Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 47 FRÉTTIR * Umræðufundur í Háskóla íslands um samskipti manns og náttúru Hver eru mörkin í sam- skiptum manns og náttúru? Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Málstofan um Siðfræði og álitamál við virkjanir var vel sdtt. Fremst til hægri er Sveinbjörn Björnsson, fyrrver- andi rektor HÍ en hann var fundarstóri. A fremsta bekk eru'tveir af fjórum fyrirlesurum, Jakob Björnsson, fyrrverandi orkumálastjóri og Þorsteinn Hilmarsson heimspekingur og upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Á myndinni má einnig sjá forstjóra Landsvirkjunar, Friðrik Sophusson, sem fylgdist með umræðum af áhuga. Hefur maðurinn rétt til að nýta sér náttúruna að vild eða eru honum sett- ar einhverjar siðferði- legar hömlur? Arna Schram fylgdist með umræðufundi í Háskóla Islands þar sem þessi og margar aðrar spurning- ar voru tilefni vanga- veltna um samskipti manns og náttúru. UMHYGGJA og virðing manna fyiir náttúrunni jókst tU muna á 20. öld- inni og sömuleiðis sú tU- hneiging að líta til lengri tíma fremur en skemmri þegar samskipti manns og náttúru væru annars vegar_. Þetta kom m.a. fram í máli Jóns Asgeirs Kalmanssonar heimspekings á mál- stofu á vegum Siðfræðistofnunar Há- skóla íslands, Landvemdar og Rammaáætlunar um nýtingu vatns- afls og jarðvarma, sem haldin var í Lögbergi, húsakynnum Háskóla Is- lands, nýlega. Frummælendur, auk Jóns Ásgeirs, vom þeir Þorvai-ður Amason nátt- úrufræðingur, Jakob Björnsson, fyrrverandi orkumálastjóri, og Þor- steinn HUmarsson, heimspekingur og upplýsingafulltrúi Landsvirkjun- ar. Fundarstjóri var Sveinbjöm Bjömsson, fyirverandi rektor Há- skóla íslands, og lagði hann m.a. áherslu á að ekki væri með málstof- unni ætlunin að svara öllum þeim spumingum sem þar vöknuðu heldur að varpa þeim fram og leggja grunn að frekari umræðu í þjóðfélaginu um samskipti manns og náttúra. Jón Asgeir reið á vaðið og fór í er- indi sínu yfir helstu stefnur í náttúra- siðfræði en hin síðari ár hafa hin sið- ferðilegu viðhorf til náttúrannar verið greind í þrjú meginviðhorf; hin mannhverfu viðhorf, hin lUhverfu við- horf og hin visthverfu viðhorf. Sagði Jón að þau tvö síðarnefndu væra frekar nýtilkomin en hið fyrstnefnda hefði lengi verið landlægt, að minnsta kosti í Vestur-Evrópu. Skapar náttúran verðmæti? í erindi Jóns kom í stuttu máli fram að hið mannhverfa viðhorf ein- kennist af þeirri afstöðu eða breytni sem setur mannlega hagsmuni í önd- vegi umfram hagsmuni og velferð annarra tegunda eða umhverfisins. Hinu mannhverfa viðhorfi má í gróf- um dráttum skipta í tvennt; í sterkt mannhverft viðhorf annars vegar og veikt mannhverft viðhorf hins vegar. Fyrrnefnda viðhorfið væri það við- horf að maðurinn hefði nær ótak- markaðan umráðarétt yfir náttúr- unni en síðamefnda viðhorfið væri það viðhorf að allar athafnir manns- ins einkenndust af upplýstum eigin- hagsmunum. Til að mynda hneigðist hið veika mannhverfa viðhorf til þess að líta fremur til lengri tíma og taka tillit til hagsmuna komandi kynslóða. Hið lífhverfa viðhorf, aftur á móti, má að sögn Jóns tengja við baráttu fyrir réttindum dýra og það viðhorf að menn hafi ekki bara gildi í sjálfu sér heldur einnig dýr. Og hið vist- væna viðhorf leggur áherslu á lífræn- ar heildir og það sem er gott fyrir þær. Lykilhugtök í þessu vistvæna viðhorfi era að sögn Jóns hugtök á borð við jafnvægi. Maðurinn má með öðram orðum ekki valda mikilli rösk- un á vistkerfum náttúrannar, stöðug- leika þeirra, heilleika og fegurð. í erindi sínu velti Þorvarður Arna- son því m.a. fyrir sér hvort tilurð náttúraverðmæta í víðum skilningi þess orðs væri eingöngu undir mann- inum komin eða hvort náttúran ætti þar einhvern hlut að máli; hvort nátt- úran skapaði einhver verðmæti sjálf. Þorvarður skýrði í upphafi frá því að þegar hann talaði um verðmæti ætti hann við þrjár tegundir gæða; verald- leg gæði, andleg gæði og siðferðisleg verðmæti (vísar hann þarna til þrí- skiptingar Páls Skúlasonar heim- spekings) og sagði að öll þessi gæði kæmu við sögu í samskiptum manns og náttúra. Erindi hans gekk hins vegar út á að sýna fram á að fjórða tegundin skipti einnig máli í þessum samskiptum en hún væri það sem hann kallaði náttúrasprottin gæði. Þorvarður hélt áfram og skýrði frá því að þvert á mannhverfu viðhorfin, sem Jón skilgreindi í sínu erindi, héldu þeir sem aðhylltust visthverfu viðhorfin því skýrt fram að náttúran sjálf skapaði verðmætin. „Visthverfir náttúrasiðfræðingar telja til að mynda að náttúran sé gegnsýrð af verðmætum; hún sé sífellt að skapa verðmæti af margvíslegum toga,“ sagði hann. Þessi gæði, þ.e. náttúra- sprottnu gæðin, væra því fjórða teg- undin af gæðum. Þau væra með öðr- um orðum einnig gæði sem í húfi væru í samskiptum manns og nátt- úra. í framhaldi af þessu benti Þor- varður á mikilvægi þess að tillit yrði tekið til allra þessara tegunda gæða þegar samskipti manns og náttúra væra annars vegar og það væri ekki fyrr en maðurinn hefði öðlast yfirsýn yfir öll þessi gæði sem hann væri í raun í stakk búinn tii þess að taka ákvarðanir um að \úrkja eða hafa áhrif á náttúrana eða náttúraöflin. Jakob Bjömsson tók svolítið annan pól í hæðina en þeir tveir fyrirlesarar sem vitnað var til hér að ofan en hann beindi sjónum sínum að kristinni náttúravernd. Kristin náttúravemd felst að sögn Jakobs í fyrsta lagi í því að nýta hvers konar gæði náttúrann- ar með þeim hætti að mætt sé kröfu Guðs um að elska náungann eins og sjálfan sig. Nýting eins manns má því ekki spilla nýtingu annars manns né heldur má hún rýra möguleika kom- andi kynslóða til nýtingar náttúra- auðlinda. Hvernig á að framkvæma kristi- lega náttúrusiðfræði? Kristin náttúiuvemd er með öðr- um orðum „mann-miðlæg“, eins og Jakob orðaði það. „Hún snýst um manninn, bam Guðs, borinn og óbor- inn. Náttúran er gjöf Guðs til manns- ins. Öll náttúrufyrirbæri, lífræn og ólífræn, dýr og jurtir, berg, land, vötn, loft og sjór, era metin á mæli- kvarða mannsins í samræmi við heimild Guðs til hans til að gjöra sér jörðina undirgefna og drottna yfir fiskum sjávarins, fuglum loftsins og yfir öllum dýram sem hrærast á jörð- inni. En jafnframt í samræmi við fyr- irmæh Guðs til mannsins um að elska náungann eins og sjálfan sig.“ Sagði Jakob síðar í erindi sínu að miðað við þessa siðfræði væri engin þörf á að grípa til frumstæðrar náttúradýrk- unar eða trúar á stokka og steina. Nær væri að verja tímanum í að hugsa um hvernig þessari siðfræði væri best hrint í framkvæmd. Jakob tók í þessu sambandi m.a. fram að heimurinn væri sífellt að verða meira samofinn og að ákvarð- anir teknar á einum stað snertu í vax- andi mæli alla jarðarbúa. „Enginn er eyland. Það er sífellt að koma betur og betur í ljós að allt mannkyn er í raun á einum báti; allir búa í einu heimsþorpi," sagði hann og bætti við að allir jarðarbúar væra náungar okkar. „Nýtingu hvers konar nátt- úraauðlinda verður því í vaxandi mæli að skoða í hnattrænu sam- hengi,“ sagði hann og kvað nýtingu orkulinda gott dæmi um þetta. Elds- neyti úr jörðu sæi nú fyrir um 77% af orkuþörf jarðarbúa og brennslu þess íylgdi losun út í andrúmsloftið á svo- nefndum gróðurhúsalofttegundum. ,Áhrif þessara lofttegunda era hnattræn. Þeirra gætir um allan heim án aUs tUlits tU þess hvar í heim- inum þær losna út í andrúmsloftið. Af því leiðir að nýtingu annarra orku- Unda í stað eldsneytis úr jörðu verður einnig að skoða hnattrænt.“ Maðurinn hluti af náttúrunni Síðar tók Jakob fram að hveijum væri að sjálfsögðu frjálst að hafa sína skoðun á álvinnslu á Islandi en benti á að sá sem væri á móti álvinnslu á íslandi skuldaði svar við þeirri spum- ingu hvar annars staðar ætti að vinna þann hluta af álþörf heimsþorpsins sem hann vildi ekki að unninn væri á Islandi. ,Á að vinna hann með rafmagni úr kolum með tífaldri þeirri losun á kol- tvísýringi sem fylgir vinnslu hans á íslandi? Á að vinna hann í öðra vatns- orkulandi, þar sem ef tU vill þarf að flytja fjölda fólks af virkjunarsvæð- inu, til þess að komist verði hjá að gæsir þurfi að flytja sig á íslandi? Hvemig kemur það heim og saman við boðorðið um að elska náungann eins og sjálfan sig?“ Kvað hann það ekki gilt svar að segja að okkur kæmi ekki við hvað aðrir gerðu. Okkur kæmi það við. Náungi okkar kæmi okkurvið. Síðastur til að halda erindi á mál- stofunni var Þorsteinn HUmarsson. Tók hann m.a. fram í upphafi máls síns að sennilega væri nútímamann- inum tamt að líta svo á að maðurinn hefði ekki forræði yfir náttúranni, heldur væri maðurinn í ákveðnum skilmngi hluti af náttúranni. „Við er- um náttúrafyrirbrigði eins og hver önnur lífvera og þar með einnig þeir eiginleikar sem hugur okkar býr yfir og aðskilur okkur frá öðram dýrum,“ sagði hann og taldi að samkvæmt þessu væri siðferði náttúrufyrir- brigði sem tilheyrði mannskepnunni. Þorsteinn benti á að í samskiptum manns og náttúra þyrfti maðurinn að taka siðferðilegar ákvarðanir en þar sem náttúran gæti ekki gefið nein skUaboð um það hvað hentaði henni best þyrfti maðurinn að fá leiðsögn í þessum efnum annars staðar frá. Til að mynda út frá kristindómnum, eins og Jakob benti á í sínum fyrirlestri, eða út frá mati á því hvað kæmi kom- andi kynslóðum best. En þrátt fyrir að maðurinn þurfi í samskiptum sínum við náttúrana leiðsögn utanfrá standi hann alltaf frammi fyrir því að velja og hafna. ÖUum ákvörðunum mannsins fylgi þannig áhætta. Sé ákvörðun hans hins vegar tekin af yfirsýn og skiln- ingi sé unnt að segja að ákvörðunin sé viðunandi jafnvel þótt áhættan hafi verið mikil. I lok fyrirlestranna urðu nokkrar umræður og var því m.a. varpað fram, vegna þess sem Jakob sagði um náungakærleikann, hvort náunginn þyrfti endilega að ganga á tveimur fótum. Gæti náunginn ekki allt eins verið önnur dýr eða jafnvel plöntur? Sumir veltu því fyrir sér hvort rétt væri að segja að engin verðmæti hefðu verið til fyrir tíma mannskepn- unnar og var Jakob einn þeirra sem töluðu um að merkingarlaust væri að ræða um verðmæti án tengsla við manninn. Aðrir vora þó á því að verð- mæti gætu verið til þótt enginn mað- ur gerði sér grein fyrir tilvist þeirra. I umræðunum kom einnig fram að flestir vora á því að í samskiptum manns og náttúru skiptu komandi kynslóðir miklu máli en spurningin væri hins vegar sú hvað kæmi kom; andi kynslóðum vel og hvað ekki. í lokin ítrekaði fundarstjóri að ekki hefði verið ætlunin með fundinum að svara öllum þeim spumingum sem á honum vöknuðu en benti á að vonandi yrði hann til þess að vekja fólk til um- hugsunar um þessi mál; til umhugs- unar um samskipti manns og náttúra. Öflug starfsemi hjá AFS skiptinemasAmtökin AFS á íslandi era að undirbúa stofnun deilda á höfuðborgar- svæðinu og á Suðurlandi. Þetta var meðal þess sem kom fram á námskeiði fyrir sjálfboðaliða sem haldið var á Ulfljótsvatni helgina 10.-12. mars. Heiðursgestur þess var Sandy Mitchell frá alþjóða- skrifstofu AFS í New York. Menntamálaráðuneytið styrkti AFS til að halda námskeiðið. Á fimmta tug sjálfboðaliða af öllu landinu kom saman til að móta sjálfboðaliðastarf AFS í framtíðinni. Sandy Mitchell frá alþjóðaskrifstofu AFS lýsti yfir mikilli ánægju með starf AFS á Islandi. Þar kom fram að ís- lendingar senda árlega 380 nema til dvalar erlendis, og hýsa 145 hér á landi, sé miðað við milljón íbúa. Það er meira en nokkurt annað land innan AFS. Noregur kom næst á eftir með 75 senda og 70 hýsta nema, miðað við milljón íbúa. Mikill áhugi var fyrir stofnun svæðisbundinna deilda um land allt. Á námskeiðinu vora lögð fram drög að stofnun tveggja deilda, annars vegar á höfuð- borgarsvæðinu og hins vegar á Suðurlandi, sem yrðu starf- ræktar af sjálfboðaliðum. AFS starfar nú í 54 löndum. Á Islandi hafa samtökin starfað frá árinu 1957. Öllum þeim sem era áhuga- samir um að stofnun AFS- deilda í sínum landshluta er bent á skrifstofu AFS á íslandi. Hún er öllum opin og er til húsa í Ingólfsstræti 3; veffang: www.afs.is Samkeppni um gerð vettlinga ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til opinnar samkeppni um gerð vettl- inga í Ullarvinnslunni Þingborg í samvinnu við Listasafn Árnesinga. Tilgangurinn er að vekja athygli ák þeirri miklu fjölbreytni, sem teng- ist þessum þarfaflíkum og halda menningu þeirra á lofti, segir í fr éttatilkynningu. Þáttakendur skulu senda inn fullunnið vettlingapar og nota ís- lenskt hráefni að mestu leyti. Að- ferðin er frjáls. Vettlingarnir ber- ist til Þingborgar fyi-ir kl. 18 fimmtudaginn 11. maí. Hverju vettlingapari skal skila í umslagi merktu dulnefni ásamt lokuðu um- slagi með nafni, heimilisfangi og símanúmeri höfundar. í dómnefnd verða Þingborgar- konur sem ekki taka þátt í keppn- inni og þær kynna niðurstöður sín- ar laugardaginn 13. maí kl. 14 í, Þingborg. Þá eru allir velkomnir. Listasafn Árnesinga leggur til þrjár viðurkenningar. Bestu vettl- ingarnir verða til sýnis í Þingborg í sumar. Eftirfarandi atriði verða metin: Hugmynd, lögun, litaval, áferð, gæði hráefnis og notkun þess, handbragð og frágangur. ---------------- Reyklaus bekkur * NEMENDUR í 7. og 8. bekk í grunn- skólanum á Raufarhöfn hlutu boli í verðlaun frá tóbaksvarnanefnd og Krabbameinsfélaginu í aukaútdrætti í Evrópusamkeppni meðal reyk- lausra bekkja. Aðalvinningurinn í keppninni, ferð til Berlínar, verður dreginn út í maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.