Morgunblaðið - 24.02.2000, Síða 63

Morgunblaðið - 24.02.2000, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 63 FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/J6n Svavarsson Bjartmar Þórðarson í hlutverki skúrksins Tartuffe og Hlynur Páll Pálsson sem húsbóndinn Orgon. Þóra Karítas Árnadóttir, sem dóttir húsbóndans Orgons, Halldór Vésteinn Sveinsson, vonbiðill hennar, og Anna Svava Knútsdóttir í hlutverki þernunnar. Stúdentaleikhúsid sýnir Platarann í Kaffileikhúsinu Svik og prettir Tartuffe STÚDE NTALEIKHÚSIÐ frum- sýnir í kvöld „Platarann" sem byggt er á sígildu leikverki Moliére sem alla jafna nefnist „Tartuffe". Stúdenta- leikhúsið er leikfélag nemenda við Háskóla íslands en starfsemi þess hefur verið nokkuð slitrótt upp á síðkastið. Síðastliðið haustmisseri tóku áhugasamir nemendur í leiklist- arfræðum við íslenskuskor Háskól- ans sig hinsvegar saman, ásamt kennara sínum Terry Gunnell, og af- réðu að setja upp leikrit. Um síðir tók hópurinn nafn Stúdentaleikhússins upp á arma sína enda ekki vanþörf á að endurvekja það. Stúdentasjóði leist vel á framtakið og styrkti upp- setninguna, en sá stuðningur skipti að sögn sköpum um að hún varð að veruleika. Ólafur Egilsson, nemandi í Leik- listarskóla Islands, var fenginn til þess að leikstýra verkinu en nokkrar þýðingar eru til á því en stuðst var við nýlega þýðingu Péturs Gunnarsson- ar og endurvann hópurinn verkið í samvinnu við leikstjórann. „Við ák- váðum að nefna verídð fremur „Platarinn" en „Tartuffe", því við breytum nokkrum meginþáttum þess, styttum það bæði og hnitmiðum til samræmis við kröfur samtímans," segir Hlynur Páll Pálsson formaður Félags bókmenntafræðinema og einn leikenda í sýningunni. „Til að mynda breytum við endinum talsvert frá upprunalega verkinu." Svikull trúarhræsnari Bjartmar Þórðarson fer með hlut- verk platarans Tartuffe og lýsir því svo: „Verkið fjallar um franska há- stéttarfjölskyldu á sautjándu öld sem skýtur skjóli yfii- mann að nafni Tart- uffe sem reynist svo vera hinn mesti svikahrappur og trúarhræsnari. Hann svífst einskis til þess að ná því fram sem hann vill, hvort sem það eru fjármunir eða nautnir kynlífs- ins.“ Húsbóndinn Orgon og móðir hans vilja hinsvegar ekkert illt um hann heyra og því kemur það í hlut annarra fjölskyldumeðlima að leiða hin auðtrúa mæðgin í sannleikann Um þennan skaðræðis úlf í sauðar- gæru. „Þrátt fyrir að upprunalegt sögusvið hafi verið Frakkland sautj- ándu aldar ákváðum við að gera upp- setninguna tímalausa, sem kemm’ bæði fram í textameðferð og útliti,“ bætir Elín Smáradóttir við, en hún leikur móður Orgons. Boðskapinn segir Bjartmar vera þann að ekki skuli dæma fólk af orð- um þess heldur gjörðum. „Trúhræsn- in sem fram kemur í sýningunni á líka svo vel við í dag,“ segir Hlynur. „Sölumennskan og afskræming trúarinnar, misnotkun hennar í þágu eiginhagsmuna er oddhvass ádeilu- broddur í sýningunni. Tartuffe laum- ar sér inn á heimili hinnar trúgjömu fjölskyldu og vélar frá henni allt. Slík græðgi í skjóli trúarinnar hefur verið gegnumgangandi allar aldir.“ Verkið vai- valið að vel athuguðu máli. Nem- endur á námskeiðinu skoðuðu og lásu mörg verk og komust á endanum að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að „Tartuffe" væri tilvalið. Það væri í senn harmrænt og farsakennt, inni- héldi djúpstæða og beitta ádeilu og hefði að geyma mörg og ólík hlut- verk. Það að auki telui’ hópurinn verkið sérlega aðgengilegt og að það höfði til mjög breiðs hóps. Stúdentaleikhúsið sterkt á ný Leikhópurinn hefur æft stíft síð- ustu daga og er ekki laust við að aðal- vinnan, háskólanámið, hafi setið nokkuð á hakanum en þau Bjartmar og Elín eru samsinna um að þetta tímafreka áhugamál sé liður í að gera skólasetuna áhugaverðari og sé þar að auki mjög lærdómsríkt út af fyrir sig. Það er sannarlega gleðiefni að búið sé að endurvekja Stúdentaleikhúsið og hugurinn í aðstandendum er mik- ill. Þeir vonast til þess að hið skamm- arlega áhugaleysi sem þau telja að ríkt hafi meðal stúdenta gagnvart leikhúsinu undanfarið sé á bak og burt og nú megi framvegis treysta á öfluga og frjósama starfsemi. Barcelona kr. 27.500 Alicante kr. 27.500 Malaga kr. 29.900 London kr. 7.900 Heimsferðir bjóða vikulegt flug til Barcelona, Alicante og London og tvö flug í viku til Malaga í allt sumar. Njóttu þess að fljúga beint í íríið í sumar, á lægsta verðinu. Tilboð gilda ef bókað fyrir 15. mars, tilboð til Alicante gilda fyrir Félag húseigenda á Spáni. Flugvallarskattar kr. 2.490 bætast við fargjald. Flugsæti til London er verð aðra leiðina. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is mbl.is UTSOLULOK OPIÐ sunnudag til sunnudags aldrei meiri afsláttu uíian Laugavegi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.