Morgunblaðið - 24.02.2000, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 24.02.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 13 FRÉTTIR A Islendingnr Norðurlandameistari í kökuskreytingum Túlkaði vetrarólympíuleikana ÁSGEIR Sandholt, bakari í Sand- holtsbakaríi, varð Norðurlanda- meistari í kökuskreytingum en keppnin var haldin í Herning í Dan- mörku. Ásgeir var eini íslenski þátttakandinn, en tveir voru frá hinum Norðurlandaþjóðunum utan Finnlands sem ekki sendi kepp- anda. Ásgeir fluttist heim til íslands rétt fyrir síðustu áramót eftir fimm ára dvöl í Danmörku, þar sem hann var í námi í kökugerðarlist hjá Lars Hjort í Hellerup, í rúm þrjú ár. „Eftir þessa keppni verður auð- veldara fyrir mig að afla styrktar- aðila fyrir næstu keppni, sem er heimsmeistarakeppnin í Lissabon í Portúgal í september," sagði hann. Keppendur fengu 14 tíma til að búa til ísdesert, desertköku og þriggja hæða lagköku auk konfekt- mola, fjórar tegundir og fimmtán stykki af hverri og marsipandýr. Þema keppninnar var íþróttir og valdi Ásgeir að túlka vetrar- ólympíuleikana. „Þetta var stíf vinna,“ sagði Ás- geir en hann sagðist hafa gengið með hugmyndina í nokkra mánuði en æft í rúman mánuð. Dæmt var út frá bragði og útliti auk heildar og sköpunargleði og þótti framlag Ás- geirs gefa bestu heild. Keppnin var haldin í Messecenter í Herring í tengslum við matvæla- sýningu. Ásgeir Sandholt, Norðurlandameistari í kökuskreytingum, ásamt verð- launaskúlptúrnum úr sykri en þema keppninnar var íþróttir og valdi Ásgeir vetrarólympíuleikana. Með honum á myndinni er Georg Sören- sen, forstjóri Messecenter í Herning, þar sem keppnin var haldin. Norska stjórnm skiptir sér ekki af virkjanamálum NORSKA ríkisstjórnin mun ekki hindra Norsk Hydro í því að byggja álver á íslandi, að því er Lars Sponheim, efnahagsmálaráð- herra Noregs, sagði í fyrirspurna- tíma er virkjunaráform við Eyja- bakka og bygging álvers við Reyðarfjörð kom til umræðu í norska þinginu í gær. Sponheim vísaði til þess að Al- þingi og aðrar stofnanir á íslandi hefðu þegar samþykkt áform um virkjun við Eyjabakka og byggingu álvers í Reyðarfirði. „Norsk yfirvöld munu halda sig við þær ráðstafanir sem gerðar verða á grundvelli þessara ákvarð- ana,“ sagði Sponheim er hann svar- aði fyrirspurn Lars Riises, þing- manns Kristilega þjóðarflokksins, þess efnis hvort hann væri tilbúinn að beita sér fyrir því að umhverfis- mat vegna fyrirhugaðrar virkjunar og álvers yrði framkvæmt áður en af framkvæmdum yrði. Ráðherrann vísaði til þess að Norsk Hydro hefði enn ekki ákveð- ið hvort álver yrði byggt og það yrði á endanum ákvörðun stjórnar fyrirtækisins hvort af framkvæmd- um yrði. „Verði af byggingu álversins geng ég að því vísu að Norsk Hyd- ro taki af ábyrgð tillit til umhverf- isins og virði og uppfylli þau skil- yrði sem á hverjum tíma kynnu að verða sett af hálfu íslenskra stjórn- valda,“ sagði Sponheim. Fyrirspurn Riise til Sponheims í Stórþinginu var svohljóðandi: „Norsk Hydro hefur áformað að reisa álver í Reyðarfirði á íslandi í tengslum við byggingu stórs vatns- orkuvers á Áusturlandi á einu stærsta ósnortna óbyggðasvæði í Evrópu. Framkvæmdirnar hafa orðið tilefni víðtækra mótmæla á íslandi. Vill ráðheirann stuðla að því að hafist verði handa við rann- sóknir svo meta megi umhverfis- áhrif framkvæmdanna?“ Náttúruverndarsamtök mótmæla Fjögur norsk náttúruverndar- samtök sendu í gær Guro Fjell- anger umhverfisráðherra og Lars Sponheim efnahagsmálaráðherra opið bréf þar sem ríkisstjórn Nor- egs er hvött til að beita sér fyrir því að fyrirtæki á borð við Norsk Hydro, sem að hluta eru í ríkis- eigu, slaki ekki á kröfum í um- hverfismálum í starfsemi sinni ut- an Noregs. Segir í bréfinu að það sé lágmarkskrafa að Norsk Hydro dragi sig í hlé í málinu þar til að framkvæmt hafi verið umhverfis- mat á áhrifum Fljótsdalsvirkjunar. Samkeppnisráð um samkeppnisstöðu þorskvinnslugreina Talsverður mun- ur milli land- og sjóvinnslu VIGTA þyrfti afla inn á vinnslulínur vinnsluskipa, enda er samkeppnis- staða landvinnslu og sjóvinnslu ójöfn hvað varðar vigtun hráefnis til vinnslu. Þetta kemur fram í áliti sam- keppnisráðs vegna erindis Kristins Péturssonar, framkvæmdastjóra Gunnólfs ehf. á Bakkafirði, um sam- keppnisstöðu þorskvinnslugreina. Kristinn óskaði í erindi sínu til samkeppnisráðs álits á þeim mun sem gerður er á milli fiskvinnslufyrir- tækja í landi annars vegar og vinnslu- skipa hins vegar hvað varðar vigtun hráefnis til vinnslu. Hann benti á að fiskvinnslufyrirtæki í landi kaupi hrá- efni eftir vigt en síðan séu afföll, af- skurður og nýting á ábyrgð fyrirtæk- isins. Þessu sé öðruvísi farið með vinnsluskip enda sé það hráefni sem þau vinni úr ekki vigtað inn á vinnslu- línur skipanna. Þess í stað séu teknar nýtingarprufur sem geti ekki endur- speglað raunverulegt magn sem unn- ið sé úr. Þá skipti nýting litlu máli um borð í vinnsluskipi þar sem alltaf megi fá nýtt hráefni í stað þess sem misfarist í vinnslu. Þetta þýði að sam- keppnisstaða landvinnslu gagnvart sjóvinnslu sé skert þar sem land- vinnsla verði að taka á sig mun meiri kostnað tengdan hráefni, en hráefnis- kostnaður sé stærsti einstaki út- gjaldaliðurinn hjá fiskvinnslufyrir- tækjum. Mögxileiki á vigtun í skipum verði kannaður Samkeppnisráð tekur undir að samkeppnisstaða aðila á markaði ráð- ist ekki síst af þeim kostnaði sem fell- ur til í rekstri vegna opinberra reglna ýmiss konar. í þessu tilfelli sé ljóst að talsverður munm- geti skapast milli landvinnslna annars vegar og sjó- vinnslna hins vegar þar sem hin fyrr- nefnda komist ekki hjá því að bera kostnað vegna affalla við vinnsluna. í álitinu er þó sérstaklega tekið fram að með þessu sé ekki verið að fullyrða að fiski sé í raun hent frá borði vinnslu- skipa. Samkeppnisráð telur hinsveg- ar rétt að beina þeim tilmælum til sjávarútvegsráðherra að ítarlega verði kannað hvort ekki sé nú þegar fyrir hendi búnaður sem geri mögu- legt að koma við vigtun inn á vinnslu- línur vinnsluskipa. Komi í Ijós að slík- ur búnaður sé til beinir samkeppnis- ráð því jafnframt til sjávarútvegs- ráðherra að hann beiti sér fyrir því að tekin verði upp vigtun inn á vinnslu- línur vinnslusldpa. 3% reglan verði endurskoðuð Kristinn óskaði einnig í erindi sínu eftir því að kannað yrði hvort ríkjandi fyrirkomulag við vigtun sjávarafla með svokallaðri „3% reglu“ samrým- ist lögum um mál, vog og faggildingu, og almennum venjum um vöruvigtun í viðskiptum. Telur Kristinn regluna ósanngjama í garð kaupanda fisks því hún geti leitt til þess að hann kaupi ís og vatn á fullu verði þegar ís- magn í afla sé meira en 3%. Samkeppnisráð tekur undir það að óheppilegt sé að kaupendur hráefnis til fiskvinnslu kunni að vera nánast þvingaðir til að kaupa ís og vatn á verði fisks í þeim tilfellum þegar ís- magn í afla er meira en 3%. Æskilegt væri að kaupendur fisks til vinnslu gætu treyst því að ekki sé um undir- vigtun að ræða á afla vegna þessa, m.a. í Ijósi þess að hin svokallaða 3% regla getur komið misjafnlega niður á fiskvinnslufyrirtækjum eftir því hvaðan þau kaupa hráefni. Telur sam- keppnisráð æskilegt að kannað verði hvort unnt sé að koma betur til móts við sjónarmið þeirra sem telja á sig hallað vegna núgildandi reglna um leyfilegan frádrátt íss og vatns í afla. Hóflegt álag á útfluttan fisk Kristinn óskaði ennfremur eftir áliti samkeppnisyfirvalda á áhrifum þess á samkeppnisstöðu Gunnólfs ehf., gagnvart erlendum fiskvinn- slum, að ísfiskur, sem sendur sé til út- landa til vinnslu, sé aðeins vigtaður brúttóvigt hérlendis, með ís og um- búðum, en fisk til landvinnslu hér- lendis verði að vigta nettóvigt. Telur Kristinn að vigtun erlendis sé um 7,5% lægri en vigtun hérlendis. Að mati samkeppnisráðs geta mismun- andi venjur við vigtun afla vart orðið tilefni sérstakra aðgerða innlendra stjórnvalda sem beint eða óbeint skertu möguleika útgerðarmanna á að ráðstafa afla til þeirra markaða sem fýsilegastir þykja hveiju sinni. Hins vegar bendir samkeppnisráð á að hóflegt álag á útfluttan fisk, sem tæki mið af hugsanlegri rýrnun og sannanlegri yfirvigt á erlendum fiskmarkaði, færi ekki gegn markmiði samkeppnislaga. HLAUPTU - STÖKKTU - HJÓLAÐU - FVRSTIR KOMA FVRSTIR FÁ. ÞVOTTAVÉ LAR ÞURRKARAR OFNAR HELLUBORÐ ÍSSKÁPAR UPPÞVOTTAVÉLAR SJÓNVÖRP HLJÓMTÆKI ATH. TAKMARKAÐ MAGN á íslandi Stœrsta heimilis-og raltœkjaverslunarkeðja I Evrópu EXPERT er stærsta heimilis-og raftækjaverslunarkeðja í heiminum - ekki aðeins á Norðurlöndum. RflFTfEWERZLUN (SLmSfE - AN NO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.