Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ RYIVIUM FYRIR NYJUM SVEFNHERBERGISHUSGOGNUM Grímseyingar skemmtu sér konunglega á þorrablóti Grímsey - Grímseyingar héldu sitt árlega þorrablót í lok þorrans á föstudaginn var í félagsheimilinu Múla. Um 75 manns voru mættir á blótið sem telst mjög gott því eyjar- skeggjar eru rétt um 100. Komu um 20 manns úr landi, sumir alla leið- ina frá Reykjavík. Dagskrá kvöldsins var fjölbreytt; Einar Georg Einarsson, kennari við Reykjaskóla í Hrútafirði, var aðal- skemmtikraftur kvöldsins og veislusljóri, hljómsveitin Bahoja frá Bakkafirði spilaði undir söng og dansi, lesið var upp heimasmfðað grín og farið var í samkvæmisleiki. Almennt segist fólk hafa skemmt sér konunglega, það var hlegið mikið langt fram eftir kvöldi og dansað framundir morgun. Þorrablótið var haldið af Kven- félaginu Baugi og skipuðu þorra- blótsnefnd að þessu sinni Guðbjörg Henningsdóttir, Jónína Sigurðar- dóttir, Margit Elva Einarsdóttir og Steinunn Stefánsdóttir. Átta ára telpu var bjargað úr lífsháska með snarræði Hettureim festist í skíðalyftunni ÁTTA ÁRA barn var á laugardaginn hætt kom- ið á skíðasvæðinu í Staf- dal við Seyðisfjörð þeg- ar reim festist í höldu skíðalyftu og hertist að hálsi barnsins. Telpan, Ester Rut Þórisdóttir, var á leið upp í fjall með skíðalyft- unni og ætlaði að fara að renna sér niður neðar- lega í brekkunum. Þeg- ar hún hafði sleppt tak- inu kom í ijós að plast á enda reimar í hettu hennar hafði farið í gegnum gat á höldunni og dróst hún því með lyftunni. Reimin var það löng að hún náði ekki aftur taki og hertist reimin því að hálsi hennar þar til hún missti með- vitund. Strákar á skíðabrettum sem voru á leið niður fjallið sáu til henn- ar og létu eftirlitsmanninn vita. Slökkt var á lyftunni umsvifalaust. Svo vel vildi til að vélsleði stóð í gangi utan við lyftuhúsið og eftir- Iitsmaður svæðisins, Gunnþór Jóns- son, settist á bak og hélt á slysstað. Þegar hann kom á staðinn var ekk- ert lífsmark með stúlkunni. Hann hóf þegar lífgunaraðgerðir og tókst að koma öndun hennar af stað á ný. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson. Ester Rut ásamt móður sinni, Láru G. Vil- hjálmsdóttur. Farið var með stúlkuna á Heil- brigðisstofnunina á Seyðisfirði. Hún dvaldist síðan þar um nóttina en fékk að fara heim um morgun- inn. Svo virðist sem henni hafi ekk- ert orðið meint af. Hún er glaðlynd og lífsglöð stúlka og var strax kom- in á skíði tveimur dögum eftir slys- ið. Hún segist þó hafa lært tvennt af reynslunni sem aðrir krakkar geta lært af; „að hafa ekki reimar og svoleiðis hangandi og að fara ekki glannalega“. Að sögn Gunnþórs eru öryggis- málin í stöðugri endurskoðun og ætíð höfð að leiðarljósi við rekstur skíðasvæðisins. Vinnueftirlitið kemur á hveiju hausti til þess að taka út öryggismál á svæðinu áður en lyftan er opnuð almenningi. Hann sagði mikið gert af því að upplýsa böm og aðra gesti um ör- yggisatriði á skíðasvæðinu og reynt er eftir megni að fylgjast með bún- aði gesta og benda á það sem betur má fara. Umsjónarmenn skíða- svæðisins taka öryggismálin mjög alvarlega og hafa þegar gert nokk- uð til þess að auka öryggið á svæð- inu. Eftir slysið á laugardaginn var strax farið í að auka eftirlit á staðn- um með því að bæta við starfsmanni sem hefur þegar verið ráðinn. Einnig var ákveðið að skipta út öll- um höldum lyftunnar og hafa nýjar verið pantaðar. Auk þess hafa neyðarrofar verið settir á þijá lyft- ustaura til viðbótar við þá neyðar- rofa sem fyrir vom á endastaurum. Um sjálfa atburðina á laugardag- inn er Gunnþór Jónsson heldur fá- máll, segir einfaldlega að hann óski ekki nokkrum manni það að lenda I samskonar lífsreynslu og hann varð fyrir á laugardaginn, og segist jafn- framt vera feginn því að hafa farið á námskeið í fyrstu hjálp. „Það er námskeið sem hefur borgað sig.“ Skaut tófu í hlaðvarpanum Skjaldfönn - Snemma að morgni konudags vaknaði húsfreyjan á Skjaldfönn við ísafjarðadjúp við það að bóndi hennar Indriði Aðal- steinsson skaut tófu í hlaðvarpan- um. Hún hugsaði með sér að ævin- lega skyldi hann vera svona hugulsamur, nú væri hann farinn að safna skinnum í pels handa henni. Reyndar er þetta ekki fyrsta tófan sem Indriði skýtur á þessum vetri, því frá fyrsta febrúar hefur hann skotið þrjár. Þær fara reynd- ar ekki í pels og allra síst þessi tófa, því hún var merkt á báðum eyrum og með sendi um hálsinn og því send suður á Líffræðistofnun Háskólans til nánari athugunar, ásamt hinum tveimur. Páll Hersteinsson merkti hana sem yrðling ’98 í Kjaransvík á Hornströndum, en alls merkti hann þá 24 yrðlinga og þar af voru 9 með senditæki. Af þessum dýr- um hafa nú 4 verið skotin, eitt við Rauðamýri v/Djúp, eitt í Ófeigs- firði, eitt á Snæfjallaströnd og eitt á Skjaldfönn. Opið bréf í ljóðaformi Allt frá því að frumvarp til laga frá ’94 um friðun refa og minka á Hornströndum tók gildi hefur Indriði ásamt flestum bændum í nágrenni friðlandsins verið á móti friðuninni og talið fullvíst að þegar sulturinn sverfði að legðu dýrin land undir fót og leituðu fanga þar sem ætis væri von, en líffræðingar hafa haldið hinu gagnstæða fram, þ.e. að dýrin haldi sig á sínum heimaslóðum. Því þótti honum fengur í merktu tófunni sem með komu sinni hingað, ásamt hinum þremur merktu tófum, sannar kenningar þeirra fyrrnefndu. í fyrra vetur stóðu deilur þeirra Morgunblaðið/Margit Elva Það var mikið fjör á þorrablótinu í Grímsey. Gestir á árlegu þorrablóti Grímseyinga f félagsheimilinu Múla fá sér á diskana og að veqju svignuðu borð undan krásunum. i/ú Morgunblaðið/Kristbjörg Lóa Arnadóttir Indriði Aðalsteinsson með tóf- urnar þijár sem hann skaut. Indriða og Páls sem hæst og eftir að merkta tófan var pkotin á Rauðamýri sendi Indriði opið bréf til Páls í blaðið Vestra á Isafirði, þar sem þetta ljóð fylgdi með: Refa tryggð við heimahaga höfðu bændur rægt til baga. „Vísindin" því vildu sanna vit og gildi kenninganna. Líffræðinga flokkur fríður ferðar ekki lengi býður. Og í blaði, séð ég hef, sóttist vel að merkja ref. Haustið kom með hríðar kargar, heldur var þá fátt til bjargar. Ef friðland ekki fæðu gefur til ferðar býr sig svangur refur. Austur og vestur heldur hjörðin, hverfa að baki Drangaskörðin. Yfir jökul aðrir blína, ekki spara fætur sína. Mannabyggðir heilla hugann, hér er fjölmörg matarsmugan. Lyftast vonglöð loðin stýri, líta við á Rauðamýri. Fjórir þeirra feigir hittu fantagóða refaskyttu. Svo í pósti sendir vini sjálfum Páli Hersteinssyni. „Vísindanna“ vöskum smið varð þá heldur illa við. Skynsemi fyrir skaut því loku: „Skömmin hefur villst í þoku!“ Opið hrað- skákmót á Akranesi SKÁKFÉLAG Grandrokk heldur opið hraðskákmót á Grandrokk, Akranesi, laugar- daginn 22. febrúar klukkan 14. Mótið er haldið í tilefni af því að veitingastaðurinn Grand- rokk hefur nú fært út kvíarnar, en um síðustu helgi var Grand- rokk opnað á Akranesi, þar sem áður var Langisandur. Grandrokk á Akranesi verð- ur í fyrstu opið fimmtudaga, föstudaga og laugardaga og lögð verður áhersla á að gera vel við skákáhugamenn. Mótið er öllum opið og verður sætaferð frá Grandrokk, Smiðjustíg 6, klukkan 13, og farið verður aftur til Reykjavík- ur að loknu móti og verðlauna- afhendingu. Fyrstu verðlaun eru 30 þúsund krónur. Þátttak- endur skrá sig á staðnum, en eru vinsamlega beðnir um að vera mættir nokkru fyrir klukk- an 14. Keppnisgjald er 500 kr. Frábær tilboð á rúmum, náttborðum, kommóðum v 1 R s 1 11 " 1 " og klæðaskápum. Opið: laugardag 10-17 15% afsláttur af fylgihlutum (dýnum, dýnuhlífum, koddum o.fl.) þegar keypt er rúm. sUútuvogi u • Sími 568 5588
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.