Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FRIÐRIK H. SIG URÐSSON Haf- Sigurðs- + Friðrik steinn son fæddist í Reykja- vík IX. febrúar 1914. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Skógar- bæ 29. febrúar síð- astliðinn og fúr útför hans fram frá kirkju Óháða safnaðarins 9. Það mun hafa verið sumarið 1967 að fjöl- skyldur okkar fluttu í Breiðholtið. Við bjuggum í sama botn- langa við Lambastekkinn. Það kom fljótlega í ljós að lóðir okkar voru ekki annað en flag og ísaldarleir, þar var ekki stingandi strá að sjá nokkurs staðar og rokbæli hið mesta, svo ég tali nú ekki um mold- rokið sem þessu fylgdi. Friðrik og aðrir þarna fengu fleiri tonn af gróðurmold sem þeir dreifðu í garða sína og tyrfðu þá. Friðrik var með fyrstu mönnum að fá sér tré í garðinn sinn svo að með ár- unum breyttist þetta í litla sumar- paradís. Friðrik var mikill áhuga- maður um garðyrkju og blómarækt og var hinn mesti snyrtipinni í þessu. Friðrik var einnig áhugamaður um sauðfjárrækt og átti eitthvað af kindum sem hann sinnti í frístund- um. Friðrik vann erfiðisvinnu alla ævi, og hann hafði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum og hafði samúð með þeim sem minna máttu sín, enda þekkti hann tímana tvenna og sagði stundum frá þessu. A yngri árum í kreppunni miklu þegar lífsviðurværi var lélegt, kröpp kjör, atvinnuleysi og fátækt algeng ásamt alls kyns niðurlæg- ingu sem þessu fylgdi, varð Friðrik sér úti um trillubát sem hann reri á til fiskjar og sá sér farborða og hafði lífsviðurværi sitt af þessu. Um þetta leyti veiktist hann af berklum, sem var þá landlægur sjúkdómur, og varð að fara á sjúkrahús nokkurn tíma. Þegar hann útskrifaðist fór hann til sjós og nokkur sumur á síld. Seinna vann hann alla almenna verka- mannavinnu, lengst vann hann hjá Eimskipafélagi Islands og var þar á meðan kraftar entust. Nokkrum árum eftir að Friðrik kom í hverfið Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- byggði hann sér bíl- skúr með dyggri að- stoð sona sinna, af myndarskap eins og honum var best lagið. Eins og áður sagði hafði Friðrik mikla ánægju af að stússa í garði sínum sem bar þess merki að þar var snyrtimenni á ferð. Ef ekki var garðurinn, þá var dyttað að húsinu, enda var það alltaf nýmálað og fínt, eins og umhverfi hans allt. Friðrik var mikill áhugamaður um góðan söng og tók ekki allt gott og gilt í þeim efnum. Hann hafði kynnst mörgum góðum söngvurum á sínum yngri árum eins og Erling Ólafssyni, Einari og Sigurði Markan og mörgum fleiri. Hann átti sér nokkra uppáhalds- söngvara, eins og Pétur A. Jóns- son, einasta hetjutenór Islendinga á öldinni, Sigurð Skagfield, einn frægasta tenór okkar og Stefán íslandi sem hann taldi vera mesta raddsjarma Islendinga á öldinni. Hann átti sér líka erlenda upp- áhaldssöngvara í þessum úrvals- flokki, t.d. Tito Gobbi, Beniamino Gigli, Di Stefano frá Sikiley og bel canto meistarann Tito Schipa ás- amt mörgum fleirum. Hann átti ág- ætt plötusafn með sínum söngvur- um sem hann spilaði sér til ánægju og eyrnayndis. Friðrik hafði mikið dálæti á canzone-söng og þá aðallega ítölsk- um. Þess má geta að Friðrik var gæddur fallegri tenórrödd frá nátt- úrunnar hendi, og henni fylgdi óvenjulega góð öndunartækni. Hann átti það til að taka lagið þeg- ar vel lá á honum. Friðrik kvæntist 5. október 1946 Guðríði Lilju Guð- mundsdóttur húsmóður. Börn Friðriks og Guðríðar eru Ómar, Ámundi, Guðmundur H., Auður, Sigurður, Lilja G. og Sigurrós. Svo fór nú þegar árin liðu, að lúnir fætur Friðriks fóru að gefa sig eftir margra ára erfiðisvinnu, og þegar ellin sótti á versnaði krankleiki Friðriks, og hann varð meira og minna rúmfastur. Guðríður, sem er sjálf mikill sjúklingur, hjúkraði manni sínum af mikilli líkn og natni og meira af vilja en getu. Nú síðustu árin hefur Friðrik dvalist í góðu yfirlæti að hjúkrun- arheimilinu Skógarbæ i Breiðholt- inu, og var mjög þakklátur starfs- fólkinu þar. Hann tók þátt í félagslífi vistmanna þar og tók þá stundum lagið fyrir þá. Það jók ánægju hans að tvær dætra hans voru starfsstúlkur þar. Eg veit að ég tala fyrir hönd næstu nágranna okkar við Lambastekk- inn þegar við Maddý og fjölskylda okkar sendum Guðríði og börnum hennar innilegustu samúðarkveðj- ur. Það er mikill sjónarsviptir að sjá ekki lengur hinn glaða lífskúnstner að störfum í garðinum, en það er gott til þess að vita, að hann er nú í stóra kórnum þar sem stórsöngv- arar liðinna ára syngja Drottni sín- um lof og dýrð. Maríus Blomsterberg. Safnadarstarf Áskirkja. Föstumessa kl. 20.30. Passíusálmar Hallgríms Pétursson- ar sungnir. Píslarsagan guðspjall- anna lesin og sóknarprestur flytur hugleiðingu. Sr. Árni Bergur Sigur- björnsson. Bústaðakirkja. Félagsstarf aldr- aðra í dag kl. 13.30. Dómkirkjan. Samvera fyrir mæður með ung börn kl. 10.30-12 í safnaðarheimilinu. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Létt- ur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Allar mæður vel- komnar með lítil börn sín. Sam- verustund eldri borgara kl. 14-16. Biblíulestur, samverustund, kaffi- veitingar. TTT-starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Fræðsla: Brjóstagjöf. Jóna Mar- grét Jónsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur. Lestur passíusálma kl. 12.15. Kl. 20 föstuguðþjónusta. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Langholtskirkja. Samvera eldri borgara kl. 13-17 með orgelleik, bæn og sálmasöng. Tekið í spil eða hlustað á upplestur. Einnig gefst kostur á að mála á dúka og kera- mik. Kaffiveitingar eru frambornar kl.15. Yfir borðum er upplestur og söngstund á léttu nótunum. Eldri borgarar í Langholtssöfnuði eru hvattir til að koma. Fræðsluerindi og íhugun, bænagjörð og lestur Passíusálma kl. 18. Alla miðviku- daga á föstu verða kl. 18 í Lang- holtskirkju stundir fræðslu og íhug- unar, bænagjörðar og lesturs úr Passíusálmum. 15. mars, munu sr. Kristján Valur Ingólfsson og sr. Jón Helgi Þórarinsson fjalla um um öskudaginn og imbrudaga og merk- ingu þeirra og gildi í nútímanum. Allir eru velkomnir. Laugarneskirkja. Athugið, starfsdagur kennara í Laugarnes- skóla. Dagskrá fyrir börn í kirkjunni kl. 13-17. Nánar auglýst í skólanum. Einkaviðtöl fermingar- barna við prestinn hefjast kl 18 og standa til kl. 20. Unglingakvöld kl. 20 í samvinnu Laugarneskirkju, Þróttheima og Blómaval. Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Kaffi og spjall. Föstumessa kl. 20. Fyrirbænir og altarisganga. Lesinn passíusálmur og íhugað þema föstunnar. Inga J. Backmann og Reynir Jónasson flytja tónlist. Kór Neskirkju syngur. Sr. Örn Bárður Jónsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu.Starf fyrir 11-12 ára börn kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl.13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til prestasafnaðar- ins. „Hvers væntum við“. Lífið og eilífðin. Biblíulestur í Árbæjarirkju á miðvikudagskvöldum í mars frá kl. 20.30-22 (1.3-22.3) Fyrirlestrar verða haldnir um grundvallartexta úr Nýja testamentinu sem fjalla um hina síðustu tíma, endurkomu Krists, upprisuna, Dóminn og eilíft líf. Þetta eru efni sem snertir alla menn. Rétt er að geta þess að Nýja testamentið vill hugga með boðskap sínum en ekki hræða. Allir vel- komnir. Á eftir fyrh'lestri verða + Okkar ástkæri sonur, bróðir og barnabarn, ÓMAR ELVARSSON frá Suðureyri, til heimilis í Þverbrekku 4, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, fimmtudaginn 16. mars, kl. 13.30. Elvar Jón Friðbertsson, Steindóra Andreasen, Haukur Elvarsson, Hallgerður Jóna Elvarsdóttir, Berint Andreasen, Halgerð Andreasen og aðrir ástvinir hins látna. ______________MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 45 KIRKJUSTARF ' Akraneskirkja umræður yfir kaffibolla. Fyrirles- ari: Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyr- irbænir. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu á eftir. Kirkjuprakk- arar, starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT-starf 10-12 ára kl. 17.15. Digraneskirkja. Unglingastarf á vegum KFUM & K og Digranesk- irkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Kirkjukrakk- ar 7-9 ára starf í Engjaskóla kl. 17- 18. Æskulýðsstarf fyrir unglinga kl. 20-22 í Engjaskóla. Iljallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl.16.45-17.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk- um, allir velkomnir. Léttur kvöld- verður að stund lokinni. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Víðistaðakirkja. Opiðj. hús fyrir eldriborgara kl. 14-16.30. Helgistund, spil og kaffi. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10- 12. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Hugleiðing, altarisganga, fyrirbænir, léttur máls- verður á eftir í Ljósbroti, Strandbergi kl. 13. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í kirkjunni kl.» 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25. Súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurs- hópar. Berglind Brynj- ólfsdóttir, sálfræðingur, talar um áhrif íslensk samfélags á fjölskylduna. Fjölskyldustund í Kirkjulundi kl. 14-16 Helgistund, fræðsla og samfélag fyrir aðstand- endur barna undir grunn- skólaaldri. Umsjón: Brynja Eiríksdóttir. Alfanámskeið kl. 19:00 í Kirkjulundi. Njarðvíkurkirkja. í (Innri-Njarðvík). Fyrirbænasam- koma fimmtudag 16. mars kl. 18.30. Fyrirbænaefnum er komið á fram- færi á sérstökum miðum sem til eru í kirkjunni eða hafa samband í síma 421-5013 milli kl. 10-12. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 20 opið hús unglinga í KFUM & K húsinu. Akraneskirkja. Unglingakórinn. Söngæfing í Safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 17.30. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Ffladelfía. Súpa og brauð kl. 18.30. Kennsla kl. 19.30. Krakka- klúbbur, unglingafræðsla. Kennsla fyrir enskumælandi og biblíulestur. Állir hjartanlega velkomnir. Boðunarkirkjan. I kvöld verður 9. hluti námskeiðs um Opinberunar- bók Jóhannesar á sjónvarpsstöðinni Omega og í beinni útsendingu á FM 107. Leiðbeinandi er dr. Steinþór Þórðarson. Efni: - Þúsund ár- því- líkt ástand. Allir velkomnir í Om- ega. Á morgun verður dr. Steinþór með hugleiðingu á FM 107 kl. 15. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar tengda- móðir, amma og langamma SIGRÍÐUR KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR Sigga í Bót, Lindarsíðu 4, Akureyri er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Halldór Árnason, Anna Gréta Halldórsdóttir, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Þórey Ólöf Halldórsdóttir, Kristþór Halldórsson, Ása Björk Þorsteinsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson, Margrét Harpa Þorsteinsdóttir, Freydís Ágústa Halldórsdóttir, Jóhann Skírnisson, Elma Dóra Halldórsdóttir, Kristján Freyr Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. & + Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, SVANHVÍT STEFÁNSDÓTTIR, Nýbýlavegi 62, sem lést á Sunnuhlíð fimmtudaginn 9. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 16. mars kl. 15.00. Jakob Jónatansson, Stefán Jónatansson, Ása Benediktsdóttir, Sigrún Finnjónsdóttir, Ásgeir Sigurðsson, Þorleifur Á. Finnjónsson, María A. Finnjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.