Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 >------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓN ÚR VÖR og ánægjulegum og þroskandi reis- ym hans um Evrópu fyrir stríð og dvöl hans í Svíþjóð strax eftir stríð hefur Jón alltaf þurft að vinna fyrir sér og sínum hörðum höndum. I bókstaflegum skilningi ekki um skrifborðsskáldskap að ræða og kveðskapurinn aldrei dauður af yfir- legu. Segir Jón á einum stað: „Kveik- ur ljóðsins er söngur hjartans, en það er hin kalda skynsemi, sem gerir kvæðið að því sköpunarverki, sem við köllum „listaverk". Þess verður og að geta að Jón úr Vör hefur ekki gengið heill til skógar áratugum saman heldur þjáðst af mjög erfiðum húð- ^pjúkdómi sem stórlega hefur skert starfsþrekhans.“ Jón Óskar var ekki vinur stórra orða en ef skáldskap nabbna hans úr Vör bar á tal sagði hann afdráttar- laust: Þar sem Jón er bestur eru ljóð- in hans hreinasta snilld! Jón skrifaði ýmislegt fallegt og skynsamlegt um nabbna sinn, sbr kaflann athyglis- verða í Gangstéttir í rigningu sem heitir einfaldlega Þorpið. Þeim var ekki strokið meðhárs þessum mönn- um. A vináttu þeirra bar aldrei skugga. Vissu hvar þeir höfðu hvum annan eins lengi og báðir lifðu í til- verunnar trosi. Sérvitrir í besta lagi, ólíkir og líkir þó. Vorið 1972 sátu nokkur ungmenni yfir hvítvíni í kjallara Sigurðar Dem- etz í Vanabyggð Akureyrar og höfðu uppi ljóð í bland við framúrstefnutón- list King Crimson-flokksins (In the Wake of Poseidon), reykelsi og annað tóbak. Var okkur ekki síst hugleikinn Þorsti Jóns úr Vör sem við skildum eins og við vildum: Andvaka hef ég spurt skóna mína: hvert hafið þið borið þessa einfóldu einmanasál? Hingaðerég alisekkiaðfara segi ég þúsund sinnum á dag, ogbergiafþessarilind, alltafjafii þyrstur, tuldra sömu meiningarlausu orðin með sannfæringarlausum sannfæringarkrafti þorstans: Neþhingaðerég alisekkiaðfara. Vitna undir lokin í Stein og stúf hans um Jóhannes úr Kötlum fimm- tugan og ber upp á Jón: „Hann er að minnsta kosti meira skáld en hinir, vegna þess að hann hefur ekki glatað því, sem máli skiptir, ekki réttlætis- og ábyrgðartilfinningu mannsins, ekki einlægni bamsins, ekki sjálfum j|sér. - Og um langa framtíð munu ljóð hans geymast sem tákn og ímynd eins hins bezta og göfugasta manns.“ Stenst ekki mátið að enda kveðjuorð mín á því Ijóða Jóns sem skiptir mig æ meira máli með hverju ári: Stillt vakir ljósið í stjakans hvítu hönd, milt og hljótt fer sól yfirmyrkvuðlönd. Eimeðorðaflaumi mun eyðast heimsins nauð. Kyrrtogróttíjörðu vexkomíbrauð. Þetta þyrfti hvert íslenskt manns- _ýam að kunna. Það var ákaflega hlýlegt að heim- sækja þau Bryndísi og Jón í Kópa- voginn. Einstök kyrrðin sem yfir hvíldi og útsýnið fagurt úr Fannborg 7 þrátt fyrir að steinkassinn ljóti byrgði nú sýn á Snæfellsjökulinn. í slokknandi loga haustrauðrar sólar ímynduðum við Jón okkur að við sæj- um hann samt. Færi ég Bryndísi hugheilar kveðj- ur. Farvál farbror! Jóhann Árelíuz. Jón úr Vör hefur farið höndum um strengi hörpu sinnar hinsta sinni. Jafnan vora þeir mildir, tónamir, sem Jón miðlaði okkur. En þeim fylgdi þungi. Sá þungi átti sér rætur í þeirri veraldlegu fátækt, sem var hlutskipti Jóns úr Vör á upp- vaxtarárum hans, svo sem þá gerðist hjá alþýðu manna, ævarandi sam- ^ennd með þeim, sem minna máttu sín, og þeirri fegurðarþrá og vand- virkni, sem var skáldinu eðlislæg. Bók Jóns úr Vör, Þorpið, sem kom út árið 1946 er jafnan talin marka upphaf formbyltingarinnar í ís- lenskri ljóðagerð, ásamt bók Steins Steinarrs, Tíminn og vatnið, sem kom út tveimur áram síðar. Áhrifum Steins á yngri skáld hefur mjög verið haldið á lofti, enda era þau oft aug- Ijós. Hinu skyldu menn ekki gleyma, að Jón úr Vör hefur einnig markað sín spor í hópi sér yngri skálda. í síðustu bók Jóns, Gott er að lifa, sem var gefin út árið 1984, er að fínna ljóðið Á strönd orðsins: Núáégekkiframar vonáneinu semgætikomiðmér áóvart, égvakiogégsef. Eins og gamall sjómaður geng ég á strönd orðsins meðnetmínídögun, endumærður eftír langan nætursvefninn. Ég horfi á eftir þeim ungu semróabátum sínum útáhafið... ogerglaður. Glaður gat hann verið og eins gladdi það okkur, yngri mennina, að vita hann bíða okkar á ströndinni þegar við kæmum að landi. Þau vora mörg handtökin, sem hann hafði kennt okkur við veiðamar og ekki við hann að sakast, ef lakar hefur aflast, en efni stóðu til. Um leið og ég votta ekkju Jóns, Bryndísi Kristjánsdóttur, og öðrum ástvinum hans samúð mína, kveð ég hið aldna skáld. Og þykist þó vita, að það muni dvelja áfram með þjóð sinni um ókomna tíð. Pjetur Hafstein Lárusson. Stillt vakir Ijósið ístjakanshvítuhönd, rnilt og hljótt fer sól yfirmyrkvuðlönd. Ei með orðaflaumi mun eyðast heimsins nauð. Kyrrt og rótt í jörðu vexkomíbrauð. Þannig orti Jón úr Vör og birti í ljóðabók sinni, Með hljóðstaf, sem út var gefin 1951. Fá skáld áttu lengri samfylgd með þjóð sinni en hann. Jón var aðeins tvítugur, þegar hann sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók, Ég ber að dyrum, og varð strax þjóðkunnur. Hann átti erindi við samtíð sína allar götur síðan 1937. Þegar Jón varð áttræður, var þess minnst með samkomu í Gerðarsafni í Kópavogi, þar sem bókmenntamenn og skáld lásu úr verkum hans. Jón og frú vora hins vegar hvergi nærri. Það var honum líkt, sem aldrei lét á sér bera. Mér urðu það hins vegar nokkur vonbrigði að Jón skyldi ekki vera þarna og taka um leið við árnaðar- óskum vina sinna og aðdáenda. Ég minnist Jóns fyrst, er hann var ritstjóri Utvarpstíðinda, ásamt Gunnari M. Magnúss. Þeir gerðu það að fjölbreyttu og læsilegu heimilis- riti. Veitti það mér á æskuáram óta- ldar ánægjustundir, þótt ekki væri um útvarpstæki á heimili mínu að ræða. Þar birtust fyrstu ritsmíðar margra í ljóði og lausu máli. Og hreykinn varð ég, þegar þrjár vísur birtust eftir mig í þessu ágæta riti. Fyrir nítján ára pilt var það nokkur viðburður, þótt ótrúlegt megi virðast, að sjá sína fyrstu ritsmíð á prenti, að visu aðeins undir upphafsstöfum. Jóni úr Vör þakkaði ég það eitt sinn, og lengi voram við vel málkunnugir. Og oft heimsótti ég þau hjón, Bryn- dísi og hann, á hinu vistlega heimili, að Fannborg 7 í Kópavogi. I þeim bæ bjuggu þau lengi og kunnu vel við sig. Jón úr Vör var friðsamur maður, hljóðlátur, óáleitinn og þægilegur í viðmóti. Á áttræðisafmælinu sendi ég honum eftirfarandi kveðju: Jafnan er hann Jón úr Vör jákvæðurogglaður. Hansafbogaeitruðör aldrei flaug - tíl miska gjör, hann er líka hófstíllingarmaður. Fari hann í friði, friður guðs hann blessi. Auðunn Bragi Sveinsson. Jón úr Vör var, sem Kópavogsbúi, kunnugur foreldram mínum heitnum þar. Og segja má að síðustu árin hafi kynslóð okkar barnanna endurnýjað sáttmála sinn við skáldið, í Ritlistar- hópi Kópavogs. Náði ég af honum tali þar; og þótti vænt um hvað hann reyndist í raun vera líkur föður min- um heitnum; í sínum hæga og einarða talanda; enda vora þeir báðir komnir úr sveitinni. Fyrst sá ég hann á sjöunda ára- tugnum, þegar við móðir mín; Amalía Líndal, rithöfundur; heimsóttum bókasafnið í Kópavogi, þar sem hann var bókavörður.Næst heyrði ég kennara minn í Menntaskólanum á Akureyri; Tryggva Gíslason skóla- meistara; segja okkur frá því í bók- menntatíma er Jón úr Vör hafði kom- ið þangað norður til að lesa úr ljóðum sínum í MA; eitt sinn á áram áður. Þótti Tryggva það þá hafa skotið skökku við að Jón hefði í þeim upp- lestri talið sig þurfa að árétta að hann væri skáld; svo hart hefði verið deilt á þessum áram um breytingamar í skáldskapnum. Árið 1996 gekk ég í Rithöfunda- samband Islands; þar sem hann var heiðursfélagi. Ekki hitti ég hann þar þó fyrir á fundum. Hins vegar sá ég stundum til hans í blaðagreinum; sem og í kaffistofu Norræna hússins í Reykjavík; svo og á gangi niður Laugaveginn; með sitt auðkennilega hvíta hár og skegg. Á endanum kynnti ég mig svo fyrir honum í Ritlistarhópi Kópavogs í Gerðarsafni; svosem fyrr segir. Var hann hafður mjög í hávegum í þeim félagsskap; sem aldursforseti Kópa- vogsskálda með meira. Ég man að ég spurði hann þá hvort hann teldi sig frekar vera dreifbýlismann eða Kópavogsbúa; eða hvort hans bemskubyggð myndi keppa við Kópavog um að eigna sér hann sem sinn listamann. Hann svaraði því til að það væri svo langt um liðið síðan hann hefði flust á höfuðborgarsvæð- ið, að það væri löngu orðið hans meg- in uppranastaður. Hann væri af þeirri landnemakynslóð. Og ekki ætti hann von á að bemskubyggðin myndi nú fara að halda honum'sérstaklega á lofti sem skáldi. Ég á nú eflaust eftir að hugleiða skáldskap Jóns margsinnis á kom- andi áratugum; sem hluta af bemskuarfleifð minni í Kópavogi: og sem fyrirferðarmiklum kafla í ljóðl- istarsögu 20. aldarinnar á íslandi. Ég vil minnast hans með því að grípa niður í þýðingu mína á ljóði eft- ir annað skáld. En það birtist í leikriti árið 1935; er Jón mun hafa verið á táningsaldri. Þó mun hann kannski þegar hafa verið sér meðvitaður um þennan forvígismann módemismans í bókmenntum. En það var bresk- bandaríska skáldið T.S. Eliot. Ljóðið er úr harmleiknum Morð í dómkirkjunni; er fjallar um vígið á Tómasi Becket, erkibiskupi í Kant- araborg á Englandi á tólftu öld, (En hann varð síðar mikill dýrling- ur alþýðusinna á Sturlungaöld á Is- landi.) Er það kór alþýðufólksins sem hef- ur orðið: Syngurfuglinnísuðri? Aðeins sjófuglinn gargar, hrakinn inn í landið af storminum. Hvaðateikneruum vorkomuhinsnýjaárs? Aðeins dauði hins gamla: engin hreyfing, enginn sprotí, enginn andardráttur. Tekur dagana að lengja? Lengri og dimmari er dagurinn, styttri og kaldari er nóttin. Loftið er kyrrt og þrúgandi: en vindar eru uppbelgdir í austri. Sveltandi krákan situr á akrinum, árvökul: og í skóginum æfir uglan dauðans hola hljóð. Hvaða teikn eru um biturt vor? Vindurinn sem er uppsafnaður í austri. Hvað, á tíma fæðingarvors Herra, ájólunum, er þá ekki friður á jörðu, ftíðurmeðmönnum? Tryggvi V. Líndai. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁSLAUGUR BJARNASON rafvírkjameistari, Laugarnesvegi 94, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi sunnudagsins 12. mars. Margrét Steinunn Guðmundsdóttir, Herdís Harðardóttir, Þorfinnur Guttormsson, Kristbjörg Áslaugsdóttir, Albert Örn Áslaugsson, Björk Berglind Gylfadóttir, Reynir Áslaugsson, Anna Kristín Sigurbjörnsdóttir, Áslaug Rut Áslaugsdóttir, Þröstur B. Johnsen, barnabörn og barnabarnabörn. é + Elskuleg föðursystir okkar og vinkona, HELGA THORBERG kaupkona, andaðist á Droplaugarstöðum sunnudaginn 12. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Gyða Thorberg, Kristín Thorberg, Helga Thorberg, Aldís Sigurðardóttir. + Útför sambýlismanns míns, bróður okkar og frænda, SIGURBJÖRNS GUÐBRANDSSONAR frá Spágilsstöðum, til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík, fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 16. mars kl. 13.30. Salbjörg Halldórsdóttir, Guðríður Guðbrandsdóttir, Guðrún Guðbrandsdóttir, Sigríður M. Markúsdóttir, Jón Markússon. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og mágur, EGGERT LAXDAL, Frumskógum 6, Hveragerði, sem andaðist fimmtudaginn 9. mars sl., verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 17. mars kl. 15.00. Hrafnhildur Laxdal, Edda Rannveig Laxdal, Anni Laxdal og Max Nordquist, Siggi Laxdal, Lísa Laxdal, Rúna Laxdal, Sigrún Laxdal og Sturla Friðriksson. + Þökkum af alhug öllum þeim fjölmörgu, er sýndu okkur samúð, ómetanlega vináttu og stuðning við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÁRNA GUNNARS SIGURJÓNSSONAR, Sogavegi 192, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki líknardeildar Landspítalans og heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Hólmfríður Sigtryggsdóttir, Haukur Arnar Árnason, Sveinbjörg Harðardóttir, Lína Rut Wilberg, Gunnar Már Másson, Guðmundur Annas Árnason, Rósa Árnadóttir, Jakob Ingi Jakobsson, Díana Árnadóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.