Morgunblaðið - 24.02.2000, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 24.02.2000, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skákhátíð í Reykjavík ALÞJÓÐLEGA Reykjavíkurskákmótið er háð á tveggja ára fresti og hefur löngum skipað veglegan sess meðal skákunnenda. Mótið er ekki síður vel þekkt erlendis, enda sækir það ávallt fjöldi erlendra meistara. Nú í apríl verður mótið háð í 19. sinn og óvenju vel til þess vandað. Það er opið öllum skák- mönnum með alþjóð- leg stig og má gera ráð fyrir að keppendur verði a.m.k. 80 talsins. Auk íslensku stór- meistaranna hafa ýmsir nafntogaðir kappar boðað komu sína til „skák- eyjunnar í norðri“. Þar ber fyrst Skák íslenskir skákmenn, segir Áskell Orn Kárason, þurfa því ekki að kvarta undan skorti á öflugum og heimsþekktum and- stæðingum á 19. Reykj avíkurskák- mótinu. fræga að telja hina öldnu kempu Viktor Kortsnoj, sem enn er í fullu fjöri, þótt kominn sé fast að sjötugu. Nú eru tólf ár liðin frá hinni sögu- legu glímu Kortsnojs og Jóhanns Hjartarsonar í Saint John. Þá kast- aðist nokkuð í kekki með honum og íslendingum, en þær væringar eru löngu gleymdar og er „Viktor hinn ógurlegi" kærkominn gestur okkar á þessu móti. Þá verð- ur meðal keppenda ís- landsvinurinn Jan Timman, sem hér hef- ur margoft teflt, svo og fyrrum undrabarnið Nigel Short, sem margir þekkja. Raunár er gert ráð fyrir a.m.k. einu „alvöru" undra- bami meðal keppenda, en það er yngsti stór- meistari sögunnar, hinn 13 ára Bu Xi- angzhi, sem margir spá að verði fyrsti heimsmeistari Kín- verja í þessari fornu íþrótt. Þrátt fyrir ung- an aldur er skákstyrkur Bu þegar um 2.600 stig og má gera ráð fyrir að hann fylli þegar flokk öflugustu skákmeistara í heimi. Fleiri má telja af hinum erlendu gestum; Englendinginn Tony Miles, Bosníu- manninn Sokolov og sigurvegara síðasta móts, Larry Christiansen frá Bandaríkjunum. Allt eru þetta góðkunningjar íslenskra skák- áhugamanna. Þá verður það til að auka margbreytileika keppenda- hópsins, að Skáksambandið hefur, með tilstyrk Menningarborgarinn- ar, boðið skákmönnum frá hinum evrópsku menningarborgunum til mótsins. íslenskir skákmenn þurfa því ekki að kvarta undan skorti á öflugum og heimsþekktum and- stæðingum á 19. Reykjavíkurskák- mótinu. Mótið er liður í dagskrá Menning- arborgarinnar og hefur notið sér- staks velvilja borgaryfirvalda, sem raunar hafa ávallt sýnt skáklistinni mikinn sóma. Augu skákheimsins munu sannarlega beinast að íslandi nú á vordögum og við skákmenn og skákunnendur hlökkum til þeirrar veislu sem í vændum er. Höfundur erforseti Skáksambnnds fslands. Áskell Örn Kárason HÚSGÖGN INNRÉTTINGAR NÝ SENDING SETTA OG STAKRA STÓLA 2+1+1 kr. 83.030 Stóll kr. 22.517 ' . ■ . ^ . ■ ■ " • _________ Síðumúla 13 588 5108 Litaúrval HÖSGÖGN iNNRÉTTINGAR FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 43 Hornsófatilboð 295 cm I---------------------------------------1 220 cm |-------------------------------1 I 295 cm -------------------------1 220 cm I------------------- * m. ■c V I skíð umot fyrir fjöiskyiduna VINTERSPORT Skógrœktarfélag Reykjavíkur Pín frístund - Okkar fag INTERSPORT mun veita verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Að auki fá allir keppendur þátttökuskjal með skráðum tíma. Markmiðið með mótinu er að ná til allrar fjölskyldunnar og að kynna Heiðmörk sem skíðagöngusvæði. Skráning fer fram í versiuninni VINTERSPORT. Á staðnum og á netfanginu vignirs@mi.is Ekkert þátttökugjald. Boðið verður upp á heitt kakó frá Swiss Miss. Innes Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 Þann 27. februar verður haldið skíðagöngumót fyrir almenning í Heiðmörk. Lagt verður af stað frá Borgarstjóraplani. Keppt verður í karla- og kvennaflokki, 16 ára og eldri, og drengja- og stúlknaflokki, 16 ára og yngri. Mótið hefst kl. 13.30 og þurfa þátttakendur að vera komnir klukkustund fyrir þann tíma. Mótið er fyrir alla, byrjendur sem lengra komna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.