Morgunblaðið - 24.02.2000, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 35
Sigríður Zoega - sam-
starfskona Sanders
August Sander og Sigríður Zoega í KUchhausen um 1960.
Eigandi: Bryndís Jónsdóttir.
Sigríður Zoega: Friðrik Á. Friðriksson, síðar
prestur á Húsavík, Frumkópía, 1917.
BÆKUR
L j ó s in y n d i r
SIGRÍÐUR ZOÉGA -
LJÓSMYNDARI í
REYKJAVÍK
Ritstjóri: Inga Lára Baldvinsdóttir.
Texti og myndaval:
Æsa Sigurjónsdóttir.
Ensk þýðing: Bernard Scudder.
Hönnun: Sigríður Bragadóttir.
Prentvinnsla: Oddi hf.
Þjóðminjasafn íslands, 2000.
80 ljósmyndir, 192 bls.
„ÞRÁTT fyrir að ísland eigi
merka Ijósmyndasögu og hafí átt
nokkra góða ljósmyndara, þá hefur
athyglin í þeirra garð verið í mjög
lágu hlutfalli við þá umfjöllun sem
myndlistarmenn hafa fengið. Lista-
safn íslands safnar ekki ljósmyndum
heldur hefur það komið í hlut Þjóðm-
injasafns íslands. Menningarsögu-
legt gildi ljósmyndarinnar er að vísu
löngu viðurkennt, en er Ijósmyndin á
íslandi einungis metin sem söguleg
heimild, án nokkurra listrænna eða
Ijósmyndalegra eiginleika?“ (58)
Undir lok ítarlegrar og fram-
úrskarandi upplýsandi greinar sinn-
ar um hinn merka ljósmyndara Sig-
ríði Zoéga (1889-1968) veltir Æsa
Sigurjónsdóttir þannig fyrir sér
stöðu listræns mats á því besta sem
til er í íslenskri ljósmyndun. Víst
finnst mér furðulegt að listasafn
þjóðarinnar skuli ekki varðveita og
eiga úrval bestu mynda ljósmyndara
okkar, en þannig hafa mál þróast að
mynda- og filmusöfn hafa verið varð-
veitt á Þjóðminjasafninu, þar sem
varðveisla og menningarlegt gildi
skipa eðlilega hærri sess en listrænt
eða fagurfræðilegt mat. Forstöðu-
menn myndadeildar Þjóðminjasafns
hafa á liðnum árum oftlega bent á
safn mynda Sigríðar Zoéga sem eitt
hið allra besta sem þar væri geymt
og þeir sem hafa kynnst því geta ver-
ið sammála um að hún hefur verið
mjög hæfileikaríkur, vandaður og
stílhreinn ljósmyndari.
Þjóðminjasafnið heldur um þessar
mundir stóra og sérlega myndarlega
sýningu með nýjum prentunum eftir
filmum Sigríðar, auk mynda sem
unnar voru á stofu hennar og Stein-
unnar Thorsteinson, Sigríður Zoéga
og co., á nærri hálfri öld, 1915-1955.
Jafnframt hefur verið gefin út þessi
laglega bók, með grein Æsu um höf-
undinn á íslensku og ensku, og
ágætu úrvali ljósmynda sem gefa
góða innsýn í vinnubrögð Ijós-
myndarans og stíleinkenni.
í grein sinni leggur Æsa sérstaka
áherslu á nám og störf Sigríðar hjá
August Sander í Köln, og er það vel,
því óhætt mun vera að kalla það eitt
af hinum lítt þekktu ævintýrum ís-
lenskrar listasögu. Sander er í dag
viðurkenndur sem einn af helstu
listamönnum Þýskalands á öldinni
sem er að líða, höfundur hins fræga
verks „Maður tuttugustu aldarinn-
ar“.
Sigríður bjó og starfaði hjá fjöl-
skyldu Sanders í þrjú ár, 1911-1914,
og þótt það sé ekki langur tími hefur
dvölin haft mikil áhrif á þroska henn-
ar og sýn sem ljósmyndara. Æsa
nefnir ágæt dæmi um áhrif læri-
meistarans í myndum Sigríðar eftir
að hún hafði flutt aftur til íslands og
opnað eigin stofu.
August Sander hefur greinilega
hrifist af hinni ungu íslensku konu og
vinátta þeirra entist til æviloka.
Hann réð hana eftir að hafa svarað
auglýsingu í þýsku ljósmyndariti þar
sem hún falaðist eftir vinnu, en Sig-
ríður hafði starfað á ljósmyndastofu
Péturs Brynjólfssonar í Reykjavík
og hélt til Danmerkur, og síðan
Þýskalands, í von um að fá inni hjá
góðum ljósmyndara þar sem hún
gæti lært fagið. Vinátta þeirra Sand-
ers varð náin og ævilöng, og hann
kallaði Sigríði síðar „samstarfskonu
sína á þeim árum þegar hann var að
leggja grunninn að hinu fræga verki
sínu“.
Því miður eru engin viðtöl til þar
sem Sigríður fjallar um ljósmyndun
sína, og ekkert skrifaði hún heldur
um fagið. Því höfum við einungis
þetta heildstæða safn að skoða, svo
ítarlega skráð I bókum ljósmynda-
stofunnar sem fylgja filmunum. Sig-
ríður var dæmigerður stofuljós-
myndari sem tók eftir pöntun
portrettmyndir eða myndir af hóp-
um og fjölskyldum. Segja má að hún
hafi verið ljósmyndari borgarastétt-
arinnar í Reykjavík, sjálf af efnaðri
fjölskyldu, tengd kaupmönnum og
embættismönnum. Flestar mynd-
anna voru teknar á ljósmyndastof-
unni og eins og Æsa bendir á lagði
hún mikla áherslu á uppsetningu
hópa og tengsl einstaklinga innbyrð-
is. Hún lagði til dæmis áherslu á
hendur fólks í myndunum og var
ákaflega snjöll að byggja myndimar
vel upp á einfaldan hátt.
Einnig tók Sigríður afar áhuga-
verðar ljósmyndir utan ljósmynda-
stofunnar, eins og í betri stofum
borgaranna - stundum án íbúanna
og eru það oft snilldarlegar myndir.
Hún hefur líka verið fengin inn á
skrifstofur og í fyrirtæki og skapað
þar áhugaverðar uppstillingar, yfir-
litsmyndir yfir vinnustaði eða hrein
portrett - og sums staðar leynir sér
ekki handbragð Sanders, eins og í
mynd af þremur skósmiðum og ann-
ani af Brynjólfi Sigurðssyni gas-
stöðvarstjóra.
Myndunum í bókinni er vissulega
ætlað að gefa dæmi um vinnubrögð
Sigríðar, væntanlega jafnframt því
að sýna bestu myndir hennar. I
heildina bregða þær upp áhuga-
verðri sýn á borgara Reykjavíkur á
fyrri hluta 20. aldar. Vissulega eru
sumar betri en aðrar - og nokkrar
eru framúrskarandi góðar. Þar á
meðal má nefna mynd af starfs-
mönnum beykiverkstæðis, þar sem
menn munda hamra og sitja á tunn-
um; mynd af barnsvöggu inni á
heimili heildsala; fermingarmynd af
Láru Jónsdóttur og mynd af lúðrafé-
laginu Gígju.
Hönnun bókarinnar er stílhrein og
smekkleg. íslensk útgáfa greinar
Æsu er skreytt með athyglisverðum
myndum úr ævi ljósmyndarans,
heimildaskrá er ítarleg sem og ævi-
skráin. Myndir Sigríðar eru prentað-
ar ein á síðu, hver á eftir annarri;
myndatextar eru aftast. Helsti Ijóð-
ur bókarinnar er prentunin. I dag er
annað varla boðlegt en að prenta
svarthvítar myndir í ljósmyndabók-
um í tví-, þrí- eða fjórlit. Hér er
prentað í mónókróm svörtu - reynd-
ar lakkað yfir og lyftir það myndun-
um nokkuð á síðunum - en mynd-
vinnslan er ekki nægilega jöfn,
sumar myndanna eru of gráar og
verulegur munur á prentgæðum
milli mynda.
Ekki er annað hægt en að fagna
útgáfu þessarar bókar. Gaman væri
að sjá Þjóðminjasafn halda þessu
starfi áfram og kynna verk fleiri ljós-
myndara sem leynast í þeirra fórum,
því víst er þar margt stórmeriálegt
að finna. En eftir að hafa notið þess-
arar góðu bókar um Sigríði Zoéga og
þeirra fínu mynda sem hún tók, hef
ég nokkrum sinnum flett upp á og
horft á litla mynd sem fylgir grein
Æsu Sigurjónsdóttur. Hún er tekin
um 1960 í Kuchausen í Þýskalandi og
fókusinn er á limgerði og girðingu
bakvið manninn og konuna sem hún
sýnir, örlítið óskýr. Hún er á áttræð-
isaldri, með hvítt hár, í hvítri blússu
og í fínni kápu; hann er eldri; góðleg-
ur maður með fínt hálstau, hringlaga
gleraugu og Ijósan barðabreiðan
hatt. Andlit Sanders er mér kunnug-
legt af snilldar sjálfsmyndum sem
hann tók á gamals aldri, en þarna
standa þau saman hálfri öld eftir að
þau hittust fyrst, samstarfsfólkið og
vinirnir, August Sander og Sigríður
Zoéga.
Síðasta sýning
Iðnó
Frankie og Johnny
Síðasta sýning á Frankie og
Johnny verður laugardaginn 26.
febrúar, en það var frumsýnt í
september sl.
Sagt er frá Frankie og Johnny,
tveimur einmana sálum sem
finna hinn hreina tón ástarinnar,
þrátt fyrir ólíkan bakgrunn.
Þetta er ástarsaga gædd húmor
og hlýju sem gerð var kunn í
samnefndri kvikmynd með
Michelle Pfeiffer og A1 Pacino í
aðalhlutverkum.
Það er Halldóra Björnsdóttir
sem túlkar hlutverk Frankie og
með hlutverk Johnnys fer Kjart-
an Guðjónsson. Leikstjóri er Við-
ar Eggertsson.
Einar Falur Ingólfsson
BÓK SEM HEFUR VAKIÐ VERULEGA
ATHYGLI OG NÚ ÞEGAR
HJÁLPAÐ MÖRGUM!
Rétt
New York Times metsölubókin
RÉTT MATARÆÐI
FYRIR ÞINN BLÓÐFLOKK
eftir dr. Peter D’Adamo
hefur selst í milljónum eintaka,
vakið gífurlega athygli og hjálpað
fjölda fólks.
B
mataiaaj
Dr. peterj
Þorbjörg
Hafsteinsdótiir
Hinn þekkti
hjúkrunarfræðingur og næringarráðgjafi
Þorbjörg Hafsteinsdóttir, segir um efni bókarinnar:
„Blóöflokkafæðiö er þaö sem kemst næst einstaklingsbundnu fæði
og er þar af leiðandi einstakt þar sem tekið er tillit til að við erum
ekki öll eins og eigum ekki öll að borða sama mat. Sjálf hef ég góða
reynslu af þessu mataræði og margir af mínum skjólstæðingum
finnst þeir vera „komnir heirn" þegar ég set þá á þetta fæði."
Hinn heimsfrægi krabbameinslæknir Bernie Siegel m
segir einfaldlega um efni bókarinnar: Jj^
„Tímamótauppgötvun". leimruós
BÓK SEM LEGGUR GRUNNINN AÐ NÝJU OG BETRA LÍFI FYRIR ÞIG