Morgunblaðið - 24.02.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.02.2000, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kári borgi fólkinu ienn tilbúnir að annast úr de CODE - lögmenn tilbúnir að annast úrsögn úr gagnagrunninum og veita aðstoð. Þessi er ein með öllu, nefndu það bara og það er að finna á minni skrá, Kári minn. þavf ekki að kosta meira Þú kemst að því þegar þú heimsækir okkur. Með því að auka fjölbreytni í þjónustu okkar viljum við spara húseigendum dýrmætan tíma og fjármuni. Það hefur ótvíræða kosti að geta gengið að gæðunum vísum á sama stað - hvort sem um er að ræða heimilistæki, innréttingar - eða allt hitt sem Bræðurnir Ormsson hafa upp á að bjóða. Glæsilegur sýningarsalur í Lágmúla 8, 3. hæð - líttu við Ráðstefna um beitarfriðun á miðhálendinu Friðun hálendisins nauðsyn? Ólafur Arnalds RÁÐSTEFNA um jarðvegsrof og beitarfriðun á mið- hálendinu verður haldin á laugardaginn kemur klukkan 13 í Odda, stofu 101. Ráðstefna þessi er haldin á vegum Úmhverf- isvemdarsamtaka Islands. Vigdís Finnbogadóttir- .{yrrverandi forseti ís- lands, setur ráðstefnuna en síðan verða haldnir fjór- ir fyrirlestrar. Dr. Ólafur Arnalds heldur fyrirlestur um jarðvegsrof og mikil- vægi beitarfriðunar á há- lendinu. -En er ástandið hvað snertir jarðvegsrof á há- lendinu mjög slæmt? „Já, það er vissulega slæmt, það er trúlega með því versta sem þekkist í veröldinni á stómm hluta hálendisins ef und- an em skilin samfelld gróðurlendi sem finnast einkum á vestan- og norðvestanverðu hálendinu." - Eru það tildrög þessarar ráð- stefnu? „Já, vissulega. Umhverfísmál í heiminum em á tímamótum sem kenna má við Dagskrá 21 og ráð- stefnuna miklu í Ríó. Öll nýting náttúruauðlinda á nú að vera sjálf- bær. íslendingar hafa gengist undir þessa stefnu, hafa stofnað sérstakt ráðuneyti umhverfismála og samið ýmis ný lög um nýtingu náttúrunnar og skipulagsmál. En þama hefur beitarnýting orðið út- undan og þá ekki síst með tillliti til hálendisins. Forsaga málsins er sú að árið 1997 birtu Landgræðsla ríkisins og RALA ítarlega skýrslu um ástand landsins með tilliti til jarðvegsrofs. Þetta viðamikla verkefni aflaði stofnunum um; hverfisverðlauna Norðurlanda. I skýrslunni kemur skýrt fram slæmt ástand hálendisins sem að stómm hluta er auðnir og fjall- lendi sem hentar ekki til beitar. Hafa verður í huga að íslenskum jarðvegi er sérstaklega hætt við eyðingu og það hefur lengi legið fyrir að ekki er forsvaranlegt að nýta hálendi Islands til sauðfjár- beitar. Það hefur m.a. lengi verið stefna Landgræðslu ríkisins að friða illa farna hálendisafrétti fyr- ir beit. En þrátt f yrir ítarlegar rannsóknir hefur í raun lítið mið- að. Við það verður ekki unað leng- ur. Það er t.d. vert að hafa í huga að nú er unnið að samningi ríkis- valdsins við sauðfjárbændur sem mun kosta hátt í tvo milljarða króna á ári og það hlýtur að vera eðlileg krafa að tryggt sé að slíkar greiðslur stuðli ekki að eyðingu lands og í raun fráleitt að greiða bændum fyrir afurðir sem em framleiddar á auðnum og rofsvæðum hálend- isins. Bændur og ráða- menn landbúnaðar- mála verða að stíga sín skref inn í 21. öldina eins og aðrir og ég tek fram að ég hef ekki ástæðu til að halda annað en þeir séu reiðubún- ir til þess.“ - Þýðir þetta í raun að bændur verða að hætta að beita búfé sínu á háiendið að þínu mati? „Við erum einvörðungu að ræða um lítinn hluta sauðfjái'beitar í landinu. A nokkmm landsvæðum era vel grónir afréttir sem vel henta til beitar, t.d. í Vestur- Húnavatnssýslu, en það sauðfé sem gengur á auðnum og rofsvæð- ► Ólafur Arnalds fæddist í Reykjavík 1954. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1974, BS-prófi frá Há- skóla íslands 1980 og doktors- prófi í jarðvegsfræði frá Texas A&M University 1990. Hann hef- ur starfað við rannsóknir á Rannsóknast ofnun Iandbúnaðar- ins frá 1980 ef undan eru skilin námshlé. Ólafur er nú sviðstjóri umhverfissviðs RALA og starfar við rannsóknir á jarðvegi og á sviði landverndar. Ólafur er kvæntur dr. Ásu L. Aradóttur, vistfræðingi og yfirmanni rann- sóknarsviðs Landgræðslu ríkis- ins. Þau eiga tvö böm. um hálendisins er í raun fátt.“ - Hvar er ástand landsins verst? „Það er á þeim afréttum sem liggja á gosbeltinu og þeim sem hæst standa, svo sem á Suðurlandi og norður um í Þingeyjarsýslur." - Hverjir eiga að hafa forgöngu um að friða þessi illa fömu svæði aðþínu áliti? „Það væri farsælast að bændur hefðu sjálfír fmmkvæði í þeim efnum en jafnframt er mjög brýnt að þjóðfélagið og stjórnsýslan taki mið af eigin ákvörðunum og lög- festi sjálfbæra nýtingu landsins. Það felur m.a. í sér að marka stefnu sem miðast að beitarfriðun hálendisins sem meginreglu enda þótt sjálfsagt sé að nýta þau svæði þar sem gróður er samfelldur og ástand landsins gott. Hitt er svo annað mál að vinna verður að þessu í hæfilegum en vel vörðuð- um áföngum og á þann hátt að það skerði sem minnst kjör bænda.“ - Hverjir aðrir halda fyrirlestra á þessari ráðstefnu? „Kristín Svavarsdóttir og Þóra Ellen Þórhallsdóttir halda íyrirlestur um gróður á miðhálendi Is- lands, verndun hans og nýtingu. Meðal fram- mælenda verður einnig einn frammámanna sauðfjárbænda, Aðalsteinn Jóns- son, sem fjallar um sauðfjárrækt í sátt við land og þjóð. Bjöm Bark- arson ætlar svo að velta fyrir sér hvort beit á hálendinu geti verið sjálfbær eða vistvæn og síðast mun ég eins og fyrr sagði fjalla um jarðvegsrof og mikilvægi beitar- friðunar á hálendinu. Gefinn verð- ur rúmur tími til umræðna sem væntanlega geta orðið bæði fjör- ugar og snarpar. Júlíus Sólnes mun stjórna þeim umræðum." Bændur verða að stiga sín skref inn í 21. öldina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.