Morgunblaðið - 24.02.2000, Síða 30

Morgunblaðið - 24.02.2000, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ McCain sigrar í tveimur ríkjum með miklum stuðningi demókrata og óháðra Þarf nú að auka fylgi sitt meðal hægri- manna John McCain vann mikilvægan sigur í for- kosningum bandarískra repúblikana í tveimur ríkjum í fyrradag. En lítið fylgi meðal hægrimanna gæti orðið honum að falli í næstu lotu baráttunnar þegar stuðn- ingur demókrata og óháðra kjósenda verð- ur ekki eins þýðingarmikill og verið hefur. John McCain, öldungadeildarþingniaður frá Arizona og eiginkona hans Cindy fagna sigri í forkosningum í Michigan og Arizona. JOHN McCain, öldungadeildarþing- maður frá Arizona, bar sigurorð af George W. Bush, ríkisstjóra Texas, í forkosningum repúblikana í Mich- igan og Arizona í fyrradag. McCain naut mikils stuðnings meðal óflokks- bundinna kjósenda og repúblikana í báðum ríkjunum og lýsti kjósendum sínum sem „nýjum meirihluta“ er yrði „versta martröð" Als Gores, varaforseta og líklegs forsetaefnis demókrata, í forsetakosningunum í nóvember. Sigur McCains í Michigan er mjög mikilvægur þar sem hann hafði beðið ósigur fyrir Bush með 11 prósentu- stiga mun í Suður-Karólínu aðeins þremur dögum áður. Kjörsóknin í Michigan var meiri en nokkru sinni fyrr og helmingi fleiri kusu í ríkinu en í síðustu forkosningum repúblik- ana árið 1996. Rúm milljón manna greiddi atkvæði og þar af taldist helmingurinn til demókrata eða óháðra kjósenda. Þessir hópar réðu úrslitum í kosn- ingunum í Michigan því tveir af hverjum þremur óháðu kjósendanna kusu McCain og um 80% demókrat- anna, ef marka má útgönguspár bandarískra Ijölmiðla. McCain fékk 50% atkvæðanna í Michigan og Bush 43%. Alan Keyes, fyrrverandi sendiherra, fékk 5%. Munurinn var meiri í heimaríki McCains, Arizona, þar sem hann fékk 60% atkvæðanna og Bush að- eins 36%. McCain fékk alla kjörmennina í Arizona, eða 30, og að minnsta kosti 46 af 58 kjörmönnum Michigan. Annar hvor frambjóðendanna þarf að fá 1.034 kjörmenn til að verða til- nefndur forsetaefni repúblikana á landsfundi þeirra í sumar. McCain hefur nú fengið 90 kjörmenn og Bush 67. Stefnir í mjög tvísýna baráttu Forkosningarnar í Michigan voru hinar mikilvægustu til þessa og ráð- gjafar McCains höfðu viðurkennt að FORMAÐUR þingnefndar, sem rannsakar barnavændismálið í Lettlandi, sagði á mánudag að skýrslur hennar yrðu ekki lagðar fram fyrr en nýr ríkissaksóknari yrði skipaður. Málið snýst meðal annars um ásakanir um að þrír háttsettir embættismenn, þeirra á meðal forsætisráðherra landsins, séu viðriðnir bamaklám og kyn- ferðislega misnotkun á börnum. Janis Skrastins ríkissaksóknari sagði af sér eftir að þingmenn sök- uðu hann um að hafa leitt ásakan- irnar hjá sér í fyrstu og kröfðust rannsóknar á framgöngu hans í málinu. Janis Adamsons, formaður nefndarinnar sagði að hann myndi ekki leggja fram öll gögn málsins fyrr en eftirmaður Skrastins yrði hann gæti ekki gert sér miklar vonir um tilnefninguna ef hann biði ósigur í ríkinu. Ráðgjafar Bush höfðu spáð honum sigri í Michigan og vonast til þess að hann gæti þar með gert vonir keppinautarins um tilnefningu að engu. Sigur McCains varð hins vegar til þess að jafnvel bjartsýnustu stuðn- ingsmenn Bush geta nú ekki lengur litið á hann sem „ósigranlegan fram- bjóðanda" í forkosningum repúblik- ana. Stuðningsmenn McCains geta nú hamrað á því í kosningabarátt- unni að Bush sé of veikur frambjóð- andi til að geta sigrað forsetaefni demókrata í nóvember þegar líklegt er að atkvæði miðjumanna og óflokksbundinna kjósenda ráði úr- slitum. Mikil spenna hefur nú færst í kosningabaráttuna eftir sigur McCains í Michigan og flest bendir til þess að þetta verði tvísýnustu for- kosningar repúblikana frá 1976 þeg- ar Ronald Reagan var nálægt því að sigra Gerald Ford, þáverandi for- seta. Bush og ráðgjafar hans voru fljót- ir að benda á að mikill stuðningur óháðra kjósenda og demókrata við McCain væri meginskýringin á sigri hans. Líkt og í Suður-Karólínu voru for- kosningamar í Michigan „opnar“, þannig að allir kjósendur ríkisins máttu taka þátt í þeim óháð því í hvaða flokki þeir voru. Bush fékk 40 prósentustigum meira fylgi meðal yfirlýstra repúblikana í Michigan og takist McCain ekki að fá fleiri flokks- bræður sína á sitt band gæti það orð- ið honum að falli þar sem aðeins repúblikanar geta kosið í mörgum ríkjanna þar sem baráttan verður háð næsta hálfa mánuðinn. McCain verður því að einbeita sér að því að auka fylgi sitt meðal repúblikana. „Það er nánast óskiljanlegt að John McCain skuli hafa sigrað í Michigan eftir að hafa goldið afhroð í Suður-Karólínu,“ hafði The Wash- skipaður. Hann kvaðst einnig ætla að veita hæstarétti upplýsingar um þátt Skrastins í málinu síðar í vik- unni. Dómsmálaráðherrann í mótmælasvelti Adamson skýrði frá því í vikunni sem leið að Andris Skele forsætis- ráðherra, Valdis Birkavs dóms- málaráðherra og Andrejs Sonciks, yfirmaður skattheimtunnar, hefðu verið sakaðir um að vera viðriðnir ington Post eftir Lindu DiVall, ráð- gjafa repúblikana. „En hann verður nú að snúa sér snarlega til hægri til að ná árangri í þeim ríkjum þar sem forkosningamar verða lokaðar." 700 kjörmenn í veði Alls verða 700 fulltrúar kjömir í forkosningum repúblikana næstu tvær vikurnar. Þar af verða 288 kjör- menn valdir í ríkjum þar sem demó- krötum og óháðum verður ekki leyft að kjósa, 96 í ríkjum þar sem kosn- ingarnar einskorðast við repúblik- ana og óháða og 316 í ríkjum þar sem allir kjósendumir geta greitt at- kvæði. Næstu forkosningar verða í Virg- iníu, Washington og Norður-Dakota á þriðjudaginn kemur og allir kjós- endumir hafa þá atkvæðisrétt. Forkosningar fara síðan fram í Kaliforníu, New York og ellefu öðr- um ríkjum 7. mars. í mörgum þeirra verður aðeins repúblikönum heimilt að kjósa, til að mynda í New York og Connecticut. Hörð barátta framundan í Kaliformu Baráttan verður að öllum líkind- um hörðust í Kaliforníu, ekki aðeins vegna þess að þar em fleiri kjör- menn í veði en í nokkm öðm ríki heldur einnig vegna þess að atkvæð- in hafa þar mismikið vægi. Allir kjós- endur Kalifomíu hafa atkvæðisrétt í forkosningunum en kjörmönnunum verður hins vegar aðeins úthlutað í hlutfalli við fylgi frambjóðendanna meðal repúblikana. Atkvæði demó- krata og óháðra gilda því ekki við út- hlutun kjörmanna. Talið er að Bush hafi náð miklu forskoti í baráttunni um kjörmenn- ina í Kaliforníu en munurinn á fylgi frambjóðendanna meðal allra kjós- endanna er miklu minni. Scott Reed, sem stjórnaði kosningabaráttu Rob- erts Dole fyrir fjómm áram, sagði að heildaratkvæðin hefðu mikla þýð- ingu þar sem mikilvægt væri fyrir frambjóðendurna að sýna að þeir gætu sigrað forsetaefni demókrata í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkj- anna í kosningunum í nóvember. Ken Khachigian, ráðgjafí Mc- Cains, kvaðst þó ætla að ráðleggja málið. Þeir hafa harðneitað allri sök og hefur Birkavs hótað að fara í hungurverkfall verði nafn hans ekki hreinsað. Dómsmálaráðherrann hefur verið í mótmælasvelti í sex daga og kraf- ist rannsóknar á því hvort Adam- sons hafi gerst sekur um rógburð. Verði Adamsons fundinn sekur um ærameiðingar kann hann að verða dæmdur í allt að árs fangelsi og til að greiða andvirði 180.000 króna í sekt. honum að einbeita sér að baráttunni um kjörmennina og því að auka fylgi sitt meðal repúblikana. McCain gaf strax til kynna í ræðu sinni eftir sigurinn í Michigan og Ar- izona að hann myndi leggja mikið kapp á að höfða til íhaldssamra repúblikana. Hann lýsti sér sem „stoltum íhaldsmanni í anda Reag- ans“ og skoraði á repúblikana að hræðast hann ekki, heldur ganga til liðs við hann. McCain sagði að forkosningamar í Michigan staðfestu að hann nyti meiri stuðnings meðal óháðra kjós- enda og miðjumanna en Bush og væri því líklegri til að geta sigrað forsetaefni demókrata í nóvember. Hann kvaðst því telja að fleiri repúblikanar myndu styðja hann í komandi forkosningum. Bush sagði hins vegar að þótt hann hefði tapað í Michigan væri það góðs viti að hann hefði fengið stuðn- ing „yfirgnæfandi" meirihluta repú- blikana. „McCain á eftir að komast að því að það em repúblikanar og óháðir kjósendur, sem aðhyllast svipaða stefnu, sem ráða úrslitum í forkosningum repúblikana,“ sagði hann. Ken Khachigian sagði að ósigur Bush í Michigan yrði til þess að fleiri kjósendur misstu trú á honum og snerast á sveif með McCain. Ráðgjafar Bush sögðu hins vegar að mestu máli skipti fyrir repúblik- ana að tilnefna forsetaefni sem gæti sameinað flokksbræður sína og höfð- að til óháðra kjósenda. Demókrat- arnir sem kusu McCain í Michigan myndu ekki kjósa repúblikana í kosningunum í nóvember. Bush enn sigurstranglegri Hlutlausir ráðgjafar repúblikana sögðu að Bush væri sigurstranglegri í komandi forkosningum þar sem hann nyti meira fylgis meðal repúblikana og töldu að erfitt yrði fyrir McCain að fá nógu marga flokksbræður sína á sitt band á þeim skamma tíma sem er til stefnu. McCain hefur þó tvisvar sinnum komið á óvart í kosningabaráttunni, fyrst með stórsigri í New Hampshire og svo aftur í Michigan þar sem margir höfðu spáð Bush sigri. Adamsons sagði að allt að tíu vitni nefndarinnar hefðu haldið því fram að embættismennirnir þrír væra viðriðnir málið. Nefndin hefur hins vegar verið sökuð um að nota rannsóknina til að koma höggi á ríkisstjómina. Málið kom upp á síðasta ári þeg- ar lögreglan handtók nokkra menn sem vora granaðir um dreifingu á barnaklámi. Rannsóknin varð að pólitísku hitamáli eftir að rannsókn- arblaðamenn skýrðu frá því að nokkur börn hefðu verið neydd til vændis og segðust hafa haft kyn- mök við háttsetta embættismenn. Margir Lettar óttast jafnvel að málið geti dregið úr líkunum á því að landið fái aðild að Atlantshafs- bandalaginu og Evrópusambandinu. OfgVT- menn am- ast við páfaferð ÖFGAMENN í ísrael hafa hót- að að spilla ferð Jóhannesar Páls páfa II til landsins í næsta mánuði. Hafa þeir dreift þús- undum áróðursspjalda í Jer- úsalem og víðar þar sem segir, að efnt verði til mótmæla er páfi kemur og komið í veg fyrir, að ferð „hins illa“ eins og þeir kalla páfa gangi hljóðalaust fyrir sig. „Við munum aldrei gleyma því, að í nafni Krists og páfans voru gyðingar drepnir í Helforinni og fyrir Rannsókn- arréttinum," sagði Noam Fed- erman, leiðtogi öfgamannanna. Kallast hreyfing þeirra Kach og var stofnuð 1973. Eftirmaður Camdessus? JAPANINN Eisuke Sakakib- ara og Bandaríkjamaðurinn Stanley Fischer hafa verið til- nefndir hugsanlegir eftirmenn Michel Camdessus, fráfarandi yfirmanns Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Sakakibara var áður aðstoðarfjármálaráðherra Jap- ans en Fischer, sem er hag- fræðingur, er nú settur fram- kvæmdastjóri sjóðsins. Þá hefur þýski hagfræðingurinn Caio Koch-Weser einnig verið nefndur til en hann hefur ekki lagt fram umsókn enn. Ráðherrar dæmdir ÞRIR fyrrverandi ráðherrar í Frakklandi voru dæmdir í gær fyrir falsanir og svik varðandi fjármögnun miðjuflokksins CDS. Pierre Mehaignerie, fyrr- verandi dómsmálaráðherra, og Jacques Barrot, fyrrverandi at- vinnumálaráðherra, vora dæmdir í átta mánaða fangelsi skilorðsbundið og Bernard Bosson, fyrrverandi samgöng- uráðherra, í fjögurra mánaða fangelsi, einnig skilorðsbundið. 1986 fengu þeir ráðgjafarfyrir- tæki til að annast verkefni, sem aldrei vora unnin en greidd af ríkissjóði. Kohl-veislum aflýst AFLÝST hefur verið tveimur miklum veislum, sem halda átti í tilefni af sjötugsafmæli Helm- uts Kohls, fyrrverandi kanslara Þýskalands, 3. og 5. apríl nk. Ráðgert hafði verið, að allt helsta fyrirfólkið í Þýskalandi sæti þær og erlendir fulltrúar, þar á meðal þeir Míkhaíl Gorb- atsjev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, og George Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Kohl neitar enn að gefa upp hverjir gáfu Kristilega demókrataflokknum fé, sem síðan var falið á leyni- reikningum. Missti hreyfíl ANNAR hreyfill Boeing 767- farþegaflugvélar í eigu egypska ríkisflugfélagsins EgyptAir rifnaði af í gær í erfiðri lend- ingu í Harare, höfuðborg Zimbabwes. Var veður mjög slæmt og mikill hliðarvindur. Atta farþegar af 76 skrámuðust lítillega. Rannsókn þingnefndar á barnavændismálinu í Lettlandi Riga. The Daily Telegp-aph, AFP. Beðið eftir nýjum ríkissaksóknara

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.