Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000
m——---------------
MORGUNBLAÐIÐ
AÐAUGLY5INGA
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
Landslagsarkitektar/
landfræðingar/
tækniteiknarar
Landslag ehf., teiknistofa landslagsarkitekta
leitar að metnaðarfullu og duglegu fagfólki
til starfa sem fyrst.
Langar þig að taka þátt í fjölbreytilegum verk-
j^fnum á sviði skipulags og landslagshönnunar
í samstarfi við margar af helstu arkitekta- og
verkfræðistofum landsins?
Hefur þú reynslu af notkun teikniforrita (helst
autocad)?
Langar þig til að skipta um starfsumhverfi?
Ert þú á leiðinni heim úr námi eða starfi erlendis?
Svarir þú einhverri af þessum spurningum ját-
andi, þá viljum við gjarnan heyra frá þér.
Við viljum jafnframt heyra frá skildum fagaðil-
um (landfræðingum, arkitektum, verkfræðing-
um, tæknifræðingum) sem og tækniteiknurum,
sem áhuga kunna að hafa á starfi hjá okkur.
Áhugasamir sendi skriflega umsókn til Þráins
Haukssonar fyrir 27. mars næstkomandi á póst-
“^ang: Landslag ehf., Þingholtsstræti 27,
101 Reykjavík, eða með tölvupósti á netfang:
thrainn@arkitekt.is.
LANDSLAG
E
P
LANÐSLAQSARKITEKTAR FlLA
Landslag ehf. (áöur Teiknistofa Reynis Vilhjálmssonar og Landslags-
arkitektar RV og ÞH sf.) byggir á 37 ára samfelldri ráðgjafastarfsemi
á sviði skipulags- og landslagshönnunar.
Fyrirtækið starfar fyrir ríkisstofnanir og sveitarfélög um allt land,
og fjölda fyrirtækja.
Félagsþjónustan
Dagdeild — eldhús
Starfsmann/umsjónarmann vantar nú þegar
í móttökueldhús við dagdeild aldraðra á
Þorragötu 3,101 Reykjavík. Um fullt starf er
•að ræða og þarf viðkomandi að geta hafið störf
strax. Reynsla af eldhússtörfum æskileg. Laun
skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar og
Eflingar. Nánari upplýsingargefurDroplaug
Guðnadóttir, forstöðumaður, í síma 562 2571.
Félagsþjónustan er fjölmennur vinnustaður sem veitir
borgarbúum á öllum aldri fjölbreytta þjónustu. Stofnunin leggur
mikla áherslu á fræðslu og símenntun fyrir starfsfólk sltt, að
upplýsa það um stefnu stofnunarinnar og Reykjavíkurborgar i
málefnum starfsmanna og að kynna markmið þeirrar þjónustu
sem veitt er. Allir nýir starfsmenn fá sérstaka fræðslu og
kynningu um Fólagsþjónustuna og borgarkerfið og fréttabréf
reglulega um starfsemi stofnunarinnar.
Blaðbera vantar
Kópavogur - Kárnesbraut
^ Upplýsingar í síma 569 1122
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir
300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
TIL. SÖLU
Til sölu
Ein elsta og virtasta Ijósmyndastofa
á stór-Reykjavíkursvæðinu ertil sölu ásamt
öllum tækjum og filmusafni.
Áhugasamir sendi bréftil auglýsingadeildar
Mbl. fyrir 21. mars 2000, merkt: „Ljós 2000."
VMISLEGT
GARÐABÆR
Garðabær vill minna á að skilafrestur
handrita í samkeppni um sviðsverk um
merka Garðbæinga er 1. apríl n.k.
Handrit skulu berast til Bókasafns
Garðabæjar, Garðatorgi 7,210 Garðabæ,
merkt "Handritasamkeppni."
Þau skal senda undir dulnefni og þeim
skal fylgja lokað umslag, merkt
dulnefninu, þar sem finna má rétt nafn,
heimilisfang og símanúmer höfundar.
Menningarmálanefnd Garðabæjar
Fræðslu- og menningarsvið
■
TILKVMMIIMGAR
Auglýsing um
Aðalskipulag Keldunes-
hrepps 1995—2007
Sveitarstjóm Kelduneshrepps auglýsir
hér með tillögu að Aðalskipulagi Keldu-
neshrepps 1995—2007 samkvæmt 18. gr.
skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
í skipulagstillögunni er mörkuð stefna
um landnotkun í Kelduneshreppi, þ.m.t.
í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. Tillag-
an verður til sýnis í Skúlagarði í Keldunes-
hreppi og á Skipulagsstofnun, Laugavegi
166 í Reykjavík, frá miðvikudeginum 15.
marstil miðvikudagsins 12. apríl 2000.
Frestur til að skila inn athugasemdum er
til miðvikudagsins 26. apríl 2000. Athuga-
semdir skulu vera skriflegar og þeim skal
skila til sveitarstjórnar Kelduneshrepps,
Skúlagarði, 671 Kópaskeri.
Aðalskipulagstillagan var áður auglýst
frá 27. maí til 27. júní 1998 en vegna form-
galla er hún nú auglýst að nýju.
Oddviti Kelduneshrepps,
Guðný Björnsdóttir.
Auglýsing
um deiliskipulag
í Snæfellsbæ
Deiliskipulag á Selhóli
Auglýst er eftir athugasemdum við deiliskipu-
lag og skipulagsskilmála fyrir íbúðabyggð á
Selhóli, Hellissandi. Um er að ræða götu með
8 byggingarlóðum undir einbýlis- og parhús
ásamt leiksvæði.
Deiliskipulag við Háarif
Auglýst er eftir athugasemdum við deiliskipu-
lag og skipulagsskilmála fyrir íbúðalóðir við
Háarif, Rifi. Um er að ræða lóðir nr. 17a til 21.
Uppdrættir ásamt skipulagsskilmálum eru til
sýnis á almennum skrifstofutíma á skrifstofu
Snæfellsbæjar, Snæfellsási 2, frá 15. marstil
12. apríl 2000.
Athugasemdir berist skrifstofu Snæfellsbæjar
fyrir 26. apríl 2000. Hver sá, sem ekki gerir
athugasemd við tillöguna innan framangreinds
frests, telst samþykkur henni.
Bæjarverkfræðingur Snæfellsbæjar.
ggg Tillaga að breytingu
r**] á aðalskipulagi
Snæfellsbæjar
Snæfellsbær auglýsir hér með tillögu að breyt-
ingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar
1995—2015 samkvæmt skipulags- og bygging-
arlögum nr. 73/1997. Breytingin felst í stækkun
svæðis undir íbúðarhúsabyggð á Selhóli,
Hellissandi.
Breytingartillagan verðurtil sýnis á bæjarskrif-
stofunum á Snæfellsási 2, Hellissandi, frá og
með miðvikudeginum 15. mars til miðviku-
dagsins 12. apríl 2000. Þeim, sem telja sig eiga
hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur
á að gera athugasemdir við breytingartillöguna
eigi síðar en 26. apríl 2000. Skila skal athuga-
semdum skriflega á bæjarskrifstofu Snæfellsb-
æjar, Snæfellsási 2. Hver sá, sem ekki gerir
athugasemdir við breytingartillöguna fyrir til-
skilinn frest, telst samþykkur henni.
Bæjarverkfræðingur Snæfellsbæjar.
TILBOG / ÚTBOO
D
Landsvirkjun
Útboð
Endurnýjun Sogsstöðva
145 kV aflrofar
Landsvirkjun óskar hér með eftirtilboðum í
framleiðslu og afhendingu FOB á þremur 145
kV aflrofum með innbyggðum straumspennum
vegna írafossstöðvar, samkvæmt útboðsgögn-
um SOG-24.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands-
virkjunar, Háaleitisbraut 68,103 Reykjavík, frá
og með miðvikudeginum 15. mars 2000 gegn
óafturkræfu gjaldi að upphæð 1.000 krónur
fyrir hvert eintak.
Tilboð verða opnuð kl. 14:00 að viðstöddum
þeim bjóðendum, sem þess óska, í skrifstofu
Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68,103 Reykja-
vík, mánudaginn 3. apríl 2000.
FUMDIR/ MANNFAGNAQUR
Aðalfundir FFB og FB hf.
Aðalfundur Félags ferðaþjónustu bænda
verður haldinn í Sveinbjarnargerði, Svalbarðs-
strönd, föstudaginn 24. mars nk. og hefst
kl. 14.00 síðdegis.
Aðalfundur Ferðaþjónustu bænda hf„,
verður haldinn í Sveinbjarnargerði, Svalbarðs-
strönd, laugardaginn 25. mars nk. og hefst
kl. 10.00 árdegis.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
lögum félagsins.
Stjórnir FFB og FB hf.
SMÁAUGLÝSINGAR
TIL SÖLU
Gullmoli
Mitsubishi Lancer, vínrauöur,
árg. '90, reyklaus, ekinn 140 þús.
km. Ásett verð 350 þúsund.
Mjög vel með farinn bíll.
Upplýsingar i síma 896 4833 eða
896 4834.
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 18 = 1803158 = KK
□ GLITNIR 6000031519 III
^ SAMB.ÁND fSLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58.
Smkoma í kvöld kl. 20.30.
Fjáröflunarsamkoma Kristni-
boðsfélags kvenna.
Happdrætti. Kanga-kvartettinn
syngur. Friðrik Hilmarsson flytur
hugleiðingu.
Allir hjartanlega velkomnir.
http://sik. torg.is/
□ HELGAFELL 6000031519 VI
I.O.O.F. 7 = 18003158’/2 ■ Bk.
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund f kvöld kl. 20.00.
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MORKINNI 6 - SlMI 568-2533
Aðalfundur Ferðafélags
íslands verður haldinn I FÍ-
salnum, Mörkinni 6, miðviku-
daginn 22. mars kl. 20:00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Allir velkomnir.
Skráið ykkur á bakpokanám-
skeiðið á skrifstofu.
Skfðagönguferð f Tindfjöll
25.-26. mars www.fi.is.
textavarp RUV s. 619.