Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR15. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áhersla lögð á að þjónusta heilbrigðiskerfísins miðist við sérstakar þarfír langveikra barna Breyta þarf lögum og reglugerðum RÁÐHERRAR heilbrigðismála og félagsmála kynntu í gær stefnu líkis- stjórnarinnar í málefnum langveikra barna en liður í henni er að breyta nokkuð lögum og reglugerðum. Verður lögð áhersla á að þjónusta heilbrigðiskerfisins miðist við sér- stakar þarfir langveikra barna og fjölskyldna þeiiTa, réttur foreldra á vinnumarkaði verði aukinn og tryggt að félagsþjónusta sveitarfélaga við langveik börn og fjölskyldur þeiiTa verði sú sama og við fötluð börn. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ' ráðherra segir markmiðið að trvggja betur stöðu langveiki-a bama og for- i eldra þeirra og Páll Pétursson fé- i lagsmálaráðherra segir ánægjulegt i að þessi stefna hafi nú verið mörkuð. | I nóvember síðastliðnum var skip- 'i uð nefnd að tillögu heilbrigðisráð- hema sem falið var að undirbúa stefnumótun ríkisstjórnarinnar í málefnum langveikra barna. For- maður hennar var Sólveig Guð- mundsdóttir, lögfræðingur í heil- ; brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- j inu, en auk hennar voru í nefndinni fulltrúar félagsmála-, fjármála- og menntamálaráðuneyta. Nefndin hélt 10 fundi og kallaði á fund sinn full- trúa frá Umhyggju, Tryggingastofn- un ríkisins, sjúkrahúsunum í Reykjavík, þar með talið bamaspít- ala Hringsins og Barna- og ungl- ingageðdeild Landspítala, Heilsu- gæslunni í Reykjavík og Sambandi ísl. sveitarfélaga. Jafnframt funduðu fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins með fulltrúa landlæknis vegna skóla- heilsugæslu. Fór nefndin fram á að þessir aðilar gerðu gi’ein fyrir því hvaða atriði í málefnum langveikra barna væri brýnast að leysa. Sólveig segir hugtakið langveikt barn ekki nákvæmlega skilgreint en þar sé einkum átt við þriggja mánaða eða lengri veikindi sem hafi veruleg áhrif á daglegt líf fjölskyldunnar. Reglugerð hefur þegar verið breytt Til að ná fram þessum aðgerðum þarf ýmist að breyta lögum eða reglugerðum. Heilbrigðisráðherra hefur þegar breytt reglugerð um fjárhagslega aðstoð við framfærend- ur fatlaðra og langveikra barna og í undirbúningi em lagabreytingar. Ákvæðum reglugerðar um fjárhags- legan stuðning hefur verið breytt þannig að umönnunargreiðslur ná nú til 18 ára aldurs en ekki 16 og em jafnframt heimilaðar til 20 ára vegna bama með lífshættulega sjúkdóma eða alvarlega fjölfötlun. Einnig verð- ur heimilt að greiða umönnunar- greiðslur í allt að sex mánuði eftir andlát langveiks barns en eins og nú er hafa þær fallið niður strax eftir andlát. Þá verður heimilt að taka þátt í dvalarkostnaði annars foreldr- is vegna sjúkrahússinnlagnar bams yngra en 18 ára hérlendis fjarri heimili. Einnig verður haldið áfram að Morgunblaðið/Golli Páll Pétursson félagsmálaráðherra og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra kynntu aðgerðir í málefnum langveikra barna. Við hlið Ingibjargar eru Sólveig Guðmundsdóttir yfirlögfræðingur, Þórir Haraldsson, að- stoðarmaður ráðherra, og Margrét Björnsdóttir, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneyti. bæta aðstöðu langveikra barna á sjúkrahúsum og áhersla verður lögð áfram á málefni bama og unglinga með geðraskanir. Þá verður stuðlað að auknu samstai-fi heilbrigðis- og menntakerfisins og er talið mikil- vægt að skapa ákjósanleg skilyrði til náms og efla m.a. starf skólahjúkr- unarfræðinga sem gegna mikilvægu hlutverki við móttöku og umönnun langveikra bai-na í skólum. Verður einnig fjölgað heimildum í heilsu- gæslu til að auka stuðning við lang- veik börn í grunnskólum. Á sviði félagsmála má geta atriða eins og þess að lagt hefur verið fyi’ir Alþingi framvarp til laga um bann við uppsögnum starfsmanna vegna fjölskylduábyrgðar en með henni er átt við skyldur gagnvart ósjálfráða börnum, maka eða nánum skyld- mennum og að viðkomandi þurfi um- önnunar starfsmannsins við. Þá mun félagsmálaráðherra leggja fram framvarp á yfirstandandi þingi þar sem kveðið er á um rétt foreldra til töku foreldraorlofs í 13 vikur til að annast barn sitt allt að átta ára aldri. Á sviði menntamála verður m.a. hlutast til um að efld verði fræðsla um málefni langyeikra barna bæði í Kennaraháskóla Islands og við end- urmenntun kennara. Nefnd fylgi málinu eftir Ríkisstjórnin samþykkir að skipuð verði fjögurra manna nefnd til að fylgja eftir stefnumótun í málefn- um langveikra barna og sjá um að samræma aðgerðir sem falla undir fleiri en eitt ráðuneyti. Þá verður önnur nefnd sett á laggirnar sem skipuð verður fulltrúum ráðuneyta og vinnumarkaðarins. Verður henni falið það hlutverk að tryggja betur en nú er rétt foreldra til launa í fjarveru frá vinnu og rétt til sjúkradagpeninga vegna veikinda barns. Kostnaðarauki er nokkur vegna þessara aðgerða og er hann talinn verða um 40 milljónir vegna reglu- gerðabreytinga sem snúa að heil- brigðisráðuneytinu. Á sviði félags- málaráðuneytis er talið að kostnaður geti numið fáeinum tugum milljóna. 4 Öryggismál í farþegaskipum í eigu ríkisins í ólestri tl§| Morgunblaðið/Ásdís Þjálfun áhafna ábótavant ÞJÁLFUN áhafna í viðbrögðum á neyðarstundu og í meðferð og varð- veislu björgunartækja um borð er ábótavant í þeim skipum ríkisins sem leyfi hafa til fólksflutninga. Þetta er meðal helstu niðurstaðna úttektar fjögurra manna vinnuhóps, frá Siglingastofnun íslands og Slysa- vamaskóla sjómanna, á björgunar- og öryggismálum um borð í farþega- skipum sem eru í áætlunarsigling- um. Farþegaskipin sem um ræðir I era Herjólfur, Baldur, Sævar og j Sæfari. Uttektin var gerð að beiðni Sturlu Böðvarssonar samgönguráð- herra og greindi hann frá því á fundi með blaðamanni Morgunblaðsins í gær að þegar væri hafinn undirbún- j ingur að því að koma á úrbótum í i þessum málum í samráði við Vega- gerðina sem sér um rekstur ferj- anna. Að þeim úrbótum koma einnig Siglingastofnun íslands og Slysa- varnaskóli sjómanna. „Við vildum hafa framkvæði að því að kynna þessa úttekt, leggja hana á borðið, til að öllum væri ljóst að yfirvöld vilja að þessir hlutir séu í lagi þannig að sjófarendur sem sigla með þessum farþegaskipum geti verið öraggir um sinn hag,“ sagði ráðherra og lagði aukinheldur áherslu á að sams konar úttekt verði gerð á öðram bát- um og skipum sem leyfi hafa til far- þegaflutninga hér á landi. Mun sú út- tekt hefjast með vorinu. Þá lagði ráðherra áherslu á að úttektir svip- aðar þessari sem hér um ræðir verði gerðar á farþegaskipum tvisvar á ári í stað einu sinni í þeim tilgangi að fylgja öryggis- og björgunarmálum þessara skipa enn frekar eftir. Sé nánar rýnt í niðurstöðu um- ræddrar úttektar kemur í ljós að ástandið í björgunar- og öryggismál- um er aðeins betra í stærri skipun- um, Herjólfi og Baldri. í Sævari og Sæfara er á hinn bóginn greint frá því að viðhald öryggisbúnaðar sé mjög ábótavant og að eftirliti áhafn- ar með þessum búnaði sé ekki vel sinnt. Á öllum skipunum var þjálfun áhafnar í viðbrögðum á neyðar- stundum hins vegar ábótavant eða lítil sem engin. Kynning á öryggis- og björgunarbúnaði í stærri ferjun- um var talin góð þótt betur mætti fara en í minni ferjunum var slík kynning ekki til staðar í neinni mynd. Umhverfísráðherra fundar með N áttúru verndarráði Ráðgjöfin verði með eðlilegum hætti SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hefur átt fund með nýkjörnu Náttúraverndarráði. Hún segir í samtali við Morgunblaðið að fundur- inn hafi verið jákvæður og vonast hún til að hægt verði að koma sam- skiptum ráðuneytisins og ráðsins í eðlilegan faiveg. „Við ætlum að stefna að því að halda reglulega ráðgjafar- og sam- ráðsfundi, að jafnaði tvisvar á ári, en hvor aðili fyrh- sig getur síðan óskað eftir því að halda slíkan fund hvenær sem er,“ segir Siv. Hún bendir á að hlutverk hins lögskipaða Náttúra- verndarráðs sé að vera umhverfis- ráðheraa til ráðgjafar, en í tíð síðasta ráðs hafi sú ráðgjöf ekki verið veitt með eðlilegum hætti. „Þeirra ráðgjöf fólst í því að senda ályktanir til mín og um leið á fjöl- miðla, þannig að ég var að frétta af ráðgjöfinni í fjölmiðlum. En ég tel að við þurfum að viðhafa önnur vinnu- brögð til að þetta ráðgjafarhlutverk geti nýst mér.“ Siv segir að á fyrirhuguðum fund- um sé ætlunin að fjalla um helstu mál sem eru til umfjöllunar í ráðinu og farið verði yfir starfið framundan. Særði blygðunar- kennd stúlku * HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi og 150 þúsund króna miskabótagreiðslu tæplega sjötugs manns. Maðurinn, sem er klæðskeri, var fundinn sekur um að hafa sært blygðunarsemi 15 ára stúlku, sem hann hafði ráðið til fyrirsætustarfa og til mátunar á fatn- aði í vinnustofu sinni. Stúlkan kærði manninn í apríl 1999, en brot hans var framið í febr- úar sama ár. Hann var ákærður fyrir að hafa sært blygðunarsemi stúlk- unnar með því að strjúka prafu af fataefni úr fiskroði um kynfæri henn- ar, auk þess sem hann fékk henni í hendur fleiri roð- og skinnasýnishorn í þeim tilgangi að fá í þau sýni af tíða- blóði hennar. Maðurinn sagði þessa tilraun nauðsynlega til að kanna áhrif tíðablóðs á þau efni, sem hann hugð- ist nota til framleiðslu á kvenfatnaði. Maðurinn viðurkenndi að hafa halt umrædda háttsemi í frammi, en kvað stúlkuna hafa veitt samþykki sitt. Hæstiréttur taldi ekki ástæðu til að ætla að það væri rétt. Þessar athafnir hefði borið mjög snöggt að og maður- inn hefði átt að gæta þess aðstöðu- munar sem var á milli þeirra, bæði vegna þess að hann var vinnuveitandi stúlkunnar og vegna ungs aldurs hennar. ■ I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.