Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 64
•*. Sími: 580 7000 Drögum næst 24. mars HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Breyting af- greidd strax eftir helgi RÍKISSTJÓRNIN afgreiddi á fundi sínum í gær frumvarp til breytinga á lögum um tekjuskatt sem gerir ráð fyrir hækkun skattleysismarka í fjórum áföngum. Frumvarpið fer fyrir þingflokka í dag og er stefnt að því að það verði lagt fyrir Alþingi á morgun. Frumvarpið gerir ráð fyrir að skattleysismörk hækki um 2,5% um næstu mánaðamót. Talið er nauð- synlegt að frumvarpið verði að lög- um í seinasta lagi á þriðjudaginn í næstu viku ef unnt á að vera að greiða laun í landinu í samræmi við þessa breytingu. ■ Hækkun/33 ---------------- Tillögur um breytingar á raforkukerfínu Gjöld verði breytileg eftir tilkostnaði og árstíma Hagnaður SÍF 43 millj- ónir kr. HAGNAÐUR SÍF hf. á síðasta ári var 43 milljónir króna en var 509 milljónir króna árið áður og tap af reglulegri starfsemi félagsins fyrir -fmkatta nam 69 milljónum króna en hagnaður var 416 milljónir króna á árinu 1998. I fyira m'ðu verulegar verðlækkanir á afurðum dótturfélags SÍF-samstæð- unnai- í Noregi ásamt verðlækkun á birgðum og er heildartap samstæð- unnar í Noregi um 200 milljónir króna. Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SIF hf., segir að árið í fyrra hafi verið félaginu mjög erfitt og ytri aðstæður í saltfiskviðskiptum mjög óhagstæðar. Hann segir að gert sé ráð fyrir að samlegðaráhrifa vegna samruna SÍF hf., ÍS hf. og íslandssfldar hf. fari að gæta á seinni hluta þessa árs og þau verði að fullu komin inn í rekstur SÍF- samstæðunnar fyrir árið 2001. Hann j^pgir að töluverður kostnaður tengist samrunanum beint, t.d. eftirlauna- skuldbindingar og starfslokasamn- ingar. ■ Hagnaður/22 Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Ríflegt fullfermi ÓHÆTT er að segja að trefjaplast- báturinn Norðurljós IS 3 frá Isa- firði hafi komið að landi með ríflegt fullfermi í gær. Norðurljós landaði í ísafjarðarhöfn síðdegis í gær og þá kom í ljós að aflinn var á milli sjö og átta tonn » allt vænn hrygningar- fiskur. Slikt væri máske ekki í frá- sögur færandi, nema fyrir þær sak- ir að báturinn er sjálfur 5,85 brúttótonn, eða nokkru minna en farmurinn af þeim gula þann dag- inn. Mjög góð veiði mun hafa verið út af Stigahlíð utan við Bolungarvík að undanförnu, enda fiskurinn á göngu. Það eru bræðurnir Jónas og Gunnlaugur Finnbogasynir sem gera Norðurljós út og róa. Þeir eru hér við aflann ásamt Jóni Pálma- syni sem reri í gær ásamt Jónasi. SJALFSTÆTT fyrirtæki verður stofnað um flutningskerfi raforku hér á landi á næsta ári, sem gæti tekið til starfa í ársbyrjun árið 2002, ef tillögur nefndar iðnaðar- ráðherra ná fram að ganga. Lagt er til að skilið verði á milli framleiðslu og sölu á raforku annars vegar og flutnings og dreifingar hins vegar. Nefndin sem fjallað hefur um framtíðarskipulag raforkuflutnings á Islandi skilaði tillögum sínum í gær. Gerir hún m.a. ráð fyrir því að gjöld fyrir flutning raforku um raf- orkunetið verði ákveðin sérstaklega og verði breytileg eftir árstíma. ■ Sérstakt/32 Vestmannaeyjabær semur við Landmat um kynningu í heild á Netinu VESTMANNAEYJABÆR og fyr- irtækið Landmat hafa gert með sér- samning um gerð upplýsingavefjar- ins eyjavefur.is, sem er samstarfs- og þróunarverkefni sveitarfélagsins og Landmats. Samningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar milli sveitar- félags og Landmats, sem sérhæfir sig í gerð upplýsingakerfa byggðum á staðsettum upplýsingum fyrir sveitarfélög og fyrirtæki. Landmat hefur kynnt hugmyndir sínar fyrir fleiri sveitarfélögum á landinu. Landmat mun sjá um að hanna vefinn eyjavefur.is og er reiknað með að fyrsta útgáfa upplýsinga- kerfisins verði tilbúin síðar á þessu ári. Að sögn dr. Geirs Oddssonar auð- Samþætt þrívídd- ar- o g hring- myndarumhverfi Maestro ÞITT FE HVAR SEM ÞU ERT lindafræðings og framkvæmda- stjóra umhverfisdeildar hjá Land- mati er um að ræða upplýsingaveitu fyrir Vestmannaeyjabæ þar sem upplýsingum um sveitarfélagið er komið á framfæri í gagnvirkum og lifandi upplýsingagrunni. Hægt að staðsetja sig á tilteknum stöðum „Hér er m.a. um að ræða sögu Vestmannaeyja, byggðaþróun, ferðamöguleika, auðlindaskráningu eyjanna og sögu merkra Eyja- manna,“ segir Geir. „A vefnum verður enn fremur unnt að finna upplýsingar um hvaðeina sem snýr að bæjarfélaginu sjálfu, s.s. stjórnsýslu þess og skipulags- ákvarðanir. Þá má finna upplýsing- ar um bæjarverkfræðingsembættið, þar sem finna má kort af bænum, götum, húsum og lögnum svo fátt eitt sér nefnt.“ Hugmyndin er að al- menningi verði gefinn kostur á að skoða sig um á vefnum í samþættu korta-, þrívíddar- og hringmynda- umhverfi, sem er nýjung í tölvu- kortagerð hér á landi. „I þrívíddar- og hringmyndaumhverfinu verður notandanum gert kleift að staðsetja sig á tilteknum stöðum í Vest- mannaeyjum og skoða sig um eins og umhverfið myndi blasa við hon- um í raunveruleikanum. Samhliða fengi hann ítarlegar upplýsingar um það sem fyrir augu ber,“ segir Geir. Kveikjan að gerð vefjarins var ákvörðun um að setja Byggðasafn Vestmannaeyja á vefinn á 100 ára ártíð Þorsteins Víglundssonar, stofnanda safnsins. Frumkvæðið áttu Gísli Pálsson forstöðumaður Mannfræðistofnunar Háskóla ís- lands og Þorsteinn I. Sigfússon prófessor. Á síðari stigum var ákveðið að láta ekki eingöngu þar við sitja, heldur hefja vinnu við gerð allsherjar upplýsingaveitu fyrir Vestmannaeyjabæ eins og hann leggur sig. „Endanleg afurð þessarar fram- leiðslu verður svokallaður Eyja- vörður, sem er allsherjar umhverf- is- og auðlindastjórnunarkerfi fyrir Vestmannaeyjar. Eyjavörður er hugsaður sem samhæft auðlinda- og umhverfisstjórnunarkerfi Vest- mannaeyja, byggt á sömu hug- myndum og samhæfð stjórnun strandsvæða, þ.e. samþættingu auðlinda og umhverfis, náttúru og vistkerfa, efnahags og atvinnu, fé- lagslegra þátta og mannlífs, laga- rammans og stjórnsýslu," segir Geir. Sem dæmi um notkun vefjar- ins fyrir almennan notanda sem færi inn á eyjavefur.is, má nefna að unnt verður að fara í heimsókn á Byggðasafnið og skoða ýmsa muni, rétt eins og verið væri að labba um safnið og skoða það. Á sama hátt er unnt að kynna sér útgerð í Vest- mannaeyjum, Surtsey, Heimaeyjar- gosið og margt fleira. Nefna má að unnt verður að skoða bókanir og ákvarðanir bæjar- stjórnar um ýmis mál og jafnvel leita sér að íbúðarhúsnæði þar sem skoða má tiltekið húsnæði frá ýms- um sjónarhornum, eins og viðkom- andi væri staddur í Eyjum um há- bjartan dag. Að verkefninu koma auk samn- ingsaðilanna tveggja, Mannfræði- stofnun Háskóla Islands, Byggða- safn Vestmannaeyja, Rannsóknar- setur Háskóla Islands í Eyjum og Umhverfisstofnun Háskóla Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.