Morgunblaðið - 02.03.2000, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000
y----------------------
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Ætlum við að tapa
' einstöku tækifæri?
Alagning
í verslun
UM langt skeið
hafa íslenskir mat-
reiðslumeistarar sýnt
það og sannað að þeir
standa erlendum
starfssystkinum sín-
um fyllilega á sporði.
Þetta hafa íslenskir
matreiðslumeistarar
sannað í fjölmörgum
*alþjóðlegum keppnum
sem þeir hafa tekið
þátt í á undanförnum
áratug og náð einstök-
um árangri sem tekið
hefur verið eftir hér
heima og erlendis.
Einstaka framleiðend-
ur íslenskra matvæla
gera sér grein fyrir þeim mögu-
leikum sem sem eru fólgnir í starfi
matreiðslumeistaranna, þó eru þeir
í raun alltof fáir. Um nokkurt
skeið hafa matreiðslumeistararnir
kynnt íslenskt lambakjöt hér á
landi og er það vel. Hins vegar hef
ég tekið eftir að íslenskir fiskút-
flytjendur nýta ekki þá miklu
-.ikynningarmöguleika sem fólgnir
eru í kynningarþætti matreiðslum-
eistaranna. Frændur okkar Norð-
menn hafa hins vegar nýtt sér sína
matreiðslumeistara til hins ýtrasta
til þess að kynna matvæli frá Nor-
egi t.d. fisk hvort heldur fisk
veiddan í sjó eða lax. Það er jafn-
vel talið að hinn mikla útbreiðsla á
norskum laxi um heiminn sé m.a.
kynningarstarfi norskra mat-
reiðslumanna að þakka. Af þessu
getum við að sjálfsögðu lært. Ég
hef um nokkurt árabil fylgst vel
'V.eð starfi Klúbbs matreiðslu-
meistara og gert það sem í mínu
valdi stendur til þess að styðja við
þeirra mikilvæga starf. Það eru
fólgnir ómældir möguleikar í kynn-
ingarþætti á íslenskum matvælum
í gegnum keppnir sem haldnar eru
hér heima og erlendis. Metnaður
þeirra er mikill og þess vegna er
það ekki úr vegi að kalla þá nýja
sendiherra þjóðarinnar á erlendum
vettvangi eins og hr. Olafur Ragn-
ar Grímsson forseti hefur margoft
gert.
I handraðanum er gullið tæki-
færi til þess að kynna íslenskt
lambakjöt í mjög frægri mat-
reiðslukeppni í Lyon í Frakklandi
■
sem nefnist Bocuse
d’Or. Þarna keppa 22
af fremstu matreiðslu-
meisturum heimsins
sem eru sérstaklega
útvaldir og koma alls
staðar að úr heimin-
um. Sturla Búgisson,
matreiðslumeistari í
Perlunni, keppti í
þessari heimsfrægu
keppni síðast við mjög
góðan orðstír og nú
hefur Hákoni Örvars-
syni, matreiðslumeist-
ara á Hótel Holti, ver-
ið boðið að taka þátt í
keppninni. Ég gleðst
auðvitað mjög yfir því
að íslendingur tekur þátt í þessari
keppni í annað sinn, en hitt sem
vekur ekki síður athygli mína og
er gullið tækifæri fyrir okkur Is-
lendinga er það, að í aðalrétt að
Matvæli
Við höfum verið ein-
staklega óheppnir og
klaufalegir við að koma
þessu heilnæma hráefni
á erlenda markaði,
segir ísólfur Gylfi
Pálmason, þrátt fyrir
tugi milljarða sem við
höfum varið til þess.
þessu sinni er lambakjöt. Við höf-
um verið einstaklega óheppnir og
klaufalegir við að koma þessu heil-
næma hráefni á erlenda markaði
þrátt fyrir tugi milljarða sem við
höfum varið til þess. Það er ekkert
séríslenskt fyrirbrigði að ríkisvald-
ið styðji landbúnaðarframleiðslu og
í raun ekkert athugavert við það.
Þetta er gert víða um heim og sér-
staklega meðal ESB-landanna. Það
er einnig svo ótalmargt annað sem
við greiðum niður í gegnum ríkis-
sjóð. Nú hefur íslenskum afurða-
stöðvum tekist að vinna nokkurn
lambakjötsmarkað í dönskum stór-
ísólfur Gylfi
Pálmason
Stofnun Félags
heyrnarlausra
Á ÞESSU ári eru 40
ár síðan Félag heyrna-
rlausra var stofnað. Af
því tilefni var haldin
sögusýning í Gerðu-
bergi í febrúar síðast-
liðnum. Á sýningunni
var m.a. greint frá
—iupphafi skólagöngu
heyrnarlausra á Is-
landi og þróun skóla-
mála með áherslu á
mismunandi stefnur í
kennsluaðferðum,
stofnun Félags
heyrnarlausra og ýms-
um félagslegum úrbót-
um.
Mig langar að ræða
hér um þann þátt sém varðar stofn-
un Félags heyrnarlausra. Áður hef-
ur komið fram í grein sem rituð var
i Fréttabréfi Félags heyrnarlausra
aú Færeyingur sem kom til íslands
1950 átti að hafa drifið í því að setja
á laggimar Félag heymarlausra.
Þessi umræddi Færeyingur ritaði
grein í Morgunblaðið fimmtudag-
inn 29. apríl 1999 og leiðrétti þessa
„söguvillu". Hins vegar kemur
þessi „sögutilbúningur" aftur fram
spjöld sögunnar sem rituð var í
ferðubergi.
Það er ekki ætlan
mín að gera lítið úr
kæmm fjölskylduvini
ættuðum frá Færeyj-
um, en ég get ekki set-
ið aðgerðarlaus þegar
aðrir félagar mínir
sem komu að stofnun
félagsins fá ekki verð-
skuldaða viðurkenn-
ingu.
Færeyingurinn átti
að hafa komið til
landsins árið 1950 sem
fyrr segir, en hið rétta
er að hann kom 12. júlí
1956 og átti því engan
þátt í stofnun fyrsta
Félags heymarlausra
árið 1952. Þeir Haraldur Árnason,
Marteinn Friðjónsson, Guðmundur
Björnsson og Markús Loftsson
stóðu að stofnun þessa fyrsta fé-
lags sem varð þó ekki langlíft. Það
félag sem lifir í dag var svo stofnað
1960 með forgöngu Guðmundar
Björnssonar, Markúsar Loftsson-
ar, Jóns Leifs Ólafssonar auk und-
irritaðrar. Við fengum til liðs við
okkur Brand Jónsson, þáverandi
skólastjóra Málleysingjaskólans,
eins og skólinn hét þá. Á þessum
tíma starfaði undirrituð við heima-
Hervör
Guðjónsdóttir
mörkuðum s.s. verslunarkeðjunni
Netto í Danmörku og er það vel.
Hins vegar er það tækifæri sem
nú gefst einstakt í sinni röð og get-
ur orðið langt þangað til slíkt tæki-
færi býðst. Beinn kostnaður er
einnig viðráðanlegur eða um 10
milljónir króna. Þetta er í raun lít-
ill kostnaður í markaðsstarfi,
kynningarþátturinn getur verið
ótrúlega mikill, því að ef vel tekst
til fær það hráefni sem notað er í
aðalrétt í Bocues d’Or keppninni
sérstaka athygli og keppendur
kappkosta að reyna á bjóða upp á
það á þeim veitingahúsum sem
þeir vinna fyrir. Það er langt síðan
ég benti fyrst á þessa möguleika.
Eg hef m.a. lagt fram þingsálykt-
unartillögu vegna þessa í Alþingi.
Því miður hef ég ekki fengið hana
samþykkta enn. Það sem verst er
að tíminn æðir áfram og við miss-
um af þessu einstaka tækifæri ef
við vinnum ekki hratt. Mál þetta
hefur m.a. verið kynnt fyrir land-
búnaðarráðherra sem hefur sýnt
því áhuga.
Nú verðum við að láta hendur
standa fram úr ermum. Orð um
heilnæmi og ágæti þessarar vöru
eru góð. Omegasýrurnar sem í
kjötinu eru geta komið í veg fyrir
krabbamein. Við vitum líka hvern-
ig kjötið er framleitt á hreinu landi
þar sem fjölmargir bændur leggja
sig fram af natni við framleiðsluna.
Hér er ekki um verksmiðjufram-
leidda vöru að ræða, þótt hún sé
allra góðra gjalda verð. Við meg-
um alls ekki láta þetta tækifæri úr
greipum okkar ganga. Ég treysti í
raun engum betur til þess að ljúka
þessu máli og nýta þetta tækifæri
íslenskum landbúnaði til heilla en
mínum góða félaga, landbúnaðar-
ráðherranum Guðna Ágústssyni,
sem veit manna best hve nauðsyn-
legt er að mál sem þetta gangi
með leifturhraða. Það þekkir líka
hans harðsnúna lið í ráðuneytinu.
Því annars hefur tækifærið gengið
okkur úr greipum og Nýsjálend-
ingar standa þá væntanlega með
pálmann í höndunum. Látum það
ekki gerast. Því tækifærið er ein-
stakt og kemur vart aftur.
Höfundur er alþingismziður.
Samtök
Eg get ekki setið að-
gerðarlaus, segir
Hervör Guðjónsddttir,
þegar aðrír félagar
mínir sem komu að
stofnun félagsins
fá ekki verðskuldaða
viðurkenningu.
vist Málleysingjaskólans og var í
miklu og nánu sambandi við Brand.
Hann undirbjó með mér á þessum
tíma fyrstu félagslögin auk þess
sem Brandur veitti aðra aðstoð við
félagsstofnunina. Félagið fékk inni
í Málleysingjaskólanum í Stakk-
holti 3 þar sem stofnfundur Félags
heyrnarlausra var haldinn 11. febr-
úar 1960. Á fundinum voru 33
stofnfélagar, þar á meðal Færey-
ingurinn umtalaði, sem varð svo
nokkrum árum síðar formaður fé-
lagsins. Á tímamótum sem þessum
er eðlilegt að þessa heiðursfólks sé
getið svo og Brands Jónssonar,
sem var ötull stuðningsmaður Fé-
lags heyrnarlausra.
Með bestu óskum til Félags
heyrnarlausra.
Höfundur er einn af stofnendum
Félags heymarlausra.
VERÐBÓLGA er
flókið fyrirbæri og eru
jafnan uppi margar
skoðanir á orsökum
hennar. Mikilvægt er
þó að gefast ekki upp
við það verkefni að
greina þær ef ætlunin
er að ráðast að rótun-
um og halda henni í
skefjum. Sjónum hefur
verið beint að þróun
matvöruverðs og kast-
að fram tölum um að
smásöluverð á innflutt-
um matvælum hafi
hækkað um tæplega 10 Jón Scheving
% á síðustu 12 mánuð- Thorsteinsson
um. Samkvæmt athug-
unum þróunarsviðs Baugs, sem
byggðar eru á tölum Hagstofunnar,
er rauntalan ekki nema um 5% sem
er þó talsverð hækkun. Mikilvægir
innlendir matvöru- og drykkjarvöru-
framleiðendur hafa á sama tíma
hækkað verð til verslana um 10%.
Þegar við þetta bætast hækkanir á
Matvöruverð
Framlegðar- og
álagningarprósenta hjá
Baugi er á svipuðu róli,
segir Jón Scheving
Thorsteinsson, og
hjá Wal-Mart.
launum, húsnæði og margskonar
þjónustu má Ijóst vera að matvöru-
kaupmenn geta ekki tekið á sig allar
hækkanir með hagræðingu, enda
þótt hún hafi verið umtalsverð á
matvörumarkaði að undanförnu.
I umræðum á opinberum vett-
vangi hefur því verið haldið fram að
engu líkara sé en að aðilar á matvör-
umarkaði misnoti stöðu á markaði
neytendum í óhag. Hægt er að skoða
framlegð og álagningu hjá verslun-
arkeðjum sem eru á hlutabréfa-
markaði þar eð þeim er skylt að láta í
té allar upplýsingar. Þróunarsvið
Baugs hefur litið á tölur níu verslun-
arkeðja á Norðurlöndum, í Bret-
landi, Frakklandi og í Bandaríkjun-
um með það fyrir augum að bera
þær saman við sambærilegar tölur
hjá Baugi. í þessum samanburði
söknum við Danmerkur, en það
skýrist af því að danskar keðjur eru
ekki á markaði og því engar upp-
lýsingar um þær að hafa í fljótu
bragði.
Baugur og Wal-Mart
Framlegð er mismunur á útsölu-
verði og verði aðkeyptrar vöru. Hún
er sá hlutur sem kaupmaðurinn fær
til þess að greiða laun og rekstrar-
kostnað og mynda hagnað af starf-
seminni. Alagningin er á hinn bóginn
það sem kaupmaðurinn leggur ofan
á verð aðkeyptrar vöru. Ef verslun-
arkeðjur á Islandi væru að taka til
sín óeðlilega stóran hlut miðað við
verslunarsamsteypur í
helstu viðskiptalöndum
okkar kæmi það fram í
hærri framlegðar- og
álagningarprósentu en
gengur og gerist erlendis.
Eins og fram gengur af
meðfylgjandi samanburð-
artöflu er Baugur hf. á
svipuðu róli og Wal-Mart í
Bandaríkjunum, sem þyk-
ir fyrirmynd á matvörum-
arkaði, og Hemköp í Sví-
þjóð hvað framlegð og
álagningu áhrærir. Það er
einungis Kesko í Finnlandi
sem sker sig úr með veru-
lega lægri prósentum, en
það á sér sérstaka skýr-
ingu. Hins vegar er Albert
Heijn með ívið hærri og al-
þekktar verslunarkeðjur eins og Al-
bertson, Narvesen, Safeway og
Stockman með veru-
lega hærri framlegðar-
og álagningartölur.
Þessi samanburður
styður því engan veg-
inn þá fullyrðingu að á
Islandi sé um að ræða
misnotkun á ráðandi
stöðu.
Wal-Mart vinnur
verkið í Bretlandi
Eftirtektarvert er í
þessu sambandi að
skoða umræðuna í
Bretlandi þar sem
breska samkeppnis-
stofnunin hefur staðið
fyrir rannsókn á meint-
um fáokunargróða stórmarkaða í
kjölfar mikillar gagnrýni, m.a. af
hálfu stjórnvalda, á verðlagsþróun
matvöru. Financial Times í Lundún-
um skýrði frá því 2. febrúar sl. að
niðurstaða stofnunarinnar væri sú
að matvöruverð hefði hækkað minna
en almennt verðlag í Bretlandi. Ekki
væri hægt að skjóta styrkum stoðum
undir fullyrðingar um óeðlilegan fá-
okunargróða á markaðnum. Sam-
keppnisstofnunin heldur áfram að
skoða bresku stórmarkaðina, meðal
annars risana Asda, Safeway, Sains-
burys, Tesco og William Morrisson,
og er niðurstöðu í næsta stigi rann-
sóknarinnar að vænta í mars. Fram-
haldið beinist að ýmum öðrum atrið-
um en vöruverði, m.a. verðsam-
keppni, kostnaðarmyndun, birgja-
tengslum og eigna- og lóðaumsýslu.
Mikil samkeppni er nú á breska
markaðnum, m.a. vegna kaupa Wal-
Mart á Asda-keðjunni, en eins og áð-
ur hefur komið fram er framlegðar-
og álagningai prósenta á líku róli hjá
Wal-Mart og Baugi. í viðtali við
Financial Time segir Steve Woolf,
sem er smásölusérfræðingur Com-
merzbank, m.a.: „Ég held að Wal-
Mart hafi í meginatriðum unnið
verkið fyrir ríkisstjórnina."
Hagnaður í lægri kanti
Það væri fróðlegt að bera saman
hagnaðartölur stórmarkaða og
verslunarkeðja milli landa, en slíkur
samanburður er ýmsum erfiðleikum
háður vegna mismunandi skatta, af-
skriftarreglna og vaxtakjara. Engu
að síður er hægt að halda því fram
með nokkurri vissu að hagnaðarstig
íslenskra matvörukeðja sé í lægri
kantinum í alþjóðlegum samanburði.
Þar mun seint verða hægt að renna
stoðum undir fullyrðingar um fáok-
unargróða á íslandi.
Þær tölur sem stuðst er við í sam-
anburðinum eru byggðar á ársreikn-
ingum ársins 1998. Af þeim árs-
reikningum alþjóðlegra verslunar-
keðja sem þegar hafa verið birtir má
draga þá ályktun að tölur ársins
1999 muni ekki breyta myndinni sem
hér hefur verið dregin upp.
Niðurstaðan er því þessi: Fram-
legðar- og álagningarprósenta hjá
Baugi er svipuð og hjá Wal-Mart
sem nú stendur m.a. fyrir grimmri
samkeppni á breska matvörumark-
aðnum.
Verslunarkeðjur á hlutabr.mörkuðum Framlegð Álagning
Kesko, Finnlandi * 13% 15%
Carrefour, Frakklandi 21% 25,6%
Wal-Mart, Bandar. 21% 26%
Baugur, fslandi 21,7% 27,7%
Hemköp, Svíþjóð 22% 28%
Albert Heijn, Hollandi** 23,3% 30,4%
Albertson.Bandar. 27% 37,5%
Narvesen, Noregi 28% 38%
Safeway, Bandar. 28% 38% •
Stockman, Finnlandi 30% 42%
* Stór hluti veltu Kesko er heildsala svo að félagið stenst
ekki að öllu leyti samanburð við hin fyrirtækin.
** Albert Heijn í Hollandi á 50% af ICA sem er stærsta
verslanakeðja Svíþjóðar og 50% af Hakan Gruppen í Nor-
egi sem er næst stærsta keðjan í Noregi.
Höfundur er framkvæmdastjóri
þróunarsviðs Baugs hf.