Morgunblaðið - 24.02.2000, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 4j
UMRÆÐAN
Fjárfestar athugið!
Öll almenn verðbréfaviðskipti með
skráð og óskráð verðbréf.
Verðbréfamiðlunin
hf -Verðbréf
Löggilt óháð fyrirtæki í verðbréfaþjónustu
• Aðili að Verðbréfaþingi íslands •
Suðurlandsbraut 46 • Sími : 568 10 20
Flytjum inn hugvit
Einstakir háskólakennarar fá til
sín erlenda framhaldsnema auk þess
sem stjórnvöld veita erlendum
námsmönnum styrki sem hingað
koma til að leggja stund á íslensku-
nám. Þó efa ég að almennur skiln-
ingur sé á því að það er öllum til góðs
að erlendum háskólanemum fjölgi
hér á landi. Því er brýnt að móta
stefnu um hvernig við viljum standa
að þessum málum.
Höfimdur er dósent í frönsku
við heimspekideild og formaður
a lþjóðaráðs HÍ.
Verslanir
með gjafavörar!
Rýmum lager af 1999 „DECO“ gjafavörum
með góðum afslætti til 6. mars.
Takmarkað magn.
Hafið samband sem fyrst.
DANCO ehf. heildverslun,
sími 565 1820, fax 565 1815
0mbUs
LLTX\f= 6/7TWI/AO NÝT~T
UM SÍÐUSTU helgi
var haldið Háskólaþing
þar sem saman komu
fulltrúar stjórnvalda
og þeirra stofnana sem
halda uppi námi og
rannsóknum á háskóla-
stiginu. Það var gagn-
legt og uppbyggilegt
fyrir þá sem starfa á
þessum vettvangi að
hittast og átta sig í
sameiningu á því sem
gera þarf til að íslensk-
ir háskólar geti gegnt
mikilvaegu hlutverki
sínu. Á þinginu var
vakin athygli á því að
fjöldi erlendra skipt-
istúdenta í íslenskum háskólum væri
búinn að ná tölu íslendinga sem eru
skiptistúdentar við erlenda háskóla.
Háskólamenntun
Greiðum götu erlendra
háskólanema, segir
Torfi H. Tuliníus, hér
á landi. Líftækni,
jarðvísindi og mið-
aldafræði eru augljósir
kostir en vafalaust
koma önnur svið ekki
síður til greina.
Hvað segir þetta okkur? Umtals-
verður fjöldi erlendra háskólanema
hefur áhuga á því að stunda nám á
háskólastigi á íslandi. Þótt líta megi
á þetta sem staðfestingu þess að há-
skólanám hér standist alþjóðlegan
samanburð grunar mig að ástæðan
fyrir vaxandi fjölda erlendra há-
skólanema hér sé ekki síður að land-
ið sjálft heilli þetta fólk, bæði náttúr-
an en einnig íslenskt samfélag sem
er opið og á margan hátt framsækið.
Þennan gi-un byggi ég á reynslu
minni af því að taka á móti frönskum
stúdentum og af samræðum við er-
lenda kennara sem starfa við Há-
skólann. Hann er hvorki sérlega
góður né slæmur, aftur á móti fínnst
þessu langskólagengna fólki eftir-
sóknarvert að búa á Islandi.
Er þetta tækifæri sem skynsam-
legt væri að nýta? Miklu fleiri
menntaðir íslendingar hafa fest
rætur erlendis en menntaðir útlend-
ingar ílust hingað. Því hefur verið
töluverður neikvæður halli á skipt-
um okkar á mannauði við erlendar
þjóðir. Ef ísland á að verða að því
þekkingarsamfélagi sem okkur
dreymir um verða fleiri háskóla-
menntaðir Islendingar að kjósa að
búa hér. En það er ekki nóg heldur á
einnig að greiða götu erlends há-
skólafólks sem hér vill setjast að.
Ein leið til þess er að erlendum há-
skólanemum hér á landi haldi áfram
að fjölga. Það gerum við með því að
taka betur á móti skiptistúdentum,
en einkum með því að byggja upp al-
þjóðlegt framhaldsnám. Algeng rök
fyrir framhaldsnámi hér á landi eru
þau að með því erum við að sporna
gegn því að íslenskir nemendur
haldi utan og setjist þar að. Ég tel að
það ætti einnig að líta á uppbygg-
ingu þess sem tækifæri til að laða
hingað ungt og efnilegt fólk sem
muni skjóta hér rótum og vinna ís-
lensku samfélagi gagn.
Til að ná þessu markmiði þarf
stefnu. Okkur hefur gengið illa að
sinna erlendum skipti-
stúdentum eins og vera
ber vegna þess að fjár-
veitingar gera ekki ráð
fyrir útgjöldum af
þessu tagi. Þeir sem
halda um budduna,
bæði stjórnvöld og há-
skólayfirvöld, verða að
fallast á að æskilegt sé
að gera vel við skipt-
istúdenta. Um fram-
haldsnámið þarf nýja
hugsun sem viður-
kennir hvað það er góð
fjárfesting að styðja
ungt og efnilegt fólk til
framhaldsnáms í landi
okkar, óháð þjóðerni
þess. Hér má læra af öðrum þjóðum.
Frönsk stjórnvöld hafa um árabil
styrkt erlenda háskólanema sem
læra í Frakklandi. Sumpart er þetta
þróunarhjálp: verið er að byggja
upp menntastéttir í fyrrverandi ný-
lendum. Fyrir nokkrum árum var
stórlega dregið úr þessum styrkveit-
ingum, m.a. til að mæta fjárlaga-
halla, en einnig vegna þess að í ljós
hafði komið að langflestir styrk-
þegaranir frá þessum löndum sneru
ekki aftur til heimalanda sinna og
settust að í Frakklandi.
Þótti hætt við því að þetta fólk
keppti um störf við heimamenn.
Nýlega áttuðu frönsk stjórnvöld sig
á því að með þessum niðurskurði
höfðu þau kastað á glæ mikilvægri
auðlind. Bestu erlendu stúdentarnir
fóru ekki lengur til Frakklands held-
ur til annarra landa, einkum Banda-
ríkjanna. Þeir settust þar að og
fengu störf við bestu háskóla og há-
tæknifyrirtæki þar í landi. Hér voru
Frakkar búnir að skjóta sig í fótinn í
samkeppninni um besta menntafólk-
ið. Þeir brugðust við með því að
fjölga styrkjum aftur með aukinni
áherslu á styrki til framhaldsnema.
Ég tel nauðsynlegt að við hugleið-
um þetta dæmi þegar mótuð er opin-
ber stefna í háskólamálum. Það er
ekki nóg að gera vel við það fólk sem
hér vex úr grasi. Einnig þarf að fá
fólk erlendis frá sem vill sækja
menntun hingað. Ávinningurinn yrði
margvíslegur. í fyrsta lagi byggjast
gæði framhaldsnáms ekki síst á því
að góðir nemendur fáist til að leggja
stund á það. Með því að opna út-
lendingum leið að framhaldsnámi
hér stuðlum við að auknum gæðum
námsins. I öðru lagi vinna fram-
haldsnemar að rannsóknum og ei-u
því þátttakendur í þeirri sköpun
þekkingar sem nauðsynleg er nú-
tímasamfélögum. Með meira úrvali
af framhaldsnemum aukast líkurnar
á því að íslenskir háskólar verði að
þeirri uppsprettu nýrrar þekkingar
sem þeir þurfa að vera. í þriðja lagi
er líklegt að fólk sem dvelur hér á
árunum milli tvítugs og þrítugs
skjóti hér rótum og haldi þannig
áfram að vinna íslensku þjóðfélagi
gagn.
Auðvitað er ekki hægt að hefja
hér innflutning á erlendum háskóla-
nemum án undirbúnings og ekki
heldur á öllum sviðum þekkingar. Þó
mætti vel hugsa sér að skilgreind
verði nokkur svið þar sem nú þegar
er til rannsóknatengt framhaldsnám
eða verið er að byggja það upp. Líf-
tækni, jarðvísindi og miðaldafræði
eru augljósir kostir en vafalaust
koma önnur svið ekki síður til
greina. Framhaldsnám á þessum
sviðum yrði skilgreint sem alþjóð-
legt og erlendum háskólanemum
gert kleift að leggja stund á það.
Þegar er orðinn til vísir að því sem
kallað er eftir í þessari grein.
m æ
TorfiH.
Tuliníus