Morgunblaðið - 05.03.2000, Page 18
18 SUNNUDAGUR 5. MARS 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Sverrir
Einar Bragi tekur við menningarverðlaununum úr hendi Sveins Einars-
sonar, formanns Sænsk-islenska menningarsjóðsins.
Einari Braga afhent
sænsk-íslensku
menningarverðlaunin
færðu Islendingum í tilefni af 50
ára afmæli íslenska lýðveldisins ár-
ið áður. Skyldi fénu varið til að efla
samskipti þjóðanna á sviði menn-
ingarmála, menntunar, lista og vís-
inda og ýmsum öðrum sviðum fé-
lagslegra samskipta.
Sérstök undirbúningsnefnd lagði
til að stofnaður yrði formlegur
sjóður og að arði af stofnfé skyldi
árlega varið í samræmi við markm-
ið sjóðsins. Hefur verið auglýst ár-
lega eftir umsækjendum um styrki
úr sjóðnum í báðum löndunum. Eitt
árið voru umsækjendur á Qórða
hundrað en 16 styrkir veittir. Eink-
um hafa verið veittir ferðastyrkir
til einstaklinga og hópa, sem og
verkefnastyrkir. I ár hafa borist um
150 umsóknir og verður styrkjum
úthlutað úr sjóðnum síðar í þessum
mánuði.
Þjóðirnar færðar nær hvor
annarri menningarlega
Jafnframt hefur stjórn sjóðsins
beint fjármunum í nokkur stærri
verkefni, t.d. að undirbúa útkomu
sænsk-íslenskrar orðabókar, efl-
ingu sænskukennslu í íslenskum
skólum og til útgáfu bókar um fs-
lendinga í Svíþjóð og samskipti
þjóðanna.
Á síðastliðnu ári var ákveðið að
einnig skyldu veitt sérstök menn-
ingarverðlaun einstaklingi sem
með störfum sínum hefði unnið að
því að færa þjóðirnar hvora nær
annarri menningarlega. Það ár
hlaut verðlaunin sænski rithöfun-
durinn Inge Knutsson, sem á síðari
árum hefur öðrum fremur stuðlað
að því að gera íslenskar bók-
menntir kunnar í Svíþjóð.
EINARI Braga rithöfundi voru af-
hent sænsk-íslensku menningar-
verðlaunin við hátíðlega athöfn í
Norræna húsinu á föstudag.
Á fundi sinum í desember sl.
ákvað stjórn sjóðsins aðverðlaunin
skyldu í ár falla í skaut íslendingi
sem með verkum sínum hefur stuðl-
að að því að færa íslendingum
meiri þekkingu á sænskum bók-
menntum og í þessu tilviki um leið
heimsbókmenntunum. Islendingur-
inn sem hér um ræðir er Einar
Bragi, sem hefur þýtt öll leikrit
sænska skáldjöfursins Augusts
Strindbergs á íslensku. Verðlaunin
eru að upphæð 25 þúsund sænskar
krónur eða sem svarar um 210 þús-
undum íslenskra króna.
í fréttatilkynningu kemur fram
að Sænsk-íslenski menningarsjóð-
urinn var stofnaður árið 1995 í
kjölfar peningagjafar sem Svíar
M-2000
Sunnudagur 5. mars.
Ráðhús Reykjavíkur. Kl. 15.
Iðnó kl. 16. Listahátið þroska-
heftra - Sljörnur himinsins
Ævintýra-
Ak - klúbburinn stend-
ur að Listahátíð
þroskaheftra
sem opnuð
7 verður með málverka-
^ og handverkssýningu.
Söngur, dans, spuni og upp-
lestur úr frumsömdum verk-
um tekur svo við í Iðnó. Miða-
verð kr. 250.
SAM STILLINGAR
MYNDLIST
II a f n a r b o r g
MÁLVERK
PÉTURGAUTUR
Opið alla daga frá 12-18.
Lokað þriðjudaga. Til 20. mars.
Aðgangur 300 krónur í allt húsið.
ÞAÐ er mikill hraði og vinnu-
gleði í málaranum Pétri Gauti, og
skýtur þó skökku við að viðfangs-
efni hans er það sem menn nefna
kyrralíf eða uppstillingar, en í
þessu tilviki væri kannski réttara
að nota nafnið samstillingar eða
sam stillingar. Einfaldlega vegna
þess að gerandinn stillir í þessu til-
viki saman hlutum á grunnflöt, sí-
fellt sömu hlutunum í ýmsum til-
brigðum, en stílfærir í mun ríkari
mæli en gerist í hefðbundnum
kyrralífsmyndum. Sömu formunum
bregður stöðugt fyrir svo skoð-
andinn er að lokum farinn að fá
það á tilfinninguna að listamaður-
inn kunni þetta utanað, þurfi síður
að styðjast við hlutgert myndefni
né yfirhöfuð hafa neitt fyrir fram-
an sig annað en málaratrönurnar
og léreftið. Myndefnið er þá öllu
frekar huglægs eðlis en hlutvakið,
og einhvern veginn lítur svo út sem
sem sú uppvakta nánd og víxlverk-
un sem hlutir geta almennt haft á
gerendurna sé minna til staðar en
sértæk ímynduð og skálduð form.
Þetta er nú einungis útlistun á
þeim áhrifum sem skrifari varð
fyrir við skoðun sýningarinnar, en
hefur minna með gæðamat að gera
og satt að segja er þetta sterkasta
framlag Péturs til þessa, í öllu falli
af þeim sem hafa borið fyrir mín
augu. Kom strax fram í myndinni í
stigaganginum, Uppstilling í
tunglskini (2), sem er einungis í
svart-hvítu og er í senn einföld og
sterk, formin afar vel staðsett á
grunnflötinn. Hef ekki í annan
tíma séð jafn einföld og sterk verk
frá hendi listamannsins sem áður-
nefnt og nokkur fleiri, nefni hér
helst; Ávextir (10), sem er afar lit-
ræn og efniskennd, Uppstilling á
gulum dúk (17), sem er líkast til
átakamesta verkið á sýningunni,
Eldhúsuppstilling (28), sem er í
senn litræn efniskennd og vel mál-
uð. En það voru þó tvær litlar
myndir í kaffistofunni er tóku hug
minn allan; Uppstilling á köflóttum
dúk (39) og „Natura Morta“ (47). í
öllum þessum myndum finnst mér
að fram komi bestu eiginleikar
Péturs sem málara, og hann geng-
ur þar hreinna til verka, af meiri
ró og einlægni en í flestum öðrum
myndum á sýningunni, jafnvel svo
að stundum getur hugurinn eitt
augnablik hvarflað til meistara
Chardins. En því er ekki að neita
að taumlaus málaragleðin virðist
oftar en ekki vera ráðandi aflið í
vinnuferlinu og að meira sé hugsað
um að koma hlutunum frá sér en
ganga hreint og markvisst til leiks,
hafna öllum málamiðlunum. Þannig
er auðséð að liturinn í sumum
myndunum er vart þornaður og því
síður fernisinn. Að auk er því ekki
að neita, að oftar en eðlilegt má
telja bregður fyrir ónákvæmum
vinnubrögðum einhvers staðar í lit
eða myndbyggingunni sem raskar
annars vel upp byggðri heild, eins
og eitthvert óþol sé á ferð. Hér er
mikið málað blautt í blautt og er
auðséð að Pétur ræður við tæknina
er best lætur en víkur stundum
einhvers staðar í ferlinu af leið.
Eitt er mjög áberandi á sýning-
unni og þá einkum í salnum uppi,
sem er að áherslur lýsingarinnar
magna stórlega upp stemmninguna
í myndunum, jafnvel í þá veru að
erfitt er að átta sig á hvað er mynd
og hvað bein innsetning birtugja-
fans, þannig að maður er alls ekki
viss hvernig þessar myndir taki sig
út í náttúrubirtu - veltir því fram
og aftur fyrir sér. En á heildina lit-
ið má listamaðurinn vel við una...
Bragi Ásgeirsson
Styrkir til atvinnuleikhópa
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur, að fengnum tillögum frá
framkvæmdastjórn Leiklistarráðs,
úthlutað framlögum af fjárlagaliðn-
um Starfsemi atvinnuleikhópa árið
2000, sem hér segir: Hafnarfjarð-
arleikhúsið Hermóður og Háðvör -
10 millj. kr. til starfssamnings.
Leikfélag íslands í Iðnó - 4 millj.
kr. til starfssamnings. Möguleik-
húsið - 2,5 millj. kr. til uppsetning-
ar leikverks að vali hópsins af
verkefnalista. Á mörkunum - 2,5
millj. kr. til leiklistarhátíðar sjáif-
stæðu leikhúsanna. Kaffíleikhúsið
- 1.5 millj. kr. til einleikjaárs.
Bandamenn - 1,5 millj. kr. til upp-
setningar Eddu 2000. Drauma-
smiðjan - 1,5 millj. kr. til uppsetn-
ingar leikverks að vali hópsins af
verkefnalista. Norðanljós - 1 millj.
kr. til uppsetningar Skækjurnar
ganga fyrstar inn í guðsríki. Sögu-
svuntan - 500 þús. kr. til uppsetn-
ingar á Loðinbarði heitir hann.
Alls bárust umsóknir frá 37 aðil-
um til 48 verkefna. Til úthlutunar
voru samtals 25 millj. kr.
í úthlutunarnefnd Leiklistarráðs
sátu Magnús Ragnarsson, Krist-
björg Keld og Ragnheiður
Tryggvadóttir.
HflMH
Daníel
■BiijÍIS—IjlÍBlBB
Námskeið hjá Yoga Studio í mars
Jóga gegn kvíða meö Ásmundi Gunnlaugssyni
hefst 7. mars - þri. og fim. kl. 20.00
4ra vikna uppbyggjandi námskeið, m.a. byggt á eigin reynslu Ásmundar fyrir þá
sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum
miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið
frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg.
Yoga - breyttur lífsstíll með Daníel Bergmann
hefst 6. mars - mán. og mið. kl. 20.00
4ra vikna grunnnámskeið fyrir þá, sem eru að taka sín fyrstu skref í jóga.
Námskeið fyrir fólk á öllum aldri sem vilja læra eitthvað nýtt til að vinna gegn
spennu. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg.
Á námskeiðum hjá Yoga Studio eru eftirfarandi þættir teknir fyrir:
★ jógaleikfimi (asana) ★ öndun ★ slökun ★ mataræði og lífsstill
★ andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu.
Jóga gegn kvíða er yfirgripsmeira heldur en Yoga - breyttur lífsstill.
Frír aðgangur að opnum jógatimum og saunu fylgir námskeiðunum.
Allar nánari upplýsingar er að finna á www.yogastudio.is
YOGA
STUDIO
VtSA
Yoga - Sauna
Auðbrekku 14, Kópavogi,
sími 544 5560.
(3
HALUR OG SPRUND ehf.
halur@yogastudio.is
BIOTONE nuddvörur, Oshadhi 100% hágæöa ilm-
kjarnaolíur, nuddbekkir frá Custom Craftworks,
nuddplaköt, slökunartónlist, ilmker, bækur o.m.fl.
^«B»«HMHI|lllll|nilIll)||||| IIHH
Steinrunninn tölvunotandi
GESTURá
vörusýningu,
sem haldin var
á vegum
stjórnar fjár-
festingamála í
Bangkok í Taí-
landi, tyllir sér
hér áhugasam-
ur við hlið
skúlptúrs af
tölvunotanda
sem unnin hef-
ur verið í fullri
stærð.
Um 800 fyr-
irtæki víðsveg-
ar að úr heim-
inum kynntu
tækninýjungar
sínar á sýning-
unni, sem er
liður í tilraun
Taílands til að
koma fótum
undir hagkerfi
landsins á ný
eftir kreppu sl.
þriggja ára.
Reuters