Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 13
FRÉTTIR
A
Islendingnr Norðurlandameistari í kökuskreytingum
Túlkaði vetrarólympíuleikana
ÁSGEIR Sandholt, bakari í Sand-
holtsbakaríi, varð Norðurlanda-
meistari í kökuskreytingum en
keppnin var haldin í Herning í Dan-
mörku. Ásgeir var eini íslenski
þátttakandinn, en tveir voru frá
hinum Norðurlandaþjóðunum utan
Finnlands sem ekki sendi kepp-
anda.
Ásgeir fluttist heim til íslands
rétt fyrir síðustu áramót eftir fimm
ára dvöl í Danmörku, þar sem hann
var í námi í kökugerðarlist hjá Lars
Hjort í Hellerup, í rúm þrjú ár.
„Eftir þessa keppni verður auð-
veldara fyrir mig að afla styrktar-
aðila fyrir næstu keppni, sem er
heimsmeistarakeppnin í Lissabon í
Portúgal í september," sagði hann.
Keppendur fengu 14 tíma til að
búa til ísdesert, desertköku og
þriggja hæða lagköku auk konfekt-
mola, fjórar tegundir og fimmtán
stykki af hverri og marsipandýr.
Þema keppninnar var íþróttir og
valdi Ásgeir að túlka vetrar-
ólympíuleikana.
„Þetta var stíf vinna,“ sagði Ás-
geir en hann sagðist hafa gengið
með hugmyndina í nokkra mánuði
en æft í rúman mánuð. Dæmt var út
frá bragði og útliti auk heildar og
sköpunargleði og þótti framlag Ás-
geirs gefa bestu heild.
Keppnin var haldin í Messecenter
í Herring í tengslum við matvæla-
sýningu.
Ásgeir Sandholt, Norðurlandameistari í kökuskreytingum, ásamt verð-
launaskúlptúrnum úr sykri en þema keppninnar var íþróttir og valdi
Ásgeir vetrarólympíuleikana. Með honum á myndinni er Georg Sören-
sen, forstjóri Messecenter í Herning, þar sem keppnin var haldin.
Norska stjórnm skiptir sér
ekki af virkjanamálum
NORSKA ríkisstjórnin mun ekki
hindra Norsk Hydro í því að
byggja álver á íslandi, að því er
Lars Sponheim, efnahagsmálaráð-
herra Noregs, sagði í fyrirspurna-
tíma er virkjunaráform við Eyja-
bakka og bygging álvers við
Reyðarfjörð kom til umræðu í
norska þinginu í gær.
Sponheim vísaði til þess að Al-
þingi og aðrar stofnanir á íslandi
hefðu þegar samþykkt áform um
virkjun við Eyjabakka og byggingu
álvers í Reyðarfirði.
„Norsk yfirvöld munu halda sig
við þær ráðstafanir sem gerðar
verða á grundvelli þessara ákvarð-
ana,“ sagði Sponheim er hann svar-
aði fyrirspurn Lars Riises, þing-
manns Kristilega þjóðarflokksins,
þess efnis hvort hann væri tilbúinn
að beita sér fyrir því að umhverfis-
mat vegna fyrirhugaðrar virkjunar
og álvers yrði framkvæmt áður en
af framkvæmdum yrði.
Ráðherrann vísaði til þess að
Norsk Hydro hefði enn ekki ákveð-
ið hvort álver yrði byggt og það
yrði á endanum ákvörðun stjórnar
fyrirtækisins hvort af framkvæmd-
um yrði.
„Verði af byggingu álversins
geng ég að því vísu að Norsk Hyd-
ro taki af ábyrgð tillit til umhverf-
isins og virði og uppfylli þau skil-
yrði sem á hverjum tíma kynnu að
verða sett af hálfu íslenskra stjórn-
valda,“ sagði Sponheim.
Fyrirspurn Riise til Sponheims í
Stórþinginu var svohljóðandi:
„Norsk Hydro hefur áformað að
reisa álver í Reyðarfirði á íslandi í
tengslum við byggingu stórs vatns-
orkuvers á Áusturlandi á einu
stærsta ósnortna óbyggðasvæði í
Evrópu. Framkvæmdirnar hafa
orðið tilefni víðtækra mótmæla á
íslandi. Vill ráðheirann stuðla að
því að hafist verði handa við rann-
sóknir svo meta megi umhverfis-
áhrif framkvæmdanna?“
Náttúruverndarsamtök
mótmæla
Fjögur norsk náttúruverndar-
samtök sendu í gær Guro Fjell-
anger umhverfisráðherra og Lars
Sponheim efnahagsmálaráðherra
opið bréf þar sem ríkisstjórn Nor-
egs er hvött til að beita sér fyrir
því að fyrirtæki á borð við Norsk
Hydro, sem að hluta eru í ríkis-
eigu, slaki ekki á kröfum í um-
hverfismálum í starfsemi sinni ut-
an Noregs. Segir í bréfinu að það
sé lágmarkskrafa að Norsk Hydro
dragi sig í hlé í málinu þar til að
framkvæmt hafi verið umhverfis-
mat á áhrifum Fljótsdalsvirkjunar.
Samkeppnisráð um samkeppnisstöðu
þorskvinnslugreina
Talsverður mun-
ur milli land- og
sjóvinnslu
VIGTA þyrfti afla inn á vinnslulínur
vinnsluskipa, enda er samkeppnis-
staða landvinnslu og sjóvinnslu ójöfn
hvað varðar vigtun hráefnis til
vinnslu. Þetta kemur fram í áliti sam-
keppnisráðs vegna erindis Kristins
Péturssonar, framkvæmdastjóra
Gunnólfs ehf. á Bakkafirði, um sam-
keppnisstöðu þorskvinnslugreina.
Kristinn óskaði í erindi sínu til
samkeppnisráðs álits á þeim mun sem
gerður er á milli fiskvinnslufyrir-
tækja í landi annars vegar og vinnslu-
skipa hins vegar hvað varðar vigtun
hráefnis til vinnslu. Hann benti á að
fiskvinnslufyrirtæki í landi kaupi hrá-
efni eftir vigt en síðan séu afföll, af-
skurður og nýting á ábyrgð fyrirtæk-
isins. Þessu sé öðruvísi farið með
vinnsluskip enda sé það hráefni sem
þau vinni úr ekki vigtað inn á vinnslu-
línur skipanna. Þess í stað séu teknar
nýtingarprufur sem geti ekki endur-
speglað raunverulegt magn sem unn-
ið sé úr. Þá skipti nýting litlu máli um
borð í vinnsluskipi þar sem alltaf
megi fá nýtt hráefni í stað þess sem
misfarist í vinnslu. Þetta þýði að sam-
keppnisstaða landvinnslu gagnvart
sjóvinnslu sé skert þar sem land-
vinnsla verði að taka á sig mun meiri
kostnað tengdan hráefni, en hráefnis-
kostnaður sé stærsti einstaki út-
gjaldaliðurinn hjá fiskvinnslufyrir-
tækjum.
Mögxileiki á vigtun í skipum
verði kannaður
Samkeppnisráð tekur undir að
samkeppnisstaða aðila á markaði ráð-
ist ekki síst af þeim kostnaði sem fell-
ur til í rekstri vegna opinberra reglna
ýmiss konar. í þessu tilfelli sé ljóst að
talsverður munm- geti skapast milli
landvinnslna annars vegar og sjó-
vinnslna hins vegar þar sem hin fyrr-
nefnda komist ekki hjá því að bera
kostnað vegna affalla við vinnsluna. í
álitinu er þó sérstaklega tekið fram að
með þessu sé ekki verið að fullyrða að
fiski sé í raun hent frá borði vinnslu-
skipa. Samkeppnisráð telur hinsveg-
ar rétt að beina þeim tilmælum til
sjávarútvegsráðherra að ítarlega
verði kannað hvort ekki sé nú þegar
fyrir hendi búnaður sem geri mögu-
legt að koma við vigtun inn á vinnslu-
línur vinnsluskipa. Komi í Ijós að slík-
ur búnaður sé til beinir samkeppnis-
ráð því jafnframt til sjávarútvegs-
ráðherra að hann beiti sér fyrir því að
tekin verði upp vigtun inn á vinnslu-
línur vinnslusldpa.
3% reglan verði endurskoðuð
Kristinn óskaði einnig í erindi sínu
eftir því að kannað yrði hvort ríkjandi
fyrirkomulag við vigtun sjávarafla
með svokallaðri „3% reglu“ samrým-
ist lögum um mál, vog og faggildingu,
og almennum venjum um vöruvigtun
í viðskiptum. Telur Kristinn regluna
ósanngjama í garð kaupanda fisks
því hún geti leitt til þess að hann
kaupi ís og vatn á fullu verði þegar ís-
magn í afla sé meira en 3%.
Samkeppnisráð tekur undir það að
óheppilegt sé að kaupendur hráefnis
til fiskvinnslu kunni að vera nánast
þvingaðir til að kaupa ís og vatn á
verði fisks í þeim tilfellum þegar ís-
magn í afla er meira en 3%. Æskilegt
væri að kaupendur fisks til vinnslu
gætu treyst því að ekki sé um undir-
vigtun að ræða á afla vegna þessa,
m.a. í Ijósi þess að hin svokallaða 3%
regla getur komið misjafnlega niður á
fiskvinnslufyrirtækjum eftir því
hvaðan þau kaupa hráefni. Telur sam-
keppnisráð æskilegt að kannað verði
hvort unnt sé að koma betur til móts
við sjónarmið þeirra sem telja á sig
hallað vegna núgildandi reglna um
leyfilegan frádrátt íss og vatns í afla.
Hóflegt álag á útfluttan fisk
Kristinn óskaði ennfremur eftir
áliti samkeppnisyfirvalda á áhrifum
þess á samkeppnisstöðu Gunnólfs
ehf., gagnvart erlendum fiskvinn-
slum, að ísfiskur, sem sendur sé til út-
landa til vinnslu, sé aðeins vigtaður
brúttóvigt hérlendis, með ís og um-
búðum, en fisk til landvinnslu hér-
lendis verði að vigta nettóvigt. Telur
Kristinn að vigtun erlendis sé um
7,5% lægri en vigtun hérlendis. Að
mati samkeppnisráðs geta mismun-
andi venjur við vigtun afla vart orðið
tilefni sérstakra aðgerða innlendra
stjórnvalda sem beint eða óbeint
skertu möguleika útgerðarmanna á
að ráðstafa afla til þeirra markaða
sem fýsilegastir þykja hveiju sinni.
Hins vegar bendir samkeppnisráð á
að hóflegt álag á útfluttan fisk, sem
tæki mið af hugsanlegri rýrnun og
sannanlegri yfirvigt á erlendum
fiskmarkaði, færi ekki gegn markmiði
samkeppnislaga.
HLAUPTU - STÖKKTU - HJÓLAÐU - FVRSTIR KOMA FVRSTIR FÁ.
ÞVOTTAVÉ LAR
ÞURRKARAR
OFNAR
HELLUBORÐ
ÍSSKÁPAR
UPPÞVOTTAVÉLAR
SJÓNVÖRP
HLJÓMTÆKI
ATH. TAKMARKAÐ MAGN
á íslandi
Stœrsta heimilis-og raltœkjaverslunarkeðja I Evrópu
EXPERT er stærsta heimilis-og
raftækjaverslunarkeðja í heiminum - ekki
aðeins á Norðurlöndum.
RflFTfEWERZLUN (SLmSfE
- AN NO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776