Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Lánstraust hf. býður
samræmdar upplýsing-
ar um verðbréfasjóði
Innlendir
verðbréfa-
sjóðir á
einum stað
FYRIRTÆKIÐ Lánstraust hf.
hefur sett upp vef þar sem í fyrsta
sinn á Islandi er hægt að nálgast
sambærilegar upplýsingar um
ávöxtun rúmlega 50 innlendra
sjóða á einum stað.
Markmiðið með vefnum er að fjár-
festar hafí á einum stað aðgang að
hlutlausum og marktækum saman-
burði á innlendum verðbréfasjóð-
um. Hægt er að nálgast vefinn á
mbl.is, visir.is og á slóðinni
www.sjodir.lt.is.
Vefurinn er unninn þannig að
Lánstraust safnar upplýsingum um
sjóðina, flokkar þær og reiknar út
ávöxtun þeirra. Sjóðunum er raðað
í flokka eftir fjárfestingarstefnu,
lagalegu umhverfí og eignasam-
setningu. Sömu aðferðum er í öll-
um tilvikum beitt við útreikninga á
ávöxtun. I hverjum flokki eru því
sjóðir sem raunhæft er að bera
saman, en að sögn Jennýjar B.
Jensdóttur hjá Lánstrausti hf. hef-
ur hlutlaus samanburður eins og
þessi lengi tíðkast milli erlendra
verðbréfasjóða. Verðbréfafyrir-
tækin sem eru samstarfsaðilar
Lánstrausts í verkefninu eru Bún-
aðarbankinn Verðbréf, Fjárvan-
gur, Islensk verðbréf, Kaupþing,
Landsbréf og Verðbréfamarkaður
íslandsbanka.
Ytri aðstæður í saltfískviðskiptum óhagstæðar SÍF á síðasta ári
Hagnaður
minnkar úr
509 milljónum
króna í 43
(^mb l.is
/KLLTAf= eiTTHXTAÐ NÝTl
HAGNAÐUR samstæðu SIF hf. á
síðasta ári nam 43 milljónum króna í
samanburði við 509 milljónir árið
1998. Þar af varð hagnaður af reglu-
legri starfsemi 37 milljónir en hann
var 505 milljónir króna í fyrra. Tæp-
lega 70 milljóna króna viðskipti voru
með bréf SÍF á Verðbréfaþingi ís-
lands í gær í kjölfar birtingar árs-
reiknings samstæðunnar en engin
breyting varð á lokagengi bréfanna
þrátt fyrir að gengi þeirra hafi lækk-
að í íyrstu viðskipum eftir að tilkynnt
var um afkomu félagsins.
Heildartap samstæðunnar í Nor-
egi á árinu 1999 var 200 milljónir
króna og auk þess olli m.a. 60% sam-
dráttur á brasilíska saltfiskmarkað-
num því að rekstrarafkoman á árinu
varð lakari en árið áður. Veruleg um-
skipti urðu hins vegar á rekstri Ice-
land Seafood Corp. í Bandaríkjunum
sem skilaði hagnaði á árinu, en veru-
legt tap varð af rekstri félagsins á ár-
inu 1998.
Erfitt ár en
ekki taprekstur
Gunnar Örn Kristjánsson, for-
stjóri SÍF-samstæðunnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið að ytri að-
stæður í saltfiskviðskiptum hefðu
verið mjög óhagstæðar SÍF á síðasta
ári.
„Sá fiskur sem menn höfðu verið
að framleiða inn á Brasilíumarkað
leitaði inn á aðra markaði með til-
heyrandi verðþrýstingi, þannig að
þetta hafði víða áhrif. Hvað varðar
fyrirtæki okkar í Frakklandi og Kan-
ada þá spilar Brasilía þar mjög stórt
hlutverk. Auk þess átti fiskiðnaður-
inn í Noregi mjög erfitt ár, og þá
fyrst og fremst vegna þess að hráefn-
isverðið er alltof hátt,“ sagði Gunnar
Öm.
Hann sagði að gengisþróun ís-
lensku krónunnar gagnvart evru
hefði jafnframt verið óhagstæð SÍF
þar sem samstæðan keypti allt í evr-
um og í efnahagsreikningi hennar
væri mun meira af eignum í evrnrn
en skuldir. Verulegur viðsnúningur
hefur orðið á rekstri Iceland Seafood
Corp. í Bandaríkjunum á árinu 1999,
samanborið við árið 1998, og sagði
Gunnar Öm að menn horfðu tiltölu-
lega bjartsýnir á þær breytingar sem
þar hefðu átt sér stað. Einnig ríkti
bjartsýni hvað varðar dótturfélagið í
Frakklandi þar sem talið væri að ná
mætti fram verulegri hagræðingu.
Horfumar betri á þessu ári
„Þetta var erfitt ár en þó ekki
verra en það að tap varð ekki á
rekstrinum. Töluverður kostnaður
tengist beint sammna SÍF hf., ÍS hf.
og Islandssfldar hf. á árinu, t.d. eftir-
launaskuldbindingar og starfsloka-
samningar, ásamt ýmsum beinum
kostnaði við samranaferlið, en þetta
Félag viðskiptafræðinga
og hagfræðinga
Hagnýting upplýsingatækni til bættrar
ákvarðanatöku í rekstri fyrirtækja
(Enhancing the Decision Making Process
Through Advanced IT Development)
Fimmtudaginn 16. mars verður haldinn hádegisverðarfundur á vegum Félags viðskipta-
fræðinga og hagfræðinga kl. 12:00 - 13:30 á Radisson SAS, Hótel Sögu, Ársal, 2. hæð.
Aðalframsögumaður verður Fredrik Prien, framkvæmdastjóri Cognos Nordic.
Haraldur Hjaltason, framkvæmdastjóri Deloitte & Touche Ráðgjafar ehf., mun annast
fundarstjórn og flytja inngangserindi.
Haraldur Hjaltason mun í inngangi sínum fjalla um innihald kenninga um samhæft
mælingakerfi og þann ávinning, sem þær fela í sér fyrir fyrirtæki og rekstur þeirra.
Fredrik Prien mun fjalla um hvernig bæta má ákvörðunartökuferli innan
fyrirtækja með því að tvinna saman kosti hefðbundinna upplýsingakerfa
(Enterprice Resource Planning (ERP)) og stjórnunarkenninga eins og
samhæft mælingakerfi (Baianced Scorecard) við nýjar og öflugar lausnir í
Business Intelligence hugbúnaði.
Prien hefur sl. 15 ár öðlast víðtæka reynslu í notkun og beitingu Business
Intelligence hugbúnaðarlausna, bókhaldskerfa (fjárhagsuppiýsingar og
áætlanakerfi) og upplýsingakerfa fyrir stjórnendur (Executive Information
Fredrik Prien System (EIS)).
Verð með hádegisverði fyrir skuldlausa
félagsmenn FVH er kr. 1.900 og kr. 2.500
fyrir aðra.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma
568 2370 eða með tölvupósti fvh@fvh.is.
¥ hf
Úr reikningum ársins 1999
Rekstrarreikningur 1999 1998
Rekstrartekjur Miiljónir króna Rekstrargjöld Fjármagnsliðir nettó Aðrar tekjur og gjöld Tekju- og eignarskattar 33.850 33.946 -280 307 106 18.834 18.382 -138 279 -89
Hagnaður af reglulegri starfsemi Áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga 37 5 505 4
Hagnaður ársins 43 509
Efnahagsreikningur 3i.des.: 1999 1998
Eignir samtals Milljónir króna 21.435 9.027
Eigið fé 4.639 2.487
Skuldir 16.796 1.189
Skuldir og eigið fé samtals 21.435 9.027
Sjóðstreymi og kennitölur 1999 1998
Veltufé frá rekstri Milljónir kr. Eiginfjárhlutfall Veltufjárhlutfall 66 21% 1,19 614 28% 1,06
var allt gjaldfært á árinu,“ sagði
Gunnar Öm.
Gert er ráð fyrir að samlegðar-
áhrifa fari að gæta á seinni hluta árs-
ins 2000, og verði að fullu kominn inn
í rekstur SIF-samstæðunnar fyrir
árið2001.
„Við eram alveg á áætlun í þessu
samrunaferli bæði hér heima og í
Frakklandi. Starfsmannafjöldinn
hér heima var 138 heilsársstörf í lok
ársins en þau eru nálægt 100 núna,
en þetta er auðvitað afleiðing sam-
einingarinnar," sagði hann.
Horfur á Brasilíumarkaði eru
betri í upphafi ársins 2000 en vora á
árinu 1999 og gert er ráð fyrir að
meira jafnvægi verði á hráefnisverði
á laxi á árinu 2000 en var á árinu
1999. Þá hafa verið gerðar breyting-
ar á rekstri og stjómun samstæð-
unnar í Noregi og era bundnar vonir
við að þær skili sér á árinu 2000.
Verri niðurstaða en
menn óraði fyrir
Þórður Pálsson, í greiningardeild
Kaupþings, segir að þótt menn hafi
átt von á slöku uppgjöri hjá SÍF hafi
niðurstaðan verið mun verri en menn
hafi órað fyrir. Þórður sagði að það
sem hafi valdið sér mestum von-
brigðum í ársreikningnum séu 1,6
milljarða umskipti í handbæra fé frá
rekstri sem skýrist m.a. af hækkun
birgða og skammtímaskulda.
Þórður telur að þrátt fyrir mjög
slakt uppgjör hjá SÍF í fyrra sé nú
tækifæri fyrir langtíma fjárfesta að
kaupa bréf félagsins.
„Mönnum ber að líta til framtíðar-
innar en ekki fortíðarinnar við val á
hlutabréfum og ég tel að SÍF geti
orðið sterkt matvælafyrirtæki þegar
til lengri tíma er litið þótt stjómend-
ur þess eigi mikið verk fyrir höndum
að sameina reksturinn, svo ekki sé
nú talað um að ná samlegðaráhrifum.
Ljósi punkturinn í uppgjörinu er sá
að reksturinn í Bandaríkjunum virð-
ist vera að ná sér á strik. Sameinuð
fyrirtæki era með geysifjölbreyttan
rekstur sem hjálpar því að jafna
skammtímasveiflur, en á móti kemur
að meiri hætta er á að menn tapi átt-
um og hafi ekki yfirsýn yfir rekstur-
inn. Þrátt fyrir slæma rekstrarnið-
urstöðu í fyrra, og að það taki e.t.v.
einhvem tíma íyrir félagið að ná við-
unandi arðsemi á ný, þá er eigin-
fjárstaða félagsins sterk og þannig er
það vel í stakk búið til að mæta tíma-
bundnum erfiðleikum. Verð félagsins
nú er einfaldlega lágt miðað við það
fjárstreymi sem ég tel að félagið geti
skilað til lengri tíma,“ sagði Þórður.
■
Heimasíðu
I
8
m
Námskeiðið byrjar2Lmai-s ogstendur til Lji'uit
Kernit er á þriðjudögum og fimmtudogum frá 13:00 -17:00.
Námskeióið er 80 klukkustundir eða 120 kennslustundir.
Höimun og niyndvintislrt i
FreeJitmd 8 & Pliotoshop 5
36 klst. J
HTML Fonitun
•4klst, J
Heinirtsiðugerd i Frontpage
20 klst. - J
Hrevfimmlir í Flasli 4
20 klst. • i
Upplýshig.iv og imiritun i siitmni
544 4500 og 555 4980
ntv
Nýi tölvu- &
viðskiptaskólinn
Opinn fundur - allir velkomnir
Hólshraunl 2 - 220 Hafnarfirði - Slmi: 555 4980 - Fax: 555 4981
Hlíðasmára 9- 200 Kópavogi - Sími: 544 4500 - Fax: 544 4501
Tölvupóstfang: skoii@ntv.is - Heimasíða: www.ntv.is