Morgunblaðið - 24.02.2000, Qupperneq 58
58 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Hundalíf
Ferdinand
IM 60INS OVER.
TO VOUR DAD‘5
BARBER. 5HOP,
CHARLIE 6ROWN..
Ég ætla að fara yfir til
rakarans hans pabba
þíns, Kalli Bjama
Gefur hann ekki
reiðhjól með
hverri klippingu?
Það Það væri heillöng biðröð
held ég af krökkum hjá honum
ekki. ef hann gæfi reiðhjól.
Ætti ég Nei, segðu honum
að segja bara að snyrta
honum hliðarnar og taka
það? svolítið af toppnum.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Minning um menn
Frá Hauki Haukssyni:
FORSÆTISRÁÐHERRA íslands
var spældur nú á dögunum yfir því
að grunnskólanemendur voru illa að
sér í sögu þessarar aldar og þekktu
ekki myndir af forverum hans í
stjómarráðinu. Nú er það svo að
sagan geymir margan manninn, ým-
ist þekkta af góðu eða illu. Minna er
þeim þó hampað sem hafa vond verk
framið og sérstaklega þegar nær
dregur samtímanum. En hinum er
hampað mjög. Afkomendur þeirra
sem ill verk frömdu eru trúlega
þeirri stundu fegnastir þegar forfeð-
urnir hafa fallið í gleymsku.
Fyrir hvað ætli stjómmálamanna
á ofanverðri 20. öld verði helst
minnst? Lög um stjóm fiskveiðar
sem standast illa eða ekki stjórnar-
skrá! Hunsa meirihluta þjóðarinnar í
málefnum NA-öræfanna og sökkva
þar landi fyrir stundarhagsmuni!
Gagnagmnnsfmmvarpið sem efast
má um að standist lög! Pólitískar
stöðuveitingar í feitustu og bestu
embætti landsins! Að missa stjóm á
sér í beinni og hóta uppgjöf og brott-
för til heitari landa! Hafna málefna-
legum umræðum þegar mikilvæg ut-
anríkismál ber á góma!
Afkomendur þeirra munu verða
mjög fegnir þegar þeir hafa fallið í
gleymsku og enginn unglingur veit
lengur hver réð Finn í Seðlabank-
ann. Eða hver Finnur er. Þegar
minnst er á Finn þá dettur mér í hug
að Valgerður frá Lómatjöm væri því
meiri maður ef hún væri til í að heita
því að láta setja upp styttu af sér við
virkjunarlónið fyrirhugaða, þannig
að það sé tryggt að ekki falli í
gleymsku hver var iðnaðarráðherra
þegar Eyjabökkum var sökkt. Og
Siv, hún gæti líka fengið styttu við
helstu ferðamannastaðina til minn-
ingar um umhverfisráðherrann sem
leyfði og studdi framkvæmdir án
lögformlegs umhverfismats.
Auðvelt er að skilja Austfirðinga
um þessar stundir. Eins og Smári
Geirsson era þeir margir fylgjandi
stórvirkjun og risaálbræðslu. Og af
hverju? Vegna þess að þegar fram-
kvæmdir hefjast hefst þenslan og
fasteignir sem vora illseljanlegar áð-
ur verða söluvara og stórhækka í
verði. Og þá munu margir þeirra
auðvitað selja húsin sín í snarheitum
og flytja burt. í hvelli. Ekki bíða of
lengi því tækifærið til að flytja og
komast skikkanlega frá því fjárhags-
lega kemur trúlega ekki aftur. Og
hver kaupir? Það er ekki svo gott að
spá í það á þessari stundu en ég
hugsa með meðaumkun til þeirra
sem það gera. En kannski gerir rík-
isstjórnin eitthvað nýtt í byggðamál-
um svo þau geti líka selt á viðunandi
kjöram. Og framlengt vandamálið
um 10-20 ár.
Ekki nema þau geti leigt það Pól-
verjunum sem þá hafa væntanlega
verið fluttir inn til að vinna verka-
mannastörf á Austfjörðum, í fiski og
áli. í stað þessarra fáránlegu fram-
kvæmda væri nær að sætta sig við að
einhverjir staðir fyrir austan og
vestan fari smám saman í eyði og
skapa þar með lítt snortnar náttúra-
perlur líkt og Homstrandir, sem
þéttbýlingar gætu heimsótt með
bakpoka og tjald, sér til slökunar. Og
hjálpa þeim sem vilja flytja á brott á
annan hátt en nú er fyrirhugað.
Alltaf verða nógir til að vera áfram
í litlum og mannvænum kauptúnum
úti um land. Og fólk verður að velja
sér búsetu á eigin ábyrgð. Ekki að
það geti sett sig niður hvar sem er og
fengið alla þjónustu um leið. Allt hef-
ur kosti og galla, búa hér eða þar,
það verður hver og einn að velja sér
sinn stað. Oft er talað um stressið og
lætin í Reykjavík og marga þekki ég,
búsetta á landsbyggðinni, sem segj-
ast þeirri stundu fegnastir þegar
þeir komast aftur burt frá borginni.
Austfirðingar lærið að njóta!
HAUKUR HAUKSSON,
Stórholti 5,
Akureyri.
„Á fyrsta aldurs-
árinu...“
Frá CarliJ. Eiríkssyni:
ALVEG er það stórfurðulegt að
sumt fólk sem virðist að mörgu leyti
skynsamt og sem kemur með hár-
réttar athugasemdir skuli samt
koma með niðurstöðu sem er þveröf-
ug við þær og röng. Helga R. Ingi-
bjargardóttir skrifar í Mbl. 6. febr-
úar sl. að börn sem séu svo og svo
margra daga, vikna eða mánaða
gömul séu á fyrsta aldursárinu. Hár-
rétt! Allir vita að það sem er fyrst er
númer eitt eins og fyrsti dagur árs-
ins er númer eitt, þ.e. fyrsti janúar.
Næst á eftir kemur síðan númer tvö.
Á hvaða aldursári era börnin þá þeg-
ar þau era nýorðin tólf mánaða göm-
ul? Á öðra aldursári að sjálfsögðu,
það er ár númer tvö. Þá era börnin
nýorðin eins árs. Á þriðja aldursári
era þau tveggja ára, á fjórða aldurs-
ári era þau þriggja ára o.s.frv. Alltaf
er aldur barnanna táknaður með tölu
sem er einum lægri en það sem við
köllum aldursár bamsins. Á tvöþús-
undasta aldursári er Jesús á sama
hátt 1999 ára. Það er ár númer 2000,
við köllum það árið 2000. í byrjun
ársins 2001 á tvöþúsundasta og
fyrsta aldursári Jesú er hann 2000
ára, þá fyrst era aldamót og þá fyrst
er Jesús orðinn 20 alda gamall.
Þetta segir brjóstvitið án þess að
leitað sé til tryggingastærðfræðinga.
Það kemur ekkert málinu við þótt
Rómverja vantaði tákn fyrir núll. Við
höfum tákn fyrir núll en köllum samt
fyrsta dag ársins númer eitt en ekki
„númer núll“. Tímabil era nefnilega
talin alveg eins og fingur eða kartöfl-
ur upp úr poka. Það fyrsta er nr. 1.
CARL J. EIRÍKSSON,
Skólagerði 47,
Kópavogi.
Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.