Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 43 Við vorum sveitungar og unnum hlið við hlið, sumarlangt fyrir margt löngu. Það var ljúf samvera, krydd- uð kátínu og græskulausu gamni. Arum seinna höfðu þeir atburðir skeð í fjölskyldu minni að þungt var fyrir fæti og dimmt fyrir augum, og er við hittumst á förnum vegi, bauð hún mér að koma með litla sonar- soninn á morgnana á róluvöllinn og gæti ég verið þar með honum. Og við röltum yfir á róló og lærðum sið- fræði sandkassans og sitthvað fleira. Já, mikið var hún góð við okkur, hún Stella, það gleymist ekki, en geymist í minningunni. Síðastliðið haust heyrði ég af veik- indum Stellu, það þyrmdi yfir mig, af hverju hún? En að því er ekki spurt. Eg bankaði upp á hjá henni og vonin var enn við völd. Við töluðum um ljósið og vonina. Það var síðasta spjallið okkar Stellu. Þegar ég lít út um gluggann minn, sé ég fyrir hugskotssjónum allar þær kynslóðir lítilla barna, sem trítl- að hafa yfir götuna til hennar Stellu. Já, ég sé hana sjálfa koma, röska og létta í spori, ævinlega glaða, og krakkana sem hópast á eftir henni. Stella, sjáðu hvað ég fékk, Stella, veistu hvert ég fór, Stella... Já, við drúpum höfði í dag smá og stór og þökkum fyrir allt það sem hún var okkur. Hún gætti þess besta sem við eigum, barnanna okkar, og átti sinn hlut í góðri og glaðri bernsku þeirra. Vertu kært kvödd, Stella mín, og þökk fyrh- allt og allt. Við fjölskyldan vottum eigin- manni, sonum og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúð. Þeirra er sorgin sárust. Sigríður Gunnlaugsdóttir. Mig langar með fáeinum orðum að minnast elskulegrar fjölskylduvin- konu sem svo skyndilega og allt of fljótt var kölluð frá okkur. Ég kynntist Stellu um haust 1978 þegar eiginmenn okkar byrjuðu á sumar- bústaðabyggingu í Skútahvammi í Úthlíð. Við Stella urðum strax mikl- ir mátar og voru þau hjónin góðir nágrannar og vinir. Við komum á há- hæluðum skóm og strákarnir unnu verkið. Okkur Stellu fannst það ekki slæmt. Þarna áttum við mörg hand- tökin og samverustundirnar. Stella var einstaklega jákvæð og dillandi hlátur hennar yljar í minningunni, hún lét sitt ekki eftir liggja. Á þess- um árum prjónaði Stella ógrynni af lopapeysum sem var hennar framlag við að draga björg í bú. Ég minnist þess að Árni maðurinn minn grínað- ist oft við Stellu um prjónaskapinn, að hún myndi klára hitt og þetta með prjónunum, og alltaf hló Stella. Arin liðu hratt og börnin uxu úr grasi og við fjögur oftar fyrir austan. Þá myndaðist hefð fyrir því að Tóti og Stella kæmu í morgunkaffi yfir til okkar, þar var margt skrafað og gamlir og nýir tímar ræddir. Og ferðalög ákveðin. Með fjögurra ára millibili fórum við í siglingu um Karabíska hafið, sem voru okkur hjónunum kærar ferðir með góðum vinum. Eftir seinni ferðina veiktist Stella okkar af krabbameini og hófst þá hennar veikindaferill, en við átt- um tvær góðar helgar með vinum úr ferðinni fyrir austan í sumar. Þá finnur maður hversu mikils virði vinir eru í gleði og sorg. Elsku Tóti, börn, tengdabörn og barnabörn. Okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi algóður Guð styrkja ykkur og hugga í þessari miklu sorg. Kveðja, Gunnhildur og Árni, Ragnheiður og Kolbrún. Við þrjár vorum svo heppnar að fá að kynnast henni Stellu á Stelluróló. Hún var aðalástæðan fyrir því að við vildum vinna á róló, enginn annar róló kom til greina nema Stelluróló. Það var hennar völlur (og verður alltaf). Þeir sem vissu um þennan róló komu þangað hvar svo sem þeir bjuggu, Álftanesi, Grafarvogi eða Hafnarfirði, það skipti ekki máli. Það var þess virði að gera sér auka- ferð þangað með börnin, því enginn var betri við börnin en hún Stella. Hún tók á móti öllum með gleði og hlýju. Okkur þrem var hún meira en samstarfskona. Hún var vinkona okkar og fyrirmynd í manngæsku og kærleika, hún var einstök. Nú þegar komið er að kveðju- stund um sinn finnum við hvað mikið við höfum misst, hvað söknuðurinn er mikill, því það voru forréttindi að þekkja Stellu okkar. Að lokum lát- um við fylgja með lítið ljóð sem segir betur en við getum hve einstök Stella var. „Einstakur“erorð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð meðbrosieðavinsemd. „Einstakur" lýsir fólki sem stjómast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“áviðþá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt „Einstakur" er orð sem best lýsir þér. (TerriFernandez.) Lilja, Sigurborg og Indiana. í dag er kvödd sómakonan Guð- björg Arnórsdóttir eða Stella eins og hún var kölluð í daglegu tali. Hún vann í fjöldamörg ár á Holtsvelli, sem flestir Kópavogsbúar þekkja undir nafninu „Stelluróló". Ég minnist þess þegar ég hóf störf sem daggæslufulltrúi í Kópavogi hvað mér fannst þægilegt að vera í ná- lægð við hana, þessa jákvæðu, bros- mildu konu, sem hafði einstaklega hlýja nærveru og góð áhrif á alla í kringum sig. Stella var mikil bama- kona og hin fjölmörgu börn sem komu á róluvöllinn í gegnum árin heilluðustafhenni. Börnin sem dvöldu hjá henni hér á árum áður og eru orðnir foreldrar í dag komu jafnvel með börnin sín til hennar, þótt þau væru flutt í önnur hverfi og önnur bæjarfélög. Það seg- ir sína sögu um þessa sérstöku konu og þennan einstaka róluvöll. Það fylgir því alltaf sérstök ánægja að koma á Holtsvöll, t.d. á sumrin þeg- ar allt er fullt af börnum á öllum aldri og leikgleðin er allsráðandi og starfsmennirnir uppteknir í leik með börnunum. Þar eru foreldrar ávallt velkomnir og kunna greinilega að meta það. I minningabrotunum sé ég þá fyrir mér, þar sem þeir sitja á sandkassanum spjalla saman og fylgjast með börnum sínum, sem eru að stíga sín fyrstu spor út í lífið í leik á gæsluvellinum. Þarna eru líka eldri börn sem koma og rifja upp minningarnar við leik frá þessum kæra stað. Þama eiga „barnapíum- ar“ á sumrin sitt athvarf og allir em jafn velkomnir. Það andrúmsloft sem hefur fylgt „Stelluróló“ er ein- stakt og þar lagði hún Stella svo sannarlega sitt af mörkum ásamt því frábæra starfsfólki sem starfar á gæsluvellinum við að skapa þær hefðir sem þar ríkja. Oft er haldið upp á afmæli barnanna og haldin em jólaböll og allt er þetta gert af mikilli ánægju starfsmanna og foreldrarnir em þátttakendur í undirbúningnum. Ég veit að sá góði hugur og andi sem hefur alltaf ríkt og ríkir enn hjá þeim stöllum á Holtsvelli mun áfram vera fyrir hendi. „Stelluróló" hefur sett sitt mark á menningu og þroska barna í Kópa- vogi og tel ég að við heiðrum minn- ingu Stellu best með því að vinna áfram í hennar barnvinsamlega anda. Það em margir í dag, börn, foreldrar og starfsfólk, sem í gegn- um tíðina höfðu samskipti við hana á einn eða annan hátt, sem minnast hennar með þakklæti og hlýju. Stella átti miklu láni að fagna í einkalífinu; hún átti samrýnda fjöl- skyldu sem stóð þétt saman í gleði og sorg. Hún talaði gjarnan um hana af mikilli gleði og stolti. Ég votta Þórami eiginmanni hennar og allri fjölskyldunni inni- lega samúð og megi guð gefa þeim styrk í þessari sorg. Minningin um góða konu mun lifa. Emilía Júlíusdóttir. Ég hafði aðeins unnið í nokkra daga hjá Kópavogsbæ þegar ég heyrði fyrst talað um Stellu og allir sem ég talaði við virtust kannast við hana og jafnvel gæsluvöllurinn sem hún vann á var aldrei kallaður annað en Stelluvöllur. Mér lék forvitni á að hitta þennan starfsmann sem svo vel var talað um. Og við nánari kynni skildist mér hvað lá að baki þessu áliti. Glaðvær framkoma hennar var svo þægileg, áhugi hennar fyrir starfi sínu var smitandi og umhyggj- an fyrir börnunum sem hún tók ábyrgð á var einstök. Það var eins og bömin ættu hug hennar allan. Það var ekki hægt að vænta meir af starfsmanni bæjarins. Það er á stundu sem þessari að maður hugsar til baka og veltir fyrir sér hvernig hægt hefði verið að sýna þakklæti og virðingu fyrir þau störf sem hún innti af hendi með svo eftirtektar- verðum hætti. Og ekki aðeins í fáein ár heldur í tæplega þrjátíu og tvö. Aldrei lét hún deigan síga, alltaf var eldmóðurinn sá sami, umhyggjan og elskusemin. Já, ekki kom viðurkenn- ingin og ekki er að gera annað en að læra af þeim mistökum. En víst er að við samstarfsfólk hennar munum minnast hennar með þakklæti og innileika og hugur okkar mun í framtíð reika til hennar þegar við heyrum orðið Stelluvöllur. Fyrir hönd Félagssviðs Kópavogs votta ég aðstandendum hennar okkar dýpstu samúð. Aðalsteinn Sigfússon. t Þökkum innilega samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför kærs fósturföður og bróður okkar, AÐALSTEINS TH. GÍSLASONAR, Jökulgrunni 6, Reykjavík. Guðrún Árnadóttir, Sigríður Árnadóttir, Sigriður Gísladóttir, Petra Gísladóttir. og fjölskyldur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, TEITNÝJAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Innilegar þakkir til starfsfólks á Sjúkrahúsinu Blönduósi fyrir góða hjúkrun og umönnun. Guðmundur Sveinsson, Margrét Guðbrandsdóttir, Gunnar Sveinsson, Bára Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Astkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTINN MARKÚSSON frá Disukoti, Þykkvabæ, verður jarðsunginn frá Þykkvabæjarkirkju föstudaginn 17. mars kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vil- ja minnast hans, er bent á Safnaðarmiðstöð Hvítasunnumanna í Kirkju- lækjarkoti, Fljótshlíð. Guðrún Hafliðadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. " li t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN SIGURÐSSON frá Gvendareyjum, Gullsmára 7, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 16. mars nk. kl. 13.30. Kristín Sigbjörnsdóttir, Helgi S. Jónsson, Unnsteinn Jónsson, Kristín Sigurgeirsdóttir, Sigurður R. Jónsson, Auður Kristjánsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN ÁRNASON skólastjóri, Skeiðarvogi 125, Reykjavík, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðviku- daginn 8. mars síðstliðinn, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 16. mars kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Orgelsjóð Langholtskirkju. Þórhildur Halldórsdóttir, Halldór Jónsson, Dagmar Vala Hjörleifsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Trausti Leifsson, afabörn og langafabarn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, GUÐMUNDAR B. SIGURÐSSONAR, Engjavegi 6, ísafirði. Mildrid Sigurðsson, Frank Guðmundsson, Gunnar Guðmundsson, Jenný Guðmundsdóttir, Reynir Guðmundsson, Bryndís Gunnarsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Randý Guðmundsdóttir, Jóhann Dagur Svansson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarþel við andlát og útför BERGÞÓRS GUÐJÓNSSONAR fv. skipstjóra og útgerðarmanns, dvalarheimilinu Höfða, áður Skólabraut 31, Akranesi. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Brynjólfsdóttir, Brynjar Bergþórsson, Salome Guðmundsdóttir, Ósk Bergþórsdóttir, Óli Jón Gunnarsson, afabörn og langafabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.