Morgunblaðið - 24.02.2000, Side 72

Morgunblaðið - 24.02.2000, Side 72
ÚÚMf42)?Wep AlÍW'ihtfW!■■-'■ Oliver 'Pévký&K KOMIN ÚT ÁSÖLUMYNDBANDI fratmHiifeifr VMjÉI Traustsr Kelgk íslenskam fs/ múruarur Siðan 1972 ■■ I Leítíð tnboða! ■! st6inpryoi MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI569II00, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTII FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Fulltrúar lífeyrissjóða óánægðir eftir stjórnarkjör í FBA ,Stóðu ekki að tillögu um menn í stjórn FULLTRÚAR stórra lífeyrissjóða stóðu ekki að tillögu um skipan stjómar Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins á aðalfundi félagsins í gær. Segja þeir að ekki hafi náðst samkomulag við fulltrúa Orca- hópsins vegna kröfu hans um að tilnefna meirihluta stjómar. Einn af fulltrúum Orca vísar því á bug, segir að skipan stjómar hafi verið ákveðin eftir ít- arlegt samráð allra stærstu hluthafanna. Magnús Gunnarsson, fyrrverandi formaður Vinnuveitendasambands íslands, er nýr formaður 4 ■jS*tjórnar FBA og Eyjólfur Sveinsson, útgáfustjóri DV, varaformaður. Aðrir í stjóm em Bogi Pálsson, framkvæmdastjóri P. Samúelssonar hf., Finnbogi Jónsson, aðstoðarforstjóri SÍF, og Jón Ingvarsson, fyrrverandi stjómarformaður SH. Samkomulag náðist ekki Eyjólfur Sveinsson lagði tiilöguna um stjómar- menn fram en hann er einn af eigendum þess hluta- fjár í FBA sem kennt er við eignarhaldsfélagið Orca, nú FBA Holdings. Ekki komu fram aðrar til- lögur og náði tillaga Eyjólfs því fram að ganga. Ljóst er þó að ekki er fuÚ sátt um þessa skipan stjómar. Þannig lýstu Víglundur Þorsteinsson, for- - *?naður stjómar Lífeyrissjóðs verslunarmanna, og Halldór Bjömsson, varaformaður Lífeyrissjóðsins Framsýnar, óánægju sinni með það eftir fundinn að ekld skyldi nást samstaða um tilnefningar í stjóm FBA, Víglundur sagði að töluverðar þreifingar hefðu átt sér stað meðal hluthafa til að reyna að viðhalda sátt um starf FBA, Hins vegar hefði ekki náðst samkomulag vegna þess að Orca-hópurinn hefði ekki getað sætt sig við minna en þrjá stjómarmenn af fimm. „Þá ákváðum við að hverfa frá þeim málum og láta þá axla ábyrgðina á tilnefningum og stjóm fyrirtækisins,“ sagði Víglundur eftir fundinn. Spurður að því hvort hann teldi að þessi þróun mála væri brot á því samstarfi, sem tókst við kaupin á hlut ríkisins í haust, sagði Víglundur að hann teldi hana ekki í þeim samstarfsanda sem þá ríkti. Þá hefði því verið lýst yfir að eigendur Orca-bréfanna kæmu aldrei fram sem ein heild heldur hver um sig sem sjálfstæður aðili. í því ljósi hefði verið ákveðið að efna ekki strax til hluthafafundar heldur láta þá- verandi stjóm Ijúka sínum starfstíma og efna að því loknu til samstarfs um kjör stjómar. Halldór Bjömsson sagði að ekki hefði tekist að ná samkomulagi um kjör stjómar vegna þess að Orca-hópurinn hefði myndað blokk utan um þá menn sem kjömir voru. Fulltrúar nýju hluthafanna hefðu viljað að tveir stjómarmenn kæmu úr þeirra röðum og tveir frá Orca-hópnum og aðilar kæmu sér saman um formanninn. Hann sagðist telja það brot á þeim yfirlýsingum sem gefnar voru í haust að Orca-hópurinn hefði nú komið fram sem einn aðili. Samráð við stærstu hluthafa Eyjólfur Sveinsson sagði í samtali eftir fundinn að tillaga um stjóm FBA hafi orðið til eftfr ítarleg samtöl allra stærstu hluthafa bankans. „Eg tel að hún endurspegli vel þau sjónarmið sem komu upp í öllum þeim samtölum og jafnvel þá einstaklinga sem rætt var um,“ sagði Eyjólfur. Lét hann þess getið að tillaga um Magnús Gunnarsson sem stjóm- arformann hefði komið frá lífeyrissjóðunum. Hann neitaði þyí að Orca-hópurinn hefði krafist þriggja stjómarmanna. Sagði að eigendur FBA Holdings (áður Orca) hefðu hver um sig farið með sinn hlut, sjálfur sagðist hann einungis vera fulltrúi sinnar hlutafjáreignar og hefði sem slíkur unnið að því að ná fram farsælli lausn. Markalínur og blokkamyndanir innan FB A heyrðu sögunni til. Magnús Gunnarsson sagðist ekki tilnefndur af neinum sérstökum hluthafahópi. „Ég var beðinn um að taka þetta að mér í gær og varð við því.“ ■ Stjórnendur með/6 Stúdentaráðskosn- ingar í Háskólanum Deilt um utankjör- fundarat- kvæði ÞÁTTTAKA í stúdentaráðskosning- um Háskóla íslands í gær var dræm en talningu var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun eftir miðnætti. Bjarni Ólafsson, formaður kjör- stjórnar, sagðist telja að slæmt veð- ur hefði sett mark sitt á kosninga- þátttökuna. Listarnir í framboði vora Vaka og Röskva, og kosið var um helming sæta í Stúdentaráði. Fyrir kjörstjóm lá í gærkvöldi að taka afstöðu til þess hvort telja bæri nokkra tugi utankjörfundaratkvæða gild atkvæði, en Röskva hafði gert athugasemd við utankjörfundar- atkvæðagreiðslu sem tveir kjör- stjómarmeðlimir stóðu fyrir um síð- astliðna helgi. Uni menn ekki málsmeðferð kjörstjórnar er unnt að skjóta úrskurði hennar til lögskýr- ingarnefndar Háskóla íslands. Talning atkvæða hófst klukkan 19 í gærkvöldi eftir að kjörstöðum var lokað klukkan 18 og stóð fram á nótt. Ný flensa af A-stofni hefur greinst hér Leggst aðal- lega á börn 10 ára o g yngri FLENSA af A-stofni, sem síðast gekk hér fyrir tíu árum, hefur greinst í sjö tilfellum síðustu daga. Að sögn Lúðvíks Ólafssonar, héraðslæknis í Reykjavík, eru það aðallega börn tíu ára og yngri sem hafa veikst. Mikil afföll hafa verið í skólum borgarinnar og dæmi eru um að tveir þriðju nemenda í einstökum bekkjum hafi veikst í byrjun vik- unnar. Þá hafa borist fregnir af veikindum skólabarna á lands- byggðinni, t.d. á Akureyri. Þá er einnig að ganga bakteríu- hálsbólga og kvefpest, sem hefur lagst bæði á unga sem aldna. Lúðvík sagði að flensan af A- stofni sem gekk fyrir áramót væri gengin yfir og að flensan, sem ný- lega hefði verið greind væri einnig af A-stofni, en væri ekki með sömu hjúpgerð. „Þessi A-stofn gekk hér síðast veturinn 1990-1991, þannig að þeir sem veikjast era börn 10 ára og yngri,“ sagði hann. „Aðrir ættu að vera ónæmir. Þessi A-stofn gekk hér fyrst árið 1977 og var þá köll- uð Rússaflensa." Sagði hann að veikindamynstrið virtist ekki vera líkt flensu en að vera mætti að börn lýstu vanlíðan með öðram hætti en fullorðnir. Reikna mætti með fimm daga veikindum með hita. Flensusprautan dugir gegn nýja stofninum Lúðvík benti á að þeir sem voru sprautaðir gegn flensu í haust ættu einnig að vera ónæmir fyrir þessum stofni. Tugþúsundir íslendinga vora sprautaðar gegn inflúensu í haust, aðallega fullorðið fólk. Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson Tafir við Vatnsfells- virkjun vegna snjóa VEÐURFARIÐ að undanfórnu hefur haft sín áhrif á byggingu Vatnsfellsvirkjunar eins og smiðir og byggingaverkamenn við virkj- unina hafa fengið að reyna, að ógleymdum vélamönnum sem þar vinna einnig. Eftir hríðarskotin í febrúarmán- uði hefur farið drjúgur tími í að moka burtu snjónum sem kyngt hefur niður, svo vinnufært verði á nýjan leik. Að sögn Sigurjóns Sigurjónsson- ar aðstoðarstöðvarstjóra vinna um 90 menn undir beru lofti við mannvirkið og hefur fram- leiðsluhraði minnkað litið eitt sök- um fannfergis eftir tvær eftir- minnilegar óveðurshelgar. Þetta er fyrsti veturinn sem virkjunarsmiðir þreyja, en smíði virkjunarinnar hófst í haust og er áætlað að rekstur hefjist á haust- mánuðum 2001. Alls vinna 110 manns við virkj- unina, sem er í 550 metra hæð yfír sjávarmáli. Að sögn Sigurjóns telst það nokkuð sérstakt að unnið sé að smiði mannvirkis að vetrar- lagi í svo mikilli hæð. Til saman- burðar má nefna að Sultar- tangavirkjun er í um 320 metra hæð yfir sjó. Vatnsfellsvirkjun er ætlað að nýta fallið í veituskurðinum á milli Þórislóns og Krókslóns, uppistöðu- lóns Sigöldustöðvar. Virkjunin verður nokkuð sérstök fyrir þær sakir að hún verður ekki í rekstri nema þegar verið er að miðla vatni úr Þórisvatni yfir í Krókslón. Áformað er að stöðin verði um 90 MW að afli. Fallhæðin verður 65 metrar. Með tilkomu virkjunar- innar mun orkugeta raforkukerf- isins aukast um 430 GWst á ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.