Morgunblaðið - 05.03.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.03.2000, Qupperneq 4
i 4 SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ VTKAN 27/2 -4/3 ► TUGIR manna leituðu tveggja barna sem lentu- undir snjóhengju við bæinn Austurhlíð í Biskupstung- um á mánudag. Frænd- systkinin, Níels Magnús Magnússon og Melkorka Rut Bjarnadóttir, fundust heil á húfi, en þá höfðu þau verið grafin í fönn á tveggja til þriggja metra dýpi í um tvær klukku- stundir. ► UM 200 af rúmlega 560 sjúkraliðum sem starfa hjá Ríkisspítölunum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur sögðu upp störfum fyrir mánaðamótin febrúar/ mars með þriggja mánaða fyrirvara og taka upp- sagnimar því gildi 1. júní nk. hafi þær ekki verið dregnar til baka fyrir þann tima. Uppsagnirnar má rekja til óánægju með kjarasamninga. ► VERÐ á olíu til fiski- skipa hefur á einu ári hækkað um 66%, farið úr 12,28 krónum á lítrann í 20,44 krónur, eftir 4,1% hækkun á verði gasolíu til fiskiskipa í vikunni. Olíu- kostnaður útgerðarinnar eykst við þetta um 200 milljónir króna og miðað við ársgrundvöll hefur ol- íukostnaður útgerðarinnar þvf hækkað úr um þremur milljörðum króna í fimm. ► MEIRA en 500 millj- óna króna tap varð á rekstri söluskrifstofu Sölu- miðstöðvar hraðfrystihús- anna hf. í Rússlandi á síð- asta ári og verður skrifstofunni Iokað. Tapið hefur þegar verið afskrif- að að fullu. Hekla byrjar að gjósa GOS hófst í eldfjallinu Heklu kl. 18.17 á laugardagskvöld í síðustu viku og var mestur krafturinn í gosinu fyrstu tvo klukkutímana eftir að það hófst en síðan fór það dvínandi. Fyrstu táknin um væntanlegt gos í eldfjallinu komu fram um kl. 17 á laugardeginum á jarðskjálftamælum Raunvísindastofn- unar Háskóla íslands. Hálftíma áður en það hófst var tilkynnt í Ríkisút- varpinu að það kæmi innan 20-30 mín- útna og gekk það eftir. Steig gosmökk- urinn í allt að 45 þúsund feta hæð. Fimmtán hundruð manns í Þrengslum FIMMTAN hundruð manns sátu föst í bílum sínum næturlangt í Þrengslum aðfaranótt mánudags en fólkið hafði verið á ferð um Suðurland til þess að berja eldgosið í Heklu augum. Síðdeg- is á sunnudag brast hins vegar á hið versta veður í Þrengslunum með þeim afleiðingum að bílar festust þar hund- ruðum saman. Björgunarsveitir að- stoðuðu við að flytja mannskapinn úr bflunum til byggða og er talið að þetta hafi verið einhver umfangsmesta björgunaraðgerð sem farið hefur fram hér á landi. Bflarnir sem skilja þurfti eftir í Þrengslunum skiptu hundruð- Engin samkeppni lengur í áætlunarflugi ÍSLANDSFLUG hefur leigt Flugfé- lagi íslands báðar ATR-flugvélar fé- lagsins frá og með 1. aprfl og mun hætta áætlunarflugi á þeim flugleiðum innanlands þar sem félagið hefur átt í samkeppni við Flugfélag íslands. Það er á flugleiðunum milli Reykjavíkur, Akureyrar, Egilsstaða og Vestmanna- eyja. Við það verður engin samkeppni lengur í áætlunarflugi innanlands. Pinochet sleppt AUGUSTO Pinochet, fyrrverandi ein- ræðisherra Chile, hélt á fimmtudag til heimalands síns eftir að Jack Straw, innanríkisráðherra Berlands, ákvað að leys ahann úr haldi á þeirri for- sendu að hann væri ekki fær um að verja sig fyrir rétti sökum heilsu- brests. Hann hafði þá verið í rúma 16 mánuði í stofufangelsi vegna fram- salsbeiðnar spánsks dómara. And- stæðingar Pinochets lýstu ákvörðun Straws sem „afbökun á réttlætinu" en stuðingsmenn hans í Chile fögnuðu honum sem hetju er hann lenti í Santiago eftir sólarhrings ferðalag. Um 3000 manns höfðu safnazt saman inni í borginni til að fagna honum en skammt þar frá efndu um 1500 manns, mannréttindasamtök og fólk, sem missti sína nánustu í 17 ára valdatíð Pinochets, til mótmæla. Um 60 mál hafa verið höfðuð á hendur Pinochet í Chile og sumir telja hugsanlegt að sú friðhelgi, sem hann veitti sér í raun sjálfur, verði afnumin. Fjölmiðlar í Evrópu sögðu ávinningin af máli Pin- ochets þann, að fyrrverandi einræðis- herrar gætu ekki lengur notið lífsins lystisemda í Evrópu án þess að eiga á hættu að vera dregnir fyrir dóm. Flóð í Mósambík ERLEND ríki hafa heitið aukinni að- stoð við nauðstadda í Mósambík, en talið er að allt að ein milljón manna hafi misst heimili sitt í flóðum, sem lagt hafa stóran hluta flatlendis lands- ins á kaf. Óttazt er, að enn einn felli- bylurinn, Gloria, gangi yfír landið og auki enn á hörmungamar. Bandarík- in, Bretland og önnur ríki Evrópu- sambandsins hafa heitið stóraukinni aðstoð við hjálparstarfið í Mósambík en hingað til hefur það að mestu mætt á Suður-Afríku. Rauði kross Islands, Þróunarsamvinnustofnun og fleiri ís- lenzkir aðilar hafa lagt hjálparstarf- inu lið. ► RÚSSNESKI herinn náði síðasta höfuðvigi að- skilnaðarsinnaðra skæru- liða í Tsjetsjníu, bænum Shatoi, á sitt vald á þriðju- dag. Rússar segjast hafa náð yfirráðum yfir öllu héraðinu en skæruliðamir segjast staðráðnir í að halda skæruhemaðinum áfram. Um 20 rússneskir hermenn féllu í launsátri nærri Grosní á föstudag. ► GEORGE W. Bush vann sannfærandi sigur á keppinaut sínum, John McCain, í forkosningum og á kjörfundum repúblikana í þremur ríkjum á þriðju- dag. A1 Gore varaforseti sigraði Bill Bradley, helzta keppinaut sinn um út- nefningu sem forsetaefni demókrata, ömgglega í Washington-ríki. ► JÖRG Haider sagði á mánudagskvöld af sér flokksformennsku í Frels- isfiokknum í Austurríki. Ráðamenn hinna ESB- ríkjanna 14 sögðu afsögn- ina ekki breyta neinu um pólitískar refsiaðgerðir sem þau beita Austurríki vegua stjómarþátttöku Frelsisflokksins. ► HELMUT Kohl, fyrr- verandi kanzlari Þýzka- lands, hefur boðizt til að útvega flokki si'num, Kristilegum demókrötum, sex milljónir marka, um 220 miljj. kr., til að mæta sektum sem flokknum verður væntanlega gert að greiða vegna ólöglegra fjárframlaga sem Kohl hef- ur viðurkennt að hafa tek- ið við á síðustu valdaárum sínum. FRETTIR Rætt um endurreisn bæja á málþingi í Háskdlanum Þáttaskil í umræðu um skipulagsmál Á MÁLÞINGI Háskóla Islands og Reykjavíkurborgar um endurreisn bæja, sem haldið var í samvinnu við Samtök um betri byggð á föstudag, kom m.a. fram að aukinn skilningur væri á mikilvægi þéttrar byggðar, og að óhófleg útbreiðsla dreifðrar byggðar væri ekki endilega æskileg. Samgöngumál voru einnig ofarlega á baugi og m.a. sagði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri að ekki væri stöðugt hægt að halda áfram að greiða götu einkabflsins hér á höfuðborgarsvæðinu. Páll Skúlason, rektor Háskóla ís- lands, setti málþingið sem fór fram í Odda. Sagði hann m.a. í ávarpi sínu að umræða um þróun höfuðborgar- svæðisins hefði kannski verið of tæknileg, á kostnað siðfræðilegrar umræðu. Mikilvægt væri nefnflega að huga að því hvernig við vildum búa áður en við byrjuðum að byggja. Pétur H. Ármannsson, bygging- arlistadeild Kjarvalsstaða, rakti ís- lenska bæjarhefð í sögulegu ljósi í erindi sínu á málþinginu og kom m.a. fram í máli hans að 20. öldin gæti vart talist gullöld borganna. Mikil áhersla hefði verið lögð á dreifbýlisþróun hér á Islandi en minna hefði verið gert í skipulag- smálum bæja og borga þar til á allra síðustu árum, og raunar hefði af- staða manna gagnvart þéttbýlinu gjarnan verið heldur neikvæð. Taldi Fundurinn í Odda var vel sóttur. Morgunblaðið/Ásdís hann hins vegar að ein af fáum raun- hæfum aðgerðum sem grípa mætti til í byggðamálum, eins og málum væri nú háttað, væri að mynda einn stóran þéttbýliskjarna á lands- byggðinni sem mótvægi við höfuð- borgina Reykjavík. Þétt byggð skapar grundvöll fyrir félagsleg samskipti Skipulagning byggðar í anda módernisma, sem tröllreið hinum Morgunblaðið/Kristján Kertaljós í heitum potti ÞAÐ fór vel um gesti í sem brugðu sér í heita pottinn í sundlauginni á Þelamörk f fyrrakvöld. Gríðarlegt fannfergi er norðanlands um þess- ar mundir og stöðugt hefur bæst við en eins og sjá má á myndinni hafa myndast heljarinnar göng að pottinum og eins konar hellir yfir honum. Starfsmenn sundlaugarinn- ar höfðu kveikt á kertum í pottin- um svo gestirnir gætu séð handa sinna skii. ú falsað málverk? Sláandi samantekt um falsanir á málverkum íslenskra listamanna og margt fleira forvitnilegt í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar. Mál og mennlng malogmenning.is nn Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sfmi 510 2500 vestræna heimi eftir miðja öldina, fékk heldur slæma útreið á málþing- inu en Jórunn Ragnarsdóttir, arki- tekt í Karlsruhe í Þýskalandi, nefndi sem dæmi um þess háttar byggð hluta af Breiðholtshverfi, Ár- bæ og Háaleitisbraut hér í Reykja- vík. Sagði hún að á áttunda áratugn- um hefðu menn aftur farið að gera sér grein fyrir mikilvægi hinna hefðbundnu evrópsku borga, og að hin þétta byggð þeirra skapaði grundvöll fyrir félagslegum sam- skiptum. Nýlegar tillögur um þróun breskra borga á næstu 25 árum bar á góma í máli Bjarna Reynarssonar, skipulagsfræðings á þróunarsviði Reykjavíkurborgar, en þar er m.a. stefnt að því að takmarka óhóflega útbreiðslu úthverfa. Sagði Bjami að það væri einmitt hluti af skipulags- vanda Reykjavíkurborgar hversu ný íbúðahverfi væru sífellt lengra og lengra í burtu frá miðborgarkjarn- anum sem aftur yki síðan á bílaum- ferð og mengun henni samfara. Bjöm Ólafsson, arkitekt í París í Frakklandi, varpaði í erindi sínu nokkm ljósi á hvernig ólíkum að- ferðum hefði verið beitt til að móta borgarkjarna í Frakklandi en Þor- valdur S. Þorvaldsson, skipulags- stjóri Reykjavíkur, rakti að síðustu starf Borgarskipulags. Gerði hann einnig grein fyrir þeirri endurskipu- lagningu aðalskipulags Reykjavík- urborgar sem nú er í gangi, sem og gerð svæðaskipulags fyrir höfuð- borgarsvæðið allt. Er stefnt að því að ljúka þessari vinnu á árinu, að sögn Þorvaldar. Enginn flokkur með stefnu í málefnum bæja og borga Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri átti lokaorðin í gær og vakti hún m.a. athygli á að stjórn- völd landsins legðu alla áherslu á byggðastefnu en „bæjarstefna" kæmi hins vegar aðeins fram sem óvænt afleiðing af byggðastefnu. Benti hún á að enginn stjórnmála- flokkanna hefði sérstaka stefnu í málum er vörðuðu bæi og borgir. Ingibjörg taldi hins vegar að ákveðin þáttaskil ættu sér stað í um- ræðu um skipulagsmál, menn horfðu nú öðrum augum á mikilvægi lands, verndun umhverfisgæða, mikilvægi blandaðrar byggðar og hlutverk einkabílsins. Sagði hún engum blöðum um það að fletta að ekkert lægi fólki eins þungt á hjarta og bflaumferðin og umferðarhraðinn, auk slysa og mengunar sem tengjast bílaumferð. Enn værum við að vísu ekki reiðu- búin til að færa fórnir í þágu þeirrar áþjánar, sem bflafjöldinn óneitan- lega ylli, en Ingibjörg sagði ljóst að við gætum ekki stöðugt haldið áfram að greiða götu einkabílsins. Óhjákvæmilegt væri að leggja aukið fé til almenningssamgangna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.