Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Kína á mikilvæg- um tímamótum Yfirbragð Shanghai hefur breyst mikið á síðustu árum og margt bendir til, að hún verði forystuborg á kínverska efnahagssvæðinu, sem tekur til Kína, Taívans og Hong Kong. ASÍÐUSTU tuttugu árum hefur Kína verið að opnast sífellt meira, áður var hag- kerfið byggt á stalínískum áætlunarbúskap en nú fær markað- urinn að njóta sín betur. ítök ríkisins í hagkerfinu munu enn minnka á næstu árum og einkareksturinn auk- ast að sama skapi. Um helmingur rík- isfyrirtækja er rekinn með tapi og hafa þau verið meira og minna í gjör- gæslu ríkisins sem hefur af pólitísk- um ástæðum ekki séð sér fært að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Nú bendii' allt til þess að Kinverjar fái inngöngu í Heimsviðskiptastofunina, WTO, innan skamms og mun það stuðla enn frekar að framþróun hag- kerfisins og opna það fyrir fjárfest- ingum og innflutningi. Hlutverk fyrirtækja í Taívan og- í Hong Kong Fyrirtæki á Taívan og í Hong Kong eru í einstakri aðstöðu til að keppa á kínverska markaðnum. Landfræðileg nálægð og sameiginleg menning og tungumál gera þeim auð- veldara um vik að stunda viðskipti í Kína. Reynsla fyrirtækja frá Taívan og Hong Kong hjálpar svo einnig til við þá efnahagsuppbyggingu sem þarf að eiga sér stað í Kína á næstu árum og áratugum. Taívönsk fyrir- tæki hafa fyrir löngu sannað getu sína til að keppa á alþjóðamarkaði og eftir því sem þau fjárfesta meira í Kína aðstoða þau við uppbyggingu efnahagsins. Þau eru þekkt fyrir að aðlaga sig vel að markaðnum og búa yfir mikilli markaðs-, framleiðslu-, sölu- og stjómunarþekkingu sem þau ættu smátt og smátt að geta miðlað til meginlandsins. Sama gildir um fyrir- tæki í Hong Kong, þau hafa í áratugi keppt á alþjóðamörkuðum og standa sig vel í harðri samkeppni. Þekking á fjármálum, bankaviðskiptum og margs konar þjónustu, tii dæmis flutningum og skiparekstri, er mikil. Fyrirtæki í Taívan og í Hong Kong koma til með að gegna lykilhlutverki í nútímavæðingu kínversks efnahags- lífs eins og þau hafa gert á síðustu ár- um. Hong Kong, Singapúr og Sjanghai Hong Kong var lengi þymir í aug- um Kínverja, sem litu á nýlenduna sem tákn ósigurs og niðurlægingar. Eftir yfirráð Breta í um 150 ár var Hong Kong skilað til Kína árið 1997. Undir opinbera slagorðinu „Að þvo burt 150 ára skömm“ var Hong Kong loks orðið hluti af Kína undir merkj- um hugmyndafræðinnar um „eitt ríki, tvö kerfi“. Það sem Kína fékk um mitt ár 1997 var alþjóðleg viðskipta- og fjármálamiðstöð á heimsmælik- varða. Eitt hundrað og fimmtíu árum áður hafði Hong Kong verið landbún- aðar- og útvegshérað sem aldrei hafði verið getið í kínverskum annálum. Fjármála- og þjónustufyrirtæki í Hong Kong eru vel í stakk búin til að keppa á Kínamarkaði, fjárhagslega vel stæð, með hæft vinnuafl, þekkja markaðinn og menningarlega þætti vel og síðast en ekki síst, eru vön harðri samkeppni. Framleiðsluiðnað- urinn í Hong Kong flutti á níunda áratugnum smám saman tii Gvang- dong-héraðs, næsta héraðs við Hong Kong. Nú er svo komið að nær engin fjöldaframleiðsla er lengur í borginni, heldur hefur hún öll færst til Kína. Fyrirtæki í Hong Kong nýttu sér þennan möguleika til að viðhalda samkeppnisgetu sinni. Mikið frarn- boð af mjög ódýru vinnuafli auk land- fræðilegrar nálægðar gerði það hag- kvæmt að flytja framleiðsluna. Eftir sem áður var hönnun, stjómun, sölu og dreifingu enn stjómað frá Hong Kong að mestu leyti. Upp á síðkastið hefur átt sér stað umræða um að Hong Kong eigi það á hættu að missa niður það forskot, sem borgin hefur ótvírætt haft í Asíu, til Singapúr og Sjanghæ. Endurheimtir Sjanghai sína fornu frægð? Allt fram á tíunda áratuginn vom flest ríki í Asíu með höft á viðskiptum og fjármagnsflutningum, en þessi stefna hefur síðan verið á undanhaldi og stjómvöld almennt aukið til muna frelsi á þessum sviðum. Einkum hef- ur verið talað um að Singapúr og Sjanghai séu í sterkri stöðu tii að Búast má við miklum breytingum á kín- verska efnahagssvæð- inu, Kína, Taívan og Hong Kong, á næstu árum. Ekki er ólík- legt, að þungamiðjan eigi eftir að færast æ meira yfír til Sjanghai, að því er fram kemur í þessari grein eftir Tómas Orra Ragnars- son. Kína sjálft stend- ur á tímamótum og er ástæða til að efast um, að aukið efnahagslegt frelsi og alræði Kommúnistaflokksins fari mikið lengur saman. storka Hong Kong. Ríkisstjórnin í Singapúr hefur á undanfömum árum unnið markvisst að því að fá stór al- þjóðleg fyrirtæki til að setja upp mið- stöðvar í borgríkinu. Mörg fyrirtæki, einkum í hátækniframleiðslu, segja að Singapúr bjóði upp á hagstæð skil- yrði til fjárfestinga, ekki síst vegna þess að kostnaður sé lægri en til að mynda í Hong Kong. Þótt frelsi til fjármagnsflutninga hafi verið aukið er fjármálamarkaðurinn í Singapúr langt frá því að búa yfir þeirri dýpt og breidd sem einkennir markaðinn í Hong Kong. Landfræðileg lega Singapúr, hlutfallslegt fámenni og áhersla á Suðaustur-Asíumarkaðinn, sem upp á síðkastið hefur verið í lægð, gerir það að verkum að Singa- púr á erfitt með að hnekkja Hong Kong í nálægri framtíð nema á ákveðnum sviðum. Hong Kong kemur án efa til með að standa frekari ógn af Sjanghæ en Singapúr. Forysta kínverska Komm- únistaflokksins fer ekki dult með að hún ætlast til að Sjanghæ verði mið- stöð fjármála í Kína. Deng Xiaoping, fyrrverandi leiðtogi flokksins, sagði að hans helstu mistök í efnahagsum- bótunum hefðu verið að opna Sjang- hæ ekki fyrr en raunin var. Afleiðing- in var sú, að Sjanghæ varð fullum tíu árum á eftir þeim svæðum, sem opn- uð voru fyrir erlendum fjárfestingum í byijun níunda áratugarins. Síðan hefur borgin verið að taka við sér og enginn efast lengur um, að hún komi til með að verða miðstöð fjármála í Kína. Á síðasta ári var hagvöxtur í Sjanghæ 10,2 prósent eða um þremur prósentum yfir landsmeðaltali og tekjur á íbúa þar eru þær hæstu í landinu. Sjanghæ hefur nokkuð sem Hong Kong skortir. Fyrst og fremst er borgin miðstöð iðnaðar og fram- leiðslu í Kína. Efnahagskerfi Hong Kong er að miklum hluta til byggt á fjármálum og þjónustu en í Sjanghæ er stóriðnaður eins og stál- og bfla- framléiðsla sem ekki er til staðar í Hong Kong. Aukinheldur er mögu- legur markaður miklu stærri og land- fræðileg lega betri. Stærðin ein gerir það að verkum að möguleikamir eru meiri. Sjanghai á hins vegar langt í land með að ógna Hong Kong sem fjármálamiðstöð fyrir Kína núna. Það stafar einkum af því, að kínverski gjaldmiðillinn er ekki alþjóðleg mynt sem hægt er að eiga viðskipti með á alþjóðamörkuðum og lagakerfi og reglur varðandi fjármál veita ekki nægjanlegt öryggi fyrir fjárfesta. Þetta eru þó allt atriði sem búist er við að lagist innan nokkurra ára og pólitískur vilji er fyrir hendi til að sníða af þessa vankanta. Með vænt- anlegri inngöngu Kínverja í Heims- viðskiptastofnunina verður pressan á Hong Kong meiri vegna þess að Sjanghæ kann að vera betri kostur til að setja upp starfsemi en Hong Kong. Hún á það á hættu að missa þá sér- stöðu sem hún hefur haft frá því að hún varð nýlenda Breta, mflliliður á milli umheimsins og hins lokaða Kína. Eftir því sem Kína opnast meira minnkar þetta hlutverk Hong Kong. Breytt staða Hong Kong Hlutverk Hong Kong sem millilið- ar á milli Kína og annarra þjóða kann enn frekar að minnka ef Taívan og Kína ákveða að koma á beinum tengslum. Flugleiðin Hong Kong- Taipei er ein sú fjölfamasta í heimi og megnið af farþegunum eru Taívanar á leið til Kína í viðskiptaerindum. Ef bein samskipti og samgöngur komast á milli Kína og Taívan, kemur það til með að hafa mikil áhrif á Hong Kong. Fraktflutningar, póstflutningar, flugsamgöngur og þau viðskipti, sem tævönsk fyrirtæki stunda í Hong Kong, eins og að nýta sér þjónustu banka og annarra fyrirtækja, eru um- talsverð vegna banns Taívanstjómar við beinum samskiptum á milli land- anna. Þetta fyrirkomulag kostar fyr- iriækin umtalsvert meira en ef þau gætu átt bein samskipti við Kína. Kaupsýslumenn vilja að ríkisstjómin aflétti þessu banni og segja að það rýri samkeppnisstöðu fyrirtækja. Ríkisstjómin segir aftur á móti, að þetta sé gert til að vemda hagsmuni Taívans, af öryggisástæðum sé ekki hægt að láta efnahagslíf eyjunnar verða of nátengt meginlandinu. Það gæti orðið fyrir skakkaföllum ef að- stæður breyttust til hins verra á meg- inlandinu. Taívanar eru nú þegar stærstu erlendu fjárfestar í Kína og hafa fjárfest sérstaklega í Fujian- héraði sem liggur næst Taívan. Meirihluti íbúa eyjunnar á ættir að rekja til Fujian og talar þá mállýsku sem þar er töluð. Útflutningur Taív- ans hefur verið að breytast á síðustu ámm. Áður vom aðalmarkaðimir Bandaríkin og Evrópa en með áfram- haldandi framþróun í Kína verður sá markaður mikilvægari. Mikilvægi þess að vera með góða stöðu á mörk- uðum í Austur- og Suðaustur-Asíu skiptir meira máli en áður. Á meðan útflutningur til hefðbundinna mark- aða stendur í stað eða minnkar, kem- ur vöxturinn í framtíðinni frá Asíu. Fjárfestingar taívanskra fyrir- tækja á meginlandinu hafa einkum verið í framleiðslu á neytendavörum, svo sem fötum, skóm, vöram unnum úr plasti og í efnaiðnaði. Ætlun kín- verskra stjómvalda í efnahagsupp- byggingunni var að laða að fyrirtæki í hátækniiðnaði en raunin varð sú að fjárfestingarnar vom að mestu í framleiðslu á vinnuaflsfrekum neyt- endavömm. Er fyrirtæki í Taívan þurftu að takast á við auknar kröfur í umhverfisvemd og aukinn launa- kostnað var rökrétt að færa fram- leiðsluna til Kína til að vemda sam- keppnishæfnina. Fyrirtæki alls staðar að nýta sér samkeppnisyfir- burði Kínveija sem felast í ódým vinnuafli, enda verður Kína miðstöð ijöldaframleiðslu í heiminum á næstu áratugum. Framleiðsla er nú þegar tekin að færast til innhéraða vegna vaxandi launakostnaðar í strandhér- uðum. Nútímavæðing Kína Frekari nútímavæðing kínversks efnahagslífs er risastórt verkefni. Upp á síðkastið hefur verið lögð áhersla á að hraða þróuninni í öðmm héraðum en strandhémðunum en þau síðarnefndu hafa fengið meiri- hlutann af erlendum og innlendum fjárfestingum og vaxið hratt. Frá því að efnahagsumbætur komust á skrið hefur bilið á milli strandhéraða og innhéraða farið ört breikkandi. Tekjur bænda á austurströndinni em um þrisvar sinnum hærri en félaga þeirra í vesturhéruðunum. Ráða- menn hafa af þessu miklar áhyggjur. Vesturhérað Kína era neydd til að selja strandhéraðum hrávöra á ríkis- verði sem er oftast tiltölulega lágt en þau þurfa aftur að kaupa neytenda- vörar á markaðsverði. Mikil óánægja með þennan mikla mun á lífskjömm kann að hafa áhrif á stuðning við Kommúnistaílokkinn sem nú vill að vesturhéraðin nái að brúa að ein- hveiju leyti það mikla bil sem er á milli héraða. Hér koma einnig til þau pólitísku markmið að tryggja öryggi í héraðum, sem era að miklu leyti byggð minnihlutahópum eins og múslimum, með því að bæta lífskjör- in. Forvitnilegt er að bera saman við Kína ýmis rfld í Asíu, til dæmis Kóreu og Taívan, sem hafa á síðustu ára- tugum breyst úr því að vera vanþróuð ríki í ein þau ríkustu í heimi. Kórea og Taívan vora undir alræðisstjóm lengi framan af og ríkisstjómimar lögðu kapp á að iðnvæðast. Segja má að Kína sé í svipaðri stöðu, efnahagsum- bætur era famar að segja veralega til sín, einkum í stærri borgum, og líf- slq'örin hafa batnað veralega. Enn er valdið algerlega í höndum kommún- ista, sem reyna að sameina tvo þætti, sem reynslan hefur sýnt að er ill- mögulegt til lengri tíma litið. Annars vegar þann að viðhalda núverandi stjómmálaskipulagi og hins vegar þann að opna Kína fyrir erlendum hugmyndum, fjármagni og tækni. Raunveraleikinn er hins vegar sá, að eftir því sem efnahagsumbætumai' ganga lengra og lífskjörin batna, því erfiðara verður fyrir flokkinn að hafa allt í sinni hendi. Ýmsir hagsmuna- hópar koma fram, eins og virðist hafa gerst í viðræðunum um inngöngu í Heimsviðskiptastofnunina. Talið er að ráðamenn í hémðunum, eins og Sjanghæ og Fujian, hafi sett pressu á að samkomulag næðist, vegna þeirra mikilvægu viðskiptasjónarmiða sem vom í húfi. Ekki er þó hægt að bera saman Kína og þessi ríki, sem áður var minnst á, án þess að nefna mikilvæg atriði, sem skilja þau að. Þótt í Kína sé alræðisstjóm og áhersla lögð á nú- tímavæðingu er Kína miklu stærra og margbreytilega. Mismunur milli hér- aða er mikill, sum hafa langa reynslu af viðskiptum og framleiðslu eins og Sjanghæ, en önnur, eins og Guangxi, hafa alltaf verið landbúnaðarhémð eða námahérað eins og Xinjiang. Sá tími sem það tekur Kína að nútíma- væðast verður mun lengri en í öðram hagkerfum sem gengið hafa í gegnum efnahagsundrið í Asíu. Þessi rfld hafa auk þess gengið út frá efnahagslíkani sem byggir fyrst og fremst á útflutn- ingi. Kína býr aftur á móti yfir stærsta innanlandsmarkaði í heimi. Þótt viðskiptajöfnuður sé nú hag- stæður má búast við, að hann fari minnkandi á næstu áram, þegar kaupmáttur vex og innflutningur eykst. Ekki má heldur gleyma því, að mikið af framleiðslu hefur flust frá Taívan og Hong Kong til Kína og hef- ur það stuðlað að auknum viðskipta- halla Bandaríkjanna og ESB gagn- vart Kína, en að sama skapi hefur hann minnkað gagnvart Hong Kong ogTaívan. Með inngöngu í Heimsviðskipta- stofnunina koma til með að verða miklar breytingar í landbúnaði, sér- hæfing á eftir að aukast og sú þróun að bændur fari yfir í arðbærari fram- leiðslu kemur til með að halda áfram. Aukin vélvæðing og tækni munu verða til þess að vinnuafl færist úr sveitum £ þéttbýli. Hagvöxtur verður að halda áfram að vaxa til að geta tek- ið við þessu fólki og veitt því atvinnu. Einkageirinn verður að halda áfram að vaxa hratt til að atvinnuleysi auk- ist ekki þegar fólk úr sveitunum flyt- ur sig um set til borganna. Mikilvægt er að ráðamenn í Kína haldi áfram að stuðla að frekari efna- hagslegri framþróun og ekki komi bakslag í þróunina. Segja má að Kína sé nú á mikilvægum tímamótum. Get- ur Kommúnistaflokkurinn haldið í stjómina og jafnframt haldið áfram á þeirri braut að stuðla að uppbygg- ingu eínahagsins? Styrk stjóm er nauðsynleg, en jafnframt að ráða- menn séu framsýnir og átti sig á því hvað nauðsynlegt er að gera. Umbæt- ur á rfldsfyrirtækjum, aukin lagaleg vemd fyrirtækja, sjálfstæði dómstóla og uppræting spillingar eru nauðsyn- leg fyrir Kína á þessu stigi. Valda- kerfið verður að veita einstaklingum og fyrirtækjum lagalega vemd fyrir alvaldi rikisins til að áframhaldandi uppbygging geti átt sér stað. Höfundur er viðskiptafræðingur og hefur stundað nám í Ta/van. Hann er nú búsettur f Hong Kong.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.