Morgunblaðið - 06.04.2000, Side 1
82. TBL. 88. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
AP
Sharif bíður dóms
DÓMUR verður kveðinn upp í dag í
máli Nawaz Sharifs, fyrrverandi
forsætisráðherra Pakistans, sem
hefur verið ákærður fyrir tilraun til
að myrða Pervez Musharraf hers-
höfðingja skömmu fyrir valdarán
hersins í október. Verði Sharif
fundinn sekur á hann dauðadóm yf-
ir höfði sér.
Þúsundir stuðningsmanna Shar-
ifs hyggjast safnast saman við dóm-
húsið f Karachi þegar dómurinn
verður kveðinn upp. Eiginkona
Sharifs sagði að óeirðir myndu
blossa upp ef hann yrði dæmdur
sekur.
Stuðningsmenn forsætisráðherr-
ans fyrrverandi hrópa hér vígorð
gegn einræðisstjórn Musharrafs í
Karachi.
■ Lif á bláþræði/33
Þing Evrópuráðsins ræðir refsiaðgerðir gegn Rússlandi
Rússar vara við nýju
, járntjaldi“ í Evrópu
Strassborg. AFP, AP.
FORMAÐUR sendinefndar Rúss-
lands hjá Evrópuráðinu í Strass-
borg varaði við nýju ,járntjaldi“ í
Evrópu ef samþykkt yrði að svipta
Rússa atkvæðisrétti sínum á þingi
ráðsins.
Þing Evrópuráðsins greiðir í dag
atkvæði um nokkrar tillögur um
refsiaðgerðir gegn Rússum vegna
hemaðaraðgerðanna í Tsjetsjníu,
meðal annars tillögu þess efnis að
rússneska sendinefndin verði svipt
atkvæðisréttinum. Það yrði þó að-
eins táknræn aðgerð því henni yrði
ekki komið í framkvæmd fyrr en á
næsta fundi þingsins í júní.
„Með því að svipta sendinefndina
atkvæðisréttinum myndi Evrópu-
ráðið glutra niður einstæðu tæki-
færi til samstarfs við Rússland,"
sagði Dmítrí Rogozín, fonnaður
nefndarinnar. „Það myndi leiða til
nýs járntjalds í Evrópu“.
Lögð hefur verið fram önnur til-
laga sem kveður á um að Rússar fái
frest til 31. maí til að verða við kröf-
um Evrópuráðsins, ella verði þeim
vikið úr ráðinu. Stjómmálanefnd
þingsins samþykkti tillöguna með
25 atkvæðum gegn fjórum í fyrra-
kvöld.
Stuðningsmenn tillögunnar krefj-
ast þess að Rússar hefji viðræður
við leiðtoga Tsjetsjena, semji um
tafarlaust vopnahlé og heimili óháða
rannsókn á mannréttindabrotum í
Tsjetsjníu. Stjórnvöld í aðildarríkj-
um Evrópuráðsins myndu þurfa að
samþykkja tillögu um að Russlandi
yrði vikið úr ráðinu og líklegt er að
það tæki nokkra mánuði.
Robinson krefst rannsóknar
Mary Robinson, mannréttinda-
fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, skor-
aði í gær á rússnesk stjórnvöld að
efna til „trúverðugrar" rannsóknar
á ásökunum um að rússneskir her-
menn hefðu gerst sekir um gróf
mannréttindabrot í Tsjetsjníu, með-
al annars fjöldamorð, aftökur án
dóms og laga, nauðganir og pynt-
ingar. Hún gekk þó ekki svo langt
að krefjast alþjóðlegrar rannsókn-
ar.
■ Skæruliðar tóku/34
Grín gert að
landsliðum
Amstcrdam. Reuters.
SKYNDIBITAKEÐJAN Mc-
Donalds hefur beðið landslið
Möltu í knattspyrnu afsökun-
ar á sjónvarpsauglýsingu þar
sem hent var gaman að mögu-
leikum þess og landsliðs Is-
lands á að komast í úrslita-
keppni Evrópumótsins í
sumar.
í auglýsingunni sáust leik-
arar í búningum landsliðanna
taka þátt í samkeppni McDon-
alds þar sem miðar í úrslita-
keppnina voru í vinning. Gefið
var til kynna að þetta væri eini
raunhæfi möguleiki liðanna á
að komast í úrslitakeppnina.
„Við ætluðum alls ekki að
móðga neinn. Við höfum beðið
knattspyrnusamband Möltu
afsökunar," sagði talsmaður
McDonalds í Hollandi þar sem
auglýsingin var sýnd. Hann
bætti við að engar kvartanir
hefðu borist frá Islandi.
Tyrkneska þingið hafnaði Demirel forseta
Stiórn Ecevits situr
Sprengi-
hætta
í N oregi
þrátt fyrir ósigur
Ankara. Reuters, AP.
TYRKNESKA þingið hafnaði í gær
stjórnarfrumvarpi um að lögum um
kosningu forseta landsins yrði breytt
til þess að hægt væri að ýósa Sulei-
man Demirel á ný. 303 þingmenn
voru fylgjandi en hefðu þurft að vera
367 eða tveir þriðju hlutar þingheims
til að breytingin yrði staðfest. 177
voru á móti. Niðurstaðan er mikið
áfall fyrir Bulent Ecevit forsætisráð-
herra og samsteypustjóm hans.
Ecevit sagði að þrátt fyrir úrslitin
myndi hann ekki slíta stjómarsam-
starfinu sem varað hefur í eitt ár.
„Ríkisstjóm okkar mun halda áfram
að sinna hlutverki sínu af eindrægni
og af festu,“ sagði hann. „Við vonum
að niðurstaðan hafi verið þjóðinni
fyrir bestu.“
„ Almenningur vill hann ekki“
Þingið kýs forsetann sem hefur af-
ar lítil völd en hann hefur stundum
gegnt hlutverki sáttasemjara í
stjórnarkreppu. Demirel er 76 ára
gamall, hefur verið virkur í stjórn-
málum í fjóra áratugi og í nýrri skoð-
anakönnun lýsti mikill meirihluti
kjósenda stuðningi við að hann hætti.
„Almenningur vill hann ekki,“
sagði dagblaðið Radikal í fyrirsögn í
gær er það skýrði frá könnuninni.
Hins vegar vilja um 60% framhald
núverandi stjórnarsamstarfs.
Kjörtímabili forsetans lýkur 16.
maí. Ecevit hefur lagt áherslu á að
Demirel verði áfram í embætti
vegna þess að þannig yrði stöðug-
leiki best tryggður. Tyrkir þurfi að
geta einbeitt sér að mikilvægum
samningum við Alþjóðagjaldeyris-
sjóðinn um efnahagsumbætur á
næstu árum en einnig eru samskipt-
in við Evrópusambandið í brenni-
depli.
MIÐBÆR Lillestrom í Noregi var
rýmdur snemma í gærmorgun eft-
ir að eldur kom upp um ndttina í
lestarvagni þar sem própangas
var geymt. Ekki var ráðist í að
slökkva eldinn þar sem talið var
að sprengihætta, sem sögð er um-
talsverð, myndi aukast við slíkar
aðgerðir. Talið er að eldurinn geti
logað í allt að þrjá daga á meðan
própangasið brennur.
Um 3.000 manns, þeirra á meðal
skólabörn og sjúklingar á sjúkra-
húsum, þurftu að fara úr miðbæ
Lillestrom vegna sprengihættunn-
ar og voru hús rýmd í allt að kíló-
metra fjarlægð frá eldstaðnum.
Eldurinn blossaði upp þegar
tvær lestir rákust saman vegna
bilunar í hemlum annarrar þeirra.
■ Talið að eldur/32
Deutsche Bank
og Dresdner
Hætt við
samruna
Frankfurt. Reuters.
DRESDNER Bank, þriðji stærsti
banki Þýskalands, kom fjárfestum á
óvart í gær með því að falla frá
áformum um að hann sameinaðist
þýska stórbankanum Deutsche
Bank. Með samrunanum hefði orðið
til stærsti banki heims en margra
vikna samningaumleitanir bankanna
fóru út um þúfur þegar stjóm
Dresdner Bank samþykkti einróma
að hafna áformunum.
Stjórn Dresdner Bank sakaði
Deutsche Bank um að hafa grafið
undan sammnaáformunum með því
að krefjast þess að fjárfestingar-
þjónustudeild bankans, Dresdner
Kleinwort Benson, yrði seld.
Dresdner Bank hafnaði þeirri kröfu
og sagði að deildin hefði staðið sig
betur á mikilvægum sviðum fjárfest-
inga en Deutsche Bank.
Aðalbankastjóri Deutsche Bank
kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum
með ákvörðun Dresdner Bank því
rökrétt hefði verið að sameina bank-
ana. Hann sagði að ekki kæmi til
greina að Deutsche Bank sameinað-
ist öðram banka á næstunni.
Fjármálasérfræðingar sögðu að
það væri báðum bönkunum fyrir
bestu að samrunatilraunin fór út um
þúfur því hún hefði verið illa grand-
uð frá upphafi. Þeir töldu líklegt að
aðrir bankar myndu nú reyna að
kaupa Dresdner Bank.
Verð hlutabréfa í Deutsche Bank
hækkaði um 7,5% við tíðindin, en það
hafði lækkað um 30% frá því skýrt
var frá áformunum um samrunann.
Verð hlutabréfa í Dresdner hækkaði
einnig um rúm 7%.
MORGUNBLAÐH) 6. APRÍL 2000