Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR15.MARS2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Englaborg MYJVDLIST Englaborg, Flókagötu 17 MÁLVERK SIGTRYGGUR BJARNI BALDURSSON Opið alla daga frá kl. 15-18 og eftir samkomulagi. Tilí9.mars. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er óvenjulegt, að ekki sé fastar að orði kveðið, að hefja list- dóm á því að skrifa um bygging- una sem hýsir listviðburðinn en í þessu tilviki er um sértilfelli að ræða og það ærið. Hér hafa mál fyrir góða skikkan fórsjónarinnar snúist á betri veg, þá sérhannað hús fyrir myndlistarmann stendur autt vegna fráfalls fyrri eigenda, og slík hús úr nokkuð fjarlægri fortíð örfá, þannig að telja má þau á fingrum sér. Mun öftar hefur til- efnið verið að mótmæla hugmynd- um um aðra nýtingu húsanna, frá- leita og til hliðar við þá sem þau voru byggð yfir, eins og hús Ás- mundar Sveinssonar við Freyju- götu, og nú síðast hús Jóns Stef- ánssonar við að Bergstaðastræti 74, sem Gunnlaugur Scheving bjó seinna í um árabil, en í því tilviki var valtað yfir minjagildi, ígildi þjóðargersema. Sama gerist um allar breytingar sem fjarlægja merkileg hús uppruna sínum, eink- um ef þær þjóna einungis grunn- færðum og yfirborðslegum hug- Sam- keppni um handrit SKILAFRESTUR í sam- keppni um sviðsverk sem fjalla á um merka Garðbæinga renn- ur út 1. apríl. Samkeppnin er á vegum Garðabæjar, í samstarfi við Reykjavík - menningar- borg Evrópu, en stofnað var til samkeppninnar á sl. ári. Hand- ritum á að skila á Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi 7, merkt Handritasamkeppni, undir dulnefni, en þeim skal fylgja lokað umslag, merkt dul- nefninu, þar sem finna má rétt nafn, heimilisfang og síma höf- unda. Þrenn verðlaun verða veitt fyrir bestu sviðsverkin. Fyrstu verðlaun 300 þús. krónur, önn- ur verðlaun 200 þús. krónur og þriðju verðlaun 100 þús. krón- ur. Stefnt er að því að tilkynna úrslit í samkeppninm' fyrir lok júní. Dómnefndina skipa þau Vigdís Finnbogadóttir, fyrrv. forseti íslands, Lilja Hall- grímsdóttir, formaður menn- ingarmálanefndar Garðabæjar, og Steindór Hjörleifsson leik- Ungverskt menningar- kvöld FÉLÁGIÐ Ísland-Ungverja- Jand efnir til menningarkvölds í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20^30, á veitinjgastaðnum Sólon íslandus, Bánkástræti 7a, 2. hæð.Tveir kórar koma fram og flytja fjörug „ungversk lög: Samkór Kópavogs, undir stjórn Dagrúnar Hjartardóttur og Kvennakór Suðurnesja, undir stjórn Agotu Joó. Þá sýnir Þór Halldórsson litskyggnur frá ferðalagi sínu um Ungverja- land. Aðgangur ókeypis. myndum eftirkomendanna. Skrifári fylgdist með því sem ungur drengur, þá hamarinn þung- búni reis upp innarlega á Rauðar- árstígnum, sem seinna fékk nafnið Englaborg, og var alla tíð íveru og vinnustaður málarans nafnkennda Jóns Engilberts (1908-1972). Var fyrst gestur í húsinu fyrir ná- kvæmlega hálfri öld, er hann var nokkra mánuði nemandi Jóns í Handíða- og myndlistaskólanum, seinna átti hann oftar erindi þang- að, einnig eftir andlát Jóns 1972, eða allt þar til ekkja hans, heiðurs- konan Tove Fugman, lést, en þá var húsið loks sett á sölulista. Op- inberir aðilar höfðu ekki áhuga á húsinu frekar en öðrum slíkum þótt það væri afar vel staðsett, fín húsgerðarlist, og gat nýst til margra hluta myndlistinni til blessunar, tregðulögmálið og þröngsýnin í heiðurssæti sem fyrri daginn. Reykjavíkurborg mun hafa boðist forgangur að kaupum á hús- inu en eftir að hafa látið erfingjana bíða von úr viti gáfust þeir upp og settu það á almennan markað. Ekki gekk of vel að selja það vegna þess að aðalgluggarnir sneru í norður, eins og sjálfsagt er og eðlilegt, tíðkast allt eins hjá myndlistármönnum og að framhlið guðshúsa snúi í vestur. Litlu mun þó hafa munað að húsið væri selt undir veitingasölu, en þá skeði það skyndilega að ungur málari Sig- tryggur Bjarni Baldursson og freyja hans hönnuðUrinn Tinna Gunnarsdóttir festu sér það. Telja má það farsælan endi því segja má að húsið hafi þar með gengið í LjósmyncVBragi Ásgeirsson Eitt af málverkum Sigtryggs Bjarna Baidurssonar á sýningii hans í Englaborg, Flókagötu 17. endurnýjun lífdaga, sem er eðli- legt og sjálfsagt að slík sérhönnuð hús geri, einkum vegna fágætis þeirra hér í borg. Þeim lyktum ber að fagna og eru eðlilegur vaki þessara lína. Á laugardag opnaði Sigtryggur Bjarni fyrsu sýningu sína í hinni loftháu og björtu vinnustofu á efri hæðinni. Fannst mér ég einhvern veginn eiga meiri erindi þangað en á aðrar opnanir daginn þann og var því mættur á staðinn á fyrstu mínútu, þótt ég hefði annars í hyggju að eyða deginum á eigin vinnustofu. Nú var aðkoman nokk- uð önnur en áður, húsráðandi full- komin andstæða fyrirrennara síns í lífi og list, litillætið og hógværðin í framkpmu, og list hans slétt og fáguð. I stað slagsmála og svip- mikilla átaka við myndefnin, nálg- ast Sigtryggur Bjarni þau hægt og rólega, af mikilli natni og vand- virkni, en hér er ein ungis um skapgerðareinkenni að ræða sem kemur endanlegum árangri lítið við, og sitt sýnist hverjum sem fyrri daginn. Listamaðurinn hefur haldið nokkrar smærri einkasýn- ingar og myndir hans vakið athygli á samsýningum, einkum fyrir upp- lifuð og þaulhugsuð vinnubrögð, virðast helst hafa það sem ein- kunnarorð að sígandi lukka sé best. Það má þó vera mikið rétt að ögrunin, viðbjóðurinn og hama- gangurinn sé vænlegri til eftir- tektar nú um stundír þótt sömu lögmál gildi sem fyrr í myndlist- inni, að sápukúlur og loftbólur séu ekki varanlegs eðlis. Og eins og vænta má er það sjálft sígilda mál- verkið sem er miðillinn, þó með nýjum formerkjum sem opinberast í ýmsum fyrirbærum merlunar og hrynjandi á myndfleti, nándinni og óendanleika himinhvolfsins í senn. Gengið er hreint til verks, engin háleit áhrifameðöl notuð, engar bráðabirgðalausnir né léttfengin vinnubrögð, síst haldið aftur af sér um vinnu, en þar dettur mér í hug að listamaðurinn hafi tekið upp einkunnarorð Giovanni Boltraffio, nemanda Leonardo de Vinci, þolin- mæði þrautir vinnur allar. Þessi gerð myndverka útheimtir nefnilega mikla þolinmæði og þarfnast hvorki listsögulegrar og heimspekiþrunginnar mælsku- kynngi né djúphugsaðra orðaleppa við til að öðlast líf eins og svo margt sem verður á vegi manns í sýningarsölum heimsins. Þetta er falleg sýning og erfitt að gera upp á milli verkanna, þótt hið fínlega sé styrkur listamanns- ins, en satt að segja er húsnæðið betur fallið til vinnu en sýninga- halds hér verður helst að brjóta upp öll lögmál hefðbundinnar upp- hengingar til að myndverkin njóti sín. Hins vegar verður maður að vona að hinu unga listafólki nýtist þessi draumaaðstaða sem mest og best eigin þarfa í framtíðinni. Bragi Ásgeirsson Gegnum múrinn MYJVÐLIST Kjarvalsstaðir VEGGVERK - KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR Til 16. mars. Opið daglega frákl. 10-18. VEG(G)IR halda áfram göngu sinni sem $femasýning á gangi Kjarvalsstaða. Þetta er snjöll leið til að gefa almenningi kost á að sjá verk verða til, og verða til í merk- ingunni að hverfa, eða deyja. Þannig er hverri sýningu lokið þegar viðkomandi listamaður er tilbúinn með vegginn sinn, í stað hins venjulega, að sýningin byrji þegar verkið eða verkin eru komin á sinn stað. Katrín Sigurðardóttir vinnur nú á fullu við að klára sína útgáfu af veggnum sem tengir álmur Kjar- valsstaða. Með því að taka bókstaf- lega orðaleikinn Veg(g)ir - sem bæði má túlka sem veggi og vegi - brýtur Katrín sér braut gegnum vegginn yfir í landslagið sem finna má bakvið hann. Þetta gerir hún með módelsmíði þar sem hún býr til allnákvæma götumynd af hverfinu norðan Kjarvalsstaða og leggur of- an á þrjár ferningslaga plötur sem hún sker út úr veggnum og tengir við hann með hjörum svo úr verða fellidyr. Hurðirnar mynda því borðplötur út úr veggnum, en í sárið er settur spegill sem endurkastar módel- smíðinni. Smíði Katrinar ofan á hurðinni er öndverð við raunveru- leikann, en spegilmyndin í sárinu á veggnum réttir hana af. Áhorf- andinn verður að horfa í spegilinn til að sjá götumyndina rétta. Með því verður spegilmyndin sem gat gegnum vegginn út til þeirrar áttar sem ekki er sýnileg fyrir veggnum. Óneitanlega minnir slík hugmyndaleg lausn á skugg- sjána í Orfeivi Jean Cocteau, sem leikendur sluppu gegnum eins og Veggverk Katrínar Sigurðardóttur á gangi Kjarvalsstaða. yfirborð vatns þegar þeir hurfu á vit Heljar. Við vestanverðan ganginn er módelsmíðin í stærðarhlutföllum sem gefa allskýra mynd af Flóka- götu, Háteigsvegi, Stórholti, Meðal- holti, Einholti og Þverholti. Á miðj- um veggnum eru stærðarhlutföllin með þeim hætti að bakhýsi Kjar- valsstaða - bókasafnið - tekur allt sviðið, en austanmegin eru minnstu hlutföllin, sem sýna allt hverfið norðan Flókagötu út að hafi. Þetta er ekki fyrsta módelsmíð Katrínar og vonandi ekki hennar síðasta. Hún hefur um nokkurra ára skeið unnið smáveraldir sem lýsa undursamlegum heimum í hnotskurn. Smáveraldir hennar eru oftast tengdar raunverulegu um- hverfi, svo sem sjá má í frábæru farandverki hennar The Green Grass ofHome, frá 1997. Þar felldi hún módel af einum sextán lysti- görðum, á íslandi og í Bandaríkjun- um, í eina ferðatösku úr krossviði. Hægt er að fella út hin ýmsu hólf töskunnar og þá liggja garðarnir ljósir fyrir í allri sinni dýrð. í Fyrirmynd/Model, frá 1998, byggði Katrín hins vegar á ímynd- uðum þjóðvegum, þó með tilvísun til taugakerfis mannsheilans. Hugmyndin er náskyld skriðuls- kenningu franska heimspekingsins Jacques Deleuze - rhizome - um jafngild tengsl ólíkra þráða í flatri kerfisbyggingu. Þannig leita verk hennar - hugmyndalega og tækni- lega - langt út fyrir mörk hins sýni- lega heims, á vit sértækra miða þótt þau séu ávallt byggð á fullkomlega áþreifanlegum forsendum. [Röng mynd birtist með þessum dómi í blaðinu í gær og er hann því endurbirtur hér með réttri mynd. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.] Halldór Björn Runólfsson Síðustu sýningar Hafnarfjarðarleikhúsið Salka - ástarsaga Sýningum á Sölku - ástarsögu fer fækkandi, en sýningin var frumsýnd í október sl. Leikhópnum hefur verið boðið á leiklistarhátíð í Stokkhólmi með sýninguna og verður hún sýnd á stóra sviði Ríkisleikhússins þar á næstunni. Leikarar eru María Ellingsen, Benedikt Erlingsson, Gunnar Helgason, Þrúður Vilhjálmsdóttir, Magnea Björk Þorvaldsdóttir, Jó- hanna Jónas, Jón Stefán Kristjáns- son, Dofri Hermannsson og Þorvald- ur Kristjánsson. Leikstjóri er Hilmar Jónsson. ---------?-?-?--------- M-2000 Miðvikudagur 15. mars. Borgarskjalasafnið, Tryggvagötu 15. Sannanir! Evrópa spegluð í skjala- söfnum. Sýning, útgáfa bókar og opnun vefsvæðis í samvinnu borgar- skjalasafna sjö menningarborga Evrópu. Tilgangurinn er að kynna hinn auðuga menningararf Evrópu sem er að finna í skjalasöfnum borg- anna, bæði sameiginleg einkenni borganna og sérkenni þeirra. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 13-17 og á fimmtudögum til kl. 21. www.euarchives.org. ---------?-?-?--------- Pjetur Haf- stein les í Gerðarsafni PJETUR Hafstein Lárusson skáld les úr verkum sínum í kaffistofu Gerðarsafns á morgun, fimmtudag kl.17. Dagskráin er á vegum Ritlistar- hóps Kópavogs í Gerðarsafni og er aðgangur ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.