Morgunblaðið - 24.02.2000, Síða 40

Morgunblaðið - 24.02.2000, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 '7~'.. Ki óll og hvítt Tímabœrt er að endurskoða stefnuna í áfengismálum, m.a. vegnaþess að nú- verandi stefna hefur algjörlega brugðist. Eða heldur einhverþví fram í alvöru að / drykkjusiðir Islendinga séu viðunandi? Rónamir í ensku borg- inni Liverpool eru þeir kurteisustu sem ég hef nokkum tíma hitt. „Nó sör, þetta er of mikið,“ sagði fyrst einn og síðar annar þegar ég hugðist færa hvoram þrjú, fjögur eða fimm pund að gjöf í smámynt - man ekki nákvæmlega hve mikið. Þeir sátu í göngugötu þar sem meðal annars er að finna hinn þekkta Cavem klúbb, sem Bítl- arnir gerðu frægan. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem ég læt smápen- inga af hendi rakna til þeirra sem minna mega sín, og engin ástæða til að gorta af því, en ástæða þess að minnst er á atvikið er að ég mundi ekki eftir að hafa fengið slík viðbrögð áður. Mér láðist að spyrja hvort breska þingið hefði ef til vill samþykkt eitthvert hámark ifinunoc semmenní þessaristétt mættu þiggja afhverjumog einum, en Eftir Skapta Hallgrímsson fannst það svo sem ekki líklegt. Forsjár-hyggjan er líklega ekki svo mikil í Bretlandi. Þingið hefði þá líklega gengið alla leið og sam- þykkt bann við rónum. Blessaðir mennirnir hafa sjálfsagt bara ekki viljað hafa of mikið handa á milli í einu; talið að þá færa þeir að eyða í einhverja bölvaða vitleysu. Best að eiga ekki meira en fyrir bita og einum bjór í einu, hafa þeir ef til vill hugsað með sér. Og þó; maður veit aldrei upp á hverju þingmenn taka. Gæti það verið? Og blessaðir rónarnir svo heiðarlegir að þeir treysti sér ekki til að brjóta lög? Sjaldnast er gaman að umgang- ast fyllibyttur, hvort sem þær eru útigangsmenn eður ei. Og ekki er 'y gott að segja til um hvers vegna Pétur verður ofdrykkjumaður en ekki Páll. Mér finnst Uklegra að ástæðan sé genetísk en rekja megi hana til þess að Pétur hafi átt heima nær áfengisverslun bæjar- ins eða að hann hafi jafnvel alist upp í einhveiju útlandinu þar sem áfengi fæst í matvöruverslunum. Tel meira að segja sennilegra að hjá foreldram Páls hafi vín verið einstaka sinnum á borðum með góðum mat - jafnvel oft - og fólkið að auki dreypt á sterku víni við og við. í hófi vitaskuld. Að hann hafi sem sagt ekki alist upp við að áfengi væri forboðinn ávöxtur; fyrirbæri sem hann mætti aldrei nokkum tíma snerta, heldur nokkuð sem teldist sjálfsagður og eðlilegur hlutur. Mér hugkvæmdist heldur ekki að spyrja hvort rónarnir í Liver- pool hefðu hugsanlega fæðst og al- ist upp í áfengisverslun eða á vín- búgarði. Eða hvort forfeður þeirra hefðu slæma reynslu af því að eiga of mikla peninga. Eins og allir vita getur það verið stórvarasamt. Fimm þingmenn Samfylkingar- innar hafa nú gerst svo djarfir að leggja fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að skipuð verði nefnd til að endurskoða reglur um sölu áfengis svo heimila megi sölu á léttum vínum og bjór í matvöra- verslunum hérlendis. Einnig er lagt til að nefndin athugi hvort unnt sé að hafa áhrif á neysluvenj- ur Islendinga með breyttri verð- lagningu á áfengi og aðgengi að ^ léttum vínum og bjór. Fyrsti flutningsmaður, Lúðvík Bergvinsson, sagði í framsögu sinni að eðlilegt væri að menn veltu því fyrir sér hvort ekki væri tímabært að endurskoða stefnu í áfengismálum. Auðvitað er það löngu tímabært, meðal annars vegna þess að sú stefna sem ríkt hefur hérlendis síðustu áratugi hefur algjörlega bragðist. Stefnan er gjaldþrota vegna þess að hún hefur sannanlega ekki leitt til þess að fólk umgangist vörana af var- kámi eða skynsemi. Þvert á móti hafa drykkjusiðir íslendinga verið þeim til háborinnar skammar, bæði hér heima og erlendis, eins pg allir vita. Neysluvenjur sumra íslendinga hafa reyndar breyst hin síðari ár, góðu heilli, m.a. vegna aukinnar umræðu og fræðslu og jafnvel vegna þess að aðgengi er orðið betra, en betur má ef duga skal. Breytingin tekur tíma, ég viðurkenni það, en áfengi er staðrejmd og verður ekki bann- að og þvi er það betri leið að reyna að kenna fólki að umgangast áfengi en að landinn haldi áfram að misnota það með þeim tilþrif- um sem raun ber vitni. Því ber að fagna tillögunni, ekki síst vegna þeirrar hugmyndar að nefndin at- hugi hvort hægt sé að hafa áhrif á neysluvenjurnar. Nokkrir þingmenn lýstu sig strax algjörlega andvíga tillögu fimmmenninganna eins og búast mátti við en aðrir virðast henni fylgjandi. Spennandi verður að sjá hver afdrif hennar verða. Vonandi kemur tillagan til atkvæðagreiðslu en sofnar ekki í nefnd eins og kunningi minn og áhugamaður um störf Alþingis fullyrti reyndar strax í gær að væri líklegast. Og þegar þar að kemur verður spenn- andi að sjá og heyra hver rök verða með og hver á móti tillög- unni. Hvort forsjárhyggja ræður þar ferðinni eða einhver önnur nú- tímaleg sjónarmið. Eða hvort til- lagan verður jafnvel felld í því skyni að koma í veg fyrir að hægri sinnaðir íslendingar komi til með að hagnast á því að selja áfengi í framtíðinni! Það er auðvitað sanngimismál að fólk alls staðar á landinu hafi sömu möguleika á að nálgast vín í verslunum. Hvernig má það vera að sums staðir þurfi fólk að aka langa leið til að kaupa áfengi? Og hver era rökin fyrir því að einung- is þeir sem fá greidd laun frá hinu opinbera séu til þess færir að selja vín í verslunum? Væri kannski réttast að hinir fjölmörgu bar- þjónar landsins verði allir settir á launaskrá ríkisins? Þessum spumingum er ekki hægt að svara og vígið raunar fyr- ir löngu fallið. Þegar Jón Jónsson á Dalvík nær í sparifötin sín í fata- hreinsunina getur hann nefnilega gripið með sér rauðvínsflösku eða bjórkippu í leiðinni, ef hann langar til. Og frænka hans á Húsavík get- ur að sama skapi farið í „kjól og hvítt“-leiðangur: náð í kjólinn sinn í fatahreinsun bæjarins og keypt sér hvítvín með matnum á sama stað ef hún vill. Sums staðar úti á landi hefur ÁTVR sem sagt samið við fólk í öðram þjónustugreinum um að selja fólki áfengi. Skyldi þorri fatahreinsunar- fólks úti á landi e.t.v. hneigjast til vinstri í stjómmálum? UMRÆÐAN Fyrirvinna fram- tíðarinnar? Á HVERJUM tíma hafa menn tekið sér í munn orð ræðusnill- ingsins Ciceros; hvílík- ir tímar, hvflíkir siðir. Og hvflfldr tímar hraða, vinnuálags, kröfuhörku, sam- keppni og hvílíkir siðir, kaupæði, skyndibita- fæði, stofnanauppeldi barna og gamalmenna. Hin gömlu góðu fjöl- skyldugildi virðast fyr- ir borð borin. Áður sá húsmóðirin, starfs- maður heimilisins, um rekstur höfuðstöðva og velferð fjölskyldumeð- lima, þvott, næringu, uppeldi, fé- lagslíf, umönnun aldraðra og sjúkra, matarinnkaup og matartilbúning, viðhald og viðgerðir. Heimilisföður- num var uppálagt það hlutverk að vera fyrirvinna fjölskyldunnar, finna traust og öraggt starf, sjá fjöl- skyldunni farborða, færa björg í bú, byggja þak yfir höfuðið, borga reikninga og þvo bílinn. Lífið var býsna einfalt í þá daga; öll hlutverk vel skilgreind og hver leikmaður sinnti sínu hlutverki. Guðrún Inga Ingólfsdóttir Jafnrétti Bæði kynin eru virk á vinnumarkaði, segja Guðrún Inga Ingólfs- dóttir og Guðrún John- sen, í leit að persónuleg- um þroska og árangri Guðrún Johnsen Bæði kynin virk En nú er öldin önnur, þökk sé m.a. jafnréttisbaráttunni. Hlutverk- in virðast nú ekki jafn vel skilgreind þar sem bæði kynin era virk á vinnumarkaði í leit að persónulegum þroska og árangri fremur en starfs- öryggi og stöðugleika. Börnin fá sitt uppeldi á leikskólum og skólum að miklum hluta, umönnun aldraðra fer fram á vistheimilum, sjúkir era í höndum sérfræðinga, matartilbún- ingur í höndum mötuneyta, þvottur í þvottahúsum o.s.frv. Fyrirvinnum- fremur en starfsöryggi og stöðugleika. ar era margar á hverju heimili, sem í raun gerir orðið fyrirvinna mark- laust. Foreldrar era útivinnandi og unglingar, jafnvel börn, vinna sér inn fyrir vasapeningum með auka- vinnu. Karlmaðurinn fyrirvinnan? Svona er líf meginþorra íslend- inga á borði en, þótt undarlegt megi virðast, hvorki í orði né æði. Enn er viðtekið hlutverk karlmannsins að vera fyrirvinna, þótt hann sjái ekki einn um það lengur, og viðtekið hlut- verk kvenna að axla ábyrgð á heim- ilisverkum og uppeldi þótt þær sinni víðtækum skyldum utan heimilis til jafns við karlmennina. Kannski má leiða að því líkum að konur hafi ekki sótt fram í launakröfum sínum á hendur vinnuveitenda vegna þess- ara gilda. Þær sækjast fremur eftir störfum þar sem laun eru fremur lág, ýmiss konar umönnunarstörf- um og störfum hjá hinu opinbera, en karlmenn velja sér fremur störf í einkageiranum, þar sem laun era hærri, fara frekar út í eigin atvinnu- rekstur og sækjast eftir stjórnunar- stöðum. Kann að vera að þetta val helgist af því að konum finnist þær ekki eiga að axla þá ábyrgð að vera matvinnungar fyrir sig og sína vegna þess að þær era konur og það sé hlutverk karlmannsins að sjá fjöl- skyldunni farborða? Eiginkonan með hærri laun Því er stundum haldið fram að hinn margumtalaði launamunur kynjanna sé í raun ekki fyrir hendi þar sem karl og kona era sambæri- leg í sínum störfum. Sé munurinn til staðar hafi hann fremur skapast af skorti á framkvæði kvenna sjálfra á vinnumarkaði. Samfélagið hefur síð- ur hvatt konur til afreka í atvinnu- lífinu og hefur frekar latt þær í framsækni þeirra vegna hinna við- teknu skyldna gagnvart börnum og búi. Viðhorf karlmanna hefur ekki heldur hvatt konur til dáða í að afla mikilla tekna. Þeir hafa, eins og áð- ur var komið að, ekki fylgt raun- veruleikanum eftir í hugsun sinni. Karlmaður nokkur lét á dögunum í ljósi hluttekningu sína gagnvart fé- Geðveik börn fái inni á nýjum barnaspítala HEILBRIGÐIS- RÁÐHERRA staðfesti á Alþingi í svari við fyrirspum Ástu R. Jó- hannesdóttur alþm. að börn með geðræna sjúkdóma fá ekki inni á hinum nýja bama- spítala. Ráðherra stað- festi jafnframt að úti- lokun geðsjúkra barna er gerð þvert á ráð fagfólks. Sagði ráð- herra byggingu nýs spítala tefjast ef breyta ætti um stefnu. Jafnframt hefur verið upplýst að skortur á landrými á Land- spítalalóð sé ástæðan fyrir útilokun geðsjúkra bama og staðfestir að Landspítalalóðin er fullnýtt. Geðveikt barn er veikt bam. Það er óviðunandi að börn með geðræna sjúkdóma skuli ein tekin út og út- hýst úr spítala fyrir veik börn. Er vart hægt að ímynda sér að nokkr- um dytti í hug að útiloka önnur sjúk börn með þessum hætti úr nýjum barnaspítala. Þessi útilokun hindrar einnig eðlileg samskipti og samstarf heilbrigðisstétta í þjón- ustu við öll veik börn. Læknisfræði- leg rök og reynsla mælir með slíku samstarfi og gæfi foreldram allra veikra bama kost á að leita aðstoð- ar á einum stað. Brýnt er að endurskoða áform um byggingu nýs barnaspítala svo hann rísi undir nafni. Samþykkt læknafélaganna um eitt nýtt hátækni- sjúkrahús og yfirlýs- ing heilbrigðisráð- herra sama efnis á dögunum setur málið jafnframt í nýtt ljós. Meðan stefnumótun stjórnvalda liggur ekki fyrir er naumast skynsamlegt að heíjast handa við nýjar byggingarframkvæmd- ir sem gætu staðið í vegi fyrir sameiningu sjúkrahúsanna. Framkvæmdir á Landspítalalóð era mjög skammt á veg komnar. Frá þeim sjónarhóli er því ekki of seint að endurskoða málið. Ódýrara væri að ráðast í fram- kvæmd af þessu tagi þegar of- þenslu gætir ekki í efnahagslífinu. Geðveik böm kljást í senn við ill- víga sjúkdóma og hugarfar fordóma Barnaspítali Það er óviðunandi, segir Páll Tryggvason, að börn með geðræna sjúk- dóma skuli ein tekin út og úthýst úr spítala fyr- ir veik börn. og tómlætis um hag þeirra. Erfið- leikarnir era ærnir þótt ekki sé alið á fordómum í þeirra garð. Útilok- unarstefna heilbrigðisyfirvalda ber með sér slíkt yfirbragð. Ekki verð- ur trúað að óreyndu að þau haldi þeirri stefnu til streitu þvert á öll læknisfræðileg og fjárhagsleg rök. Höfundur eryfírlœknir barna- og unglingageðlækninga við FSA. Brúðhjón Allur borðbiinaður Glæsileg (jjafavara - Bruðhjónalisfar yershjnin Laugavegi 52, s. 562 4244. Páll Tryggvason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.