Morgunblaðið - 24.02.2000, Page 14

Morgunblaðið - 24.02.2000, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Hafnarfjarðarbær ýtir af stað umfangsmiklu verkefni í upplýsingatækni Sítenging í fjölbýlishús í aprfl Hafnarfjörður EITTHVERT fjölbýlishús í Hafnarfirði, sem eftir er að velja, fær sítengingu við Netið í gegnum loftnet Skýrr þann 15. apríl nk. íbúar hússins munu geta verið í stöðugu sambandi við Netið gegn föstu gjaldi, óháð notkun, og þurfa hvorki að teppa símalínu heimilisins, hringja inn í net- þjónustu, né bíða eftir að tölv- an keyri sig upp áður en þeir fara á Netið; það verður alltaf opið, með betri mynd- og hljóðgæðum og lágmarkstíma í efnishleðslu af vefnum í tölv- una. Stefnt er að því að þróa þetta kerfí áfram í áföngum fyrir allt bæjarfélagið ef tæknilegur og fjárhagslegur grundvöllur leyfir. Petta er meðal þess sem felst í verkefninu Upplýsinga- tækni fyrir alla, en samningur um það var undirritaður í Hafnarborg í gær. Þátttak- endur í verkefninu eru Hafn- arfjarðarbær, Opin kerfi hf. og Skýrr hf. og sameiginlegt markmið þeirra er að vinna að því að hagnýta möguleika upplýsingatækninnar til fulln- ustu í Hafnarfirði og auðvelda almenningi aðgengi að tækn- inni. Að því markmiði verður unnið á þrennum vígstöðvum, að sögn Jóhanns Guðna Reyn- issonar, upplýsingastjóra Hafnarfjarðarbæjar og verk- efnisstjóra Upplýsingatækni fyrir alla. Miðstöð upplýsingatækni í nýju bókasafni Stefnt er að því að almenn- ingur fái aðgang að nýjustu upplýsingatækni, hug- og vél- búnaði í sérstakri miðstöð upplýsingatækni, sem stað- sett verður í nýju húsnæði Bókasafns Hafnarfjarðar, Strandgötu 1, sem stefnt ér að því að opni á næsta ári. Jóhann Guðni sagði á fundi þar sem verkefnið var kynnt í gær að markmiðið væri að miðja upplýsingatækni í Hafnarfirði yrði á þessum stað, þar verði glæsilegt tölvu- ver og nokkurs konar þróun- arsetur íyrir áhugafólk um upplýsingatækni; „hringborð geijunar nýjunga og framþró- unar“, sagði Jóhann Guðni. í öðru lagi verður gerður miðlægur upplýsinga- og þjónustuvefur á Netinu fyrir bæjarfélagið, einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir í Hafn- arfirði auk annarrar opinberr- ar þjónustu með það að markmiði að gjörnýta þá möguleika Netsins, sem þegar eru komnir fram og kunna að koma fram, til hagsbóta fyrir starfsmenn bæjarins, bæjar- búa, atvinnurekendur og aðra viðskiptamenn bæjarsjóðs. Allsherjarvefur fyrir Hafnfirðinga 1. september 2000 Vinnuheiti vefjarins er uta.is og sagði Jóhann Guðni stefnt að því að vefurinn gjörnýti möguleika Netsins fyrir alla; stjórnsýslu, mark- aðsmál, fyrirtæki, félög, stofn- anir og einstaklinga. Jóhann Guðni sagði að fyrir frum- kvæði Frosta Bergssonar, for- stjóra Opinna kerfa, hefði ver- ið ákveðið að taka mið af vefnum Singapore One, sem er allsheijarvefur fyrir íbúa Singapúr. Efni vefjarins yrðu tengingar við fréttir, afþrey- ingu, verslun og viðskipti, nám og jafnvel myndavéla- kerfi þar sem hægt er að fylgj- ast með umferð um borgina. Stefnt er að því að á uta.is geti sem flestir sinnt sem flestum erindum sínum gegn- um Netið gagnvart bæjarfé- laginu, fyrirtækjum og ríkis- stofnunum í bænum. Ahersla verður lögð á gagnvirka möguleika. „Vefurinn á að vera hagnýtur fyrst og fremst," sagði Jóhann Guðni en í aðgerðaáætlun með samn- ingnum frá í gær kemur iram að þann 1. september næst- komandi eigi að opna vefinn. Þriðji þátturinn í sam- starfssamningnum snýr að gagnaflutningum. Þar kemur fram að í bænum verður sett upp dreifikerfi til gagnaflutn- inga með örbylgjutækni, fyrst í eitt fjölbýlishús í bænum í samráði við íbúa þess og ef tæknilegur og fjárhagslegur grundvöllur leyfir, verði kerf- ið þróað áfram í áföngum fyrir bæjarfélagið í heild sinni. Öflugt og öruggl gagna- flutningsnet Jóhann Guðni sagði ekki ákveðið hvaða fjölbýlishús yrði fyrir valinu. „En ég vona að kynningin á verkefninu skili okkur bestu blokkinni,“ sagði Jóhann Guðni og kvaðst ekki í vafa um að húsfélög í bænum myndu sýna mikinn áhuga á að verða fyrir valinu í því sambandi. Samkvæmt samningi aðil- anna er markmiðið að byggja Morgunblaðið/Golli Hreinn Jakobsson, forsljóri Skýrr, Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði og Frosti Bergsson, forstjóri Opinna kerfa, voru glaðbeittir við undirritun samstarfssamningsins í gær. Morgunblaðið/Golli Jóhann Guðni Reynisson, upplýsingasljóri Hafnarfjarðarbæjar, er verkefnissfjóri Upplýsingatækni fyrir almenning og for- göngumaður um undirbúning verkefn- isins. upp öflugt og öruggt gagna- flutningsnet í Hafnarfirði þannig að notendur UTA-vefj- arins og miðstöðvar upplýs- ingatækni njóti ávallt bestu möguleika varðandi hraða og þjónustu gegnum margvís- lega eiginleika upplýsinga- tækninnar í hljóði, texta og mynd auk samtímanotkunar síma, Nets og annarra hugs- anlegra miðla, svo sem sjón- varps. Eftir að tOraunaverk- efni er lokið verði framhaldið ákveðið í ljósi reynslunnar og, ef svo ber undir, gerður fram- kvæmdasamn- ingur um fram- hald verkefn- isins. Jóhann Guðni sagði að Loftnet Skýrr væri fyrsta skrefið í gagnaflutning- um samkvæmt verkefninu en menn muni sjá hver þróunin verði. Loftnet- ið nýtist sér- staklega vel í eldri hverfum, sem gjarnan verði útundan meðan breið- bandstækni komist í ný hverfi með ljósleiðaravæð- ingu. I kynningu Jóhanns Guðna á verk- efninu kom fram að meðal þeirra mögu- leika sem hugsanlegt sé að það geti falið í sér séu rekstur innhringiþjónustu og netþjón- ustu fyrir bæjarfélagið. Markmiðið sé að Hafnarfjörð- ur verði í fremstu röð sveitar- félaga og leiði þróunina í upp- lýsingatækni í sveitarfélögum. Með því að allir Hafnfirðingar hefðu tölvupóst hjá uta.is yrði auðvelt íyrir bæjarfélagið að koma til þeirra upplýsingum og skilaboðum. „Við teljum okkur hafa for- ystu meðal sveitarfélaga í upplýsingatækni og vera á undan þróuninni. Við höldum ekki í við fyrirtækin en höfum verið í forystu meðal sveitar- félaga og það er það sem okk- ur langar til að gera. Okkar metnaður er að gera vel við bæjarbúa og þetta er hluti af því,“ sagði Jóhann Guðni Reynisson. Samningurinn, sem undir- ritaður var í gær er samstarfs- samningur um það markmið, sem stefnt er að, en eftir er að semja um framkvæmd ein- stakraverkþátta. Hafnarfjarðarbær leggur til starf verkefnisstjóra og kostar þann hluta undirbún- ingsvinnu sem þegar hefur farið fram og fyrirsjáanlegur er. Einnig leggur hann til hús- næði og aðstöðu miðstöðvar upplýsingatækni, sem verður í Islandsbankahúsinu við Strandgötu, starfsmann mið- stöðvarinnar og starf við grunnumsjón með UTA-vefn- um. Þá mun bærinn hafa for- göngu um kynningu verkefn- isins og virkja bæjarbúa til þátttöku. Skýrr mun setja upp dreifi- kerfi fyrir gagnaflutningana til að unnt verði að veita mesta flutningshraða hverju sinni. Einnig mun Skýrr taka þátt í tæknilegu þróunarstarfi og úrlausnum varðandi gagna- flutningskerfið og Netið. Opin kerfi munu taka þátt í tæknilegri úrvinnslu við þró- unarstarfið og tækna- og tæknivæðingu með umfangs- miklu þekkingarneti margvís- legra fyrirtækja sem eru í samstarfi við eða í eigu Op- inna kerfa. Ibúum gæti fjölgað um 100.000 á næstu ára- tugum Höfuðborgarsvæðið NÝLEG spá um þróun fólks- fjölda á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landinu öllu hins vegar gerir ráð fyrir að fólki á höfuðborgarsvæðinu geti fjölgað um allt að 105.000 manns fram til ársins 2050, sé miðað við mannfjölda árið 1997. Þessi spá er miðuð við hámarksfjölgun, en lágmarks- fjölgun gerir ráð fyrir fjölgun upp á 70.000 manns, þannig að gera má ráð fyrir að fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu næstu 50 árin verði á bilinu 70- 100.000 manns. Þær forsendur og reikniað- ferðir sem notaðar eru í spánni gefa bæði hámarks- og lág- marksspá um þróun mann- fjölda. Samkvæmt lágmarks- spá mun fólki fjölga úr 163.400 manns árið 1997 í 232.300 manns árið 2050, en sam- kvæmt hámarksspá verða íbúar höfuðborgarsvæðisins þá orðnir 269.200. Hlutfall íbúa á höfuðborg- arsvæðinu fer stigvaxandi Spáin gerir ráð fyrir því að árið 2032 verði íbúar höfuð- borgarsvæðisins orðnir 240.000 en íbúar á landinu öllu verði 331.000. Þá verður hlut- fall íbúa höfuðborgarsvæðisins orðið nímlega 70% miðað við fjöldann í landinu öllu, en árið 1997 var fólksfjöldinn þar 60% af heildarfjölda landsmanna. Það hlutfall hefur farið stig- vaxandi frá öndverðri 20. öld, frá því að vera um 20% árið 1910, og mun halda áfram að vaxa samkvæmt spánni. Fyrirtækið Nesplanners vann þessa spá vegna vinnu við svæðisskipulag á höfuðborgar- svæðinu. Búið var til spálíkan sem byggist á fjölda og aldurs- uppbyggingu íslendinga 31. desember 1997, aldurstengdri frjósemi 1986-1997 og dánai'- tíðni 1981-1997. Gert er ráð fyrir að spáin sé nokkuð ná- kvæm þegar spáð er fá ár fram í tímann. Sé hins vegar horft á lengra tímabil, t.d. 25 ár, inn- heldur spáin böm mæðra sem ekki eru fæddar sjálfar og möguleikinn á skekkju vex því umtalsvert. Ýmsa þætti er einnig erfitt að meta til fram- tíðar, eins og afstöðu fólks til bameigna, efnahagsleg skil- yrði, náttúmhamfarir, fram- farir í tækni og vísindum og af- stöðu stjómvalda. Farið verður yfir umkvartanir vegna matar á elliheimili Morgunblaðið/Ásdís fbúar elliheimilisins við Lönguhlíð eru dánægðir með breytingar á matnum sem þar er í boði. Hlíðar HELGI Hjörvar, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkur, segir tilefni til að fara sér- staklega yfir umkvartanir íbúa elliheimilisins við Lönguhlíð yfir matnum, sem þar er framreiddur frá eld- húsi Félagsþjónustunnar við Vitatorg. í Morgunblaðinu í gær birtist grein eftir Guðrúnu Pálsdóttur, íbúa elliheimilis- ins við Lönguhlíð, þar sem hún segir að heimilisfólk og aldraðir í nágrenninu hafi þar til á síðasta ári getað keypt sér góðan, heitan heimilismat í hádeginu, sem allir hafi verið ánægðir með. Síðastliðið vor hafi Félags- þjónustan bannað að eldhús- ið á staðnum væri notað en látið senda verksmiðjumat utan úr bæ, með þeim af- leiðingum að nú borði á staðnum þriðjungur þess fjölda sem áður var. „Það er mínum skilningi ofvaxið að borgin tapi svo miklu á því að láta elda hér í þessu fína eldhúsi, svo að þetta gamla fólk hér, sem flest er um nírætt og eldra, megi fá eina góða, heita máltíð á dag,“ segir í grein Guðrúnar. „Ég þurfti að liggja á Landspítalanum í tíu daga í janúar í vetur. Mér fannst maturinn þar vera veislumatur samanbor- ið við það sem við gamlingj- arnir fáum hér,“ segir enn- fremur. Helgi Hjörvar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Félagsþjónustan hefði átt fund með íbúum í haust vegna umkvartana og þar hefði verið ákveðið að ráðast í ýmsar úrbætur. „En í ljósi þessara nýjustu um- kvartana mun Félagsþjón- ustan hitta íbúana aftur og fara yfir þetta því að allar athugasemdir og ábending- ar neytenda félagsþjónust- unnar eru auðvitað teknar til athugunar," sagði Helgi. „Við erum núna með í undir- búningi neytendakönnun meðal eldri borgara í öllum þjónustumiðstöðvunum um matinn til þess að fá fram þá ánægju og óánægju sem kann að vera að finna með hann og ábendingar um það sem þarf úr að bæta.“ Helgi sagði að það hefði legið að baki flutningi eld- hússins úr Lönguhlíð á Vita- torg að þróunin hefði verið sú í þjónustumiðstöðvum borgarinnar að eldhúsin á hverjum stað breyttust í framreiðslueldhús. Matur- inn kemur til allra þjónustu- miðstöðva frá eldhúsinu við Vitatorg. „Við erum ekki að tala um að fólk fái nú bakkamat; maturinn er framreiddur eins og áður en er ekki eldaður á staðnum,“ sagði Helgi. Helgi segir að sparnaður- inn í Lönguhlíð næmi 6 milljónum á ári og hafi sú fjárhæð verið notuð til að auka matarþjónustu á öllum tímum dags og um helgar. Helgi sagði að kvartanir vegna þessara breytinga hefðu fyrst og fremst komið frá íbúum við Lönguhlíð en síður frá íbúum og neytend- um þjónustu annarra þjón- ustumiðstöðva. „Það gefur auðvitað okkur tilefni til að fara sérstaklega ofan í um- kvartanirnar þaðan,“ sagði Helgi. Hann sagði að þríþætt markmið hefðu ráðið því að talið var rétt að allur matur- inn yrði eldaður við Vita- torg: rekstrarleg markmið, sem miðuðu að lækkun rekstrarkostnaðar; markmið um innkaup, en litlu eldhús- in hefðu keypt inn á mis- munandi verði í mörgum til- vikum. Þá hefði það fylgt þessari nýbreytni að nær- ingarfræðingar eru nú með í ráðum um þann mat sem í boði er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.