að koma sýning- unni upp og ánægja samstarfsfólks okkar á Hrafnistu og vistmann- anna sjálfra við að fá þessar mynd- ir í hús mótaði útlit sýningarinnar. Myndunum er ætlað að vekja gaml- ar minningar, gleðja og bjóða áhorfandanum í krókótt ferðalag eftir þróunarbraut Sveins Björns- sonar, frá hinu gamla til hins nýja,“ ritar Erlendur, sonur Sveins, í sýningarskrá. Sýningin er í fjórum hlutum. Á ganginum eru klippimyndir í fyrir- rúmi og þar eru einnig myndir úr fjörlegri baðstrandarsyrpu frá Espergærde í Danmörku. Heiðurs- rúm í borðsalnum skipar saltfis- kmyndin stóra, Þeir fara í fyrsta flokk, og kallast á við myndina af Guddu gömlu. I kapellunni eru myndir með trúarlegu ívafi, þar á meðal tvær myndir gerðar við Sálma á atómöld eftir Matthías Johannessen. Setustofan er helguð síðasta hluta listamannsferils Sveins, þegar Iitirnir tóku yfir og ríktu einir. Þrjár myndir í þeim stíl eru úr passíusálmamyndaflokkn- um sem listamanninum entist ekki aldur til að ljúka við. Sýningin stendur til 9. júní nk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.