Morgunblaðið - 24.02.2000, Page 37

Morgunblaðið - 24.02.2000, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 37 la og félaga verkafólks rkfall á semur? rarannsóknanefnd ingar takist á næstu dögum. Ræða á um alla þætti samnings á samningafundi á morgun og er allt eins gert ráð fyrir að haldið verði áfram viðræðum um helgi- na. Halldór Björnsson, formaður Efl- ingai-, segir að þó viðræður hafi gengið allvel geti brugðið til beggja vona um árangur. Hann segir að Flóabandalagið muni halda áfram viðræðum óháð því hvað gerist hjá öðrum félögum í VMSÍ. Samninganefnd VMSÍ sleit viðræð- um við vinnuveitendur sl. mánudag og eru félögin nú að undirbúa að leggja til- lögu um verkfall fyrir félagsmenn. Ákveðið verður á næstu dögum hvaða dagsetning verður í tillögunni, en geng- ið er út frá því að hún miðist við miðjan mars. Flókin staða Eftir þær breytingar sem gerðar voru á vinnulöggjöfinni geta félögin ekki veitt samninganefnd umboð til að boða verkfall. Leggja þarf tillögu um verkfall, sem inniheldur upphaf verk- falls og til hvaða hóps það á að ná til, fyr- ir félögin. Til að tillaga um verkfall öðl- ist samþykki verða a.m.k. 20% félags- manna að taka þátt í atkvæðagreiðsl- unni nema að um sé að ræða póst- atkvæðagreiðslu. Forystumenn stéttarfélaga á lands- byggðinni segja að það komi mjög á óvart ef tillaga um verkfall verði ekki samþykkt. Kröfugerð hafi verið undir- búin í samráði við félagsmenn og þeir hljóti að vera reiðubúnir til að berjast fyrir henni. Takist Flóabandalaginu að semja við vinnuveitendur á næstu dögum gæti sú staða komið upp að atkvæðagreiðsla um verkfall stæði yfir hjá félögunum á landsbyggðinni á sama tíma og félögin á höfuðborgarsvæðinu skrifa undir samn- inga. Sú spurning hlýtur að vakna hvaða áhrif það hefur á atkvæðagreiðsluna. Sætti félögin á landsbyggðinni sig ekki við þann launaramma sem Flóabanda- lagið hefur þá markað verða þau að reyna að brjótast út úr honum. Staðan er því flókin. Segja má að fyrst viðræðuslit hafi orðið í viðræðum VMSÍ og vinnuveitenda sé ekki um ann- að að ræða fyrir vinnuveitendur en að reyna að ná samningum við Flóabanda- lagið og síðan Samiðn, Rafiðnaðarsam- bandið og verslunarmenn. Staða Flóa- bandalagsins tU að ná fram kröfum sínum við þessar aðstæður er að sumu leyti sterk því að ef slitnar upp úr við- ræðum bandalagsins og SA mun það væntanlega fara að huga að aðgerðum líkt og VMSÍ-félögin úti á landi. Forystumenn félaga á landsbyggð- inni sem Morgunblaðið ræddi við í gær sögðust reikna með að vinnuveit- endur reyndu að einangra Verkamannasambandið með því að einbeita sér að þvi að semja við Flóabandalagið. Þeir sögðu að VMSÍ yrði að sjálfsögðu að skoða stöðuna á hverjum tíma. Ekki væri útilokað að menn myndu endur- meta stöðuna ef samningar tækjust á al- mennum markaði, en eins og málin horfðu við í dag myndu félögin einbeita sér að því að undirbúa verkfall. g hugsan- rkfalls Fljótlega Þorsteinn Ölafsson, fráfarandi stjórnarformaður Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, segir bankann brautryðjanda á íslenskum fiármálamarkaði Arangur bank- ans fram úr björtustu vonum Fjárfestingarbanki atvinnulífsins er orðinn verðmætasta fjármálafyrirtækið á Verð- bréfaþingi Islands og annað verðmætasta fyrirtækið á eftir Eimskip. Þorsteinn Olafsson hefur verið formaður stjórnar bankans frá upphafí og í samtali við Hall Þorsteinsson segir hann að vel hafí tekist að skila bankanum fram á veginn og hans bíði spennandi framtíð. Morgunblaðið/Jim Smart Þorsteinn Ólafsson, fráfarandi stjórnarformaður FBA. Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. var stofn- aður 30. júní 1997 og hófst starfsemi hans 1. janúar 1998. Frá upphafi hefur stjóm bank- ans lagt áherslu á að hagkvæmni yrði gætt í starfsemi bankans, bæði tH að tryggja góða afkomu og tryggja ís- lenskum fyrirtækjum aðgang að fjár- magni á hagstæðum kjörum. Þá var strax lögð áhersla á að auka þjónustu við viðskiptamenn og breikka þjón- ustusviðið. Þorsteinn Ólafsson hefur verið for- maður stjómar FBA frá stofnun bankans og segir hann að sá árangur sem hafi náðst hafi farið fram úr björtustu vonum. Bankinn hafi mark- að ákveðin þáttaskil á íslenskum fjár- málamarkaði og þrátt fyrir vantrú ýmissa utanaðkomandi í upphafi hafi bankinn sannað tilverurétt sinn eftir- minnilega. „Margir töldu að þessi nýi banki hefði engu hlutverki að gegna og að ungir stjómendur hans myndu ekki ráða við verkefnið. Það hefur hins vegar sýnt sig að þessar gagnrýnis- raddir áttu ekki við rök að styðjast. Bankanum hefur fylgt ferskur blær og hann hefur verið brautryðjandi á margan hátt, og það hefur komið í ljós hve vel var að verki staðið að innri uppbyggingu hans. Hluthafar bankans uppskera nú árangur þess undirbúnings," segir Þorsteinn. Alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki á sviði fjármála í upphafi var hlutverk FBA skil- greint á þann hátt að bankinn veitti íslensku atvinnulífi víðtæka þjónustu við öflun, stýringu og hreyfingu á fjármagni. Síðastliðið haust ákvað stjórn bankans að hefja undirbúning að því að endurskoða stefnu bankans í ljósi fenginnar reynslu og lauk vinnu við þá endurskoðun skömmu fyrir áramót. Þá samþykkti stjórnin nýja stefnumótun fyrir bankann sem felur í sér ákveðnar gmndvallar- breytingar, en bankinn er nú skil- greindur sem alþjóðlegt þekkingar- fyi-irtæki á sviði fjármála. „Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk fjármálastofnun er skilgreind á þenn- an hátt og ég tel þessa skilgreiningu þá metnaðarfyllstu sem íslenskt fjár- málafyiirtæki hefur markað. Með þessu er lögð áhersla á að FBA lítur á sig sem alþjóðlegt fyrirtæki og bank- inn einskorðar sig ekki lengur við að þjóna íslensku atvinnulífi heldur ætl- ar hann sér jafnframt að hasla sér völl erlendis. í þessu er fólgin viður- kenning á því að starfsmenn bankans búi yfir hæfni sem gjaldgeng er í al- þjóðlegum samanburði og að helsta verðmæti bankans sé fólgið í þekk- ingu starfsmanna þess. Auk þess er lögð áhersla á að helsta verkefni starfsmannanna sé að þjóna við- skiptavinum hans sem best,“ segir Þorsteinn. Þjónusta við erlend sjávar- útvegsfyrirtæki I samræmi við nýja stefnu FBA mun bankinn á næstu mánuðum byggja upp þjónustu við erlend sjáv- arútvegsfyrirtæki og fjársterka ein- staklinga, en liður í því síðarnefnda er kaup FBA á enska einkabankan- um R. Raphael & Sons. Fyrirtækja- svið bankans hefur nú þegar hafið viðskipti við nokkur sjávarútvegsfyr- irtæki í Kanada og að sögn Þorsteins er tíðinda að vænta innan skamms af frekard útrás. „Þau stóru sjávarútvegsfyrirtæki sem við höfum verið í sambandi við í Kanada hafa lýst yfir mikilli ánægju með þá þekkingu sem FB A hefur yfir að ráða varðandi málefni sjávarút- vegsins. Jafnframt hafa þau látið í ljós að ekki sé saman að jafna þekk- ingu okkar á því sviði og hinna hefðbundnu viðskiptabanka þar sem sjávarútvegur er eðli málsins sam- kvæmt mjög lítill þátt- ur í starfsemi viðkomandi banka. Þetta endurspeglar vel að á þessu sviði höfum við sérþekkingu sem ég tel að sé alþjóðlega samkeppnishæf," segir Þorsteinn. Sölu á meirihluta ríkisins í FBA lauk um miðjan nóvember síðastlið- inn og segir Þorsteinn það hafa verið mikla framsýni hjá rfldsstjóminni að hnykkja á einkavæðingu bankans og ljúka því verkefni. „Fyrir sitt leyti getur rfldsstjómin verið mjög ánægð með þann árangur sem náðst hefur. Þama er kominn dreifður hópur hluthafa og þar af nokkrir kjölfestufjárfestar og ég tel að það sé bankanum til góðs. Þama er um að ræða bakhjarla sem gott er fyrir hvaða fjármálastofnun sem er að hafa sem hluthafa, en jafnframt teldi ég mjög æskilegt að almenning- ur sæi sér fært að fjárfesta með virk- um hætti í bankanum. Nú þegar era hluthafamir um 4.000 talsins, en þar af fara 3.900 þeirra aðeins með 10% hlutafjárins. Eg vildi gjaman sjá að almenningur væri með ennþá stærri hlut í bankanum með dreifðri aðild,“ segir hann. Þorsteinn leggur áherslu á að bankar séu ekki eins og hvert annað fyrirtæki þar sem þeim fylgi mikið vald og ábyrgð þeirra sem hafa á höndum yfirstjórn og rekstur sé mik- il. Dreifð eignaraðild tryggi trúverð- ugleika út á við og komi í veg fyrir að einstakir hluthafar hafi óeðlileg áhrif á starfsemi viðkomandi banka í krafti stórs eignarhluta. Þetta hljóti sér- staklega að eiga við ef viðkomandi hluthafar stunda hliðstæða starfsemi og viðkomandi banki eða ef þeir geti verið í samkeppni við viðskiptavini bankans með þátttöku sinni í við- skipta- og atvinnulífi. Aðeins rúm fyrir tvo viðskiptabanka Þær forsendur sem á sínum tíma vora fyrir þátttöku ríkisins í fjár- málastofnunum telur Þorsteinn vera fyrir löngu brostnar og eignarhald rfldsins í viðskiptabönkum skekki samkeppnis- stöðu á markaði, auk þess sem það komi í veg fyrir nauðsynlega hagræð- ingu í bankakerfinu. „Eg tel að það sé í raun aðeins rúm fyrir tvo viðskiptabanka hér á landi fyrir utan sparisjóðina, en knýjandi er orðið að gera breytingar á spari- sjóðunum hvað varðar félagaform þeirra. Stjómvöld eiga að hraða einkavæðingu rfldsbankanna tveggja og tryggja dreifða eignaraðild að þeim, en þama er um mikil verðmæti að ræða og það verður að ígranda vel hvemig þessu verður komið á án þess að ofbjóða markaðnum." Fordæmi FBA hvati fyrir önnur fyrirtæki FBA hefur verið fyrst fyrirtækja á VÞÍ til að birta afkomutölur sínar fyrir liðið ár, en þær vora birtar 3. febrúar síðastliðinn, og einnig er það með fyrstu fyrirtækja á Verðbréfa- þingi til að halda aðalfund sinn. Þor- steinn segir að þetta lýsi því að grannkerfi bankans, bakvinnslan og innri uppbygging virld mjög vel og gangi í dag eins og smurð vél. „Þetta gæti verið hvati fyrir önnur fyrirtæki til þess að hraða því að birta uppgjör og halda aðalfundi, en ekki draga það fram á mitt ár eins og verið hefur lenska. Þá finnst mér nauðsyn- legt að þau fyrirtæki sem era á Verð- bréfaþingi birti upplýsingar m- rekstri sínum reglulega og eins hratt og við verður komið, og þá finnst mér þriggja mánaða viðmiðunin ákaflega heppileg. Það á við um alla verðbréfa- markaði að þeir era viðkvæmfr fyrir innheijaupplýsingum og því oftar sem slík uppgjör era gerð því betra. Þetta þjónar því að gera markaðinn skilvirkari og koma í veg fyrir óþarfa spekúlasjónir á markaðnum.“ Bankinn kominn með gæðastimpil Skuldabréfaútgáfa FBA á alþjóða- markaði í byrjun síðasta árs olli þáttaskilum í fjármögn- un bankans, að sögn Þorsteins, og segir hann það vera einstaklega ánægjulegt að útgáfa bankans á þessum bréf- um fékk sérstaka viðurkenningu á al- þjóðavettvangi þar sem FBA var val- inn besti útgefandi skuldabréfa af þessu tagi í Evrópu á árinu 1999. Þannig sé bankinn kominn með ákveðinn gæðastimpil og viðurkenn- ingu alþjóðlegra fjármálastofnana. og þetta sé mikil traustsyfirlýsing. „Við höfúm þegar fjármagnað allt að 54 milljarða króna með þessum hætti en núna er meiningin að tvöfalda út- gáfu bankans í lok mánaðarins upp ÍÝ 1,5 milljarð evra, eða 108 milljarða ís- lenskra króna. Útgáfan hefur haft lánshæfismatið A3 sem telst mjög gott af tiltölulega litlum hlutafélaga- banka, en ég sé ekkert í veginum fyr- ir því að með tíð og tíma geti þessi lánshæfiseinkunn hækkað enn frek- ar. Það myndi koma viðskiptavinum okkar til góða í formi lækkaðs lán- tökukostnaðar bankans," segir Þor- steinn. Áhættumat sé faglegt Áhættu- og fjárstýring FBA er að mati Þorsteins til fyrirmyndar og einnig gæði útlánasafns bankans. Hann segir mikilvægt að íslenskar lánastofnanfr gæti mikillar varfæmi á þessu sviði og það sé mjög áríðandi að áhættumat í lánastofnunum sé faglegt. „Menn verða að verðleggja útlán sín í Ijósi áhættu, en mér finnst nokk- uð hafa borið á því í samkeppni lána- stofnana að það hafi verið tilhneiging til þess í verðlagningu útlána að taka ekki tillit til áhættu með nægilegum hætti. Það er grandvallaratriði og hjá okkur er það líka nýjung að við höf- um frá upphafi gefið framkvæmda- stjóm bankans skýrt afmarkaðar heimildir til ákvarðana um einstök»- mál. Samhliða höfum við lagt áherslu á ny'ög góða upplýsingagjöf til stjóm- aiinnar, þannig að hún sé reglulega upplýst um áhættur bankans og stöðu hans, og fái samstundis vitn- eskju um það ef einhver vandamál koma upp. Með þessu móti hefur framkvæmdastjóm bankans fengið mikið frelsi til einstakra ákvarðana. Þetta tel ég mjög heilbrigt og eðlilegt í nútímastjómun, en að sjálfsögðu ber stjóm bankans ábyrgð á öllum þeim ákvörðunum sem era teknar.. - Það er fyrst því og fremst hlutveric stjórnarinnar að fylgjast með því að verklagsreglum stjómarinnar sé fylgt, að áhættustýring sé í góðu lagi, áhættudreifing skynsamleg, og að fylgt sé mjög ströngum reglum um að umboð til ákvarðana sé virt,“ segir Þorsteinn. Vaxandi íjárfestingar í óskráðum félögum FBA hefur í vaxandi mæli tekið þátt í fjárfestingum í óskráðum félög- um og í því sambandi telur Þorsteinn að þekking starfsmanna bankans og hæfni til mats á nýjum fyrirtækjum og viðskiptatækifærum sé mjög mik- ilvæg, en margar af þessum fjárfest- ingum segir hann að séu að skila* bankanum umtalsverðum tekjum. Með þessu móti leiki bankinn stórt hlutverk í nýsköpun í atvinnulífinu og hann geti í raun og vera nálgast þau verkefni með mun sveigjanlegri og hraðvirkari hætti en t.d. þeir opin- berir aðilar sem hafa látið að sér kveða á þessu sviði. „Þá má geta þess að bankinn braut blaðer hann tók þátt í að kaupa hlut eigenda í Hagkaup og tengdum fé- lögum og seldi síðan þegar Baugur fór á markað. Þannig getur bankinn tekið þátt í endurskipulagningu eign- arhalds í atvinnulífinu og hjálpað til við markaðsvæðingu þess. Þá var það tímamótamál þegar bankinn keypti ásamt öðram eignarhlut í DeCode^- Genetics, en með því var meirihluta eignarhaldi í félaginu komið í íslensk- ar hendur." Spennandi framtíð Þorsteinn segir það hafa verið mjög ánægjulegt að taka þátt í því að móta þennan nýja banka, áherslur og fyrirtækjabrag og að bankinn hafi ákveðið að reisa nýjar höfuðstöðv- ar. „Ég hverf mjög sátt-* ur og ánægður frá^ borði og tel að okkur sem trúað var fyrir þessu verkefni á sínum tíma hafi tekist að skila bankanum mjög vel á veg og hans bíði spennandi framtíð á grandvelli hinnar nýju stefnu sem mótuð hefur verið. Hún lýsfr mikilli trú á íslenskt framtak og þekkingu á nýrri öld,“ segii- Þorsteinn Ólafsson. ^ Bankanum hefur fylgt ferskur blær FBA lltur á sig sem alþjóðlegt fyrirtæki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.