Morgunblaðið - 23.02.2000, Side 15

Morgunblaðið - 23.02.2000, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 1 5 FRÉTTIR Starfsemi hafín hjá Sindrabergi á fsafírði Framleiða sushi-rétti fyrir Bretlandsmarkað FRAMLEIÐSLA á sushi-réttum hófst formlega í gær í verksmiðju Sindrabergs hf. á ísaflrði. Afurð- irnar eru fluttar til Bretlands en verða einnig á boðstólum á markaði hér innanlands. Sindraberg hefur á undanförnum mánuðum verið að koma upp vélum til framleiðslu á sushi í húsnæði sem félagið keypti af Básafelli. Til- raunaframleiðsla hófst í byrjun mánaðarins og nú þegar umbúðir eru komnar getur framleiðslan haf- ist. Gunnar Þórðarson fram- kvæmdastjóri segir að uppsetning véla og tilraunaframleiðsla hafí gengið samkvæmt áætlun og menn séu mjög bjartsýnir á framhaldið. Tæknivædd verksmiðja Verksmiðjan er mjög tæknivædd. Hrísgrjónin fá sérstaka meðferð og eru soðin í tölvustýrðum vélum. Þjarki (róbót) býr til úr þeim rúllur og fingur. Þaðan fara hrísgrjónin á flæðilínu, þá fyrstu sinnar tegundar í sushi-verksmiðju, þar sem fiskur- inn, eggin eða annað sem tilheyrir er sett á þau. Grjónin eru enn volg þegar varan er snöggfryst í 80-90 gráður. Síðan er henni pakkað í heildsölu- eða smásölupakkningar og er þá tilbúin til neyslu eftir þíð- ingu í 2-3 tíma við stofuhita. Viðskiptahugmyndin er unnin í samvinnu við stórt breskt dreifing- arfyrirtæki sem eigendur Sindra- bergs hafa lengi selt rækju. Fer af- urðin bæði í neytendapakkningum til stórmarkaða og heildsölupakkn- ingum til veitingahúsa. Jafnframt Morgunblaðið/Golli Gunnar Þórðarson stendur fyrir framan eldspúandi drekann sem skreytir veggi sushi-verksmiðjunnar. Á bakkanum sem hann heldur á er sýnishorn af framleiðslunni en í upphafi verða framleiddir sjö réttir. verður sushi frá ísafirði á markaði hér innanlands. Gunnar segir að hluti tilraunaframleiðslunnar hafi farið til sölu í verslun Samkaupa á Isafirði og runnið þar út á stuttum tíma. Gunnar segir að gott sé að fram- leiða þessa vöru á ísafirði og nefnir tvennt sérstaklega til sögunnar í þvi sambandi: Möguleika á fersku og góðu hráefni og framboð af góðu starfsfólki sem fengið hefur þjálfun í matvælaframleiðslu í rækjuiðnað- inum. SteRliÍÍiSL s m sslgi §ffii i mrnmm Njóttu stemmningar við flöktandi eld Við bjóðum úrval enskra rafmagnskamína með kola- eða viðarglóð og flöktandi kamínuloga. Þær henta hvar sem er: I stofur, sólstofur, forstofur og sumarbústaði. Útvegum einnig viðar- og kolaeldstæði tengd rafmagni, sem setja má í opnar kamínur. Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 ° 562 2901 og 562 2900 www.ef.is Fréttir á Netinu vAÚmbl.is ^ALLTAf= GITTHXSAÐ NÝTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.