Morgunblaðið - 05.03.2000, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 5. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
BAKSVIÐ
ERLENT
ystu Prímakovs sem verður 71 árs í
október.
Það eina sem gæti komið í veg
fyrir þetta er persónulegur metnað-
ur Zjúganovs sem lítur eins stórt á
sig og leiðtogar frjálslyndu flokk-
anna. Nokki'ir rússnesku fjölmiðl-
anna telja að valdhafarnir í Kreml
geti einnig hindrað þetta með því að
veita Zjúganov fjárhagslegan
stuðning gegn því skilyrði að hann ■
hætti ekki við framboðið.
Stuðningsmenn Pútíns
of sigurvissir?
Þriðji möguleikinn er einfaldur;
þeir sem treysta ekki Pútín (eða
telja að hann geti sigrað auðveld-
lega án stuðnings þeirra) eða
kommúnistum gætu sniðgengið
kosningarnar án þess að stjórn-
málamennirnir hvetji þá til þess.
Slík staða hefur oft komið upp í
Rússlandi. Til að mynda var kjör-
sóknin aðeins 34% í héraðsstjóra-
kosningum í Sankti Pétursborg árið
1996. Þorri þehra sem kusu ekki
taldi að Anatolí Sobtsjak borgar-
stjóri (sem lést 19. febrúar) myndi
vinna stórsigur á keppinaut sínum,
Vladímír Jakovlev. Borgarstjórinn
beið hins vegar ósigur vegna þess
að stuðningsmenn Jakovlevs
flykktust á kjörstaði en margir
fylgismanna Sobtsjaks sátu heima.
Þetta kann einnig að gerast í
kosningunum 26. mars því hugsan-
legt er að margir þeirra sem telja
öruggt ac). Pútín fari með sigur af
hólmi ákveði að ganga ekki að kjör-
borði, eins og þeir sem vilja ekki að
hann nái kjöri. Og verði kjörsóknin
aðeins um 45% verður Pútín ekki
forseti næstu fjögur árin og yrði
það mjög áhrifamikill endir á skjót-
um frama hans í rússneskum
stjómmálum.
Lítið má út af bera
Pútín hefur nú aðeins þrjár vikur
til sannfæra alla stuðningsmenn
sína um nauðsyn þess að þeir greiði
honum atkvæði og tryggja að kjör-
sóknin verði yfir 50%.
Nýjustu skoðanakannanir benda
til þess að kjörsóknin verði um það
bil 52%, þannig að Ijóst er að lítið
má útaf bera.
Hver er Pútín?
í nýlegri skoðanakönnun sögðust
um 70% aðspurðra telja að enginn
vafi léki á því að Pútín færi með sig-
ur af hólmi í kosningunum 26. mars.
I sömu könnun sögðust 53% styðja
Pútín en fram kom einnig að kjós-
endurnir vita lítið um stefnu hans.
Um 49% aðspurðra sögðust
t.a.m. ekki vita hver framvindan
yrði í efnahagsmálum undir stjórn
Pútíns og 47% vissu ekki hvemig
samskipti hans yrðu við Vestur-
lönd. 43% sögðust ekkert vita um
viðhorf hans til mannréttinda og
lýðræðis.
Margt bendir til þess að margir
Rússar vilji jafnvel ekki vita hver
Pútín er í raun og veru og styðji
hann aðeins vegna þess að þeir telji
hann sterkan leiðtoga.
Stefnuskráin ekki birt „til
að komast hjá gagnrýni“
Pútín hefur ekki reynt að eyða
þessari óvissu og sagði t.a.m. á
kosningafundi nýlega að hann
hygðist ekki birta stefnuskrá sína í
efnahagsmálum fyrr en nokkram
dögum fyrir kosningarnar. „Hvers
vegna?“ spurði einn fundarmann-
anna og Pútín svaraði þá hrein-
skilnislega: „Til að komast hjá
gagnrýni.“
Pútín tekur nokkra áhættu með
því að beita þessari aðferð. Óvissan
um stefnu hans í mikilvægum mál-
um gæti orðið til þess að margir
þeirra, sem hafa stutt hann, ákveði
að kjósa hann ekki og sitja heima.
Nokkrir stjómmálaskýrendur telja
hins vegar að þessi aðferð geti
reynst árangursrík í kosningunum
og segja að með því að ræða sem
minnst um stefnu sína geti hann
komist hjá því að styggja kjósend-
ur.
Höfundur er ritsljóri tímarits í
Sankti Pétursborg.
Vladnnír Pútín, starfandi forseti Rússlands, heilsar verkamönnum í oliuvinnslustöð í Súrgút í vesturhluta Síberíu þegar hann var þar í heimsókn á
föstudag. Pútín sagði verkamönnunum að hann hygðist ekki gefa nein „óraunhæf loforð" í kosningabaráttunni.
Lítil kj ör sókn gæti
orðið Piítín að falli
ALKUNNA er að Vladímír Pútín,
starfandi forseti Rússlands, er lík-
legastur til að fara með sigur af
hólmi í forsetakosningunum 26.
mars. Allir vita einnig að enginn
hinna frambjóðendanna getur gert
sér raunhæfar vonir um að ná kjöri.
Við þekkjum öll veiku forsetaefnin
- en minna er vitað um hættuleg-
ustu óvini Pútíns sem gætu jafnvel
orðið honum að falli.
Líkumar á sigri Pútíns eru ekki
eins miklar og margir halda því nýl-
eg skoðanakönnun leiddi í ljós að
hann stendur frammi fyrir mjög
hættulegum andstæðingum - þeim
sem ætla ekki að mæta á kjörstað.
Rúm 40% kjósenda hafa
efasemdir um Pútfn
Fylgi Pútins er enn mjög mikið,
eða um 53-58%, og aðeins 15% kjós-
endanna styðja helsta keppinaut
hans, Gennadí Zjúganov, leiðtoga
kommúnista. Þeim, sem íhuga nú að
snúa baki við Pútín og svokölluðum
„umbótum" hans (vegna þess að
þær sjást hvergi), fer hins vegar
fjölgandi. Ef marka má skoðana-
kannanir hafa rúmlega 40% kjós-
endanna efasemdir um að Pútín sé
rétti maðurinn í forsetastólinn. Þeir
telja hins vegar að enginn annar sé
fær um að taka við stjómartaumun-
um.
Þeir sem telja að enginn fram-
bjóðendanna sé nógu góður kostur
geta einfaldlega sniðgengið kosn-
ingamar. Ennfremur má benda á
að fyrir forsetakosningamar árið
1996 reyndi Míkhaíl Gorbatsjov,
síðasti forseti Sovétríkjanna, að út-
enginn frambjóðendanna sé nógu
góður kostur. Gangi Föðurlands-
flokkur Júrís Lúzhkovs, borgar-
stjóra Moskvu, til liðs við þá kynnu
hartnær 18 milljónir kjósenda að
sitja heima. Það yrði Pútín að falli
því um fimm milljónir atkvæða
myndi þá vanta til að kosningamar
yrðu gildar.
Það kann hins vegar að setja
strik í reikninginn að lítill einhugur
er meðal leiðtoga frjálsljmdu flokk-
anna og þeir telja sig allir efni í mik-
inn þjóðarleiðtoga. Margir telja
mjög ólíklegt að Javlínskí falli frá
þeirri ákvörðun sinni að taka þátt í
kosningunum.
Prímakov gæti staðið
uppi sem sigurvegari
í öðru lagi gæti Zjúganov dregið
sig í hlé viku fyrir kosningarnar
þannig að stuðningsmenn hans
yrðu að sniðganga þær. Hann gæti
þá ekki gefið kost á sér í næstu
kosningum ef kjörsóknin verður of
lítil en það ætti ekki að vera vanda-
mál þar sem sigurlíkur hans era
nánast engar og hann veit það sjálf-
ur.
Verði kosningarnar lýstar ógild-
ar þarf að kjósa aftur í júlí og eini
maðurinn sem er talinn geta farið
með sigur af hólmi er Jevgení
Prímakov, sem naut stuðnings
kommúnista í dúmunni, neðri deild
þingsins, þegar hann var skipaður
forsætisráðherra. Flestir af for-
ystumönnum kommúnista álíta
þetta ákjósanlega niðurstöðu, enda
yrði hún að öllum líkindum til þess
að þeir kæmust í stjórn undir for-
Líkumar á að Vladímír Pútín nái kjöri í
komandi forsetakosningum í Rússlandi
eru ekki eins miklar og margir halda, að
mati Alexanders Malkevich, sem segir að
verði kjörsóknin minni en 50% verði kosn-
ingarnar lýstar ógildar og Pútín geti þá
ekki boðið sig fram að nýju.
skýra fyrir kjósendum að þeir sem
vildu hvorki kjósa Borís Jeltsín né
Zjúganov gætu greitt atkvæði
„gegn öllum frambjóðendunum".
Þessari hugmynd Gorbatsjovs
var hafnað en margir Rússar íhuga
nú þann möguleika að greiða at-
kvæði gegn öllum forsetaefnunum
vegna þess að þeir treysta þeim
ekki.
Gæti ekki boðið sig fram aftur
Vandi Pútíns felst í þvf að ef kjör-
sóknin verður minni en 50% verða
kosningamar lýstar ógildar og
einnig ef prósenta þeirra sem
greiða atkvæði „gegn öllum“ er
hærri en kjörfylgi frambjóðend-
anna. Þetta er þó aðeins ein hlið
vandans því stærsta vandamálið er
að verði kosningamar lýstar ógild-
ar getur enginn frambjóðendanna
boðið sig fram aftur.
Þannig að ákveði rúmlega 50%
kjósendanna að sniðganga kosning-
arnar verða Vladímír Pútín, Genna-
dí Zjúganov og Grígorí Javlínskí,
leiðtogi Jabloko-flokksins, ekki í
framboði í næstu forsetakosning-
um. Þá yrði kosið á milli manna eins
Jevgenís Prímakovs og Vladímírs
Zhírínovskís sem verða ekki í fram-
boði 26. mars.
Sniðganga fijálslyndu
flokkarnir kosningamar?
Rússneskir fjölmiðlar eru þegar
farnir að velta fyrir sér ýmsum
möguleikum í þessu sambandi. í
fyrsta lagi er talið hugsanlegt að
leiðtogar frjálslyndu flokkanna
(Jabloko og Sambands hægriafl-
anna) hvetji stuðningsmenn sína til
að sniðganga kosningarnar þar sem