Morgunblaðið - 15.03.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 15.03.2000, Síða 64
•*. Sími: 580 7000 Drögum næst 24. mars HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Breyting af- greidd strax eftir helgi RÍKISSTJÓRNIN afgreiddi á fundi sínum í gær frumvarp til breytinga á lögum um tekjuskatt sem gerir ráð fyrir hækkun skattleysismarka í fjórum áföngum. Frumvarpið fer fyrir þingflokka í dag og er stefnt að því að það verði lagt fyrir Alþingi á morgun. Frumvarpið gerir ráð fyrir að skattleysismörk hækki um 2,5% um næstu mánaðamót. Talið er nauð- synlegt að frumvarpið verði að lög- um í seinasta lagi á þriðjudaginn í næstu viku ef unnt á að vera að greiða laun í landinu í samræmi við þessa breytingu. ■ Hækkun/33 ---------------- Tillögur um breytingar á raforkukerfínu Gjöld verði breytileg eftir tilkostnaði og árstíma Hagnaður SÍF 43 millj- ónir kr. HAGNAÐUR SÍF hf. á síðasta ári var 43 milljónir króna en var 509 milljónir króna árið áður og tap af reglulegri starfsemi félagsins fyrir -fmkatta nam 69 milljónum króna en hagnaður var 416 milljónir króna á árinu 1998. I fyira m'ðu verulegar verðlækkanir á afurðum dótturfélags SÍF-samstæð- unnai- í Noregi ásamt verðlækkun á birgðum og er heildartap samstæð- unnar í Noregi um 200 milljónir króna. Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SIF hf., segir að árið í fyrra hafi verið félaginu mjög erfitt og ytri aðstæður í saltfiskviðskiptum mjög óhagstæðar. Hann segir að gert sé ráð fyrir að samlegðaráhrifa vegna samruna SÍF hf., ÍS hf. og íslandssfldar hf. fari að gæta á seinni hluta þessa árs og þau verði að fullu komin inn í rekstur SÍF- samstæðunnar fyrir árið 2001. Hann j^pgir að töluverður kostnaður tengist samrunanum beint, t.d. eftirlauna- skuldbindingar og starfslokasamn- ingar. ■ Hagnaður/22 Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Ríflegt fullfermi ÓHÆTT er að segja að trefjaplast- báturinn Norðurljós IS 3 frá Isa- firði hafi komið að landi með ríflegt fullfermi í gær. Norðurljós landaði í ísafjarðarhöfn síðdegis í gær og þá kom í ljós að aflinn var á milli sjö og átta tonn » allt vænn hrygningar- fiskur. Slikt væri máske ekki í frá- sögur færandi, nema fyrir þær sak- ir að báturinn er sjálfur 5,85 brúttótonn, eða nokkru minna en farmurinn af þeim gula þann dag- inn. Mjög góð veiði mun hafa verið út af Stigahlíð utan við Bolungarvík að undanförnu, enda fiskurinn á göngu. Það eru bræðurnir Jónas og Gunnlaugur Finnbogasynir sem gera Norðurljós út og róa. Þeir eru hér við aflann ásamt Jóni Pálma- syni sem reri í gær ásamt Jónasi. SJALFSTÆTT fyrirtæki verður stofnað um flutningskerfi raforku hér á landi á næsta ári, sem gæti tekið til starfa í ársbyrjun árið 2002, ef tillögur nefndar iðnaðar- ráðherra ná fram að ganga. Lagt er til að skilið verði á milli framleiðslu og sölu á raforku annars vegar og flutnings og dreifingar hins vegar. Nefndin sem fjallað hefur um framtíðarskipulag raforkuflutnings á Islandi skilaði tillögum sínum í gær. Gerir hún m.a. ráð fyrir því að gjöld fyrir flutning raforku um raf- orkunetið verði ákveðin sérstaklega og verði breytileg eftir árstíma. ■ Sérstakt/32 Vestmannaeyjabær semur við Landmat um kynningu í heild á Netinu VESTMANNAEYJABÆR og fyr- irtækið Landmat hafa gert með sér- samning um gerð upplýsingavefjar- ins eyjavefur.is, sem er samstarfs- og þróunarverkefni sveitarfélagsins og Landmats. Samningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar milli sveitar- félags og Landmats, sem sérhæfir sig í gerð upplýsingakerfa byggðum á staðsettum upplýsingum fyrir sveitarfélög og fyrirtæki. Landmat hefur kynnt hugmyndir sínar fyrir fleiri sveitarfélögum á landinu. Landmat mun sjá um að hanna vefinn eyjavefur.is og er reiknað með að fyrsta útgáfa upplýsinga- kerfisins verði tilbúin síðar á þessu ári. Að sögn dr. Geirs Oddssonar auð- Samþætt þrívídd- ar- o g hring- myndarumhverfi Maestro ÞITT FE HVAR SEM ÞU ERT lindafræðings og framkvæmda- stjóra umhverfisdeildar hjá Land- mati er um að ræða upplýsingaveitu fyrir Vestmannaeyjabæ þar sem upplýsingum um sveitarfélagið er komið á framfæri í gagnvirkum og lifandi upplýsingagrunni. Hægt að staðsetja sig á tilteknum stöðum „Hér er m.a. um að ræða sögu Vestmannaeyja, byggðaþróun, ferðamöguleika, auðlindaskráningu eyjanna og sögu merkra Eyja- manna,“ segir Geir. „A vefnum verður enn fremur unnt að finna upplýsingar um hvaðeina sem snýr að bæjarfélaginu sjálfu, s.s. stjórnsýslu þess og skipulags- ákvarðanir. Þá má finna upplýsing- ar um bæjarverkfræðingsembættið, þar sem finna má kort af bænum, götum, húsum og lögnum svo fátt eitt sér nefnt.“ Hugmyndin er að al- menningi verði gefinn kostur á að skoða sig um á vefnum í samþættu korta-, þrívíddar- og hringmynda- umhverfi, sem er nýjung í tölvu- kortagerð hér á landi. „I þrívíddar- og hringmyndaumhverfinu verður notandanum gert kleift að staðsetja sig á tilteknum stöðum í Vest- mannaeyjum og skoða sig um eins og umhverfið myndi blasa við hon- um í raunveruleikanum. Samhliða fengi hann ítarlegar upplýsingar um það sem fyrir augu ber,“ segir Geir. Kveikjan að gerð vefjarins var ákvörðun um að setja Byggðasafn Vestmannaeyja á vefinn á 100 ára ártíð Þorsteins Víglundssonar, stofnanda safnsins. Frumkvæðið áttu Gísli Pálsson forstöðumaður Mannfræðistofnunar Háskóla ís- lands og Þorsteinn I. Sigfússon prófessor. Á síðari stigum var ákveðið að láta ekki eingöngu þar við sitja, heldur hefja vinnu við gerð allsherjar upplýsingaveitu fyrir Vestmannaeyjabæ eins og hann leggur sig. „Endanleg afurð þessarar fram- leiðslu verður svokallaður Eyja- vörður, sem er allsherjar umhverf- is- og auðlindastjórnunarkerfi fyrir Vestmannaeyjar. Eyjavörður er hugsaður sem samhæft auðlinda- og umhverfisstjórnunarkerfi Vest- mannaeyja, byggt á sömu hug- myndum og samhæfð stjórnun strandsvæða, þ.e. samþættingu auðlinda og umhverfis, náttúru og vistkerfa, efnahags og atvinnu, fé- lagslegra þátta og mannlífs, laga- rammans og stjórnsýslu," segir Geir. Sem dæmi um notkun vefjar- ins fyrir almennan notanda sem færi inn á eyjavefur.is, má nefna að unnt verður að fara í heimsókn á Byggðasafnið og skoða ýmsa muni, rétt eins og verið væri að labba um safnið og skoða það. Á sama hátt er unnt að kynna sér útgerð í Vest- mannaeyjum, Surtsey, Heimaeyjar- gosið og margt fleira. Nefna má að unnt verður að skoða bókanir og ákvarðanir bæjar- stjórnar um ýmis mál og jafnvel leita sér að íbúðarhúsnæði þar sem skoða má tiltekið húsnæði frá ýms- um sjónarhornum, eins og viðkom- andi væri staddur í Eyjum um há- bjartan dag. Að verkefninu koma auk samn- ingsaðilanna tveggja, Mannfræði- stofnun Háskóla Islands, Byggða- safn Vestmannaeyja, Rannsóknar- setur Háskóla Islands í Eyjum og Umhverfisstofnun Háskóla Islands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.