Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Mundu mig ég man þig - ungir Reykvíkingar á 20. öld Gunnar Björnsson, starfsmaður Borgarskjalasafns, virðir fyrir sér gamla nafnskírteinið, sem unglingar notuðu m.a. til að komast inn í Tónabæ. Sumir gripu jafnvel til þess ráðs að falsa skírteinið til að komast inn. Morgunblaðið/Eiríkur P. Svanhildur Bogadóttir, forstöðukona Borgarskjalasafns, og Gunnar Björnsson, starfsmaður safnsins, rýna í eintök af þeim íjölmörgu gömlu kennslubókum Námsgagnastofn- unar sem eru á sýningunni. Vj -i/-------- : %4ti( UtffZt- . --*•------r 4 VIU BmMWMfcOMfM tieytg-iví'iur vil •> m;Str- siKjer, *c uí. ,ö*u»ij*r»vi£ > , fcaft frl> íy.'lr r.Jw* <tua4i, r»yfc.i«nUt ?lU*aaJl oc fcJ«fUi»U K»antn*«rJhU«» rll fri V»r»lim»r»«íl« Í»lan1»t- •si*t V*rt» i t-»m»» «víf■»., »n v»r..t «r rr«w ko(»» >••*♦ ijÍMWrjfM-líN «f*tr Kluklwit * 4 I'rttl *kkl t-iM» ••■.*l»»tjínu>nn 4, ** *»l*o*v»U) nrurnlr Á einu skjali má lesa umkvörtun yfir vafasömu athæfi Verslunarskólanema á miðri öldinni. Það bar alveg heilmikinn ár- angur og er alveg frábært hversu mikið var um að fólk kæmi með ýmis skjöl og bæk- ur. Þótt að við séum búin að opna sýninguna erum við ekki hætt að taka á móti slíku, og viljum endilega fá skjöl frá fólki í Reykjavík á öllum aldri, eins og bréf og dagbækur, póstkort og ýmislegt fleira.“ Ótrúlega rnargt líkt í gegnum árin Svanhildur segir að þegar litið sé yfir öldina í gegnum þessar heimildir, komi í ljós að ótrúlega margt sé líkt með bömum og unglingum fyrr og síðar. „Eins og t.d. að lesa athuga- semdir um prakkarastrik nemenda í klöddunum í upp- hafi aldarinnar, sem er svipað og er að gerast í dag. Það er einnig áberandi hvað fullorðna fólkið er alltaf að reyna að hafa vit fyrir krökkunum og setja nýjar og nýjar reglur. Það eru bara mismunandi áherslur á ólíkum tímum, þannig að sumt sem var alveg stórmál íyrr á öldinni þykir hálfhlægilegt í dag. Eins og til dæmis að talið var óhollt fyrir böm að stunda blaðasölu, þeg- ar þau vom að kalla upp fyrir- sagnir síðdegisblaðanna. Auk þess var talið að það gæti verði óhollt fyrir börnin að hlusta á útvarpsleikrit. Umræðan um það vandamál að unglingar safnist saman í miðbæn- um var í gangi áratugum saman, og ekkert síður þegar foreldrar mínir vom ungl- ingar. Þetta virð- ist vera hluti af þroskaferli ungl- inganna að safn- ast saman í mið- bænum, vera með svolitla uppreisn." Gunnar Bjömsson, starfs- maður Borgarskjalasafns, segir að stærsta breytingin sem orðið hafi sé viðhorfið til hlutverka kynjanna, þar hafi orðið augljós breyting. í því sambandi má nefna ritgerðir nemenda frá 1970 um hlutverk kynjanna, sem endurspegla það viðhorf að karlmaðurinn sé útivinnandi og konan sjái um heimilið og bömin. Svanhildur tekur undir þetta og segir að ekki þurfi að lesa nema framtíðarhugmynd- ir barnanna íyrr á tímum, sem vom gjörólíkar eftir kynjum. Stelpumar gerðu ráð fyrir því að sjá um heimilið og hlutverk þeirra yrði að vera húsmæður og eignast böm, en hins vegar hafi 12 ára drengir jafnan haft mjög ábyrgar hugmyndir um mikilvæg störf í framtíðinni. Að sögn Svanhildar er það líka áberandi að fólk er að koma með bömin sín til að rifja upp æskurárin, enda gef- ur sýningin þeim tilvalið tæki- færi til að segja bömunum frá þeirra bamaheimi. Gunnar segir að sýningin sé líka þann- ig að nánast allir sem á sýn- inguna koma kannist við margt úr eigin æsku. Sýningin var opnuð 4. mars sl. og er áætlað að hún standi fram til 15 maí. Hún er opin alla daga kl. 13-17, en á fimmtudögum er opið til kl. 21. Aðgangur er ókeypis. Upplifa æskuárin á nýjan leik Reykjavík MUNDU mig, ég man þig, er yfirskrift sýningar í Borgar- skjalasafni Reykjavíkur í Tryggvagötu 15. Þar er líf bama og unglinga á 20. öld rakið í gegnum skjöl, myndir og aðrar heimildir, allt frá því að eftirlit hefst með bamshaf- andi konum og þar til ung- mennin verða sjálfráða. Svan- hildur Bogadóttir, forstöðu- kona Borgarskjalasafns, segir að með sýningunni sé m.a. verið að reyna að breyta þeirri ímynd sem skjalasöfn hafi gjaman á sér, að þau séu þurr- ar og leiðinlegar stofnanir. Margir telja að skjölin eigi lít- ið erindi við almenning, nema ef á þarf að halda vegna tiltek- inna persónulegra réttinda- mála, tii að fá afrit af skatta- skýrslu eða upplýsingar um fasteign viðkomandi. „Við vildum með þessari sýningu sýna fram á að það er óendanlegur fjársjóður í skjalasöfnum um hin ýmsu mál.“ Hún segir að ákveðið hafi verið að þessi fyrsta sýning í nýjum húsakynnum skjala- safnsins myndi fjalla um ungt fólk í Reykjavík á 20. öld. Mik- ið er til af heimildum um böm og unglinga og í skjölum borg- arinnar má sjá að borgaryfir- völd hafa ætíð lagt mikla áherslu á málefni barna og unglinga. Hvernig mættu amma og afi í skólann? Til eru upplýsingar um börnin allt frá því að þau eru í móðurkviði frá mæðraskoðun- inni, síðan frá ungbamaeftir- litinu og heilsugæslunni í skól- anum, úr skólakerfinu og síðan um félagsstarf þeirra. I bekkjarklöddum er til dæmis hægt að sjá hvemig ömmur og afar yngri kynslóðarinnar í dag mættu í skólann, og þar er einnig að finna athugasemdir um brot þeirra sem sendir vom til skólastjórans eða vís- að úr kennslustund. Auk skjala og heimilda úr borgarkerftnu er á sýningunni að finna talsvert af skjölum frá bömunum og unglingunum sjálfum. Frá skóla- og fræðsluskrifstofunni hefur borist mikið af ritgerðum og verkefnabókum, auk þess sem talsvert sé til af handskrifuð- um skólablöðum. „Við fórum líka af stað með átak í janúar, þar sem við ósk- uðum sérstaklega eftir skjöl- um frá bömum og unglingum. Umhverfisnefnd Garðabæjar og Skogræktar- félag Reykjavíkur senda hestamönnum bréf Hestamenn minntir á bann við áningu í Vífilsstaðahlíð Garðabær UMHVERFISNEFND Garðabæjar og Skógræktarfé- lag Reykjavíkur hafa sent hestamannafélögum og hesta- leigum í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Bessastaðahreppi bréf þar sem minnt er á bann við áningu hrossa í Vífilstaða- hlíð í Garðabæ. í bréfinu er þeim eindregnu tilmælum beint til stjórna hestamannafélaganna og eig- enda hestaleignanna að brýna fyrir félögum sínum og starfs- mönnum að umgangast landið með virðingu og virða bann við áningu við Maríuhella og trjásýnisreitinn í Víðistaða- hlíð. Biðjum hestamenn að þyrma svæðunum Bréfið er skrifað í tilefni þess að útreiðatímabil hesta- manna er hafið og þar sem jörð er að frjósa og þiðna á víxl eiga viðkvæm svæði á hættu að tætast upp. Erla Bil Bjamadóttir, garð- yrkjustjóri Garðabæjar, segir mikinn átroðning hrossa hafa verið á umræddum svæðum á vorin, en gæta þurfi að gróðri þarna nú á þessum árstíma. „Við viljum benda á að sum svæði eru viðkvæmari en önn- ur, en í fyrravor fór þetta svæði mjög illa vegna átroðn- ings hrossa. Við viljum meina að þarna eigi fólk bara að koma fótgangandi en ekki á hestum og við biðjum hesta- menn vinsamlega að þyrma svæðinu. Þeir eiga aðra án- ingarstaði þarna í námunda,“ segir Erla. Morgunblaðið/Ómar Ungar stúlkur á gömlum sleða Vesturbær SKÍÐASLEÐAR eru sjald- séðir núorðið; þessi vinsælu leikföng liðinna vetra í æsku þeirra sem muna tímana tvenna. Þótt skíði, snjóbretti og snjóþotur hafi nú leyst flesta skíðasleðana af hólmi er ekki annað að sjá en þeir standi enn fyllilega fyrir sínu, að minnsta kosti virt- ust þær hafa gaman af að renna sér á þessum gamla sleða, stúlkurnar sem renndu sér við Ægisiðuna á dögunum. H R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.