Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 51 ÍDAG BRIDS Unisjón Guðmunilur I’áll Ariiarson ÞRAUT dagsins er á opnu borði. Suður spilar fimm tígla eftir að austur hefur sagt hjarta: Norður * KD53 » - * D63 * AG10973 Vestur Au^tur * G10972 * A86 y K3 y ÁD10964 ♦ 1083 ♦ 4 + KD4 * 852 Suður * 4 » Q8752 * AKG972 * 6 Útspii vesturs er hjartakóngur og spurn- ingin er: Getur suður fengið ellefu slagi með bestu vörn? Frumgreining á spilinu leiðir í ljós að sagnhafi getur tekið níu slagi á tromp með því að stinga þrjú hjörtu í borði. Lauf- ásinn er tíundi slagurinn, það er ekki víst að slagur fáist á spaða. Ef byrjað er á því að spila spaða mun austur drepa og trompa út. Og þá fækkar tromp- slögunum um einn. En er hægt að nýta laufið á einhvern hátt? Vissulega er hægt að fríspila litinn með því að trompa tvisvar heima, en hvernig á að komast inn í borð til að njóta uppsker- unnar? Lausn: Blindur er ekki alveg innkomulaus, þegar grannt er skoðað. Sagn- hafi trompar fyrsta hjart- að og spilar spaðakóng. Austur drepur og trompar út (annars fást 11 slagir með víxltrompun). Nú tekur sagnhafi laufás og trompar lauf með sjöu. Hann trompar hjarta og annað lauf með níu. Tekur síðan eitt hátromp og dregur fram tromptvist- inn, sem hann hefur gætt þess að geyma. Vestur neyðist til að taka slaginn og á ekkert nema spaða til að spila. Spaðadrottningin reynist því vera innkoman á frílaufin. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Rvík Arnaö heilla GULLBRÚÐKAUP og 75 ÁRA afmæli. í dag, sunnu- daginn 5. mars, eiga gullbrúðkaup hjónin Guðbjörg Björgvinsdóttir og Sigurvaldi Guðmundsson. Einnig á Sigurvaldi 75 ára afmæli í dag. Þau eru ásamt fjölskyldu sinni stödd á hótel Radisson SAS Falconer í Kaup- mannahöfn. SKÁK Umsjón llelgi Áss Grétarsson HEIMURINN OG ÉG Þess minnist ég, að mér og þessum heimi kom misjafnlega saman fyrr á dögum. Og beggja mál var blandið seyrnum keimi, þvi báðir vissu margt af annars högum. Svo henti lítið atvik einu sinni, sem okkur, þessa gömlu fjandmenn sætti: að ljóshært barn, sem lék í návist minni, var leitt á brott með vofveiflegum hætti. Það hafði veikum veitt mér blessun sína og von, sem gerði fátækt mína ríka. Og þetta barn, sem átti ástúð mína, var einnig heimsins barn - og von hans líka. Steinn Steinarr. A ÁRA afmæli. Á UU morgun, mánudag- inn 6. mars, verður sextug- ur Haukur Hjaltason framkvæmdastjóri, Stiga- hlíð 60, Reykjavík. Eigin- kona hans er Þórdís Jóns- dóttir, fjármúlastjóri. Þau hjónin verða að heiman á afmælisdaginn. Hinn 31. mars bjóða þau ættingj- um, vinum og samferða- mönnum til gleðskapar í veislusal Ferðafélags ís- lands, Mörkinni 6, Reykja- vík. Þeim sem vildu gleðja afmælisbarnið með blóm- um eða gjöfum veittu mesta gleði með framlagi til Barnaspítala Hringsins Rann.sjóður Nr. 517- 14- 603333 kt. 590793-2059. Hvftur á leik. ÞESSI staða kom upp á milli D. Zazzi (2095) frá Frakklandi og Lothar Schnitzspan (2301) frá Þýskalandi á opna alþjóð- lega mótinu í Cappelle la Grande í Frakklandi. 20.Rc6+! bxc6 21.Dxa6 Re7 21...cxb5 22.Dxb5+ Ka8 23.Hc6 er einnig unnið á hvítt. 22.Ha3! cxb5 23.Db6+ og svartur gafst upp enda er hann óverjandi mát í tveim- ur leikjum. UOÐABROT ORÐABÓKIN Að bregða í brún Þetta orðatiltæki er al- kunna í máli okkar þegar frá fornöld, svo sem lesa má um í Mergi málsins eftir Jón G. Friðjónsson prófessor. Einhverjum bregður í brún merkir, að e-m hnykkir við, e-r hrekkur við óvænt atvik. Honum brá í brún, þegar hann sá ákæruna. - Henni brá í brún, þegar hún fann ekki lyklana. Elztu dæmi frá síðari öldum eru frá seinni hluta 17. aldar: Mér bregður í brún; það brá mörgum í brún. Sagn- orðið er ópersónulegt og fylgir því ævinlega þágu- fall, svo sem tilgreind dæmi sýna. Þess vegna var ekki undarlegt, þótt mér brygði í brún og það meira en lítið, þegar ég las eftirfarandi máls- grein á Netinu 17. janúar sl.: „Margan brá í brún þegar AOL hafði hest- húsað Time Warner.“ Já, þannig var ritað í frá- sögn um samruna tveggja risafyrirtækja. Ég á ekki von á öðru en þeim öðrum, sem lásu þessa frétt, hafi einnig brugðið í brún. Góður málfræðingur, sem ég sagði frá þessu orðalagi, gat helzt látið sér detta í hug, að hér kæmi fram fælni eða hræðsla þess, sem ritaði, við svonefnda þágufallssýki, sbr. þegar sagt er: honum langar, honum vantar í stað hins upprunalega og rétta: hann langar, hann vantar. Ekki er þessi skýring óhugsanleg, en fyrir bragðið hefur ritarinn fallið jafnvel í enn verri pytt en þágufallssýkin er. - J.A.J Hef opnað stofu að nýju! STJÖItNUSPA eftir Frances llrakc FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert hvergi hræddur við að segja álit þitt á mönnum og málefnum. Því er oft fal- ast eftir rödd þinni. Hrútur (21.mars-19. apríl) Það er líklegt að það beri árangur að eiga orðaskipti við þá, sem starfa að svipuð- um málum og þú. Mundu bara að hlusta jafnt og þú tal- ar. Ráðgjöf fyrir alkóhólista í bata, aðstandendur og uppkomin börn. Ásta Kristrún Ólafsdóttir BA CCDP. Síðumúla 33, Viðtalspantanir í sími 588 9929. i Hef opnað lækningastofu: Lækning, Lágmúla 5, 108 Reykjavík Tímapantanir eru í síma 533 3131 mánudaga - föstudaga frá kl. 9.00-17.00 Hjörtur G. Gíslason, skurðlæknir Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Sérgrein: Almennar skurðlækningar og meltingarfæraskurðlækningar Naut (20. apríl - 20. maí) Reyndu að horfa fram hjá þeim, sem sækjast eftir at- hygli þinni til þess eins að vekja athygli á sjálfum sér. Þú losnar þá fljótlega við þá. Tvíburar . (21. maí-20. júní) “AA Betur sjá augu en auga svo þú skalt umfram allt koma á fundi til að leggja á ráðin. Eftir á verður miklu auðveld- ara fyrir þig að hefjast handa. Krabbi ^ (21. júní-22. júlí) Það getur verið erfitt að hemja tilfinningarnar, þegar rödd hjartans hljómar sterkt. Leyfðu henni að njóta sín, en hafðu höfuðið með í ráðum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Það er margt sem vaninn bindur við okkur. Seztu nú niður og farðu í gegn um mál- in. Breyttu svo því, sem þig langar til þess að breyta. Það bjargar þér. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) vOSL Það eru alls konar hlutir sem skjóta upp kollinum og setja allar áætlanir úr skorðum. Reyndu að taka þessu með jafnaðargeði og haltu þínu striki. Vog (23. sept. - 22. október) 4U A Láttu ekki vini og vanda- menn sitja á hakanum, þótt margt spennandi sé að ger- ast. Þegar allt kemur til alls eru það þeir sem eru þinn bakhjarl. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Ástandið er nokkuð eldfimt svo þú skalt umfram allt var- ast öll upphlaup. Reyndu að sigla á milli skers og báru meðan óveðrið gengur yfir. Hef opnað lækn ingastofu: Lækning, Lágmúla 5, 108 Reykjavík Tímapantanir eru í síma 533 3131 mánudaga-föstudaga frá kl. 9.00-17.00 Georg Steinþórsson, æðaskurðlæknir Sjúkrahúsi Reykjavikur. Sérgrein: Æðaskurðlækningar og almennar skurðlækningar Námskeið Sjálístielddng - Sjáltsönyggi Sálfræðistöðin Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir _______Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal Innritun og nánari upplýsingar í símum Sálfræðistöðvarinnar 562 3075 og 552 1110 frá kl. 11-12 Mánudagsspjall Á morgun í hverfinu Grafarvogi Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) #0 Leyfðu sköpunargáfu þinni að fá útrás og vertu hvergi hræddur við að sýna þínum nánustu afraksturinn. Haltu svo upp á hlutina. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) MF Reyndu að spá eitthvað fram í tímann. Þótt það sé erfitt, þá kann reynslan oft að hjálpa. En auðvitað er það nútíminn, sem við glímum við. Vatnsberi f . (20. jan.r-18. febr.) Þú þarft að koma skoðunum þínum á framfæri við ijöld- ann. Til þess eru ágætar leið- ir í fjölmiðlum og þú hefur meira fram að færa en marg- Fiskar (19. febrúar - 20. mars) >%■*• Ekki láta sjálfsvorkunnina ná tökum á þér. Hristu af þér slenið, brettu upp ermamar og gakktu djarfur á vit nýrra ævintýra. Þau bíða handan hornsins. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindafegra staðreynda. Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða með viðtalstíma í hverfum borgarinnar næstu mánudaga. Á morgun verða Katrin Fjeldsted alþingismaður og Kjartan Magnússon borgarfulltrúi í Grafarvogi, Hverafold 1-3, kl. 17.15-19.15. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla Reykvíkinga til að ræða málin og skiptast á skoðunum við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hafðu áhrif og láttu þínar skoðanir heyrast. Næsti mánudagsspjallfundur: Mánudagur 13. mars kl. 17.15-19.15 í Breiðholti, Álfabakka 14a. Vörður - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna I Reykjavik www.xd.is sími 515 1700 SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.