Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 28
.28 SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ vashhugi A L H L I Ð A VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR ( Fjárhagsbókhald ( Sölukerfi (Viðskiptamanna kerfi i Birgðakerfi ( Tilboðskerfi I Verkefna- og pantanakerfi ( Launakerfi I Tollakerfi Gieraugnasalan Laugavegi 65. Faxafeni 8 alla daga 1 2-19 I f- s § VwHiP 'WXísöF* Silfur er litur auranna sem nóg er af í tækniheiminum um þessar mundir. Tölvuumhverfið þarf ekki að vera gerilsneytt og leiðinlegt. Þessi víraði drengur gekk um með PC-tölvu, sem tengd var við lítinn skjá fyrir öðru auganu, og til að missa ekki af neinu i öllum erlinum var hann einnig tengdur síma. Það þurfti að taka fram sérstaklega að þetta væru PC- tölvur, svo litlar og handhægar eru þær orðnar. Ekki var óalgengt að efnt væri til happdrættis af ýmsu tagi, til að laða að gesti, eins og á bás tölvublaðsins Chip. vél og einnig er hægt að tengja þær lyklaborði. Lófatölvur hafa þegar haslað sér völl, öfugt við skjátölvumar, og voru kynntar af mörgum framleiðendum á CeBIT. Það sem virðist ætla að verða dragbítur á að þær nái sömu markaðshlutdeild og farsímar er einfaldlega að enn er ekki mögulegt að nota þær í venjuleg símtöl. Ann- ars eru útgáfumar jafnmargar og ævintýrin í 1001 nótt. Nýjustu lófa- tölvurnar frá Handspring, Visor, em fullkomnari hinum íyrri, með öflugri batteríum og geta tengst Netinu í gegnum Springboard. Not- endur geta tengt lófatölvuna við Springboard (modules) á borð við MP3-spilara, símboða, módem, tölvuleiki og jafnvel GPS-staðsetn- ingartæki um gervihnött. Með heiminn í vasanum Margir muna eflaust eftir því þeg- ar James Bond og Dr. Christmas Jones, hinn íðilfagri kjarnorkueðlis- fræðingur voru fost neðanjarðar og kjarnorkusprenging var yfirvofandi. Þá notuðu þau HP Jomada lófatölvu til að bjarga sér. Það er iýsandi fyrir markaðssetningu Microsoft, að reyna að koma þeim skilaboðum áleiðis, að það megi reiða sig á lófa- tölvur fyrirtækisins, en hingað til hefur stýrikerfið ekki þótt nógu áreiðanlegt. Nýja Jomada lófatöiv- an gæti breytt ýmsu um það. Á með- al þess sem hún hefur upp á að bjóða er tölvupóstur, upplýsingadagbók og innbyggður MP3-spilari í stereó. Hún vegur aðeins 250 grömm og hentar vel á ferðalögum. Nýja tölvan frá Psion, Psion Revo, er léttari, aðeins 200 grömm, Sumir segja að Netið sé af hinu illa og þessir árar virðast skjóta stoðum undir þá kenningu. og passar í brjóstvasa. Engu að síð- ur er hún með lyklaborði. Hægt er að komast á Netið, opna tölvupóst og SMS, og boðið er upp á nýjung sem felst í því að hægt er að sam- hæfa símanúmerabókina við þá sem er í nýjustu farsímum helstu síma- fyrirtækja. Svona fer tæknin hring eftir hring á CeBIT. Það sem öllu skiptir er að samhæfa þau tæki sem eru á markaðnum og opna þeim leið inn á gáttir Netsins. Þá um leið er heimurinn farinn að rúmast í vasan- um. Stuðst við lithimnu augans Þegar upplýsingar verða aðgengi- legar einkum á Netinu verður yfir- leitt til þörf fyrir vernd hinna sömu upplýsinga fyrir öðrum. Snjallkort eru hugsuð sem svar við þessu. Þetta eru plastkort sem líta út eins og krítarkort. Þau eru með inn- byggðan minniskubb sem virkar eins og tölva og þar er hægt að geyma upplýsingar og forrit. Nú þegar er rúmlega milljarður Snjall- korta í notkun í heiminum og eru sérfræðingar á því að eftirspurn eigi eftir að aukast til muna enda sé m.a. hægt að nota þau til að geyma sér- fræðiupplýsingar í heilbrigðisgeir- anum og sem aðgangskort í lestir. Nýlega tilkynnti ORGA Card Systems að það hefði náð samningi við í Bretlandi sem heimilaði við- skiptavinum Midland Bank að nota farsíma í bankaviðskiptum sínum. Með snjallkorti í farsíma frá Motor- ola geta viðskiptavinir bankans skoðað stöðuna á reikningum sínum, millifært, borgað reikninga og keypt bensín á næstu bensínstöð. Það seg- ir sig sjálft að það þarf að gæta auk- ins öryggis, ef ske kynni að síman- um yrði stolið. Kynnt er kerfi á CeBIT sem upprunalega var þróað af hernum og felur í sér að not- andinn er greindur eftir sérkennum, hvort sem það eru augu, rödd, fingraför, andlitsdrættir eða líkams- hreyfingar. Þar sem ekki er hægt að falsa líkama notandans er engin þörf á lykilorðum eða aðgangskortum. Mörg fyrirtæki nýta sér þetta kerfi. SAGEM frá Frakklandi hefur á boðstólum farsíma með fingrafara- skanna. Þá kemur upp úr dúrnum að verið er að gera tilraunir með að styðjast við lithimnu augans í Evrópu og Bandaríkjunum. Þá er tekin mynd af lithimnunni þegar nýr viðskiptavinur bætist við. Eftir það þarf hann aldrei að segja til nafns eða sýna skilríki þegar hann verslar, aðeins láta skanna í sér lithimnuna, sem er einstæðasta líffæri manns- líkamans. Öfugt við rödd og fingra- för breytist lithimnan ekki eftir því sem aldurinn færist yfir og öryggið er augljóst. Með sjónvarp í gleraugunum Það getur verið gott að hafa margmiðlunargleraugu með sér á ferðalögum ásamt þráðlausu mót- tökutæki. Þegar manni fer að leiðast sessunauturinn er ráð að setja upp gleraugun, sem eru á við sólgler- augu að stærð, og horfa á útsending- ar úr sjónvarpinu eða myndban- dstækinu heima í stofu. í nýrri gerð gleraugnanna Eye-Tec FMD-700 frá Olympus sem kynnt voru á CeBIT er einnig hægt að tengja þau við PC-tölvuna eða önnur leikjatæki og spila tölvuleiki. Þá er hægt að skoða sýnishorn af PC Eye-Trek Margmiðlunargleraugu bjóða upp á ýmsa möguleika, m.a. í flugvélum. gleraugunum á sýningunni, sem ekki eru komin á markað, en í þeim er hægt að fást við ritvinnslu og vafra um Netið. Ekki er mikið að gerast á sjón- varpsmarkaðnum enn sem komið er, miðað við aðra miðla, og í raun beðið eftir nýrri tækni. Þunnir skjáir hafa þó verið að hasla sér völl, en eru enn of dýrir fyrir almennan markað. Framleiðendur hafa heitið úrbótum á því á næstu árum. Hvað varðar gagnvirkan gagnaflutning úr og í sjónvarp var kynnt tækni á CeBIT sem gerir það mögulegt, en hraðinn er enn sem komið er ekki meiri en í seinvirku mótaldi. Vel má ímynda sér að slík sjónvörp gætu haslað sér völl ef þau yrðu á aðgengilegu verði, enda gerði það áhorfendum heima í stofu kleift að taka þátt í sjónvarps- þáttum og jafnvel stunda viðskipti á Netinu í tengslum við dagskrána. Skurðaðgerð á milli heimsálfa Ótal fleiri uppfinningar mann- skepnunnar eru kynntar á CeBIT eins og þrívíddarprentari sem getur prentað prufuafsteypur úr plasti eftir teikningum, t.d. af kappakst- ursbílum, og vonir eru bundnar við að geti orðið í almannaeigu innan tíu ára og prentað út af Netinu. Þá má nefna tækni sem gerir skurðlækni kleift að framkvæma flóknar skurð- aðgerð annars staðar á hnettinum. Með handahreyfingum sínum stýrir hann handahreyfingum vélmennis á skurðstofunni sjálfri. En blaðamaður er bara mennsk- ur. Ekki verður hjá því komist að hann verði svolítið þreyttur eftir að hafa lagt fleiri kíiómetra að baki í lokuðum skóm og slitnum frakka, með troðfulla poka af fréttatilkynn- ingum, myndum og öðrum varningi, stautandi við þýskuna og grúskandi óupplýstur í upplýsingatækni fram- tíðarinnar. Hann veit að hann er ekki beinlínis broddborgari í útópíu Bill Gates. En þetta er veröld sem heillar. Og hvað sem öðru líður - nú bíður maður bara eftir að leikföngin komi í búðirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.