Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli Gro Tove Sandsmark, formaður Farestveit-sjóðsins, afhendir frisi Skúladóttur verðlaunin. Sigraði í stílakeppni fyrir nemendur í norsku í grunnskólum Góðir vinir í góðu landi ÍRIS Skúladóttir, nemandi í átt- unda bekk í Laugalækjarskóla, sigraði í stílakeppni Farestveit sjóðsins, sem haldin var fyrir nemendur í norsku í grunnskól- um, og fær að launum ferð til Noregs. Farestveit sjóðurinn var stofnaður árið 1991 og hefur það að markmiði að styrkja norsku- kennslu í íslenskum grunn- og framhaldsskóium, meðal annars með keppni af þessu tagi. Stíll Irisar heitir Gode venner í et godt land, eða Góðir vinir í góðu landi og segir frá ferðalagi til Noregs og árs dvöl í landinu. Gro Tove Sandsmark, formaður sjóðsins, sagði við verðlaunaaf- hendinguna að frásögn írisar hefði hressan og persónulegan blæ og að lýsingarnar væru skrif- aðar á góðri og lipurri norsku. fris segist afar ánægð með að hafa sigrað í keppninni og hlakk- ar til að fara til Noregs í sumar, en hún hefur átt heima þar um helming ævi sinnar. „Ég er fædd í Bergen og átti heima þar í sex ár og svo aftur í eitt ár þegar ég var ellefu ára. Ritgerðin er um þetta ár, hvernig var að vera í norskum skóla og samskipti min við krakkana þar.“ Irisi finnst skemmtilegt að skrifa og segist líka oft hugsa sér ýmsar sögur þó hún skrifi þær ekki alltaf niður. Sagan hennar Góðir vinir í góðu landi fjallar um vini hennar í Noregi og ætlar hún að nota tækifærið og heim- sækja þá þegar hún fer í ferðina í sumar. Formaður RSI segir Landssímann þvinga starfsmenn úr stéttarfélögum Eitt aðalmálið í komandi kjara- samningum GUÐMUNDUR Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambands íslands, segir að Landssíminn þvingi fjöl- marga starfsmenn sína til að standa utan stéttarfélaga, vilji þeir gera ein- staklingsbundna samninga um starfskjör sín. Þetta kemur fram á heimasíðu RSÍ. Þar segir að málið snúist um það að Landssíminn hafi gert einstaklingsbundna samninga við töluverðan fjölda af skrifstofu- fólki og millistjórnendum innan fyr- irtækisins, eftir að Landssíminn var gerður að hlutafélagi. „Eitt af skilyrðum fyrirtækisins var að þessir einstaklingar skuld- byndu sig að standa utan stéttarfé- laga! Þrátt fyrir það er í þessum samningum vísað til þeirra kjara- samninga sem viðkomandi var á, t.d. er þess getið að auk þess séu launa- og starfskjör í samræmi við kjara- samning RSÍ eðaFÍS!“ Guðmundur telur að í mörgum til- fellum standi Landssíminn ekki við þessi ákvæði ráðningarsamningsins og þessu starfsfólki standi því ekki til boða það tryggingarlega umhverfi sem félagsmenn innan RSÍ njóti. „Margt af þessu fólki hefur verið ákaflega ósátt við að fyrirtækið hafi komist upp með að setja það í þá stöðu að velja um starfið eða þetta ofbeldi," segir jafnframt á heimasíðu RSÍ. Þá kemur einnig fram að mið- stjórn telji að þetta mál verði eitt af aðalmálunum í komandi kjarasamn- ingum við Landssímann. „Beinlínis rangt hjá Guðmundi“ Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki kannast við þessa lýsingu Guðmundar. „Að það sé gert að skilyrði fyrir því að farið sé inn á fastlaunasamninga, að menn hverfi úr sínum stéttarfélögum, það er bara beinlínis rangt.“ Hann segir að það kunni að vera sá kjarni í máli Guðmundar að stjórnendur innan Landssímans, sem eðli málsins samkvæmt séu ekki í stéttarfélagi sinna undirmanna, njóti ekki nægjanlega góðra trygg- inga. „Það er mál sem við erum með til athugunar, hvort eitthvað vanti upp á það að stjórnendahópurinn okkar njóti nægilega góðra trygginga. Það er óháð þessu máli, en það erum við með í athugun." Að sögn Þórarins eru ekki gerðir fastlaunasamningar við almennt skrifstofufólk og um að það sé í stétt- arfélögum. „Þetta eru samningar sem eru gerðir við stjórnendur sem eru ráðnir hjá okkur eins og hjá öðr- um fyrirtækjum á persónubundnum kjörum, föstum launum óháð vinnu- tíma. En að er algerlega af og frá að það séu einhverjar þvinganir í gangi. Það er beinlínis rangt hjá Guðmundi. Fólk hjá Landssímanum er ekki beitt ofbeldi af hálfu Landssímans." Þórarinn segir að Landssíminn sé nú í viðræðum við tryggingarfélag sitt, og hafi óskað eftir því við Sam- tök atvinnulífsins að þau komi að þeim málum einnig, að gerður verði tryggingarpakki sem henti fyrir ófé- lagsbundna stjórnendur. „Það er auðvitað fráleit staða að stjómendur séu lakar tryggðir en undirmenn. Eg á von á því að þetta sé þjónusta sem tryggingarfélög muni almennt bjóða íyrirtækjum.“ Yaxandi eftir- spurn eftir launa- könnunum Sífellt hefur færst í vöxt að stéttarfélög, fyrirtæki og stofnanir leiti til aðila eins og Félagsvísindastofnunar um gerð launa- kannana. Kristjana Stella Blöndal deildar- stjóri segir að fólk vilji fá nákvæmar upp- lýsingar um laun og launaþróun. KRISTJANA Stella Blöndal, deild- arstjóri rannsókna hjá Félagsvís- indastofnun Háskóla Islands, segir að það færist í vöxt að stéttarfélög, fyrirtæki og stofnanir leiti til aðila eins og Félagsvísindastofnunar til að gera yfirgripsmiklar launakannanir. Kannanirnar eru notaðar til að fylgj- ast með almennri launaþróun og launaþróun innan starfsgreina. „Fólk vill fá nákvæmar og áreiðan- legar launaupplýsingar til að vita hvar það stendur miðað við aðra í sömu störfum," segir Kristjana. „Það á við um launakannanir almennt að það fer eftir því hversu faglega þær eru unnar hversu áreiðanlegar þær eru. Tökum sem dæmi launakönnun Verzlunarmannafélags Reykjavíkur sem Félagasvísindastofnun vann á síðasta ári. Þar var kappkostað að ná til sem flestra félagsmanna og öllum félagsmönnum gefinn kostur á þátt- töku. Könnunin byggist því á mjög stórum svarendahópi sem skiptir miklu um nákvæmni niðurstaðnanna. Við völdum þá leið að gera póstkönn- un í þeim tilgangi að félagsmenn gætu gefið sem nákvæmastar upp- lýsingar um laun,“ segir Kristjana. í þeim tilgangi að meta hvort ein- hvem tiltekinn hóp vantaði meðal svarenda, sem myndi þá skekkja nið- urstöðumar, var kannað samræmið á milli svarendahópsins og allra félags- manna VR með tilliti til kyns, aldurs og atvinnugreinar. Mikið samræmi var á milli svarendahópsins og heild- arhópsins hvað snerti kyn og at- vinnugrein en hins vegar virtist yngsti aldurshópurinn meðal VR-fé- laga síður svara en aðrir. „Við töldum líklegt að yngsta fólkið í VR væri frekar í óreglubundnu starfi en þeir sem eldri eru og litu því síður á sig sem eiginlega VR-félaga. Þar sem könnuninni er ætlað að varpa ljósi á laun hins eiginlega VR-félaga var ákveðið að leiðrétta ekki aldursskipt- ingu svarenda miðað við heildarhóp- inn eins og stundum er gert.“ Gagnrýni auðsvarað Komið hefur fram sú gagnrýni að kannanir Félagsvísindastofnunar fyrir VR og könnun Kjararannsókn- arnefndar gefi ólíkar niðurstöður um laun þar sem niðurstöður Félagsvís- indastofnunar bendi til 8-10% hærri meðallauna samkvæmt útreikning- um Kjararannsóknamefndar. Krist- jana segir þessari gagnrýni auðsvar- að því þessar kannanir byggjast á ólíkum svarendahópum. „Eg tel að huga verði að femu þegar kannanir þessar eru bomar saman. I fyrsta lagi nær könnun Kjararannsóknar- nefndar til alls landsins en okkar könnun einvörðungu tii höfuðborgar- svæðisins og það er þekkt að laun verslunarmanna eru lægri á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. í öðm lagi eru ekki nákvæmlega sömu atvinnugreinar og starfsgrein- ar að baki . Það vantar til að mynda fjármála-, trygginga- og tölvufyrir- tæki í könnun Kjararannsóknar- nefndar sem ætti að hafa áhrif á með- allaun þar sem há laun eru almennt greidd í þessum atvinnugreinum og stjómendum er sleppt í könnun Kjararannsóknarnefndar. I þriðja lagi er könnun VR eingöngu miðuð við fólk sem er í að minnsta kosti 70% starfshlutfalli og laun fólks í hluta- störfum vegin upp í 100%. Hjá Kjararannsóknamefnd er á hinn bóginn ekkert lágmarksviðmið, þannig að laun fólks sem t.d. er í 20% starfi em hækkuð upp miðað viðfullt starf. Þar sem hlutastörf em hlut- fallslega verr launuð en fullt starf hefur þetta líklega í för með sér að fleiri í úrtaki Kjararannsóknamefnd- ar en í VR em á lægri launum en ella af þessum sökum. I fjórða lagi þurftu þátttakendur VR-könnunarinnar að hafa verið í félaginu í að minnsta kosti þrjá mánuði en slíkt viðmið er ekki í könnun Kjararannsóknar- nefndar. Því er líklegt að stærri hóp- ur í könnun Kjararannsókanmefnd- ar en VR sé á svokölluðum byrjunarlaunum. Mér finnst í raun samanburður á könnunum VR og Kjararannsóknar- nefndar ekki benda til misræmis þeirra á milli heldur þvert á móti til samsvöranar sem gefur okkur sterka vísbendingu um áreiðanleika þessara launaupplýsinga." Kynbundinn launamunur Kristjana segir að könnunum á kynbundnum launamun fari einnig mjög fjölgandi. Einkum séu það sveitarfélögin og einkafyrirtæki sem hafa látið gera slíkar rannsóknir meðal starfsmanna sinna. Þau við- horf ríki í atvinnulífinu í auknum mæli að í harðnandi samkeppni séu atvinnurekendur að átta sig á því að fyrirtækin tapi tækifæmm ef þau mismuni í launum eftir kyni. Kristjana segir að launabókhaldið eitt og sér gefi ekki rétta mynd af stöðu mála. Til þess að greina kyn- bundinn launamun sé nauðsynlegt að beita ákveðinni aðferðafræði sem felst í því að stilla saman upplýsingar um laun við starf, vinnutíma, ábyrgð og fleira. „I rannsóknum Félagsvís- indastofnunar er reynt að svara þeirri spurningu hver sé launamunur meðal karla og kvenna í sambærileg- um störfum, með sambærilega ábyrgð, vinnutíma, aldur og starfs- aldur,“ segir Kristjana. Hún kveðst telja að aukin áhersla á kannanir af þessu tagi sé meðal annars til komin vegna þeirrar trúar að munur á launum kynjanna mætti rekja til þess að konur og karlar sinntu ólíkum störfum, karlar hefðu lengri starfsaldur og ynnu lengri vinnudag. „Þess vegna kom það ýms- um á óvart að launamunur var enn til staðar eftir að tekið var tillit til þess- ara þátta. Félagsvísindastofnun gerði veigamikla könnun á kyn- bundnum launamun sem birt var 1995, þar sem grannurinn var lagður að þeim aðferðum sem við beitum í dag við að greina kynbundinn launa- mun. Sú könnun sýndi fram á 16% kyn- bundinn launamun. Margar kannanir meðal annars fyrir Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ hafa síðan staðfest svipaðan launamun og nú síðast könnun meðal félagsmanna VR. Sú könnun bendir til þess að karlar í VR hafa hærri heildarlaun en konur í öll- um starfsstéttum og á öllum mennta- stigum. Hún sýnir að á meðal fólks í fúllu starfi hafi karlar 18% hærri heildarlaun en konur og er þá verið að tala um sambærileg störf, vinnu- tíma, aldur, starfsaldur og jafnvel menntun. Það miðar því hægt í jafn- réttisátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.