Morgunblaðið - 05.03.2000, Side 10

Morgunblaðið - 05.03.2000, Side 10
10 SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Arnaldur Úlfarsá, eða Korpa, liðast í átt til sjávar. Til vinstri er Grafarholtið og framundan sér til Reykjavíkur. Bíða Korpu sömu ör- lög og Elliðaánna? Síðasta haust gátu menn skoðað niður- stöður þriggja ára rannsóknaráætlunar sem borgaryfírvöld stóðu að til að skýra út vanda Elliðaánna. Þar lögðu rannsóknarað- ilar fram ýmsar tillögur til úrbóta. Guðmundur Guðjónsson ræddi á dögunum við þá Þórólf Antonsson og Sigurð Guðjónsson hjá Veiðimálastofnun sem bentu á hvað brýnast er að taka á að þeirra mati. Þeir vöruðu einnig við að Ulfarsá gæti lent í svipaðri kreppu og Elliðaárnar, en enn væri ekki of seint að taka á umhverfís- málum á þeim slóðum. Morgunblaðið/Arni Sæberg Þórélfur Antonsson og Sigurður Guðjónsson. SKÝRSLAN sem sýnd var síðasta haust var að margra mati skref íram á við, en því miður mjög stutt sla-ef og mörgum spurningum um framtíð Elliðaánna væri enn ósvarað. Varla var skýrslan kölluð svört, því hún bætti fáu við þá almennu vissu manna um alvarlega stöðu lífríkis ánna. Þó þótti mörgum merkílegt og skuggalegt þegar fiskifræðmgar Veiðimálastofnunar drógu saman níu mismunandi atriði sem gátu skýrt hin miklu skörð sem höggvin hafa verið í laxastofn ánna. En í kjölfar birtingar skýrslunnar ákvað Reykja- víkurborg að fela Borgarverkfræð- ingi að sjá um framvindu málsins. Ólafur Bjamason hjá Borgarverk- fræðingi sagði í samtali við Morgun- blaðið að fyrsta skrefið hafi verið stigið strax, nauðsyn hefði verið talin á því að auka vatnsrennsli um vestur- kvísl Elliðaánna og Orkuveitan hefði brugðist skjótt og vel við. Þar með hafi einhver búsvæði endurheimst. „Þetta var nú það fyrsta, en síðan höldum við áfram og á þessu ári hefst úttekt á frárennsli af götum borgar- innar sem rennur til Elliðaánna. Við höfum fengið fjárveitingu fyrir því verkefni og um það mun sjá sérfræð- ingur á vegum Gatnamálastjóra. Það er ógjömingur að segja til um hversu langan tíma úttektin mun standa, en mikilvægast er að koma henni af stað. Þetta eru fyrstu skrefin og þar fyrir utan verður haldið áfram að vinna við vöktun svæðisins. En við emm að velta fleiri hlutum fyrir okk- ur. Við höfum fengið ýmsar ábend- ingar, einkum og sér í lagi frá fiski- fræðingum Veiðimálastofnunar. Eitt af því er að taka þátt í rannsókn þeirra á fullorðnum laxi og göngu- seiðum á ósasvæðinu. Nú er komin tækni sem er svo ný að maður þekkir hana varla, en hún felst í því að mæli- merki era fest á fiskinn og nema merkin alls kyns upplýsingar um staðsetningu hans og fleira. Við höf- um sagt sérfræðingum Veiðimála- stofnunar að við viljum taka þátt í þessari rannsókn. Það þarf einnig að fylgjast með umhverfismati sem gert verður vegna Sundabrautar,“ sagði Ólafur. Líffræðigleraugun Þeir Sigurður Guðjónsson og Þór- ólfur Antonsson eiga að baki 10-12 ára rannsóknir á laxinum og lífríki Elliðaánna og segja það ekkert laun- ungarmál að þeir séu orðnir áhyggjufullir fyrir margt löngu og vildu sjá hraðari handtök og meiri festu. „Við horfum á Elliðaárnar í gegn um líffræðilegu gleraugun, en peningabaukurinn er allt annað mál. Sem betur fer liggja þó fyrir nægar niðurstöður til að hægt er að byija á einhverju, m.a. frárennslinu af göt- unum, sem allir vita að er einn versti mengunarþátturinn í ánum,“ segja þeir félagar, en víkja síðan að öðra sem þeir telja vera grandvallaratriði þar sem ástandið er orðið jafnalvar- legt og raun ber vitni. „Það er ljóst að borgin verður að gera upp við sig hvemig hún vill standa að vemdun Elliðaánna. Það gengur ekki upp að á meðan einn armur borgarinnar er að gera eitt, sem miðar að vemd, þá sé annar að gera eitthvað allt annað sem er hvetj- andi til hins gagnstæða. Nærtækt dæmi er að á sama tíma og vísinda- menn era fengnir af borgarráði til að gera úttektir á lífríkinu með það fyrir augum að bjarga ánum og Borgar- verkfræðingi er falið að sjá um fram- vindu næstu missera, þá er annar armur borgarinnar að skipuleggja nýjan skeiðvöll við árnar með til- heyrandi raski, mannvirkjum, bíla- stæðum og fleira. Ekki minnkar álagið á Elliðaánum við það. Þai-na verður síðan Landsmót hestamanna í sumar. Rétt ofar era komin ný hest- hús skammt frá árbakkanum og upp við Elliðavatn er Kópavogsbær kom- inn með heilmikla byggð. Þarna má glöggt sjá að alla samræmingu vant- ar. Það er ósvinna ef ein höndin er að byggja upp og hin að rífa niður á sama tíma. Þá verða bæjarstjómim- ar tvær, í Reykjavík og Kópavogi, að ráða ráðum sínum saman.“ Draga línu Þeir félagar halda áfram og segj- ast hafa viðrað nýlega hugmynd sem þeir telja nauðsynlega til að stemma stigu við þróuninni svo hægt sé að snúa taflinu við. „Við viljum að dregin verði lína, segjum hundrað metra út frá ánni, frá vatni og til sjávar, og allt verði stoppað á þessu svæði. Ekkert verði leyft nema í sérstökum tilvikum og þó færi best á því að engar undan- þágur væra veittar. Síðan verði byrj- að að vinna til baka, uppræta það sem komið er, eða færa til betri veg- ar. Við gætum kallað þetta „árhelgi“ og ætti fyllilega við sem regla, ekki einungis við Elliðaárnar og Ulfarsá. Við sjáum víða um land hvemig þrengt er að árbökkum, t.d. á Blönduósi og Hellu og víðar Er nú ekki heldur seint í rassinn gripið með Elliðaámar? „Það er auðvitað varla til nokkur 100 metra skiki á svæðinu sem er al- veg laus við byggð, mengun eða ann- að sem veldur álagi á lífríkið, en hug- myndin er að draga línu sem markar þessa árhelgi. Þá era menn að segja, „nú er stopp. Það verður ekki gert meira hér án þess að taka fyllsta tillit til lífríkisins“. Það er síðan hægt að vinna til baka, og auk þess standa menn betur að vígi þegar fram á veg- inn er horft. Breiðholtið er t.d. ekki að fara neitt og sama má segja um Árbæ, en menn geta tekið tillit til umhverfisáhrifa t.d. þegar byggð verður aukin á Norðlingaholti og víð- ar. Við sjáum ekki aðra leið í stöð- unni.“ Hafíð þið kynnt þessar hugmynd- ir? „Þetta er f burðarliðnum hjá okkur og ekki orðið að formlegum tillögum eins og sagt er. En við höfum vissu- lega viðrað þetta hér og þar, m.a. í borgarkerfinu og hugmyndin hefur fengið góðar undirtektir. Ég held að menn séu byrjaðir að kveikja á mikil- vægi málsins. Það hefur orðið mikil hugarfarsbreyting innan borgai’- kerfisins varðandi mikilvægi um- hverfismálanna." Eins og fram kom í máli Ólafs Bjamasonar hjá Borgarverkfræð- ingi era uppi hugmyndir um að hengja mælimerki bæði á gönguseiði og fullorðna laxa og fá botn í hvaða leiðir laxinn fer og hvað hann er lengi á ósasvæðinu. Ólafur sagði að hans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.