Morgunblaðið - 24.02.2000, Síða 43

Morgunblaðið - 24.02.2000, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skákhátíð í Reykjavík ALÞJÓÐLEGA Reykjavíkurskákmótið er háð á tveggja ára fresti og hefur löngum skipað veglegan sess meðal skákunnenda. Mótið er ekki síður vel þekkt erlendis, enda sækir það ávallt fjöldi erlendra meistara. Nú í apríl verður mótið háð í 19. sinn og óvenju vel til þess vandað. Það er opið öllum skák- mönnum með alþjóð- leg stig og má gera ráð fyrir að keppendur verði a.m.k. 80 talsins. Auk íslensku stór- meistaranna hafa ýmsir nafntogaðir kappar boðað komu sína til „skák- eyjunnar í norðri“. Þar ber fyrst Skák íslenskir skákmenn, segir Áskell Orn Kárason, þurfa því ekki að kvarta undan skorti á öflugum og heimsþekktum and- stæðingum á 19. Reykj avíkurskák- mótinu. fræga að telja hina öldnu kempu Viktor Kortsnoj, sem enn er í fullu fjöri, þótt kominn sé fast að sjötugu. Nú eru tólf ár liðin frá hinni sögu- legu glímu Kortsnojs og Jóhanns Hjartarsonar í Saint John. Þá kast- aðist nokkuð í kekki með honum og íslendingum, en þær væringar eru löngu gleymdar og er „Viktor hinn ógurlegi" kærkominn gestur okkar á þessu móti. Þá verð- ur meðal keppenda ís- landsvinurinn Jan Timman, sem hér hef- ur margoft teflt, svo og fyrrum undrabarnið Nigel Short, sem margir þekkja. Raunár er gert ráð fyrir a.m.k. einu „alvöru" undra- bami meðal keppenda, en það er yngsti stór- meistari sögunnar, hinn 13 ára Bu Xi- angzhi, sem margir spá að verði fyrsti heimsmeistari Kín- verja í þessari fornu íþrótt. Þrátt fyrir ung- an aldur er skákstyrkur Bu þegar um 2.600 stig og má gera ráð fyrir að hann fylli þegar flokk öflugustu skákmeistara í heimi. Fleiri má telja af hinum erlendu gestum; Englendinginn Tony Miles, Bosníu- manninn Sokolov og sigurvegara síðasta móts, Larry Christiansen frá Bandaríkjunum. Allt eru þetta góðkunningjar íslenskra skák- áhugamanna. Þá verður það til að auka margbreytileika keppenda- hópsins, að Skáksambandið hefur, með tilstyrk Menningarborgarinn- ar, boðið skákmönnum frá hinum evrópsku menningarborgunum til mótsins. íslenskir skákmenn þurfa því ekki að kvarta undan skorti á öflugum og heimsþekktum and- stæðingum á 19. Reykjavíkurskák- mótinu. Mótið er liður í dagskrá Menning- arborgarinnar og hefur notið sér- staks velvilja borgaryfirvalda, sem raunar hafa ávallt sýnt skáklistinni mikinn sóma. Augu skákheimsins munu sannarlega beinast að íslandi nú á vordögum og við skákmenn og skákunnendur hlökkum til þeirrar veislu sem í vændum er. Höfundur erforseti Skáksambnnds fslands. Áskell Örn Kárason HÚSGÖGN INNRÉTTINGAR NÝ SENDING SETTA OG STAKRA STÓLA 2+1+1 kr. 83.030 Stóll kr. 22.517 ' . ■ . ^ . ■ ■ " • _________ Síðumúla 13 588 5108 Litaúrval HÖSGÖGN iNNRÉTTINGAR FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 43 Hornsófatilboð 295 cm I---------------------------------------1 220 cm |-------------------------------1 I 295 cm -------------------------1 220 cm I------------------- * m. ■c V I skíð umot fyrir fjöiskyiduna VINTERSPORT Skógrœktarfélag Reykjavíkur Pín frístund - Okkar fag INTERSPORT mun veita verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Að auki fá allir keppendur þátttökuskjal með skráðum tíma. Markmiðið með mótinu er að ná til allrar fjölskyldunnar og að kynna Heiðmörk sem skíðagöngusvæði. Skráning fer fram í versiuninni VINTERSPORT. Á staðnum og á netfanginu vignirs@mi.is Ekkert þátttökugjald. Boðið verður upp á heitt kakó frá Swiss Miss. Innes Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 Þann 27. februar verður haldið skíðagöngumót fyrir almenning í Heiðmörk. Lagt verður af stað frá Borgarstjóraplani. Keppt verður í karla- og kvennaflokki, 16 ára og eldri, og drengja- og stúlknaflokki, 16 ára og yngri. Mótið hefst kl. 13.30 og þurfa þátttakendur að vera komnir klukkustund fyrir þann tíma. Mótið er fyrir alla, byrjendur sem lengra komna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.