Morgunblaðið - 05.03.2000, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 05.03.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 31 Þessar jeppabreyting- ar voru greinilega að færast í aukana og ég naut þess að þekkja marga í bíladellunni. Við fengum því fljót- lega næg verkefni við að breyta jeppum fyrir aðra, einnig að smíða hluti. arla, fólk sem vildi komast á jökla og Jón segir að í upphafi hafi það að mestu verið raunin. Pá var mik- ið að gera og kannski ekki síst á kvöldin og um helgar, en þannig endurspeglaðist að Jón og félagar hans voru að þjónusta áhugamál fólks. Það leitaði til hans þegar það átti sjálft frí. En hann segir að fljótlega hafi það breyst og það verulega. „í dag eiga fyrirtæki og stofnanir 75% af veltunni hjá okk- ur. Stórir viðskiptavinir í gegnum tíðina hafa verið t.d. Rarik, Landsvirkjun, Síminn, Lögreglan, sjúkrabílar bílar björgunarsveita og skólabílar að ég nefni ekki marga aðila sem eru í ferðaþjón- ustu.“ Þú nefndir veltuna, hver er velt- an hjá svona fyrirtæki og hvað er þetta umfangsmikið? Hefur þú t.d. tölu yfír þá híla sem þú hefur breytt eða hvað þú breytir mörgum á ári? „Veltan er svona innanhússmál, við getum sagt að hún hafi aukist seinni árin. Varðandi umfangið þá nefndi ég áðan að ,ég hefði breytt nærri 300 Econoline-bílum, en lengra nær minni mitt og yfirsýn ekki. Eg hef ekki tölu yfir þetta. Umfangið er það, að ég byrjaði einn og fékk fljótlega félaga, bæði vegna mikilla anna og ekki síst vegna þess að ég axlarbrotnaði í vélsleðaslysi um árið og gat ekki sinnt verkefnunum sjálfur. Eg réð þá til mín pípulagningarmann sem ég útskrifaði í smíðinni. Hann er nú hættur hjá mér og starfar sjálf- stætt og er mjög fær, en starfs- mönnum fjölgaði jafnt og þétt næstu árin. Síðustu árin hafa starf- að hjá mér að jafnaði 10-11 manns. Þeir verða ekki fleiri í bili, því plássið okkar stendur ekki undir fleiri starfsmönnum þótt verkefna- staðan gæfi í sjálfu sér tilefni til þess að fjölga. Við erum fyrir löngu búnir að sprengja utan af okkur þetta húsnæði hér í Vagnhöfðan- um.“ Er þá stutt í að þið fíytjið í stærra húsnæði einhvers staðar? „Við getum orðað það þannig að við höfum gert okkur ljósa grein fyrir því að þörfin á flutningum sé fyrir hendi og það má vissulega fara að líta í kring um sig. Hins vegar er ekkert farið í gang og málið ekki komið á það stig að neinar ákvarðanir liggi fyrir. Ég held að það sé t.d. mikilvægt að bíða átekta og sjá hvernig ástandið verður í þjóðfélaginu á næstu mis- serum, t.d. með tilliti til kjarasamn- inga og hvort friður verður á vinn- umarkaðinum eða ekki. Annars er það merkilegt hvað fer í gegnum hugann þegar maður stendur frammi fyrir svona vanga- veltum, að stækka við sig eða ekki. Ég geri mér grein fyrir því að við eigum fárra kosta völ í stöðunni, en þessi staða rifjar upp hvernig við félagarnir litum á þessi mál á árum áður. Þegar við vorum t.d. tveir eða þrír í litlum skúr í Súðarvoginum höfðum við það bara helv. gott. Þá var svipuð staða komin upp, verk- efnin virtust óendanleg, en við spurðum okkur, hvað viljum við blása okkur mikið út? Við létum það eftir okkur að stækka verulega og útkoman er sú að það er svo mikið að gera að það er með herkj- um að maður kemst í fárra daga frí. Það var lengi svo slæmt að ég gat ekkert farið. Ég er t.d. með mikla veiðidellu og komst aldrei frá. Þess vegna var það mikill feng- ur að fá Gunnar bróður minn til starfa í fyrirtækið. Nú kemst mað- ur frá af og til. Hins vegar asnaðist ég til að smita Gunnar af veiðidell- Það getur kostað frá 100 þúsund upp í 3 milljónir að fá jeppa breytt. unni, fór með hann í Víðidalsá þar sem hann veiddi sinn Maríulax, og síðan er hann orðinn verri af dell- unni en ég. En við stundum bara veiðiskapinn, gallinn er bara sá að við getum ekki gert það saman.“ Bjart framundan Jón Hólm segir að bjart sé fram- undan hjá fyrirtæki þeirra bræðra, enda sé ekkert lát á bílainnflutn- ingi landsmanna. Verkefni séu næg og auk þess sé mikil aukning í sölu og smíði á varahlutum. „Það er aldrei dauð stund á renniverkstæð- inu og það hefur einnig færst í vöxt að við smíðum í vinnuvélar. Þar fyrir utan erum við hér að vinna við það sem við höfum gaman af og höfum orðið mikla þekkingu og reynslu á okkar sviði. Við þurfum einungis að hafa víðara til veggja, þá er ekkert lengur til að kvarta út af.“ Spánarsól á spottprís Madrid a i • -ii og áfram til Alicante, pilbao, Valencia og Malaga fyrir aðeins 32.500, / I tilefni af nýgerðum samstarfssamningi Flugleiða og spænska flugfélagsins Iberia bjóðum við vikulegar ferðir til Madrid fyrir aðeins 32.500 kr.* báðar leiðir. Þaðan gefst fólki kostur á að fljúga til hinna vinsælu sólarstaða Alicante, Malaga, Bilbao ogValencia á Suðaustur-Spáni en heildarverðið er óbreytt, aðeins 32.500 kr.* báðar leiðir með viðkomu í Madrid. Flogið er beint með Flugleiðum til Madrid og þaðan með Iberia til Alicante, Malaga, Bilbao ogValencia. Ferðatímabil er frá 12. júní til 28. ágúst. Lágmarksdvöl er 7 dagar; hámarksdvöl er 11 vikur. Börn, 2ja—11 ára, fa 25% afslátt. Börgn, yngri en 2ja ára, greiða 10% af fargjaldi. Takmarkað sætaframboð Hafíð samband við söluskrifstofur okkar eða pantið strax á vefhum: www.icelandair.is * Innifalið: Jlug búðar leiðir ogflugvallarskattar. Flugleiðir auglýsa verðið, sem neytandinn greiðir, verð með Jlugvallarsköttum. lCHLANDAlR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.