Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 57 FOLKI FRETTUM SUSHI Stórir strákar fá raflost! EG SEGI kannski ekki að þeir hafi þurft á raflosti að halda, vinir mínir í U2 en velmegun- arístran hefur þrýst nokkuð á buxna- strenginn undanfarinn áratug. Það er kalt á toppnum. Sumir reyna að ná jarðtengingu með því að traðka á skordýrum, aðrir írjósa í hel. U2 hafa verið á toppnum í 17 ár, það eru reyndar 20 ár núna frá útkomu fyrstu breiðskífunnar og grúppan fengi lík- lega flest atkvæði enn í dag ef al- menningur í hinum vestræna heimi væri beðinn að velja stærstu rokk- hljómsveit heims. Hitt er jafnljóst að gullöld U2 var á árunum 1980 til 1990 og síðustu 10 árin er það bara Aeht- ung Baby sem verðskuldar hástemmt lof. Sum sé tími kominn að tengja og það gera vinir mínir eftirminnilega á þessari plötu þó skammturinn sé lítill. Million Dollar Hotel geymir tónlist við nýjustu kvikmynd Wim Wenders en U2 hafa áður gert tónlist við myndir hans. Myndin byggist á sögu Bonos og Nicholas Klein og platan hefúr að geyma tvö ný U2-lög og eitt gamalt og þrjú ný lög sem Bono syng- ur í félagi við úrvalsmenn í bransan- um. Það er einmitt það fyrsta sem vekur athygli manns hve margir sterkir karakterar koma við sögu plötunnar. Þama eru Brian Eno, Daniel Lanois, trompetleikarinn Jon Hassel, jazzgítaristinn Bill Frissel, bassaleikarinn Greg Cohen og fleiri sem saman mynda Million Dollar Hotel sveitina. Upptökustjóri er Hal Willner. Þetta eru menn sem hafa unnið með liði eins og Tom Waits, Talking Heads, Roxy Music og John Cale. Eins og sést af þessari upptaln- ingu þá er tónlistin hér dökk og djúp, leyndardómsfull og tilfinningaþrung- 1 dropi 1 1 mínúta frábært útlit Tafarlaust. Áhrifaríkt. Magnað. EXTRACT OF SKIN CAVIAR FIRMING COMPLEX Einföld andlitslyfting. Fínar línur hverfa. Farðinn endist lengur. Frábært. laprairie | SWtTZERLAND KYNNING í dag og á morgun fimmtudag 10% kynningarafsláttur og fallegur kaupauki. 1 ERLENDAR Skúli Helgason fjallar um tónlistina úr kvikmyndinni „Million Dollar Hotel“ in án þess að gefa of mikið upp. Þetta er Ameríkan sem Holly- wood megnar ekki að miðla eða Berlín - andardrátturinn á rökkvuð- umstrætum stórborganna. A plötunni eru 16 verk, Lou Reed perlan Satellite of Love er þar af í þremur útgáfum og gamla U2-lagið The First Time (af Zooropa) kemur tvívegis fyrir. Svo er slatti af ósunginni kvikmyndamúsík þama eins og vænta má á svona plötum. Yfirbragð plötunn- ar er allt fremur rólegt og svífandi undiraldan ki-aumandi og svört þoka yfir vötnum. U2 eiga tvö ný lög á plöt- unni, annað heitir Stateless og lætur lítið yfir sér - rólegt og skríður upp eft- ir bakinu á manni. Lag sem vex og vex. Hitt er The Ground Beneath Her Feet, lag U2 við áhrifamikinn man- söng sjálfs Salmans Rushdie og glæsi- legt stefnumót ólíkra aðila. Lögin sem Bono flytur eru hvert öðru betra. Það sem mér líkar best við framlag hans á þessari plötu er einlægnin, drengurinn hefur stund- um týnt sér í hégóma en í þessum lög- um þar sem hann þarf að standa einn og óstuddur leggur hann harðar að sér og skilar frábæru verki. Lögin eru líka sterk hvert á sinn máta: Never Let Me Go er áhrifamikill sálarblús og eitt sterkasta lag plötunnar með Jon Hassel í lykilhlutverki, Falling at your feet gullfalleg melódía sem Bono syngur með Daniel Lanois og kveikir minningar um bananaplötuna með Velvet Underground eða jafnvel Sim- on og Garfunkel og Dancin’ shoes er smellið lag sem Bono syngur eins og áttræður blúsari með krítarbarka. Nú er það svo að plötur með kvik- myndatónlist eru iðulega annað tveggja - frámunalega tætingslegar eða alltof langdregnar. Þessi plata eins og reyndai’ ýmsar aðrar með tónlist við kvikmyndir Wim Wenders er hins vegar heilsteypt, stemningin er sú sama í gegnum plötuna, óræð og magnar seið. Þar spilar flutningur fyrmefndra úrvalsmanna stórt hlut- verk, þetta eru kempur sem gera ekkert minna en óaðfinnanlega og hrífa mann oft með hárnæmum leik. Sumt stingur í stúf á plötunni, leik- H Y G E A jnyrtlvöruverilun Laugavegi, sími 511 4533. Reuters Bono og Milla Jovovich eiga bæði herbergi á Hótel Milljón dollurum. konan Milla Jovovich bregður sér í kattarlíki í flutningi Satellite of Love, ýmist malar og breimar og er viðbúið að hárin rísi á gömlum Lou Reed-að- dáendum. Spilamennska Jon Hassel og félaga bjargar þó því sem bjargað verður og túlkunin er óneitanlega eft- irminnileg. Steininn tekur þó úr í lokalaginu sem er Pistols-slagarinn Anarehy in the UK, sunginn á spænsku! Eg er nú bara ekki nógu greindur til að átta mig á því hvað mönnum gengur til með þessu upp- átæki en fyrstu viðbrögð eru að skrifa þetta á pressugalla í geisladiska- fabrikkunni. Kannski lokalagið á Million Dollar Hotel sé nú gísl á ein- hverri spænskri pönkplötu! Þessi endapunktur kemur auðvitað í veg fyrir að maður fari með eld í hjarta frá fundi við þessa plötu en brjóst- sviðinn hverfur um leið og maður set- ur diskinn í aftui- og hlustar á framlag Bono og U2 á þessari plötu. Niður- staðan er sú að á þessari plötu er ein- hver besta músík sem drengimir frá Dyflinni hafa gert síðasta áratuginn eða frá Achtung Baby árið 1991. Ný U2-plata er væntanleg síðar á árinu. Það er greinilega of snemmt að af- skrifa þessa rokkkónga og biðinni er vel varið á Hótel Milljón dollurum. Sem, meðan ég man, er þriggja og hálfrar stjömu hótel. Nú færð þú Sushi bakka hjá okkur á miðvikudögurr^ og föstudögum. Bæði blandaður fiskur og hrísgrjónarúllur Éh náttúrulega! eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.